Norðri - 15.07.1909, Síða 3

Norðri - 15.07.1909, Síða 3
NR. 27 NORÐRI. ■^=c- 111 Óreglan á Siglufirði. C. Oppeland, sjómannatrúboði frá Haugasundi, er verið hefir nokkur sum- ur á Siglufirði, hefir átt tal við ísafold um óregluna á Siglufirði, og birtir blað- ið efni þessa samtals 3. þ. m. Hann kvartar einkum um ofdrykkju norskra sjómanna þar, og kveður aðal- orsök hennar vera ólöglega áfengissölu í landi. Einnig kvartar hann yfir því, að ekki sé húsnæði til þess að geyma ósjálfbjarga menn í að næturþeli. Satt er það, að allmikið drekka norsk- ir sjómenn á Siglufirði, og sennilega er þar óleyfilega selt áfengi. En hvers vegna gerir þessi mannvinur og félagi hans, hinn klerkurinn norski, sem þar hefir einnig verið í nokkur ár, ekkert til þess til þess að koma upp um þá menn, er vín selja óleyfilega. Hafa þeir nokkurp- tima kært yfir slíku broti til lögreglu- stjórans, eða rétt honum nokkra hjálpar- hönd f þessu efni, þótt fleirum sinn'um hafi verið á þá skorað að gera það ? Það gagnar lítið að tala um óleyfilega vínsölu, þegar enginn þykist vita nein- ar sönnur á því, hver geri sig sekan um hana, er leitast er við að ransaka málið. Hversvegna kæra þeir ekki laga- brotsmennina, ef þeim er kunnugt um þá? Ólíklegt virðist, að þeir meti meira vináttu þessara manna, en löghlýðni, siðsemi og velferð landa sinna, Ressir menn hafa haft barnaskólann og þinghúsið (sem er sama húsið) til afnota síðustu sumur, og það hefirjafn- vel verið reynt að komast hjá því, að hafa réttarhöld í húsinu, þótt á hafi þurft að halda, til þess að gera þeim ekki ónæði. Hvers vegna hafa þeir ekki búið um ósjálfbjarga landa sína þar inni að næturþeli? Hversvegna sofa þeir allar nætur eða loka sig inni, þeg- ar mest er þörf aðstoðar. Annars virð- ist það liggja norskum mannvin- um, og þá einkum norskum trúboðs- félögum, öllu nær en oss íslendingum, að koma upp skýli eða taka það á leigu, til þess að geta hýst ósjálfbjarga norska sjómenn. Virðist mér það þarflegra en að hafa þar tvo norska presta. Annað mál er það, að mesta nauð- syn er á því að koma upp fangelsi á Siglufirði, og samþykkja lögreglugerð fyrir þorpið, enda nær lögreglustjórn þar ekki tilgangi^ínum, fyr en það hef- ir verið gert. B. L. Guðm. Björnsson landlæknir kemur hingað til bæjarins um helgina, landveg að austan og norðan. Er hann á embættisferð og heimsækir alla lækna hér norðanlands, til Sauðárkróks. Paðan ætl- ar hann suður Kjöl. Guðm. dbrm. Guðmundsson f á Rúfnavöllum í Hörgárdal og kona Guðný Loftsdóttir héldu silfurbrúðkaup sitt í gær og um leið var haldið brúð- kaup tveggja barna þeirra, Lofts og Unnar. Kvongvaðist hann ungfrú Hansínu Steinþórsdóttur frá Hömrum, en hún var gefin Guðmundi kennara Benediktssyni frá Svíra. Norðri óskar öllum þessum hjónum til hamingju og væntir þess, að ungu hjónin leitist við að feta í fótspor silf- urbrúðhjónanna, bæði hvað snertir fyr- irmyndargott hjónaband og fyrirmyndar dugnað og atorku. Ull er að stíga í verði erlendis og er nú seld á 90 aura í Danmörku og á Englandi. Sigurgeir Björnsson bóndi í Lögmannshlíð. Sungið við jarðarför hans. (Undir nafni ekkju og barna) Lag: Ó, blessuð stund. Nú drúpir Hlíð, þó brosi sveit við sunnu, og sorgarskuggum á vorn huga slær, því gleði ljósin björt, sem áður brunnu, nú blakta á skari, látni vinur kær. Nei, gleðin skín í gegnum sorgartárin, því guð, sem verndar oss á hverri stund og einn fær læknað allra harmasárin, þinn anda tók r sína föðurmund. Og hvað má betur hressa oss og hugga, en hugsa um öll þín gæði og föðurást? Á flótta rekur hinsta harma skugga in helga von á guð, sem aldrei brást Og endurfunda enginn má oss varna, því andann bindur hvorki gröf né hel. Svo nieðtak þökk og blessun konu og barna og blunda vært. — Ó, kæri, farðu vel.! P J- Stefán Stefánsson, alþingismaður i Fagraskógi! Hann hélt leiðarþing í Saurbæ hinn 27. júní, sem getið er um í síðasta blaði Norðra. Framkoma hans þar mun hafa ver- ið ísainræmi viðflesta fundarmenn nerna íað- flutningsbannsmálinu, þar var hann ósam- þykkur flestum fundarmönnum og munu margir kjósendur hafa undrast það,; að hann skyldi í því máli ganga í lið með gamla Birni, og gjörast flutningsmaður að bann- lagafrumvarpi, sem gekk svo langt íófrels- inu, að efri deild áleit það beint brot á móti stjórnarskrá landsins. Þetta sýnir hvað þing- maðurinn er ofstækisfullur bannlagsmaður/ sem ekki hefur augun á öðru marki til að út- rýma ofdrykkjunni, enófrelsislögum, s»m