Norðri - 22.07.1909, Síða 3

Norðri - 22.07.1909, Síða 3
NR. 29 NORÐRI. 115 ókleyft að bera þau útgjöld, sem það hefði í för með sér. En það er hin mesta fjarstæða að halda því fram, að sjúkrasamlögin baki alþýðu ný útgjöld, Munurinn eraðeins sá, aðútgjöldin koma þá jafnara niður á allafélagsmenn, í stað þess, að þeir, sem verða fyrir slysum eða veikindum, verða nú að bera all- an kostnaðinn sjálfir, en hver maður á veikindin yfir höfði sér. Nei, flestir hafa efni á því að gjalda 3—10 kr, tillag á ári til sjúkrasamlaga, en f á i r hafa efni á því að liggja veikir svo mánuðum eða árum skiftir — þá fara þeir á sveitina — ef þeir eru ekki í sjúkrasamlögum. Pess vegna klífa fátæklingar í öðrum löndum þrítugan hamarinn til þess að komast í sjúkrasamlag og standa í skil- um við það. Það er ekki því að kenna, að vér íslendingar höfum minni sómatilfinningu en aðrar þjóðir, að vér höfum ekki kom- ið á fót sjúkrasamlögum, heldur því, að alþýðu hefir skort þekkinguá »þess- ari miklu og merku veraldarnýung.* Fari svo, að einhverjir vilji koma á fót sjúkrasamlagi með nútíðarsniði, þá mega þeir snúa sér að OdcMellow-fé- laginu í Reykjavík. Rað hefir nú að undanförnu haft þetta mál í huga og afráðið að láta sér vera ant um, að sjúkra- samlög séu sett á stofn. Fyrirspurnum um sjúkrasamlög geta menn því beint til mín,eðastjórnendaOddfeIlow-deildarinn- ar í Reykjavík, Kl. Jónssonar, landritara, og Jóns Rorlákssonar fræðslumálastjóra. Fyrirlestur þessi er nú nýprentaður í 2. hefti »Skírnis» þ. á., og viljum vér ráða öllum til að lesa hann með at- hygli. Innbrotsþjófnaður á Siglufirði. Aðfaranótt sunnudagsins er var, var brotist inn í hús Hans Jónssonar á Siglufirði, á þann hátt, að gluggi var tekinn úr að utan og laumast inn í her- bergi, er einn maður svaf í, og var stolið úri hans og axlaböndum og öllu, sem nýtilegt var í vösum hans. Maðurinn vaknaði ekki fyr en þjófarnir voru að bisa við að koma glugganum í aftur. Klæddi hann sig þá í snatri, fór út og hitti nálægt húsinu kunningja sinn, er veitt hafði athygli tveimur mönnum, er þar höfðu verið á sveimi. Fóru þeir að leita þeirra og fundu bráðlega tvo menn menn vio hús Qísla Jónassonar; höfðu þeir náð þar út glugga, reist hann upp að veggnum og voru að skríða inn. Lenti þar þegar í snörpum bardaga, er end- aði með því, að þjófarnir, er voru norskir, komust undan. Annan þeirra treysta mennirnir sér þó til að þekkja aftur. En ógripnir voru þeir báðir síðast er fréttist. Ferðamenn: Guðm. Björnsson landlæknir kom hingað 17. þ. m. og dvaldi hér til 20. G. Magnússon læknir var hér líka á ferð með «Flóru» ásamt frú sinni. Rau voru, að sögn, á skemtiför með skipinu til Húsavíkur og ætla að ferðast um Ring- eyjarsýslu. Ólafur Dan Daníelsson kenn- ari og frú hans komu hingað 20. þ. m. landveg að sunnan. Frú Anna Thor- oddsen kom hingað með Vestu 10. þ. m. og dvelur hér um tíma hjá tengda- syni sínum, Steingr. lækni og frú hans. Ferðafólk það að sunnan, sem getið er um í 27. tbl. Norðra, fór flest austur um Þingeyjarsýslu og hélt svo heim- leiðis suður sveitir f síðastl. viku. Útlendar fréttir. Reykjavík 17. júlí 1909. Kanslaraskifti á Þýzkalandi. Bethmann Hollweg innanríkis- ráðherra orðinn kanslari Pýska- lands í stað Bulows fursta. Uppreist í Persíu. 