Norðri - 15.07.1909, Side 1

Norðri - 15.07.1909, Side 1
Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, IV. 28. Akureyri, Fimtudaginn 15. júlí. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2 og 4—7. helgid. 10—11. Utbú Islandsbanka 11 —2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Frelsið. Heiti eða huggrip hinna almennustu staðhátta í lífi manna og þjóða, er erf- iðara en margur ællar, að skilja rétt og sérgreina, sérstaklega þau huggrip, sem fylgja hugsjóna eða trúarlífi manna, kyn- slóð eftir kynslóð. Eitt af þeim hug- gripum, er frelsið. Hver kann að þýða það orð svo að öllum líki, eða allir skilji? Og þó er um fátt hugsað og ályktað, talað og ritað í heiminum meir en um það, enda fylgir hver sinni skoðun, þörf eða óskum. Ýms önnur hugtök eiga sviplíka sögu, fyrst og fremst trúin eða hennar ákvæði og greinir; um þjóðerni, sjálfstæði, ættjörð, tungu, ætt- jarðarást er sama að segja. Það er eft- irtektarvert, að öllum fjölda alþýðunn- ar er aldrei á æfinni kent að skynja og skilja almenn hugsjónaorð, né neitt af því, sem «vér lærðir« þykjumst vita um rök tilverunnar — nema á óvita- aldri. Og þótt sum spurningabörn séu þroskaðri en önnur, hefir lengi mátt segja, að hvert barn eða unglingur hafi fremur veriðuppfræddur til að verða Gyðingur eða kristinn Gyðingur, en barn síns lands og tíma. Síðar meir mun þetta beturvekjaeftirtekt og virðistþví kynlegra, sem afleiðingin er betur at- huguð. Auðvitað nefna »fræðin« skyn- semi og frjálsræði, skyldur og reiknings- skap. En flest alt fer fyrir ofan garð og neðan hjá börnunum, því ofurlitla hugmynd um slíka hluti er fyrst tiltök að kenna á skólaaldrinum. Hvað mundi nú vera kent eða eiga að kenna í unglingaskólunum um frelsið? Já, um frelsið, þetta orðtak og heróp allra og þó aldrei fremur en nú, — frelsið, þessa allsherjarkröfu þjóðar vorrar, sem spámenn og postular, blaðamenn og blaðrarar, heimspekingar og heimsking- jar, hafa í tíma og ótíma verið að troða inn í fólkið, svo það er farið að snúa við hendingum séra Hallgr. Pétursson- ar (í 2. passíusálmi) og syngur: Mér er sem þetta máttarorð« sé meira’ að þyngd en himin og storð.« En — hverjum er hugtakið »frelsi« Ijóst? Eg hefi ekki bókj. Stúart Mills við hendina, en það skaðar ekki,egferenn ein- faldari leið. Egspyr fyrst: Hvað þýddi frelsi fornþjóðanna á Austurlöndum? H\að þýddi það á siðmenningartímum Grikkja og Rómverja? Hvað þýddi frelsi mið- aldanna, og hvað á dögum siðabótarinn- ar? og loks: hvað kennir oss nýja sag-. an fyrir og eftir frönsku byltinguna, með þelm spárlýjti hugtökum og orð- tökum, sem svo smásaman festust hjá þjóðunum? Vitaskuld er það, að hver ung- lingur, sem lærir eitthvert ágrip af mann- kynssögunni, fær einhverja vitneskju um þetta. En hrífur það svo nemendurna, að þeir viti að gagni, hvað hugtakið þýðir? Og hvað vita svo hin börnin, sem enga mannkynssögu sjá? Og svo eru ótal sérstakar frelsistegundir til. Hvað er þjóðfrelsi, og lýðfrelsi (o: aristokrat- iskt og demokratiskt frelsi? Hvað er þingfrelsi (þingræði)? Hvað er borgara- og félagsfrelsi? Hvað mannfrelsi (mannhelgi) og meðfætt frelsi? Og hvað er trúarbragðafrelsi, hugsunarfrelsi, mál- frelsi og ritfrelsi? Hvað er kennifrelsi (hin allra yngsta frelsiskrafa)? Og enn er eftir eitt frelsið: það heitir frjálsrœöl. Rað virðist vera skilyrði alls þess, er frelsi nefnist. En hér er athugandi, að mjög margir heimspekingar