ekki sæma siðuðum þjóðum, eins og frumvarpið var fyrst úr garði gjört, og sem þingmað- urinn lét Ieiða sig til að flytja með Birni og hans fylgismönnum. Og enn meiri undrun mun það hafa vakið hjá ýmsum fundarmönnum og kjósendum Stefáns, að hann skyldi láta leiða sig þannig þar sem hann, stuttu áður en hann fór á þing, lýsti því yfir á þingmálafundi í Saur- bæ, að hann yrði ekki með að samþykkja bannlagafrumvarp á þinginu, nema því að eins að fjórir fimtu af kjósendum landsins reyndust með atkvæðagreiðslu að vera fylg- jandi bannlögum. Og sömu kenningu hélt þingmaður Akur- Gjalddagi Norðra var 1. júlí. Biðjið kaupmann yðar um Edelstein, Olsen & Co, beztu og ódýrustu _ Cylinderolíu fflotoroliu 111= Tjöru o. fl. Tne North British Ropevork Co: Kirkcaldy, Contraktors to H. M. Governement. * Búa til: rússneskar og ítalskar fiski- lóðir og færi, alt úr bezta efni og sér- leg vandað. Fæst hjá kaupmönnum, ' Biðjið því ætíð um KIRKCALDY fiskilínur og færi hjá kaupmönnum þeim;x er þér verzlið við, því þá fáið þið það em bezt er. Kaupendur Norða í Arnarnesshreppi utan við Hof, vitji blaðsins í sumar á póstafgreiðsluna á Hjalteyri. Þangað verður það sent með öllum ferðum, er falla. eyringa fram á fundinum inní Eyjafirði, þá hann var að prédika fyrir mönnum ágæti bannlaganna. Skoðun þessara tveggja þingmanna hefur því breyst þegar á þing kom hvað sem veld- ur, þvi eins og öllum mönnum er kunnugt, þá var ekki nema rúmur helmingur af þeim sem kusu með bannlögunum. Hyggur annarþingm. Eyfirðinga að þetta verði til þess að auka honum kosningafylgi við næstu kosningu. Reynzlan sker úr. Eyfirðingur. Guðmundur Tómasson læknasskólacandídat kom hingað með »Vestu« og ætlar til Siglufjarðar til þess að stunda þar lækningar í sumar. r Stærst úrval. Lægst verð. Stærst ro c> “t <u > KARLMANNA- < "ES «' _) FATAEFNI r » 15 > fjölbreyttust, < o ódýrust, Q* ú -+-* (/) fallegust í Vefnaðarvöruverzlun ■t co u <L> > n> n < EJ bJD 8 J Gudmanns r » 15 Efterfl. r+ < > u n a* 'gJ3A jsgasq ibajh jsjaajs 84 ráðið var að vera eins afundin og sárbeitt eins og bæjarbúar. Frá því er hún var kornung, hafði hún, hálfgert sér meðvitandi, borið eitthvað ákveðið fyrir brjósti . Ef hún féll um háls föður sínum, kát og fagnandi, var eins og hún fyndi dálítið til samvizkubits. En ef hún sat róleg við einhverja smávegis handavinnu. meðal kunningja móður sinnar, og hej'rði samræð- una ganga hús úr húsi, frá hrygð til hrygðar, frá illu til ills, leið henni ekki vel, af því að hún þráði að komast út. Eftir dauða móðurinnar og dvölina í útlöndum, var hún orðin töluvert sterkari fyrir. En ný heilabrot og efasemdir mynduðust við hinn nána kunningsskap þeirra frú Steiner. Það voru karlmenn og aftur karlmenn, sem hún heyrði talað um. Hyldýpi af illmensku og óhrein- leika opnaðist fyrir Juliu, enda þótt hún stundum skyldi það ekki nema til hálfs, fékk hún þó svo ræki- legar útskýringar, að hún varð feimin, jafnvel við hann föður sinn. — f*ví hún hafði ráðið í það- vin- kona hennar hafði jafnvel sagt það berum orðum — reyndar dálítið hlæjandi, að faðir hennar væri ekki hótinu betri en aðrir. En að tiokkur skyldi geta hlegið að þvf — 81 Skömmu síðar hraut hann hægt og hljóðlega og prjónarnir hennar Soffíu frænku lögðust líka til hvílu, og Júlía lét dagblaðið renna niður á gólf- ið og sökti sér niður í dagdrauma. Síðan hún kom heim úr veru sinni í Dresden, og einkum nú eftir að hún var orðin vinstúlka frú Steiner, var bærinn og allir íbúarnir orðnir henni svo ókunnugir. Allar hefðarkonur — eins og frú Christensen, kona bankastjórans, og hinar, sem hún þekti frá dögum móður sinnar, þær litu nú til hennar með svo undarlegum svip — fanst henni. Fyrstu dagana höfðu þær hópast allar utan um hana og boðið henni heim; og hún hafði sagt þeim upp aftur og aftur frá veru sinni erlendis — öllu, sem fyrir hana hafði komið, frá því, sem hún hafði séð, og hvað hún hafði borðað. En nokkru seinna fanst JolluBIom, beztu vinstúlku hennar, að það væri skylda sín, að trúa Júlíu fyrir því, að öllum í bænum fyndist hún vera orðin svo hlægileg við þessa utanlandsför, sem hún væri alt af að stagast á. Það voru náttúrlega margir, sem höfðu ferðast — t. d. frú Christensen, sem hafði verið með manninum sínum í París, og þá konsúll With — og hann hafði þó að niinsta kosti ferðast sæmilega! — og hann hafði sagt, að Dresden væri lelðinleg hola.

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.