Norðri - 15.07.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 15.07.1909, Blaðsíða 2
110 NORÐRI. NR. 28 Adalfundur Ræktunarfél, Norðurlands var haldinn á Sauðárkrók 2. og 3. þ. m. Auk formanns og ritara félagsins sóttu 11 fulltrúar fundinn og allmargir félags- menn, einkum úr Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslu. Fundarstjóri var kosinn form. félags- ins Stefán skólameistari Stefánsson, vara- fundarstjóri sýslumaður Páll V. Bjarna- son og skrifararSigurður Sigurðsson kenn- ari á Hólum, og Sigurður Pálmason garðyrkjumaður á Æsustöðum í byrjun fundarins mintist formaður hins sviplega og hörmulega fráfalls Ingi- mars Sigurðssonar, er var einn af nýt- ustu starfsmönnum félagsins. Reikningar félagsins báru það með sér, að skuldlaus eign félagsins var við síðustu áramót rúmar 37 þús. kr., þ. e. tilraunastöðvarnar í Naustalandi, trjá- ræktarstöðin, hús, sjóðir og útistandandi skuldir. Form. gat þess, að útistandandi skuld- ir færi að vísu minkandi, en væru þó altof miklar, er stafaði af óskilvísi manna, og brýndi stranglega fyrir fulltrúunum að gera alt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að hjálpa stjórninni til þess að heimta inn skuldirnar og hvetja menn til skilsemi við félagið. Pær skuldir, sem ekki fengjust með góðu- móti, ákvað fundurinn að afhenda skuldheimtumönn- um til innheimtu og jafnframt var ákveð- ið, að panta ekkert, nema borgun fylgdi pðntuninni. Sigurður skólastjóri Sigurðsson skýrði frá tilraunastarfsemi félagsins og hvern árangur hún hefði borið jarðræktinni til eflingar hér norðanlands. Færði hann skýr rök að því, að félaginu hefði orðið meira ágengt í þessu efni; en nokkur hefði getað búist við á svo stuttum tíma. Samþyktar voru tiílögur um, að koma upp litlum sýnisblettum hér og hvar, þar sem ræktað væri hið helzta, sem vissa væri fyrir að gæti þrifist, sömuleiðis, að æskilegt væri að gera tilraunir með gömlu túnræktaraðferðina til saman- burðar við hinar nýju ræktunaraðferðir; loks taldi fundurinn æskilegt að fél. legði meiri stund á frærækt en hingað til og hefði tæki til að ransaka frjómagn fræs. StórkaupmaðurMoritz Fránckel í Gauta- borg, heiðursfélagi Ræktunarfélagsins, hafði enn sem fyr heitið félaginu 300 kr. gjöf og var stjórninni falið að leggja það til hliðar og stofna af því sérstak- an sjóð, er kendur væri við þenna vel- gerðamann félagsins. Nefnd var kosin til að athuga lög félagsins, en ekki þótti henni tiltækilegt að leggja til breytinga á þeim að sinni, en stjórninni var falið að leggja vænt- anlegar breytingartillögur fyrir deildirn- ar. í sambandi við þetta var samþykt svolátandi fundarályktun: »Fundurinn felur stjórninni að leit- ast fyrir um það hjá búnaðarfélög- um og sýslunefndum á félags- svæðinu, hvort þeim sýndist ekki til- tækilegt, að ráðnir væru búfróðir ráðu- nautar, helzt í hverja sýslu, til þess að hafa umsjón með gróðrarstöðvun- um, mæla jarðabætur búnaðarfélag- anna og leiðbeina bændum íbúnaði. Útgjöld fél. næsta ár voru áætluð 11 þús. 300 kr. — Deildarstjórum var ákveðin sem þókn- un 10% af innheimtum tillögum og aðal- fundarfulltrúum 2 kr. á dag heimanað og heim að fundardögum