neitafrjáls- ræði mannsins, segja, það sé ímynd- un tóm, því alt sé lögum og nauðsyn háð (þótt ekki komi nauðung eða of- beldi til). Úr því verkefni leysi eg ekki, það má lengi toga það sem hrátt skinn- og sitt sýnast hverjum. Hitt er víst, að þótt svo væri, að alt f oss sé lögum bundið, þá er tilveran svo gerð, að mentun, þróun og góðar, máttugar hvatir komast þá í frívíljans stað og valda því fullkomlega, að hver heilvita maður ber og á að bera meiri eða minni ábyrgð orða sinna og athafna. Reynslan er betri heimspekingur en heimspekin. Hún kennir, að án sjálfsá- byrgðarinnar standi engin siðmenning. Hver er frumhugsun sú, sem falin er í orðinu »frelsi»-t Hún er lausn úr ein- hverri nauðung. Elzta félagsskipun vors kyns kallast feðrastjórn, eins og sjá má af elztu sögum gamlatestamentisins. Síð- an niynduðust ættkvíslir, sem hver varði sig móti annari, eða tengdust saman og mynduðu kynflokka; loks framkom af því meiri eða minni þjóð — nema þar sem hjarðþjóðir fóru um með hjarð- ir sínar, þar hefir þjóðskipulagið hald- ist laust gegnum allar aldir. En í frjóu löndunum, bæði áður og eftir að akur- yrkja og borgasiðmenning komst á þar mynduðust snemma stórþjóðir og ríkir einvaldar, sem töldust stjórna af guð- anna náð. Sú siðmenning varaði óratíma eða skiftist á við aðra. Frá því 6000 árum fyrir Krists daga, voru til borgir og menning bæði á Egiftalandi og í Asíu nálægt hinum elztu menningar- þjóðbrautum, fljótunum Efrat og Tigris svo og í Austur-Asíu. Fyrst var forn- mentun Grikkja, en svo trú og lögbundn- ari siðmenning Rómverja, er og varð fyrirmynd hinnar yngstu í mörgum grein- um. Pjóðfrelsið lærðu af Rómv. mið- aldarborgirnar, heimsforræðið páfarnir, en keisarar og konungar stæltu Cæsar- ismatin: það að drotna sem einvaldar, en leyfa um leið frjálst fyrirkomulag og láta ekki eina stéttina misbjóða annari. Rað varð hugsjón Napóleanna og að sumu leyti annara einvalda enn, eins og Vil- hjálms keisara yngra. í annað sinn vildi eg benda á helztu atriðin í frelsissögu þjóðanna, sem fyrst til muna gerði vart við sig, þegar ein veldi konunganna þóttist vera komið fyrir »herrans náð« úr mestri hættunni, af hálfu aðals og klerka. Pá, á 17. öld- inni, byrjaði dómurinn. M. J. Úr N.-Pingeyjarsýslu 1. júlí 1909. Þingmaður vor er nú hér á yfirreið og heldur leiðarþing í hverri sveit, en ekki munu þau öll fjölmenn. Jafnvel í sjálfu Kelduhverfi komu aðeins 10 menn á fund, og sátu þar þöglir undir land- varnarhersögum fulltrúa' síns. Mun sum- um jafnvel hafa fundist fátt um. Gall nú lægra landvarnarskothríðin en í fyrra um sömu mundir. Sérstaklega mun þeim Hverfungum hafa fundist fátt um landvarnarleiðangurinn gegn Bakkusi, því minni óvinir eru þeir sumir hans en Dana, og telja hann alls ekki hafa rofið gamla sáttmála, hvorki þann ís- lenzka, né hinn frá Nóa dögum. Og þótt Bakkus sé þjóðernislaus alheims- borgari, munu þeir þó allmargir hér, sem veita vilja honum fæðingjarétt langt um heldur en Dönum. Telja þeir, að af honum stafi íslenzku þjóðerni og sjálfstæði engin hætta, heldur þvert á móti, að hann efli oss til réttrar land- varnar gegn Dönum, og auki oss ein- urð og sjálftraust, svo vér þorum að segja Dönum til syndanna. Eitt þykir mönnum kynlegt nokkuð. í fyrra, þegar þingmaður vor var aðeins þingmannsefni, og fór hér um sýsluna landvarnarleiðangurinn, gegn sambands- lagafrumvarpi millilandanefndarinnar sam- hliða einum