Norðri - 05.08.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 05.08.1909, Blaðsíða 3
NR. 31 NORÐRI. 123 Ný verilun verður opnuð föstudaginn 6 þ. m. í Strandgötu 11. Þar verður á boðstólum; r Nauðsynjavara allsk. Alnavara o. fl. Alt selt með svo lágu verði sem unt er. Komið og reynið. Reynslan er sannl?ikur. Oddeyri 5. ágúst 1908. Virdingarfylst. Guðm. Hannesson & S. Sumar/iðason. Símfréttir til Norðra. Neergaard, forsætisráðherra Dana, hefir beiðst lausnar. Uppreist á Spáni; sennilega út af afskiftum þeirra af Ma- rokko. Kaupmenn í Reykjavík hafa fengið þau skeyti frá viðskifta- ;nönnum sínum á Englandi, að þeir geti ekki gefið upp ákveðið vcrð á íslenzkum vörum, sökum ótta við ófrið milli Englendinga og Pjóðverja. Eiríkur Eiríksson,! húsamálari Rvík, dó af eitri 1. ágúst; hafði iekið það inn í misgripum. Dugn- aðarmaður, vandaður og vel lát- ‘nn. Sundskáli Ungmennafélagsins í Reykjavík var vígður 1. þ. m. Hannes fHafstein fyrv. i íðherra hélt þar vígsluræðuna. Kapp- sund var þar þreytt og margt fleira. þjóðhátíð héldu Reykvíkingar 2. ágúst. Veðrið var fremur vont og varð því minna úr íátíðahaldinu en ella. Par bar það helst til tíðinda, að dr. Jón Þorkelsson hélt ræðu fyrir minni Reykjavíkur og sagði sögu hennar frá elzlu tíð, neiía verzl- anarsöguna, þvi að hana kvað hann verzlunarráðanautinn nýskipaða, er nærri lionurn stóð, mundu að sjálfsögðu vera miklu færari um að segja. Varð þá hlátur mikill um þingheim allan og þótti mönnum þetta hin bezta skemtun, Kapp- glíma var þar þreytt og fékk Sigurjón Pétursson, sá er tók þátt í. Grettisglím- unni í sumar, I. verðlaun en Hallgrím- ur Benediktsson II. verðlaun. Útsynningur og óþurkar á Suður- landi. Prófessor Finnur Jónson kom hingað vestan úr Dalasýslu á sunnudagskvöldið er var. Á öðrum stað hér í blaðinu er skýrt frá fornmenja- ransóknum hans þar vestra. Kapt. Dan- :el Bruun hefir verið við fornmenjaran- sóknir úti í Svarfaðardal, og þangað fór prófessor Finnur í gær og kom aftur í dag. Segir hann þaðan mjög merkileg tíðindi. Hafa þeir félagar fundið þar afarmerkilegar fornmenjar, sem nákvæm- ar verður skýrt frá í næsta blaði. Pró- fessorinn fer héðan í kvöld með Pros- peró áleiðis til Hafnar. ■' :i i Markaðsfréttir Kaupm.höfn 12. júlí 1909 Saltfiskur. Pegar hin miklu byrgðir hér á staðnum voru uppseldar a. m. k. betri tegundirnar, hækkaði verðið aftur nokkuð, og var síðast sem hér segir: Málsfiskur hnk. 70-75 kr. skpd. Do. óhnk. 60 —67 — — Smáfiskur 40 —43 — _ ísa 35-38 - - Langa 49^/2 — 50 — — Hætt er við ao verðið lækki aftur, þegar mikill fiskur kemur á markaðinn og áreiðanlega verður ekki auðvelt að selja annað en góða vöru, lakari teg- undir verða eins og áður illseljanlegar. Nú þegar er nýkominn með »Eljan« all- stór farmur, því ekkert af honum var var selt í Noregi. Síðast var fiskur seld- ur til Spánar með þessu verði, 80 mörk færeyskur málfiskur, og til Ítalíu færeyskur smáfiskur á 48 kr. og ísa á 38 kr. Lýsi. Mjög dauft ogengin eftirspurn; fyrir skömmú hefir verið selt ofúriítið af ljósu þorskalýsi á 27 kr. tn.; dökt á 25 — 26 kr. Hér er talsvert óselt. Sundmagar 70 — 75 au. pd. Ull. Nær því öll hvít vorull hefir verið seld fyrirfram þessa dagana: Norðlenzk Nr. 1 á 88 —92 au. pd. —— — 2« 84 — 85 — — Sunnlenzk « 78 — 80 — — Mislit vorull er óseld ennþá. Æðardúnn hefir verið seldur fyrir- farandi á lP/s kr. bezta tegund. Ef kóleran fer í vöxt á Rússlandi getur það haft þau áhrif á þessa vöru, að verðið lækki