Norðri - 22.07.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 22.07.1909, Blaðsíða 2
114 NORÐRI. NR. 29 sér og feykja moldinni í þykkum mekki yfir landið og út á sjó. í staðinn fyrir skógarkjarrið mundi nú mæta auganu grjótauðn, þakin stórgrýti og hraunheil- um. Meiri hluti allra fjallshlíða líta þann- ig út að neðanverðu, og hefir það orð- ið á þennan hátt. Komið norður í Fnjóskadal og horfið úr vesturhlíðinni’ á austurhlíðina ; á milli kjarrsins og skóg- arrunnanna, sem enn eru allvænlegir, sjáið þér stór melflæmi. Oangið síðan yfir ána og nemið staðar í austurhlíð- inni og horfið yfir í yesturhlíðina. Rar hefir eitt sinn verið skógur, en nú sést ekkert eftir af honum. Svo langt sem augað eygir í nrtrður og suður skiftast melflákar og grasflákar á hér um bil að jöfnu. Vér skulum svo halda lengra austur á bóginn, þar til vér komum austur í Bárðardal við Skjálfandafljót. Rar hefir austurhlíðin verið skógi vaxin víða fyrir hér um bil 50 árum síðan, eftir því sem fólk segir, en nú sér mað- ur ekkert nema grjótauðnir þar og smá- grastór hingað og þangað. Skógareigandi sá, sem eg gat um áðan, vildi nú gjarnan varðveita skóginn sinn, en sumum er víst líka hálfilla við skóg- inn af því hann tætir svo oft ullina af fénu og þeir álykta því, að betra væri að skifta á skóginum og fá auðn í stað- inn. Hin rétta ályktun í þessu efni væri þessi: Kjarrið sviftir mig nokkru af ull- inni minni; fyrst svo er, þá skal eg gera það gisnara, svo það nái að þroskast og verða að skógi, með því móti held eg ekki einungis allri ullinni, heldur fæ eg um leið gott beitiland, þar geta bæði hestar og fé haldið sig alt árið í skjóli fyrir öllum næðingi. Eg sagði áðan, að þeir fullsprottnu skógar, sem enn eru til, stæðu langt að baki þeim skógum sem áður hafa verið hér, og ræð eg það af því, sem eg hefi séð í Danmörku. Þar standa enn þá beykiskógar frá þeim tíma, er fénaður- inn fékk að leika lausum hala í skóg- unum og í kringum þá, þúsundum sam- an, frá því fyrir 1805. Ressir skógar eru nú meira en hundrað ára gamlir, og líta þeir mjög aumlega út í saman- burði við yngri skógana, sem vaxið hafa upp eftir friðunina 1805 af plöntum, sem eigi hafa verið bitnar. Gömlu skógarnir hafa alveg sömu ein- kenni og Hallormsstaðaskógur. Af sömu rót vaxa 3 — 7 greinar; þær eru hér um bil eitt fet að þvermáli og aðeins 40 — 50 fet á hæð. Stofnarhinna yngi beyki- skóga í Danmörku, sera vaxið hafa upp eftir friðunina — hinir elztu þeirra eru nú frá 80 — 100 ára— eru nálega þrjú fet að þvermáli og 70 — 90 fet á hæð; þeir eru 30—40 fetum hærri en gömlu skógarnir. Eftir sama hlutfalli ættu birki- skógar hér á landi að geta orðið 50 — 60 feta háir, og svo hafa víst frum- skógarnir verið. Regar verið var að vinna að skóg- græðslunni í Danmörku voru þessi orð höfð sem kjörorð: «Gróðursettu tré, það raun vaxa meðan þú sefur.» Rað á nú ekki alstaðar við á íalandi og reyndar ekki alstaðar í Danmörku heldur, svo •ð þess vegna gæti það átt fult eins vel við hér; en það eru önnur orð, sem eiga betur við hér, sem kjörorð, og þau eru svo: »Verndaðu vel og rétt kjarrið, sem til er, og það mun þroskast og verða reglulegur skógur, meðan þú sefur.« A ðstoðar I ög regl ustj óri á Siglufirði verður í sumar yfirréttar- málafærslumaður Kristján Linnet frá R.