Norðri - 19.08.1909, Side 1

Norðri - 19.08.1909, Side 1
Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, Akureyri, Fimtudaginn 19. ágúst. 1909. IV. 33. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud, og laugardaga kl. 4. 7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Rókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10—11 f. h. Utbú Islandsbanka 11 —2 Utbú Landsbankans 11 —12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. NORÐRI er eitt hið hreinskilnasta blað landsins, segir hispurslaust skoð- un sína, hvort sem vinir eða ó- vinir eiga í hlut, og færir rök fyrir henni. — Eindregið minni- hlutablað. — Ef þér hafið eigi keypt blaðið hingað til, þá fáið nokkur tölublöð af því Iánuð, lesið þau með gaumgæfni og hugsið yður vel um, hvort blað- ið sé ekki þess vert að kaupa það. Arg. kostar 3 kr.. Nýir kaupendur, sem borga næsta árg. fyrirfram, fá í kaupbæti það sem út verður kotnið af skáld- sögunni »Jakob«, eftir norska skáldið Alex. Kjelland, eina af hans beztu sögum. Einnig fá nýir kaupendur ókeypis það sem út kemur af þessum árg. eftir að pöntun þeirra er komin ritstjór- anum í hendur. Nýtt ráðaneyti f Danmörku. Mogens Friis lánaðist ekki að mynda nýtt ráðaneyti, og fól þá konungur Holstein-Ledreborg greifa að gjöra það. Ráðaneytið er þannig skipað: Holstein-Ledreborg, forsætisráð- herra. J. C. Christensen, hermálaráðh. Neergaard, fjármálaráðherra. Thomas Larsen, samgöngumála- ráðherra. Svend Högsbro. Enevold Sörensen. Anders Nielsen. Þrír hinir síðast töldu sitja kyrrir í embættum. Pessir fóru frá: Jensen-Sönderup og Bruun. (Símfrétt.) „Bjarmi“. Fyrst í mogun varð eg svo frægur að sjá bjarma þessa »Bjarma.« Eg fór f gegtium 1. árgang hans á 2 — 3 kl.t.; og þótt eg þykist fiestum fljótari að lesa blöð, get eg þess nærri, að vinir »Bjarma» þykist vissir um, að margt gullkorniii hafi mér undan skotist. Má það og vel vera. En miklu betra er blaðið og ritstjórn þess en eg hugði, meðan eg þekti það ekki. Lað er al- veg ofsalaust blað og ólíkt að hógværð flestum öðrum blöðum, sem þjóð vor les nú á dögum. Og ekki ásaka eg það — út af fyrir sig — þótt Bjarmi fylgi eindregið hinni lögfestu fornu rétt- trúan. Að slík stefna sé varin og það harðfengilega hjá oss sem öðrum þjóð- um, er meir en eðlilegt, úr því helm- ingur kristinna sálna — ef ekki fleiri — þekkja ekki, trúa ekki, né dirfast að trúa öðrum kenningum. Og blaðið fylg- ir stefnu sinni bæði lipurt og látlaust, enda flytur ófáar góðar og sannkristi- legar greinir, svo og dágóðar æfisögur og kveðlinga (einkum 2 — 3 eftir þá B. J. ritstjórann, skáldið sra. Jón Þorvalds- son og Jón Bergmann). Frá mínu sjón- armiði er megin galli^slíkra blaða sá, að þau stefna fremur aftur á bak en áfram, eru að verja það, sem miklu síður svar- ar aðalkröfum núlifandi manna en rétt- trúunarmenn ætla; og það annað, að þeir eru sí og æ að rengja og rang- færa flestallar ritningarskýringar, rök- laust og án verulegrar þekkingar —jafn- vel þær skoðanir, sem nálega allir há- skólat og helztu guðfræðingar, sem nú lifa, hafa fyrir löngu dæmt til dauða, og þó venjulega ekki fyr en ransókn- irnar hafa sýnt og sannað, eins og 2 X 2 eru —4, hvaðanþær eða þær skoðanir eru runnar. T. d. má nefna hinar elztu sagnir og siði hinna gömlu