talsvert. Síld. Oóðar horfur, , menn nefna 15 — 20 kr. pr. 90 kg. tn. af stórri haf- síld. Kornvörur halda sennilega áfram að stíga um nokkurn tíma enn þá, í fyrsta lagi má búast við verðlækkun í ágústmánuði. — Verð pr. 100 pd. Rúgur kr. 7.20 Rúgmjöl - 7.70 Hveitimjöl (amerískt) - 10.50 Hrísgrjón heil - 9.75 Do. miðlungs - 7.75 Baunir 200 pd. - 26.00 Nýlenduvörur Kaffi 36-38 au. Kandfs 1572 - Melís 141/2 — Strausykur 12a/4 - Púðursykur 1Ú/4 - Rúsínur 14* - Sveskjur 163/4 - Fíkjur 21 - Steinolía (Diamant) kr. 7.75 100 pd. Skírnir 2. hefti. Flytur ýmsar fróðlegar greinir, og vil eg einkum nefna hér tvær þeirra. Fyrst og fremst er að minnast á hina ágætu hugvekju landlæknisins : um Sjúkra-samlögin. Það er nýmæli á landi voru, og undarlegt þó, að slíkt allsherjarmálefni skuli nú fyrst koma alþýðu vorri fyrir sjónir. Og það er svo merkileg hugvekja, að líldegt er, að hennar verði minnst, meðan landið er bygt — svo nauðsynleg er framkvæmd sjúkra-samlaga á slíku landi sem voru. En á þessu stigi máls- ins ætla eg sé bezt að gefa þeim orðið, sein einkum eru til þess kjörnir og kallaðir að fylgja málinu fram, sem er landlæknirin sjálfur og embættisbræður hans, og þar næst aðrir skörungar, hver í sínu héraði. Hin greinin í þessu hefti, sem mér þykir gaman að minnast á, er framhald af ferða- sögu dr. Helga Péturs (— hann tekur nú »son» frá föðurnafninu, nema e-ssið, og er það án míns leyfis! —) Öll ferðasagan, og einkum þessi, er svo skemtileg að húntek- fram flestum ferðapistlum, sem samdir hafa verið á íslenzku síðan um miðja fyrri öld, er Quðbr. Vigfússon ritaði um ferð sína í Noregi, eða Ólafur Gunnlögsen frá Róma- borg. Dr. H. P. er vísindamaður mikill, en samt manna fyndnastur og kann að lúta að lágu, þó að ella séu honum þúsund ár sem einn dagur, þegar hann lítur á fjöllin. Hér er sýnishorn af dásamlegri athugasemd hjá honum, rétt í því hann er að enda stór- felda ályktun um tilorðning Alpanna: »En áður þarigað (o: til Parísar) víkur sögunni, .verður að segja frá dálitlu atviki er fyrir mig bar; það var h æ n a, sem var að kroppa nokkra álnir frá brautinni og leit ekki upp heldur hélt áfram að kroppa, þegar hrað- lestin, þetta ferlíki, sem spýr gneistum þrung- nu myrkri, brunaði dunandi fram hjá! Eg hef aldrei séð merkilegri fastheldni við regluna nil admirari (o: ekkert ber að undrast) heldur en þessi hæna sýndi, aldrei jafn greini- lega andstæðu þess hugsunarháttar, sem stundum kemur mönnum til að gleyma eig- in hagsmunum og fara að hugsa um eitt- hvað af því merkilega, sem fyrir augu ber á þessari merkilegu jör3u.« H. P. lýsir því betur landslagi sem hann er betri jarðfræð- ingur en aðrir menn. En hinsvegar hafa hans jnrðalda-skoðanir stundum þau áhrif ádóma hans um ýmiúegt, sem slíkum mönnum sýnist vart eldra en síðan í gær, svo sem er siðrhenningin svo kölluð, trúarbrögð ýms og sagan frá því menn bygðu Babel eða jafnvel pýramídurnir egiptsku, aðflest manna- verk verða létt á metum jafnvel sjálf mar- marakirkjan í Milanó. Pó kveðst hann hafa orðið glaðvakandi í þeirri kirkju þegar hljóm- stormurinn buldi alt í einu frá hinu máttuga organi og lyfti hverri hugsun og hverri von, eins og hefði sá tónastraumur upptök sín frá einhverjum fegra og betra heimi, sem flestir vildu víst fúslega trúa að til væri, ef skynsemin gæti fengið eitthvað að fóta fæst í verzlun Sn. Jónssonar. --- KAUPIR GRÁNUFÉLAGSVERZL- UN AÐ SVO STÖDDU. Jú, vissulega er nokkuð. til að fóta sig á, því að ella væri hvorki kirkjan í Milanó til né þeir tónar, sem hana fylla! — Hvað er í hurðinni fyrir himnaríki, spurði presturinn börnin. Ignoramus fþ.e. við vitum ekki) svöruðu börnin — alveg eins og vís- indamenn »piaga« að segja um hin dulrænu rök. Og klerkur fór í rauninni líka leið, hann sagði: »það er ekki von að þið vitið það börnin góð: englar guðs á himnum vita það ekki, við lærðir vitum það ekki, utan hvað meint er, að hátignin muni það sjálf vart eða ekki vita.