Norðri - 22.07.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 22.07.1909, Blaðsíða 1
**f$ *0 %Zgf% Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, IV. 29. Akureyri, Fimtudaginn 22. júlí. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Baejarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h, helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjudL. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10— llf.h. Uibú Islandsbanka 11 —-2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja rniðvikudagskvöld kl. 8. Isafoíd Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Nokkrir góðir sjómenn geta fengið atvinnu hjá Gránufélagsverzlun á Oddeyri. Skógar. í þriðja hefti þessa árgangs Búnaðarritsins hefir A. F. Kofoed Hansen skógræktarstjóri birt fyrirlestur um skógræktunina, er hann hjelt í Reykjavík 17. nóv. f. á. Þótt Bún- aðarritið sé hið þarfasta rit öllum þeim, er við búskap fást eða jarðyrkju, skortir þó all- mjög á, að það hafi fengið þá útbreiðslu, er það verðskuldar. — Til þess að fleirum gefist kostur á að kynnast þessum fyrirlestri skógræktarstjórans, en þeim einuni, er Btín- aðarritið Iesa, flytur »Norðri» hér þá kafla úr honuin, er mestu máli þykja skifta. Væri þessu rúmi blaðsins þá vel varið, ef fleiri létu sér skiljast það eftir en áður, hvers virði skógarnir eru. Ókunnum manni, sem ferðast hér um landið í því augnamiði að kynna sér náttúru og eðlishætti landsirrs, hlýtur oft að detta í hug: Ætli þeir, sem forð- um fluttu hingað á víkingaskipum sínum og tóku sér hér bústað fyrir þúsund árum síðan, hefðu gert það, ef útlit landsins hefði þá verið eins og það er nú. Hvað hefði þá orðið fyrir þeim? Berar hlíðar, ýmist grasi vaxnar eða malarflákar, hvergi neitt fyrir hendi, sem þeir gætu bygt úr hinn lítilfjörlegasta kofa. Ekkert eldsneyti hefðu þeir fundið, hvorki til þess að smíða vopn eða verk- færi við, eða til að matreiða við. Eg þarf ekki annað en benda á, hve Reykja- vík væri óaðlaðandi bygðarlag, ef bær- inn stæði þar ekki. Flestir munu víst vera í efa um það, að þessi staður hefði verið valinn sem miðpunktur land- námsins, ef hann hefði litið eins út þá og nú. Norðarlega voru þeir komnir, og leiðin, sem þeir höfðu farið, bæði löng og hættuleg. Eg held, að þessir menn, sem þó hafa áreiðanlega haft bæði kJark og þolgæði í ríkum mæli, mundu hafa yfji-gefið landið jafnskjótt og þeir voru bartir að kanna það til fulls, og leitað sér &Q frjósamara og vistlegra bygðarlagi. En þeir ílengdust nú hér og því er eðlilegt að álykta svo, að landið hafi þá haft eitthvert aðdráttar, afl, sem það hefir ekki nú, og það er víst ekki rangt til getið, að það aðdrátt- arafl hafi verið hinir þéttvöxnu birki- skógar, sem hafa prý(t meiri hluta landsins í fornöld, ba;ði dali, hlíðar og stéttlentíi. Að skðgar hafi vefið héf er svo auðsætt af landslaginu víða, að ó- hætt veri að halda því fram sem stað- reynd, jafnvel þó sagan gæti ekki um það. Þessi þrjú sumur, sem eg hefi ferðast hér um landið, hefi eg bæði séð og heyrt nóg til þessi að geta skilið hvers virði skógar eru fyrir þetta land, og get vel gert mjer í hugarlund þá fró, sem fylt hefir hjörtu þeirra, sem fyrst komu hingað, þegar skógarnir blöstu við aug-* um þeirra, þvf að þeir spáðu þeim góðri framtíð í hinu nýja landi; eg get hugsað mér, með hvílíkum fögnuði þeir hafa lagt leið sína inn undir grænu lauf- hvelfingarnar, til þess að velja sér fram- tíðarbústað, þegar þeir voru búnir að fara þessa löngu leið á lágsigldu og veikbygðu förunum yfir hafið. Skógarnir hafa í margar aldir eftir þetta brejtt út faðm sinn móti öllum þeim, sem síðar komu, og verið mikils virtir, bæði af