meðtöldum, eins og síðastliðið ár. í stjórnina var kosinn ritstjóri Sigurð- tír Hjörleifssíon f stað vérzlunarstjóra Kr. Sigurðssonar, er skorast hafði undan endurkosningu. Prír fyrirlestrar voru haldnir á fund- inum. Sigurður garðyrkjumaður Pálmason talaði um garðyrkju og blómrækt og var þar margt fróðlegt og vekjandi. Páll búftœðiskandidat Jónsson flutti fróðlegt erindi um ræktun landsins og áburð, og sýndi fram á það með rök- um, að við við ættum gnægð áburðar^ til þess að rækta miklu meira land en nú, ef öllu væri haldið til haga og vel hirt. Jakob búfrœðingur Lindal talaði um vatnsveitingar og sagðist vel. Hefir hann lagt stund á þær í Danmörkn. Mátti margt af honum læra. Að loknum fundi skemtu menn sér um stund með söng og ræðuhöldum. Hnigu allar ræðurnar að starfsemi fé- lagsins og lýstu miklum áhuga á því, að það tæki sem beztum þroska. Fundarmaður. Tekjur landsímans 1. ársf jórðung 1909. Símsk. innanl.: alm. skeyti kr. 3409,70 Veðurskeyti — 1200,00 kr; 4609,70 Símsk. til útl: alm. skeyti kr. 1730,42 veðurskeyti — 312,47 _ 2042,89 Símskeýti frá útlöndum — 10g8.76 Fyrir símskeyti samtals — 7751,35 Símasamtöl — 7990.40 Talsímanotendagjald — 1727.95 Viðtengiitgar- og einka- leyfisgjald — 500.00 Aðrar tekjur — 647.80 Alls kr: 18617.50 Til samanburðar tekjur Iandssím- ans um sama tímabil í fyrra: Símskeyti samtals kr; 3598.04 Símasamtöl — 3946.85 Talsíma- og einkaleyfis- gjöld — 2370.66 Aðrar tekjur — 396.46 Alls kr: 10312.01 Gísli J. Ólafsson. Bókmentafélagið. Aðalfundur Reykjavíkurdeildarinnar var haldinn 8. þ. m. í stjórn þess voru þessir menn kosnir: Forseti: Björn M. Olsen, prófessor. Féhirðir: Halldór Jónsson bankagjaldk. Skrifari: Björn Bjarnason, doktor. Bókavörður: Sigurður Kristjánsson, bóksali. Varaforseti: Steingrímur Thorsteinsson rektor, endurkosinn. Varaféhirðir: Sighvatur Bjarnason bankastjóri. Varaskrifari: JónJónsson, sagnfræðingur. Varabókavörður: Matthías Pórðarson, Endurskoðendur reikninganna: Björn Ólafsson augnlæknir, endurkosinn, Klemens Jónsson landritari. Allir þessir menn eru minnihlutamenn, enda er ísafold mjög gröm yfir úrslit- unum, auðvitaðaf pólitískum ástæðum og persónulegum, því að því verður ekki með rökum neitað, að hæfari mönnum var eigi kostur á í þessi sæti. Er það hið mesta gleðiefni, að stjórn félagsins skuli nú vera komin í hendur jafn nýtra manna. Síldarmatsmenn eru skipaðir: Á Akureyri: Jón Bergvinsson, skip- stjóri frá Hafnarfirði og á Siglufirði: Jakob Björnsson kaupm. á Svalbarðseyri. Grein Steingríms læknis í 26. tbl. »Norðra% á annað skilið, en eins lúalega aðdróttun og óþakklæti, eins og ritstjóri «Norðurlands» mældi henni út. Greinin er meira en girnileg til fróð- leiks» (eða »til að fá skilning af»); hún er nýmæli á þessum dögum,jafn heilsu- samleg öllum flokkum þjóðarinnar. Sjálfhælnis- og sjálfs-gullhamra-sláttur- inn þarf að fara að skammast sín, og réttari þekking á afstöðu vorri til ann- ara þjóða þarf stórum að vaxa; einnig réttari skilningur á sögu vors eigin lands og þjóðar. Ástand það, sem nú stend- ur yfir, hvað stjórnarfar og samlyndi snertir á landi voru, sýnir beinlínis há- markið — 'námark þess, hvað langt gorgeir