41 Uppreist í höfuðborginni Te- heran. Shainn flúinn á náðir rúss- neska sendiherrans þar í borg- inni. Landvarnamál Dana. Christensenósveigjanlegur í land- varnarmálinu. Landvarnarnefnd- in fimmklofin. Ráðalaus. (Austri) Mannalát meðal Vestur-Islendinga. Frá Narrows er skrifað: Rann 14. þ. m. andaðist 'nér í bygð úr innvortis- meinsemd Benedikt Pálsson Vatnsdal, 58 ára gamall, ættáður úr Vatnsdal í Húna- vatnssýslu. Hann lætur eftir sig konu en engin börn. Hinn 18. maí s. 1. lézt að Qrund í Mikley Davíð Jónsson, 82 ára gamall, fyrrum bóndi í Barkarsstöðum ogjReýn- hólum í Miðfirði í Húnavatnsýslu. Davíð sál. lá rúmfastur tvö árin síðustu. Á hvítasunnudag s. I. andaðist í Winnipeg Kristín Jónsdóttir, kona Jóns Sigurðssonar, ættuð úr Laxárdal í Þing- eyjarsýslu. Hún var mesta myndarkona og vel látin. Pau hjón bjuggu þangað til fyrir fáum árum nál. Hnausum í Nýja íslandi, var því lík Kristínar flutt þangað og jarðsett þar 4. þ. m. «Lögberg« 24. júní. Verzlunarerindisreki í Hamborg er Bjarni Jónsson frá Vogi skipaður frá 1. ágúst n. k. með 12000 kr. laun- nm. Auk hans sóttu: Qunnar Einarsson, Einar Markússon og Páll Stefánsson. Samsöng héldu þau systkin Gunnar Matthías- son og Elín Matthíasdóttir hér í Good- Templarahúsinu s. I. laugardagskvöld. Var hann vel sóttur og þótti hin bezta skemtun. Gjalddagi Norbra var 1 júlí. ALL GALD, som mitt mannskap pá- dragar sig hár, betalas ej af mig. A. Berntsson föret af skonnert Anni. Bréfkafli úrAustur Húnavatnssýslu (Skagaströnd) 3. júlí. Tíðin hefir verið afarhlý og stilt en þurk- ar til baga. Er gras í harðlendum túnum og harðvelli mjög rýrt, en fremur gott á mýrum og votri jörð. Sláttur alstaðar byr- jaður og að byrja. í gær og í dag ernorð- an kuldi og úrfelli. Sú væta hefði átt að koma fyrri. Afli er hér afar rýr, svo að menn fara ekki á sjó, nema til þess að fá sér ! soðið. Síld hefir aflast nokkur, en alt kemur að einu; fiskurinn virðist ekki vera til, enda sést ekki hér í flóanum dugga né trollari eða neitt þessháttar, og stingur allmjög í stúf, þvíað þegar eg var drengur hér, þá sáust daglega -40 — 5o duggur héðan alt miðbik sumars- ins. Skip. »Flóra» kom 9. þ. m. frá »Noregi»; fór áleiðis til Reykjavíkur þ. 10. Með henni til fóru til Reykjavíkur Ben. Sveinsson alþm. og Pétur Brynjólfsson kgl. hirð ljósmyndari, er báðir hafa dvalið hér nyrða um tíma. Einnig frú Anna Stephensen o. fl. »Vesta« kom þ. 10. frá Reykjavík; fór þ. 11. áleiðis til útl. Meðal farþega: frú Anna Thoroddsen, Quðm. Tómasson læknir, nokkr- ir enskir ferðamenn, skólapiltar af almenna mentaskólanum o. fl. »>FIóra kom þ. 19. frá R.vík; fór um nóttina áleiðis til Noregs. Meðal farþega: Guðm. Magnússon, læknir, frú hans o. fl. »Hólar» komu 14. þ. m.; fóru 18. »Vendsyssel«; aukaskip sam. gufuskipa- fél., kom frá Rvík 20. og tók hér vörur; — fór samdægurs til Vopnafjarðar og Seyðis- fjarðar og þaðan beint til Kaupmannahafnar. Jarpskjóttur