- vík, en ekki Ari Jónsson, eins og áður hítfði kbrtflð tll örða. Hreyfingin í Noregi gegn „banninu“. Rótt tilgangur hreyfingar þeirrar sé hér orðinn kunnur, viljum vér flytja lesendum Norðra, hvortsem þeir eru með eða móti »Banninu«, helztu rök málsins, eins og nokkrir af fremstu og frægustu mönnum Norðmanna komast að orði, og einkum framsögumaður þeirra, yfir- réttarmálsvarinn K. Stenersen. Verður það að vísu einungis ágrip úr „Smárit- um félagsins fyrit frelsi og siðmenningu gegn banni og þvingun." í 1. heftinu segir svo i formálanum : »Starfsemi til eflingar hófsemi verð- ur ávalt sjálfsögð og ómissandi fyrir heilsu þjóðarinnar og önnur lífsskilyrði. F*að hefir og verið viðurker.t fyrir löngu síðan í voru landi og að þessu mark- miði verið unnið kappsamlega. Og fyr- ir efling fólksins, tilfinningar fyrir eig- inni ábyrgð og fyrir vaxandi menning erum vér orðnir að þjóð, sem einna minst neytir áfengis í heiminum, og al- veg sjálfráðir, og án lagaþvingunar höf- um vér náð þessari niðurstöðu. Þessi frjálsa stefna hefir því einkar vel gefist. Hún hefir nú reynsiuna fyrir sér, enda er hún í föstu fylgi með mannfélagssið gæði og meðvitund réttrar menningar.« «En út af þessari stefnu hefir flokkur manna brugðið hér á landi. Bindindis- flokkurinn hefar ritið á framtíðar- fána sinn fult bann á tilbúningi, að- flutningi, sölu og neyzlu alls áfengis, sem heiti hefir. Og flokkurinn reynir til að komast nær og nær marki sínu með þvingun og banni, hvar sem að verður komist, gegn sérréttindum ein- stakra, samlagasölu og hverskonar laga- leyfi«.*) »Hvað hefir svo magnað hreyfing- una? Samþykki og aðstoð utan frá! Áhangendum flokksins hefir fyrir þann samhug tekist að afla sér fylgis ríkis og sveita, nálega hvar sem var, og það fylgi hefir margfaldað styrk flokksins, er vart nær yfir tíunda hvern mann í land- inu. En bindindisflokkurinn hefir mis- boðið valdi sínu og velvilja alþýðunn- ar. Hann hefir leiðst út á öfganna glerhála is, sem er honum sjálfum hinn mesti voði og undir eins hans ágœta málefni. Fyrir þá sök má ekki og á ekki að veita honum framar fylgi. Fari hann lengra, leiðir stefnuskrá hans til svikasölu, laundrykkju og lagabrota, og erlendis mundi sú pólitík Ieiða yfir oss þann verzlunarhnekki og vandræði, sem enginn sér út yfir.» Rví næst skýrir Stenersen frá stefnu- skrá móthreyfingarinnar. Hún hljóðar svo: 1. Friðun á frelsi hvers einstaks manns, friðun á frelsi atvinnuveganna, innan ómissandi ogsanngjarnra vébanda laga og ábyrgðar landsmanna sjálfra. 2. Starfsemi gegn rangri neyzlu áfengis, í hverri mynd sem er, svo og skað- legum samdrykkjusiðum. 3. Starfsemi í þá stefnu, að stýra og stjórna sölu og veitingum áfengis. 4. Starfsemi til að stofna sjúkrahæli fyr- ir áfengissjúklinga, og 5. Starfsemi til eflingar heilbrigðu heim- ilislífi, og hvað annað, er varðar heilsu þjóðarinnar. Rví næst tekur höfundurinn fram, að félag móthreyfingarinnár sé fráskilið öllum stjórnmálaflokkum Noregs og bjóði alla velkomna, sem berjast vilji gegn öllum banns-og þvingunarlögum. Áskorunin, segir hann, sé undirskrif- uð völdum mönnum úr öllum áttum *) Bannlög eins og hér þekkjast ekki í Nor- egi. að girða fyrir endilangann Nor- ég, um 