og ofinetnaður gat komist hér á landi eftir nál. heilt aldarstrið, frá því er vor sligaða þjóð tók fyrst að rumska með stýrur í augum! Að benda áheyr- endum sínum á þetta, einkum hinum ungu, hefir vakað fyrir lækninum ífyrri kafla ræðu hans. Hafi hann þökk fyrir þann kafla! Enn síðari kaflinn var líka lærdómsríkur: Lífsteinn var í sáru sverði sem að græddi mig.» segir skáldið. Pað er óhjákvæmileg skylda góðra og viturra manna, sem kenna eiga ungu þjóðinni, að sýna henni »beiskan sann- leikann,» kenna henni að skilja spak- mæli Forngrikkja: »Pektu sjálfan þig!« — kenna henni að láta víti annara sér að varnaði verða, og að öllu að fram- ganga eins og á degi, en hvorki í rökk- urmóðu umliðinna alda, né heldur hlaupa eftir hillingum framtíðarinnar falsvona. En — hver trúir vorri prédikun? spurði hinn forni spámaður. Flokkarnir og þeir, sem eru að verja völd sín, trúa sjaldan fyr en þeir taka á. Bóndi i sveit. Fröken Hulda Hansen kenslukona við latínuskólann í Rönne í Danmörku kom hingað á laugardags- kvöldið er var með «Vestu« frá Reykja- vík. Ætlar hún að halda hér fyrirlestra, í kvöld um «kvenfrelsið í Danmörku«, og á föstudaginn og laugardaginn um Bertel Thorvaldssen og listaverk lians; sýnir hún jafnframt Ijósmyndir af fræg- ústu verkum hans. Hefir hún átt tal við oss, og er hún full áhuga á því, að koma hennar hingað til landsins, mætti verða til uppbyggingar, enda er hún lærð kona og skörugleg, og virð- ist hafa góðan hug til vor íslendinga. Hún hefir haldið fyrirlestra um sams- konar efni í Reykjavík og láta blöðin þar vel yfir. Ættu bæjarbúar og nær- sveitamenn að nota tækifærið til þess að fræðast um þessa hluti. Hér birtist þeim nýr heimur, sem þeim hefir flest- um verið óþektur áður, heimur mynd- höggvaralistarinnar, en þar býr margt af því fegursta, sem andi mannsins og hönd hefir búið til. «Sterlíng» kom til Reykjavíkur í gærkvöld með rúma 100 danska skemtiferðamenn. Leið- angur þessi er gjörður að forgöngu bhðsins «Politiken», og ætla ferðamenn þessir að fara til Geysis, Gullfoss og Pingvalla. Heyblndlngsvél hefir Eggert kaupmaður Laxdal nýlega keypt, Er hún einkum hentug til þess að binda hey, er flytja á langan veg; einníg má geyma baggana bundna vetr- arlangt eða lengur og er það rúmsparn- aður allmikill, því að heyið þrýstist mjög saman í böggunuin. Héraðssamkomu hélt ungmennafélagið »Tindastóll» á Sauð- árkrók 4. júlí s. 1. Fór hún fram á eyrun- um utan við kauptúnið. Samkomunefndina skipuðu þeir: Jón, Sigurður, Stefán og Þor- björn Björnssynir frá Veðramóti; ásamt Steindóri Jóhannessyni Sauðárkrók og verzl- unarm. Eggert Jónssyni s. st. Klukkan 12 á hádegi hófst guðsþjónustugerð í Sauðárkróks kirkju. Prófastur Arni Björnsson hélt þar ágæta og snjalla ræðu. Þá var sungið O, guð vors lands o. s. frv. Guð hæðst í hæð, o. s. frv. og fleiri valin lög. Að guðþjónustunni lokinni var gengið í skrúðgöngu út á eyrafnar, og hófust þá ræðuhöld. Sigurður Björnsson setti samkom- unna með ræðu. Þessi voru minni. Minni Islands: ræðum. ÁrniBjörnsson próf. — Skagafjarðar —Jón kennari Björnsson. — Æskulýðsins— Brynl. búfr.Tobiasson. — Bænda; ræðuni. Sigui ður skólastjóri. Sigurðsson. Fyrir