Norðri - 05.08.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 05.08.1909, Blaðsíða 1
%f£ 'hér^ ,-,p(V% ö"» Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19. IV. ty. Akureyri, Fimtudaginn 5. ágúst. 1909. Tíl minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opinkl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10—llf.h. Utbú Islandsbanka 11- 2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafoíd Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. No Rð «1 er eitt hið hreinskilnasta blað landsins, segir hispurslaust skoð- un sína, hvort sem vinir eða ó- vinir eiga í hlut, og færir rök fyrir henni. — Eindregið minni- hlutablað. - Ef þér hafið eigi keypt blaðið hingað til, þá fáið nokkur tölublöð af því lánuð, lesið þau með gaumgæfni og hugsið yður vel um, hvort blað- ið sé ekki þess vert að kaupa það. Árg. kostar 3 kr.. Nýir kaupendur, sem borga næsta árg. fyrirfram, fá í kaupbæti það sem út verður komið af skáld- sögunni »Jakob«, eftir norska skáldið Alex. Kjelland, eina af hans beztu sögum. Einnig fá nýir kaupendur ókeypis það sem út kemur af þessum árg. eftir að pöntun þeirra er komin ritstjór- anum í hendur. Thorvald Krabbe verkfræðingur, hefir dvalið hér í bæn- um um tíma, einkum til þess að skoða Tóvélarnar og segja álit sitt um þær; en þess hafði bæjarstjórnin hér og sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu óskað, áður en afráðið verður, hvort bærinn og sýslan takast á hendur ábyrgð á láni því til vélanna, er síðasta alþingi gaf heimild til að veita úr landssjóði. Verkfræðingurinn fór héðan land- veg áleiðis til Húsavíkur og Seyðis- fjarðar á mánudaginn er var. Aðflutningsbannslögin. ,frá síðasta þingi hafa nú verið sam- þykt af konungi; jafnskjótt og Good- Templarar í Reykjavík fengu þá frétt, sendu þeir hans hátign þakklætisskeyti ogjafnframtbrennivínsauglýsingaráðherr- c'num fyrir það þrekvirki, sem hann hefði unnið í þessu máli. Bannmjálm. Maður að nafni Guðjón Baldvinsson, frá Böggversstöðum, háskólagenginn maður með gleraugu, hefir tekið sér fyrir hendur að rita í blað eitt hér á staðnum um hreyfinguna gegn aðflutn- ingsbanninu. Fer hann þar mjög geyst- ur og rasandi gegn þessari óvætt, í hans augum, og lemur á henni með þeim dóma dags og fádæma rökfærslum, að Good- templarar og aðrir bannmenn eru í sjö- unda himni yfir því, hvílíkur undra- spámaður sé risinn upp meðal þeirra. Hafa þeir síðan Guðjón sló penna sín- um á pappírinn setið við þá vísdóms- lind, sem þaðan streymir og drukkið sig svo sætglaða, að sjaldan mun nautn áfengis hafa gert menn öllu vitlausari. Þeir hafa látið sjérprenta þessa rit- gerð Guðjóns Baldvinssonar, auðvitað bannlögunum til fulltingis, til þess að sem allra flestum gæfist kostur á að kynna sér rökfærslur hans, einar þær allra vitlausustu rökfærslur, sem nokkurntíma liafa verið færðar nokkru máli til varnar. Aðalkjarninn í grein hans er^ tilraun til þess að sanna, að bannlögin skerði hvorki frelsi né mannréttindi, samkvæmt því sem þessi hugtök eru skilgreind í mannréttinda yfirlýsingu franska þjóð- þings 1789. I þessari yfirlýsingu eru mannréttind- in talin að vera: Frelsi, eignarréttur, óhultleikur og réttur til mótstóðu gegn unditokun. „Frelsið er fólgið i réttinum tilþess að gera alt, sem ekki skaðar neinn annan." Til þess að sanna að bannlögin skerði ekki