3tJD mllur, yrði dýrt gamau. og öllunT’stéttum. »Vér afneytum allir bannlögum, og viljum ekki, að bannmennirnir ráði lengur lögum og lofum í málinu — þeir hafa verið nógu lengi í völdunum. — | Vér ætlum oss því úr þessu að bægja þeim eftir megni frá atkvæðum um stjórnar- og sveita- mál. Síðan fer höf. mörgum fögrum orð- um um starfsemi bindindismanna (og Templara) meðan þeir héldu málinu á réttri leið. En síðan snýr hann sér að helztu mönnum mótstöðuflokksins, sem verja bannstefnuna. Er það oflangt mál og á ekki heldur við hjá oss, nema hvað stefnu þá snertir, sem vér verjum. Rar framfylgir höf. öllum sömu rökum og ráðum, sem áður er bent á og stefnu- skráin ber með sér. Einhver fyrsta röksemdin er það, að leggja ekki lagahaft á menn með viti og sjálfsábyrgð í þeim efnum, sem ekki má skerða frelsi þeirra — nema með því, að gera þá minni menn eða ómynd- uga. Menn taka sér því aðeins fram, að frjálsræðið sé ekki skert. Og þótt skaði geti leitt af frjálsræðinu, má ekki að heldur binda það — nema líf liggi við og þó með almennum lögum því aðeins, að þeim lögum verði framfylgt og þau spilli ekki meira en þau bæta. Þessi er aðalröksemdin. (Meira,) Alþingi 1909. Hvern dóm um alþingi menn síðar meir munu fella, er auðvitað ekki með vissu hægt að segja, en vægur verður hann valla að öllu samanlögðu. Afrek- in eru fá og veigalitil, nema að því, er tvö mál snertir. Þingið hefir sett lítils- virðingar- og skrælingjaskaparbrennimark á landið með aðflutningsbanninu. Slík hnefalög ættu aldrei að vera samþykt, nema því aðeins, að mestur — lang- mestur — hluti manna væri með þeim, segjum t. d/90 af 100 minst. í máli sem hver ætti að vera sjálfráður sam- kvæmt lunderni, efnahag og öðrum kringumstæðum, er mjög mikill hluti landsmanna gerður að börnum, með sætavatns-sogpela í munni, sviftur sjálfs- forræði og gerður að ófullveðja mönn- um. Lítill tilviljunar-meirihluti leyfir sér að binda alla aðra, alveg eins og stjórn Eskimóa á Grænlandi hefir farið með þá, þessa manngarma. Og þetta eru hinir frjálslyndu, frelsiselskandi íslending- ar, sem aldrei geta orð talað, nema það sé frelsisfroðufellandi. Retta sting- ur svo mjög í stúf við það, sem gerð- ist í hinu .stórmálinu, uppkastsmálinu. Rar náði sér »frelsis»glamrið sér niðri. Rar tókst að þagga allar raddir skyn- seminnar, raddir, sem sögðu, að með ,Uppkastinu‘ yrði ísland svo sjálfstætt ríki, sem það þarf að verða og getur orðið, eins og nú stendur á, hvað sem síðar kann að verða. Frelsisglamrið var hér eins mikið, sem ófrelsis-hamrið í hinu málinu, hvortveggja jafnvel rökstutt og hvortveggja jafnvel skýrandi sálarþroska og vitsmuni hinna íslenzku löggjafa, er í meira hluta eru nú. Rær upplýsingar, sem H. Hafstein gaf, um það hvernig til- lögum minnihlutans mundi verða tekið í Danmörku, gátu ekki einu sinni vakið þessa menn til að ránka við sér, og þó er enginn efi á því, að þær voru keypréttar. Svo urðu þá afdrif þessara höfuðmála jöfn og jaínríkt vottandi þroskaskort meirihlutans og skammsýni. Samskonar dæmi munu langsótt frá öðr- um löndum og löggefandi þingum, ef til eru. Rað verður ómjúkur dómur, sem feldur verður um þetta þing. En við hverjrt Öðru er að biíást, þegár _ á þing eru valdir aðrir eins menn og sumir af