« Þriðja greinin í heftinu er saga Mærinnar frá Orleans, eftir ungfrú Þ. Friðriksson, mjög skemtilega sögð og samin, Hún er því betri sem hún er gerð dálítið dulræn, því hvar eru takmörkin, eða hvar voru þau á þeim öldum? Menn sem eru fráhverfir öllu dulrænu skilja aldrei fremur Jeanne d’Arc en Voltaire sem orti um hana flím og hróp. Um draumana, eftir Q. Friðjónsson er vel og einarlega ritað, en hefði sómt sér betur í hinum nýju þjóðsagnaheftum úr því inart í þeim er farið að rita með sannsögu- legri alvöru (eins og rétt mun vera.) Kafl- inn: Siðustu minningarnar, þykir mér held- ur tilkomulítil skáldsaga. En kvæðið ,Pundið‘ eftir E. Ben. er átakanlegt, og vel ort kvæði sem lengi mun standa á eigin'bragarfótum; má vera að hér sé um krisis að ræða. M. J. sig á! 96 93 Hann fór inn í herbergi sitt og tók með ströng- um svip myndina af henni úr ljósmyndabókinni, hún var fremst, næst móðurinni, og færði hana langt aft- eftir, meðal leikhúsadrósa og strípimynda, sem hann hafði keypt. En í auða rúmið setti hann aftur frú Knudsen, og þegar hann hafði um stund virt fyrir sér fíngerða alvarlega andlitið á henni, og dökka hárið, fanst honuin nærri, að það væri ósæmilegt, að hin litla, þyriihærða ungfrú Thorsen, hefði nokkurntíma haft nokkuð að segja fyrir hann. En móðirin lá lengi vakandi og velti fyrir sér þungum áhyggjum Antons vegna, sem — þrátt fvrir alt — Var staddur í hættu. Og þegar hún útmálaði fyrir sjálfri sér þenna óttalega lifnað, sem hann hefði, fór jafnvel henni að detta í hug, hvort það myndi ekki vera bezt, að hann giftist — svo ungur og veikbygður sem hann þó var. Áður hafði hún alt af dregið úr því, er aðrir sveigðu að sambandi milli Antons hennar og frú Knud- sen. En nú fanst henni, að þetta væri bjargráð. Frú Knudsen hafði verið gift áður, öldruðuui manni í tilbót. Henni myndi skiljast það, við hana gæti móðirin talað. Pær báðar í sameiningu mundu Og í sömu svipan fanst honum, að jþað væri ekki laust við, að þau skyldu hvort annað — hún og Törres. Það fór augnabliks kipringur um and- litið á honum, þar sem hann stóð í hinum óæðri hluta búðarinnar, og var að afgreiða nokkra sveita- menn. Og eftir því sem lengra leið á daginn, því ör- uggari varð sú meðvitund hjá herra Jessen, að hér væri ekki alt með feldu. Aldrei hafði hann sýnt henni svo mikið sem helminginn af þeirri ástúð, er hann sýndi henni í dag. En þar sem hann áður með einu augnatilliti eða handasnertingu, þegar hann gekk rétt fram hjá henni, kom henni í bál og brand, var í dag, sem hún skyldi hann ekki. Að síðustu — rétt áður en átti að kveikja á gasinu um kvöldið — og knúður til þess af örvænt- ingu út af fálæti hennar, hætti hann sér lengra en hann nokkru sinni hafði farið áður, og reyndi að baki hennar að kyssa hana á kinnina. En þá vatt ungfrú Thorsen sér við með öllum sínum meyjarbrag og sagði hátt: «En herra |essen! — Eruð þér alveg gengnir frá vitinu?* Hann kiknaði í knjáliðunum og fann kaldan

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.