frelsið segir höfundurinn: «Bannlögin banna að flytja, selja og veita áfengi, af því að það er sýnt og sannað með mörgum og Ijósum dæm- um, bæði af læknum, þjóðhagfræðing- um og iífsábyrgðarfélögum, að áfengið skemmir líkamann, spillir siðgæðinu og styttir lífið. En úr því að áfengið reyn- ist mönnum svona skaðlegt, þá er rangt að segja að frelsi manna sé skert, þó að þeim sé bannað með lögum að flytja áfengi, selja það eða veita. Enda er þetta einmitt gert að því er ópíum og morfín snertir, og er enginn það barn að harma slíkt.» Hér þarf fyrst þeirrar leiðréttingar og skýringar við, að það er ekki bannað með lögum að flytja inn opium og mor- fin, þótt sérstaka heimild þurfi til þess að miga selja það, og að höfundurinn á hér auðsjáaulega við áfengisnaufn, því ólíklegt er, að hann eða nokkur annar bannmaður vilji halda því fram, að áfengið geri allan þennan óskunda án þess að þess sé neytt. Rökfærsla höf. verður þá sú, að hann fyrst og fremst lelur það sannað, að öll áfengisnantn sé skaðleg, hvort sem mikil brögð eru að henni eða lítil. Þetta er í raun og veru ekki sannað enn þá; en gerum ráð fyrir að það sé óyggj- aridi sannleikur. En getur það eigi sarnt sem áður skert frelsi einstaklings að banna honum að neyta þess? Stríðir það eigi gegn frelsinu, að banna mönn- um að skaða sjálfan sig? Franska þjóð- fundaryfirlýsingin segir skýrum orðum að það sé einmitt skerðing á frelsi. Til þess að sanna að bannlögin séu ekki skerðing á frelsi, er það því ekki nóg að sanna að áfengisnautnin skaði þann, sem neytir áfengis, heldur verður jafn- framt að sanna að maðurinn skaði aðra með því að neyta sjdlfur áfengis. Það get- urhann gert og gerir það oft, en ekki nándar nærri altaf og eg vil leyfa mér að fullyrða, að aðeins svokallaðirofdrykkju- menn geri slíkt. En er það þá ekki skerðing á frelsi að banna mönnum að gera alt það, sem getur skaðað aðra °g gerir það stundum? Gerum ráð fyr ir að bannmenn svari: Nei ; alt slíkt á að banna. Engin slík bðnn skerða frels- ið, Jæja, bannmenn góðir. Þá skerðir það ekki frejsið, að banna mönnum ritfrelsi og málfrelsi, því að slíkt getur skaðað aðra og gerir það oft; að banna mönnum að hleypa nokkrurn tíma skoti úr byssu, að banna mönnum að grafa brunna, nota vinnuvélar og jafnvel að geta börn. Alt þetta og ótalmargt fleira getur skaðað aðra, ýmist siðferðislega fjárhagslega eða líkamlega, og gerir það oft; — þess vegna er sjálftsagt að banna það með lögum. Engum getur blandast hugur um að sé þessi leið farin þá eru í raun og veru engin takmörk fyrir því, sem banna má með lögum án þess aðskerða frelsið. Þess vegnaskal gertráð fyrir, að jafnvel bannmönnum skiljist það, að hér séu þeir að komast út í öfgar og að þeir séu svo skynsamir, að reyna að bjarga sér út úr þeim með því að takmarka sig þannig: Það skerðir ekki frelsið að banna- mönntim með lögum að gera alt það, sem getur skaðað aðra, sé það eigi nyt- samtog gagnlegt; en því nytsamara sem það er, því fremur ber að leyfa það, þótt það geti skaðað aðra. En látum oss nú athuga, hvort vér eigi, samt sem áður, lendum í öfgum, þótt vér takmörkum bannlöggjöf á þenn- an hátt. Samkvæmt þessari kenningu er það eigi skerðing á frelsi og í raun og veru sjálfsagt að banna mönnum að jeta meira en góðu hófi gegnir,"því að ofát er aldrei til gagns, og alt af skað- Iegt fyrir