þeim, sem kosnir voru, lítt þroskaðir, nokkrir mentunarsnauðir menn og mentunarlitlir, menn, sem t. d. hafa rígbundið sig við kreddur um alls- herjar-þýðingu mörg hundruð ára skjals, sem oft er tvírætt að efni og tvíeggjað vopn, skjals, sem enginn íslendingur ætti að geta nefnt kinnroðalaust, en kreddu- menn hossa upp í hástól sinnar kreddu- vizku, sem er sama sem einfeldni óment- aðs manns; skjals, sem skoða verður í Ijósi sögunnar og sinnar tíðar; skjals, sem síðari söguviðburðir hafa ónýtt og erán verklegrar þýðingar fyrir .nútímann. Þetta sjá þessir menn ekki, eða þyk- jast ekki sjá, og það er vel trúlegt, að sumir af þeim, að minsta kosti, sjái það ekki. Sem betur fer, mundi enn vera hægt að ráða bót á þeirri hörmung, sem afdrif þessara mála eru og fá leið- rétting. En einfeldninga þingsins verð- ur það að kosta. Og í þeim er engin eftirsjá. Næstu kosningar flytja vonandi lifið og bótina. [Aðsent.l Fyrirlestur um sjúkrasamlög og annan íélagskap, sem tryggir efnalitla menn gegn veik- indum, slysum og ellilasleik, hélt Guðm. Björnsson landlæknir hérf Good-Templ- arahúsinu á sunnudagskvöldið. Fyrirlest- urinn var vel sóttur og gerðu menn hinn bezta róm að máli landlæknis. Með því að efni þessa fyrírlesturs var hið mesta nauðsynjamál, en sem, því miður, er of lítið kunnugt hér á landi, viljum vér leyfa oss að segja lauslega frá helztu atriðum hans: Regar talað er um framfarir á síð- ustu öldum, nefna menn oftast vélar og vísindi, en sjaldnar er minst á þær framfarir, sem í raun og veru hafa miklu meiri þýðingu fyrir velferð mann- kynsins, framfarirnar, sem fólgnar eru í auknum félagsskap og fyrirhyggju; en það eru einkum ailskonar ábyrgðar- og tryggingarfélög. Mörg þessara félaga eru nokkuð kunn hér á landi, einkum vátryggingarfélög og lífsábyrgðarfélög, Önnur eru aftur lítt eða eigi kunn, eink- um sjúkrasamlögin og önnur þau félög, sem tryggja menn gegn veikindum og slysum.Allur þessi félagsskapur á rót sína að rekja til vaxandi forsjálni, og allur byggist hann á sömu meginreglu, þeirri, að menn sameini krafta sína, og breyti eftir hinni gullfögru siðareglu Páls postula: »Berið hver annars byrð- ar.» Hann hlýðir einnig kjörorðum fjöldans hjá þjóðunum: «FreIsi, jafnrétti og bróðerni», því þar hafa allir sömu skyldur og réttindi.— í þessum félagsskap, sem telja má »mestu veraldarnýung vorra tíma» stönd- um vér íslendingum öðrum þjóðum langt að baki, einkum að því er sjúkra- samlögin snertir. Pau hafa nú náð miklum þroska hjá öllum siðmentuðum þjóðum, nema oss. Þar sem viðgangur þeirra er mestur, á Þýskalandi og í Danmörku, er í þeim fullur þriðjungur landsmanna. Um nauðsyn sjúkrasamlaganna þarf ekki að fjölyrða. Skýrslur um fátækra- framfæri bera það með sér, að allskon- ar sjúkdómar og ellilasleiki valda því, að ‘Vs allra þurfamanna á landinu hafa komist á fátækraframfæri. Er það auð- sætt, að miklum hluta þessara manna mundu sjúkrasamlögin forða frá því, að fara á sveitina og missa þar með öll réttindi, ef þau næðu almennum viðgangi hér á landi. Flestir þeirra manna, sem eg hefi átt tal við uin þetta mál, hafa viðurkent, að þörf væri á að koma á fót hér sjúkra- sfltnlögrtrti, en þeir tlflffl ffllið atþýðrt

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.