sæmdarmönnum og ill- virkjum, sem urðu að yfirgefa hús og heimili, til þess að vera sér úti um fylgsni. Þeir veittu bæði eldsneyti, bygg- ingarefni og kol til þess að smíða við vopn og verkfæri, og þar að auki varð, því miður, að nota þá til beitar handa fénaði þeirra, sem fjölgaði óðum. Hér eins og víðar annarsstaðar, skildu menn ekki, hvað mátti bjóða þeim; þeir eyddu þeim svo smám saman og hugsuðu ekk- ert um það. En varla getur neinn vafi leikið á því, að menn hafi frá fyrstu tíð haft mætur á gildi þeirra. Að undanteknum skógi f Skaftafells- sýslu, sem illfært er að komast að, er nú ekki nema einn fullsprottinn skógur eftir, það er Hallormsstaðaskógur við Lagarfljót. Sjálfsagt er hann miklu til- komuminni en þeir, sem áður fyrri buðu landnámsmennina velkomna. Hann er ekki víðáttumikill, víða niðurbrotinn og kalinn og stofnarnir skektir og snúnir. En ef maður kemur inn í hann eða skoðar hann tilsýndar, gefur hann manni þó góða hugmynd um það, hve að- dráttaraflið hefir verið mikið fyrrum. Þegar maður horfir á hann álengdar, get- ur maður séð. hvað landslagið er miklu fegurra fyrir hann, en ef maður kemur inn undir laufkrónurnar einn kaldan stormdag, þá skilur maður fyrst, "að það er ekki fegurðin, sem mest er um vert, því mismunurinn á hita þar inni og á bersvæði er svo eftirtektaverður, að eg dirfist að fullyrða það, að þegar mest- hluti dalanna og sléttlendisins var skógi vaxinn, þá hefir að jafnaði verið mik- ill sumarhiti hér á landi. Hingað og þangað um sléttur og hlíðar, er nú kjarr og skógar á Iitlum blettum, en geta þó ekki haft mikil á- hrif. En í kringum það og inn í því verður maður var við hið hlýja og ilm- ríka sumarloft; eins og í fyrri daga, og það jafnvel, þegar manni finst kalt og næðingasamt á bersvæði. Þeir, sem ef til vill efast um, að þetta sé rétt hermt, þurfa ekki annað en fara þangað og fullvissa sig um, að eg hefi rétt að mæla. Eins og eg hefi þegar sagt, er þó reglulegur skógur í einum stað etin þá, ög hafa þegar vörlð görð- ar ráðstafanir til þess, að mestur hluti hans verði látinn standa óhreyfður fyrst um sinn. Nokkuð af honum hefir verið rutt, til þess að næg birta geti komist að þeim aragrúa af smáplöntum, sem eru að spretta upp úr grasinu, og seinna meir eiga að taka við af gömlu trján- um. Af þessum smáplöntum hefð ekki ein einasta komið upp, ef skógur- inn hefði ekki verið friðaður fyrir fjár- beit fyrir fjórum árum síðan. Á liðnum tíma hafa menn höggvið niður það, sem vaxið var, en fénaðurinn spornaði við vexti ungviðisins. Það, sem fyrst af öllu þarf að gjöra með tilliti til skógræktarmálsins, er það, að vernda það kjarr sem enn er til, á þann hátt, að það geti þroskast og orð- ið að reglulegum skógi, en til þess út- heimtist: 1. Að skógurinn sé höggvinn á reglu- legan hátt. 2. Að öllum fénaði sé algerlega varn- að frá kjarrinu á tímabilinu frá 1,*) október til 1. júní. Eg er viss um, að það er ekki of djúpt tekið í árinni, þó fullyrt sé, að flestallir runnar mundu fá fullkomin skógareinkenni eftir 25 ár, ef þau skil- yrði væru uppfylt, sem eg hefi áður tekið fram. Það er hreint ekki Iangur tími, þegar um þetta mál er að ræða, og ef vér höfum náð því að gera skóga úr öllu því kjarri, sem núer3 — 5 álnir á hæð og alt loðið af ull, og það þótt þeir væru ekki hærri en Hallormsstaða- skógur — hér um bil 25 fet— þá held eg, að þeir mundu mæla með sér sjálf- ir og knýja komandi kynslóð til nýrrar viðleitni. Þeim, sem fy.rsta skifti koma hér til landsins, þykir það fagurt, en fremur eyðilegt. Það vantar skjól í landið. Hin minstu veðrabrigði geta valdið því, að manni finnist bæði kalt og napurt und- ir beru lofti. Þannig