átvaglið, og skaðar aðra bein- línis, þegar borðað er frá þeim, og ó- beinlínis þegar maðurinn skemmir heilsu sína og getur þessvegna hvorki séð fyrir sér né sínum. Letin, þessi afar almenni eiginleiki, sem vér allir þekkjum meira eða minna af eigin reynd, og flestir erum meira og minna þjáðir af, er ótvírætt aldrei gagn- leg. Og hve mikið hefir hún ekki skað- að aðra en letingjana? Hér eiga sann- arlega vel við aðalgullkornin í ræðum Goodtemplara og annara bannmanna: »Hugsið um öll þau börn, sem komizt hafa á vonarvöl og orðið aumingjareða glæpamenn fyrir sakir leti foreldranna, öll þau tár, sem eiginkonur og mæður hafa felt fyrir sakir leti manna sinna og barna » o, s. frv. Er ekki alveg sjálfsagt að banna letina með lögum? Hví eklci að fara með fólkið eins og Faraó fór með ísraelsmenn forðum, og ýmsir fleiri svæsnustu bannlagamenn hafa gert á öll- um öldum? Látum oss skifta þjóðinni í flokka og skipa verkstjóra fyrir hvern flokk, sem fleygja mönnum úr bælinu kl. 5 á morgnana og reka þá til vinnu, og standa yfir þeim allan daginn með reidda svipu og sporðdreka, og láta þá ganga miskunarlaust á öllum þeim, sem eigi leysa af hendi sómasamlegt dagsverk. Hér eru aðeins nefnd fá dæmi til þess að sýna, að þrátt fyrir þá takmörk- un á réttmæti bannlaga. sem áður er bent á, er komið út í verstu öfgar fyr en nokkurn varir. Hvers vegna? Frelsið er fólgið i réttinum til þsss að gera alt, sem ekki skaðar aðra. Þetta eru þau þrengstu takmörk, sem dregin verða fyrir frelsi, því að næstum alt undantekningarlaust, sem maðurinn gerir, getur skaðað aðra óbeinlínis á einhvern hátt, jafnvel svo kölluð guðs- þakkarverk. Séutakmörkin dregin þrengri þá er ófrelsið komið í stað frelsisins. Þótt gengið sé út frá, að það sé ó- hrekjanlegur sannleikur, að áfengi skaði alt af þann, sem neytir þess, þá hefir hvorki Guðjóð Baldvinsson né nokkur annar sannað það, að áfengisnautn skaði jafnframt alt af aðra, en þann sem neytir. Samkvæmt þeirriskýringu áfrelsinu, sem hann sjálfur leggur til grundvallar, á að vera leyfilegt að geraalt, sem ekki skaðar aðra. Þótt það geti skaðað aðra, er það skerðing á frelsi, að banna að gera það. En ályktun Guðjóns er þver öfug við þennan grundvöll, sem hann sjálfur hefir bygt hana á, og þess vegna er öll rökfærsla hans um bannlögin og frels- ið argasta vitleysa frá upphafi til enda. Guðjón hefir valið þessari ritsmíð sinni yfirskriftina «Gráir kettir«. Vel á minst , Guðjón Baldvinsson! Hér skal tilfært eitt dæmi uppá samskonar rök- færslu og er í ;Gráu köttunum». Og látum oss hafa ketti í dæminu; það á bezt við: Einn köttur hefir einni rófu fleira en enginn köttur. Enginn köttur hefir tvær rófur. Þá er það sannað, að einn köttur hefir þrjdr rófur. Hér hefir aðeins einn lftill kafli af »Gráu köttunum* verið tekin til athjjg- unar. Og þar eg alt mjálmið í þeim er hvað öðru líkt, verður hér staðar num- ið að sinni. B. L. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri kom hingað í gær, með «Prospero« til þess að líta eftir útbúi Landsbankans. Hann er stálhraustur og fjörugur að vanda og hlýtur að þurfa einkennilega græn eða tvöföld pólitísk glerangu til þess að sjá nokkur ellimörk á honum, þrátt fyrir hans hvítu hærur. — Hann fer héðan aftur á þriðjudaginn kemur, með «FIóru»

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.