og eftir hvert minni voru sungin við- eigandi lög. Að ræðhöldum loknum hófiist veðreiðar. Prjár gangtegundir voru verðlaunaðar, stökk, skeið og tölt — 10 kr. hver. Fyrir stökkhlaut verðlaun brúnn hestur7 vetra, eign Jóhannesar Guðmundssonar Vall- holti í Skagafirði. Verðlaun fyrir skeið hlaut leirljós hestur 15 vetra, eign Steingríms á Njálsstöðum í Húnavatnssýslu. Verðl. fyrir tölt hlutu 2: Grjáskóttur hestur 7 v., eign Sig- mars Jóhannessonar Saurbæ í Skagafirði og jarpblesóttur hestur 8 v., eign Jóns Jónsson- ar, Nautabúi í Skagafirði. Þessu næstþreyttu kapphlaup nokkrir ung- ir menn og hlutu verðl. — blómvendi — Steindór Jóhannesson 1. verðlaun. Gísli verzl- unarm. Jónsson. 2. verðlaun. Drengir þreyttu kapphlaup og hlutu verðlaun — blómvendi: — Kristján Jóhannesson Her- jólfsstöðum 1. verðlaun, Helgi Guðmundsson Sauðárkrók 2. verðlaun, Lúðvíg Magnússon s. st. 3. verðlaun. Leikfimi sýndu nokkrir, og voru bestir þeir : Eiríkur Albertsson, Flugu- mýrarhvammi og Stefán Vagnsson frá Mið- húsum ? Stökk reyndu ýmsir. Hæðst stukku þeir Sigurður Björnsson Veðramóti og Páll Sig- urðsson frá Brenniborg, en fimlegast þeir Eiríkur Albert'son og Stefán Vagnsson. Fyrir glímur hlaut 1. verðlaun (10 kr.) Sig- urður Björnsson Veðramóti, Pétur Jónsson Nautabúi 2. verðlaun (5 kr.), Sigmar Jó- hannesson Saurbæ 3. verðlaun (3 kr.) Glímunum var hætt áður en Ijósúrslit voru fengin, hverjir ættu verðl. Úrskurður glímu- dómnefndarinnar var ekkisamhljóða og vildu sumir af nefndinni telja PáM Sígurðssyni frá Brenniborg ein verðlaunin, ef glímt hefði verið til hlítar. Mesta fegurðarglímu glímdu þeir bræður Sigmar og Eggert Jóhannessyn- ir frá Saurbæ. En auðséð var, að Pétur Jóns- son frá Nautabúi lagði bezl brögð ; er hann innan við tvxtugt, en mikið glímumannsefni, Allan mjúkleik vantaði í glímurnar og er þess von, þegar menn glíma saman lítt æfðir. Sund þreyttu þessir: Eggert og Pétur Jóns- synir frá Nautabúi, Árni Hafstað i Vík, Páll kandídat Jónsson Reykhúsum og Frank Mic- helssen úrsm. Sauðárkrók. Leikfimi, stökk og sund var ekki verðlaunað. Að þessu loknu hófst dans í Goodtempl- arahúsinu á Sauðárkrók, og stóð fram á nótt. Samkoman fór vel fram og var það auð- sær framfaravottur, hvað margt var þar haft til skemtunar. Messugerðin sló einkum hátíðablæ yfir alt sem fram fór. Eg teldi heppilegt, ef ungmennafélögin í Skagafirði stæðu í sameiningu fyrir einni slíkri héraðssamkomu á hverju ári. Færu þær vel fram, er þýðing þeirra mikil fyrir sýslufélagið. Pær geta vakið félagsanda sýslunnar, sem vordögg blómin. Það er mik- ið nær, að ungmennafélögin gengjust fyrir þessu, heldur en það gerðu einstakir bænd- ur; því það er eitt í verkahring félaganna. Æskilegt væri að slikar samkomur Skag- firðinga færu fram á Hólum — á hinum góðfræga sögustað sýslunnar, þar sem minn- ingarnar frá því liðna lifa, og minna áþað sem var. Þá myndu Skagfirðingar betur orð- takið: »Heim að Hólum» og alt sem ligg- ur á bak við það. Kr. H. Sigurðsson. Bí, bí og blaka — Mikið hefur Landvörn lcert: Lœst er hljóða stofa. Ari, Bjarni og Bensi vœrt i Bjdrnar hýði sofa.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.