er það ekki í runn- unum. Ef maður ferðast um sléttur og fjalllendi í stormi og sólskini að sum- arlagi, þá hefir það fjörgandi áhrif á • mann að fara eftir skógarkjarri, þar sem næðinginn tekur af um stund, því þótt sólskin sé, þá finnur maður þó til næð- ingsins. Það er ömurlegt að hugsa til þess, að allir þessir runnar eyðast ár frá ári sökum þess, að þeir eru ekki höggnir á réttan hátt og vantar friðun, þeir#gætu þó allir orðið að reglulegum skógi. Fáir hugsa um það, hve dýrmætir þeir eru, ef ætlast er til að skógræktin nái fram að ganga. Það er hiklaust óhætt að fullyrða, að væru þeir runnar og einstakir skógar, sem nú eru til, ekki til, þá væri óðs manns æði, að hugsa til að framleiða skóga svo að nokkru nemi hér á íslandi, og eg get ekki hugs- að mér annað, en að allir þeir, sem með lífi og starfi eru knýttir við ísland að staðaldri, vilji vinna að þessu ætlunar- verki, meðan nokkrar líkur eru til þess, *) Við þetta hefir höfundurinn síðar gert þá athugasemd, að eigi muni þurfa að friða skóginn fjrr en í desembermánuði. RltStj. \JlIum þeim, er tóku þátt í sorg okkar við lát barnsins okkar færum við innilegustu hjartans þakkir. Bertha Líndal, Björn Líndal. að unt sé að framkvæma það. Að svo margir láta sér á sama standa um þetta mál, kemur til af því, að svo fáir hafa komið á þá staði, þar sem sjá má, hvað landið hefir verið á fyrri dögum, og borið það saman við hið núverandi á- stand þess. Þegar menn telja svo mikil vandkvæði á að framfylgja friðun skóga á vetrum, þá get eg svo vel skilið, að orsökin til þess sé sú, að það snertir svo mjög hag bænda. Það er mikill hagnaður að því, að geta hleypt fénu í runnana, þegar farið er að líða á veturinn og heyið er orðið lítið, og það er líka gott að hugsa til þess, að geta notað kjarr- ið framan af vetrinum, þá endist heyið svo miklu lengur fram eftir. En að nota náttúrugæði landsins á þann hátt, að þau þrjóti með öllu, er hin mesta óhæfa; því verður ekki á móti mælt, og það ætti að vera hegningarvert í almennings- álitinu, ef það annars nokkuð væri til í þessu máli, og ef nokkurt almennings- álit væri til, þá mætti hjálpa þessu mik- ið áfram með lögum. Eins og nú standa sakir, held eg að lögin geti ekki náð lengra en að koma góðri skipun á skóg- arhöggið. Friðunin á veturna verðurað vera kominn undir sjálfsvilja skógareig- andans, og það er ekki víst, að hann fari rétt með hann; því það er ekki komið inn í meðvitund þjóðarinnar enn þá, að skógatkjarrið sé dýrmætt, og að það sé hvarf skóganna, sem hefir átt mestan þáttinn í því, að jarðvegurinn hefir sundurgrafist og blásið svo upp á liðnutn tíma, að nú virðist allsendis ó- mögulegt, að byggja það upp aftur sem brotið er. í fyrra sumar spurði eg óðalsbónda nokkurn, sem átti dálítið skóglendi, hvort hann héldi, að hægt væri að verja það fyrir fénaðarágangi að vetrinum til, þó það væri ekki girt. Hann svaraði eiginlega ekki spurningunni, en sagðist heldur vilja brenna kjarrið af og gera það að haglendi, en að mega ekki hafa fé sitt þar. En hverskonar haglendi það yrði, þegar búið væri að brenna kjarrið, getur maður séð um hlíðar og dali um land alt. Kjarrið stóð í brattri brekku; ef það yrði brent af, svo ræturnar rotn- uðu og dæju, mundi vatnið í rigning- artíð mynda stóra læki og velta í stríð- um straumi niður brekkuna, þeir mundu róta upp grasrótinni og tæta hana í sundur og skola moldinni með sér nið- ur í ána, en meðan kjarrið fær að standa veitir það vatninu mótstöðu, svo það hvíslast í smá æ3ar hingað og þangað. í þurkatíð mundi vindurinn taka við af vatttimt og tæta grasrótar leyfartiar með

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.