hestur mark sneiðrifað fr. vaglskora a. hægra; al- járnaður, hefir tapast úr bæjarlandi Akureyr- ar fyrir skömmu. Menn eru beðnir að greiða fyrir hon,um og senda undirrituðuni upplýs- ingar. Qróðrarstöðinni á Akureyri. Sig. Sigurðsson skólastjóri. SMIÐUR óskar eftir síldaratvinnu. Prentsmiðjan hér vísar á. ÁGÆTT PEYSUFATAKLÆÐI hjá J. Ounnarssyni. Bezt og ódýrast Margarine hjá J. GUNNARSSYNI. CHOCOLADE afarödýrt eftir gæðum hjá J. Gunnarssyni. Fyrir ei^na krónu fæst blaðið INGÓLFUR (frá 24. júní til ársloka) í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar. Munið eftir, að varzlunj. V. HAVSTEENs Oddeyri gefur 12 aura fyrir pundið aj af hákarlalýsi. Kaupendur Norða í Arnarnesshreppi utan við Hof, vitji blaðsins í sumar á póstafgreiðsluna á Hjalteyri. Pangað verður það sent með öllum ferðum, er falla. 88 »Par að auki er það gamall siður, að bjóða Knndsensfólkinu,« sagði Kröger. »Ágætt,< sagði frú Steiner, «þá kemur líka hann vinur þinn — Júlía — sá langi, rauðhærði!* »Nei, hafðu mig afsakaða,» sagði Júlía ofurlítið byrst, «það ert sannarlega þú, Lúlla, sem ert hrifin af honum!« »Pað varst þú sem uppgötvaðir hann — Júlía; »Umhvern er kvenfólkið að tala? spurði Kröger. «Um hann, þenna stóra nýja, — hjá henni frú Knudsen — « «Hann! — sveitastrákinn, fúlmennið!« orgaði Kröger og spratt á fætur. »Þið eruð bat a að spauga til þess að stríða mér« Alls ekki, herra Kröger! Júlíu finst hann vera ágætur. »Það ert þú, sem hefir fundið upp á þvt — Lúlla —!» «Flýttu þér, Soffía! Hér er svo dimt, að eg get ekki séð, hvort þær eru að draga dár að mér,» sagði Gustav Kröger gramur. En þegar Soffía frænka var lengi búin að rjáia við hengilampann og loksins búin að kveikja og frú Steiner framvegis fullvissaði unt, að bæði hún sjálf og Jfllfa værii ttijög hriftiar áf herra Wold, þá varð 85 og Lulla, sem hafði reynt þetta hræðilega: að vera gipt slíkum manni, og hún sem með slíkum hetju- móð hafði veitt hreinleikanum liðveizlu, að hún með sinni dýrkeyptu reynslu, um karlmannanna hóflausu ó- siðsemi, skyldi stöðugt eins og áður vera að hring- sóla innan um þessa menn — eða að minnsta kosti lét þá hringsóla um sig. Ekki svo að skilja að hún tæki á þeim með silkihönskum. Þeir fengu skýr svör. Hún þekti þá út í ystu æsar, og það fengu þeir að heyra — En þeir hlóu bara og komu aftur. Þeir hóp- uðust í kringum hana, rétt eins og þá langaði ein- mitt til að verða almennilega húðflettir og fá þokka- lega ofanígjöf fyrir eymd sína. Skemtilegt var það, það var enginn vafi á því. En það truflaði Júlíu. Hún þráði málarastofu Lúllu en sat þó og hrylti um leið við, að hún skyldi koma. Því frú Steiner hafði breytt bústað sínum í nýtýsku málarastofu, alveg eins og þær eiga að vera. Og allir féllu í stafi af aðdáun, sem fengu að koma þar inn: þessi hálfmyrku svið, með skyndilegum ljósbreytingum. Alstaðar tjöld og dyratjöld, fortjöld og falltjöld og ófeilnar og naktar dráttmyndir, mál- verk, sem voru eftir frúna sjélfa, og með svo ein- arðlegtmi Ifhlm, að þær stmigu í stöf við hlð vana-

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.