Flebrea, djöflatrúna á dögum Jesú, útskúfunina, meyjarfæð- ingutia og m. fl. Nú má hins vegar eigi neita, að ógn og skelfing hinnar fornu Persatrúar, sem komst svo snemma inn í trú fornkirkjunnar, hefir um allar umliðnar aldir notað fórnir og friðþæg- ingar sem mótvægi þeirra ógna, er skoð- aðar út af fyrir sig virðast vera hið hreinasta guðlast — eins og margir guðsmenn hafa játað. Hver sú trúar- bragðaskýring, sem reynir að greiða með guðlegum röksemdum þann voða- lega tvískinning (dúalismus), húnvinnur kristindóminum meiri sigur og sóma, en öll rétttrúunarblöð veraldarinnar megna að afkasta. Ert þótt kynslóðirnar eigi enn langt í land, unz þær komast undan fargi 2000 ára aga og ógna, má óhætt fullyrða, að mikill meiri hluti hinna mentaðri manna er rétttrúuninni meira eða minna fráhverfur orðinn — og næst aldrei aftur, Að vísu er von, að menn og söfn- uðir, sem alist hafa upp við alt annað, stundum við hið helgasta og hjartfólgn- asta, sem sungið hefur verið af guð- ræknum feðrum og mæðrum við vöggur liðinna tíða og þeirra sjálfra —að vísu er það von, að þeim verði að blöskra, þegar þeim alt í einu er kent það ný- mæli, að biflían («guðsorð») sé orðin til alveg eins og aðrar bækur, eða að engin sála fæðist framar sem barn djöf- ulsins, fyrir þá röksemd, að að sú per- sóna sé ekki til, heldur hitt, að í hvert sinn sem maður sé í heiminn borinn, fæðist ofurlítill guðssonur, alveg eins og Jesús hafi komið í heiminn, þótt hann sé »frumburður margra bræðra,« og »ímynd Alföðursins veru!« Pví hvorki neita þessu hinir fremstu kennimenn «Nýju guðfræðinnar« né Unítarastefn- unnar í heild sinni, enda þótt hvorug kunni fullkomin að vera. Mótsetning- in er orðin mikil, svo mikil, að hver kristinn maður, sem ekki er því meiri dáleiddur má til að skilja, að sættir eru óhugsandi. En hver stefnan á að vík- ja ? þú, Bjarmi minn, verður að víkja! En þ ó sé þér leyft að fylgja með hóg- værð hinni eldri stefnu, því á henni hefir þó guðs kristni lengst lifað, og á hún erindi til margra ágætra manna, karla og kvenna. Umburðarlyndið er annað, eða fyrsta, orðtak vorra tíma; hitt orðtakið er: svikalaus efiirspurn sannleíkans! Og nú eitt orð að skilnaði: Hefjið upp augu, þér hugdeigu verðir hinna fornu Síons múra; varpið af herðum trúaróttans oki! Aldrei hefur glaðasólskin guðsríkis nálægðar skinið bjartara, aldrei guðs opinberun boðið dýrðlegra útsýni yfir veröldina, heldur en einmitt nú! Seg mér, kæri »Bjarmi«: ætti víðsýn- ið í vísindum, víðsýnið í öllum hlutum að vaxa —nemaí trúarefnum? Á þröng- sýnið í þeim efnum að vara eða jafn- vel vaxa? — Eg held svo, að eg verði að endingu að blessa yfir þig, Bjarmi minn, og oss alla, með einni af mínum gömlu stökum: Áfram með sólu og hönd seljum hönd, hált er á örlaga svelli; leysum í guðsnafni bönd eftir bönd, bíðum ei dáðlausrar elli. Hræðumst ei gröfina, hetjunnar önd heldur velli! Math. fochumsson. Úr kunningjabréfi frá Þingeyingi. (Niðurlag.) Svipað kemur f Ijós hjá mörgum kjósandanum út um land. Menn sem ekki geta gert einfaldasta vinnusamning svo gildur sé og formiegur, eða sett saman landamerkaskrá svo nokkuð vit sé í eða trygging, og enn síður komið sér saman við nábúa um skynsamleg landamerki, þar sem vafi er á, þessir menn halda langar hrókaræður