nefndarmanninum, Steingr. sýslumanni Jónssyni,— þegar hann þing- aði hér, — þá fylgdi honum að málum sporgöngumaður einn utanhéraðs, Páll nokkur Jóakimsson, kendur við Arbót í Suður-Lingeyjarsýslu. Fór hann geyst mjög og vítti nefndina harðlega fyrir landráð, heimsku og svik. F*ótti land- varnarmönnum liðsemd mikil í fram- göngu hans, og má vera, að hún hafi átt þátt í sigri Birninga við kosning- una í haust, næst viturlegri handleiðslu Einars hins spaka að Ærlæk, og Páls prests hins prúða. Nú fylgir þessi sami Árbótar-Páll enn þingmanninum, en samband þeirra sýnist allmikið breytt, því nú vítir Páll engu minna hið nýja sambandslagafrumvarp, er þingmaður- inn boðar, en hitt í fyrra. _ Telur hann hann þar r é 11 i n d a Ísríkis illa gætt og sjálfstæðis þess, og færir meðal annars sem dæmi, að þar sé Ísríkið skyldað til að greiða konungsmötu, sem auðvitað sé himinhrópandi rangindi og undirlægju- skapur. Sýnir þetta hina takmarkalausu sjálfstæðisþrá sannra landvarnarmanna, enda mun Páll þessi vera sérstakt »prakt- exemplár« þess flokks, og til marks um það má geta þess, að eg hefi spurnir af, að nú séu nálega 20 ár síðan Páll þessi hefir gist náttlangt að Árbót, — enda hvergi verið mörgum nóttum senn - en þó sé hanrt által talfnn á skýrsl- Kárl, litli drengurinn okkar, verður jarðaður á laugar- daginn er kemur. Líkræða í kirkjunni kl. 12^/z. Bertha Líndal. Björn Líndal. um viðkomandi hreppstjóra sem ábú- andi Árbótar, og nýtur þannig kosning- arréttar og allra borgaralegra réttinda, þrátt fyrir heimilisleysi og «rangl» sitt sveita milli. Er þetta Ijóst dæmi þess, hve menn geta komist langt í sjálfstæð- inu, þegar viljinn er nógu sterkur og menn hugsa meira um að vera en að sýnast. Er því ekki að furða, þótt landvarnarmenn beiti Páli þessum fyrir, og sendi hann héraða milli, því að hann virðist vera persónugerfi hugsjóna þeirra; og er «árbót» mikil að slíkum mönnum. Væntanlega vekur þingmað- urinn eftirtekt ráðherrans og landvarnar- gæðinga hans:— Ara, Bjarna o. s. frv. — á Páli þessum, og ■þeim nána and- ans skyldleik, sem er með honum og þeim. Ætti það að verða til þess, að hann fengi stærri verkahring en útkjálka vorn norður hér. Gætum vér og vel unt fleirum að njóta slíks manns. Ekki niunu kjósendurhér þakka þing- manninum svo sem vert er, framgöngu hans og blaðs hans í «Thore«-málinu, því þó til séu þeir menn, einkum með- al öræfabúa, sem aldrei hafa sjóinn eða skipin augum litið, er því máli voru fylgjandi, þá eru hinir víst fleiri, sem telja flota »Thores« of dýran til land varnana. Munu og líta á það mál líkt og Jón dr. Forni, að slíkt eigi konung- ur að annast á sinn sinn kostnað, eftir gamla sáttmála. Oss varði ekki annað en að gæta þess, að krefjast nógu mik- ils, og sýna engan undirlægjuskap, frem- ur í því en öðru. Hafur. Útlendar fréttir. Reykjavík 14. júlí 1909. í Persíu eru bardagar út af stjórnarbyltingunni. Skattamálabreytingin samþykt í þýzka þinginu. Bulow fer frá. Lagastaðfestingar. Konungur hefir staðfest 25 lög frá síðasta þingi, þar á meðal eru fjárlög, fjáraukalög, lögin um Naust og Kjarna, ellistyrkslögin, fiskimatslögin o. fl. Að- flutningsbannslögin eru sögð óstaðfest ennþá, og ekkert hefir frétst um það, hvernig sambandslögum þingsins hefir verið tekið af konungi og dönsku stjórn- inni. Pjóðhátíð hafa Reykvíkingar ákveðið að halda 1 og 2. ágflst í íumar.

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.