fyrir al- menningi um ríkjasambönd, fella dóma um "diplomatisk* vandamál þjóða á milli. Að þessum mönnum dáist nú al- menningur mest, og gefur þeim atkvæði sín til alþingis. Pessar eru aðaleinkunn- ir flokks þess, sem nú ræður lögum og lofum í landinu, og þér finst sjálfsagt áð fylla. Og hinn pólitíski árangur svarar alveg þar til. Ráðherra sá, sem þessir eiginlegleikar þjóðarinnar hafa lyft upp í valdasessinn, er lifandi tákn og ímynd þeirra; hann er einskonar extrakt af atgerfi fjöldans og því rétt valið tákn hans útávið gagnvart umheim- num, eins og auðvitað hlaut að verða, þegar »fjöldinn» tók til sinna ráða. og ruddi öllu úr vegi sínum. Og hvernig er þessi ráðherra? Hverjir eru hans verðleikar ? Hann hefur um mörg ár barið þjóðardrambs-bumbuna hér heima, kitlað allan þann þröngsýnis og skiln- ingsleysis gorgeir sem til er í landinu, með ægilegustu stóryrðum, og lítilsvirð- ing alls virkileika. Hann hefir blásið að blindru hatri til þeirrar þjóðar, sem oss reið mest á að geta komið oss saman við, en tignað aðrar jafnt skilningslaust. Petta hefir átt við «fjöldann« því þetta er hans eðli og aðal. «Heima er han- inn frakkastur« — En þegar svo ráð- herrann á að standa við stóru orðin frammi fyrir þeirri þjóð sem hann hef- ur svívirt og smánað og æst hatrið og heimskuna á móti, þá afneitar hann ekki heldur eðli umbjóðenda sinna, því þá skríður hann flatur á maganum og kunn- gerir öllum heimi, hve ríkt þrælseðlið og hundseðlið enn er í íslendingum þrátt fyrir allan vindbelginginn. Pá dugar ekki gullaldar-kálfskinns klæðnaðurinn til þess, að hylja blygðan þjóðarinnar. — Og í fjármálum þjóðarinnar, og prakt- iskum innanlands stjórnarathöfnum, mun þessi ráðherra ekki heldur afneita eðli umbjóðenda sinna, enda mun hann ekki f þeim efnum skorta stuðning og leið- beiningar frá alkunnum mönnum í þing- flokki hans, sem þegar eru frægir orðn- ir fyrir fjármálastörf, stjórnvizku, rit- stjórnarvizku, listamannavizku og alls- konar vizkuog þjóðlega «mikilmensku». Eg veit að þú kallar þetta illkvitni og álygar á flokk ykkar, og segir —þeg- ar vesalmenska og flónska Björns er ber orðin — að hann sé ekki fulltrúi ykkar flokks, að hann sé ekki að ykk- ar vilja ráðherra. Petta segja nú margir flokksbræður þínir, og halda, að þeir geti með því bjargað sér út úr skömm- inni; velt af sér ábyrgðinni. En einmitt það er nýr vottur um skilningsskortinn á hlutarins eðli; átakanlegur vottur þess, að flokkurinn hvorki vill né getur bor- ið ábyrgð verka sinna, vottur um stráks- eða þrælseðlið, sem hleypur í felur eft- ir strákapörin. Pví hver getur borið ábirgð á Birni annar en flokkur sá, sem lyfti honum í ráðherrastólinn, og þeir allir, sem þann flokk hafa stutt? Eða trúir þú á tilviljun og hendingu, er engin »lógísk« rök séu til? Pað er nú sama kraftaverk (Mirakel). Já, má ske það sé nú »mirakel* d: tákn af himni, að Björn er orðinn ráðherra!!! Pað er alveg eftir annari röksemdafærslu flokksins, og á mjög vel við frá hálfu öndunga og templara, sem flestir fylla ykkar flokk, eins og eðlilegt er, og vel á við. — Pú segir, meðal annars: «Eg álasa ekki nefndinni, þótt hún samþykti þetta frumvarp. Hún hefir ekki komist að betri samningum» o. s. fr.v........En

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.