Norðri - 26.08.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 26.08.1909, Blaðsíða 1
IV, 34. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til Q e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10—llf.h. Utbú Islandsbanka 11--2 Utbú Landsbankans \\ — \2 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. núföst mánudagskv. kl. 8. Friðmála-fundir. Gerðardómar — eða vopnadómar? Þetta »ellegar« er þolinmóður eða þimgamiðja allra hinna dýpstu ráða- gerða nútímans spekimanua. Reyndar virðist svo sem sagan eða siðmenningin eða »þróunin« fari sínu fram, og speki eínstakra manna og framkvæmdir verða ávalt á eftir. Svo er varið friðarmál- um þjóðanna, sem heita má spáný hreyf- ing, að því er allsherjarfriðagerð snert- ir. Og spánnýr er sá siður, að full- trúar heilla þjóðfélaga, eða höfuðstétta stofni til vinafunda sín á milli til þess að efla frið ogsamþykki einmitt, þegar ófriðarýfingarnar eru hvað háskasamleg- astar. Svo var málum varið milli Frakka og Stórbreta áður en samkomulagið (»Entente Cordiale*) var stofnað ,svo var og áður en Japanar og Engiendingar trygðu sættir, og enn hefur svipuð sáttar- gcrð verið höfð á prjónunum á Eng- landi allmörg ár undanfarin gagnvart Rússum, þótt þar beri æði margtámilli. En miklu torveldast hefur friðarvinum Englendinga þótt að afstýra ófriðarvon- um frá hálfu Þjóðverja. Þarf ekki að skýra orsakir þess hér, því það yrði of langt mál, en geta skal með fáum orð- um nokkurra ummæla helztu kenni- manna og siðmenningarskörunga Eng- lendinga, sem heimsóttu Þjóðvérja (o: Prús§a) í sumar, til þess að gjalda líku líkt, heimsókn þýzkra klerka í fyrra sum- ar. Þeir sem fóru voru á öðru hundr- aði og alt valdir menn. Fengu þeir hinar beztu viðtökur, og bæði Vilhjálm- ur keisari og kanslarinn kölluðu þá herra sína og bræður, þótt gruna megi, hvort hjá þ e i m höfðingjum allur hug- ur hafi fylgt máli; er þeir hátíðlega fullyrtu, að þýzkri þjóð og þýzkri stjórn væri friður við Englendinga fyrir öllu. Hinir ensku gestir stigu fyrst á land í Hamborg. Meða! annara fagnaði þeim þar presturinn Grimm með afarsnjallri ræðu: »Beztu menn þjóðanna eiga að ábyrgjast ráð þeirra og kenna þeimrétta siðu, því að þeir væru guðs samverka- menn og skyldu móta þjóð sína eftir lögmáli andans, sem væri friður og bróðerni.» Sá er svaraði því ávarpi (dr. < Newton/ sagði, að Þjóðverjar og Englendingar væru svo náskyldar þjóðir, að rétt væri að kalla þær h e n d u r Norðurálfunnar. „En ættu þá þær hendur að fara í handalögmál ? það væri heimskulegt og óguðlegt. Þeir eiga að fylgjast að eins og ein þjóð, til fulls faguaðar og friðar.* Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19. Akureyri, Fimtudaginn 26, ágúst, 1909. Borgmeistari Burchard mælti lang* erindi og snjalt. Pað er kunnugt, sagði hann, að vér erum keppinautarí atvinnu- ma'lum, en ekki þurfum vér það að harma, meðan þeim kappleik fylgja eng- in undirmál og hvorirtveggja gæta fullr- ar einurðar og hreinskilni á heimsmark- aðinum.« Biskupinn af Herfurðú var allra ástgoði á ferðinni. Hann tók fyrst- ur til máls á aðalsamkomu í Berlín, og mælti svo: «Vér erum komnir hingað í erindagjörðum friðarins; völd höfurn vér lítil, en markmið vort er að niður- bæla viðsjár og róg milli vor og yðar, en tryggja bönd friðar og frændrækni. Draumur minn og dýrstá von er það, að kirkjuflokkar vorir gleymi því, sem á milli ber, og leggist á eitt í anda og krafti hinna fornu spámanna Hebreanna, þeirra er fyrstir þorðu að boða réttvísi í viðskiptum þjóða, — leggist á eitt, seg' eg, að kenna landsstjórum, löggjöf- um og lánardrotnum, að gera« friðarár drotni» með fullu samþykki, og standi svo það helga vopnahlé unz alsherjar friður er fenginn. — Aflið á ekki leng- ur að ráða úrslitum, ofstopi og mann- víg eru eins ódæði í viðskiftum tveggja þjóða sem tveggja manna. Pað eru til æðri þingskil en vopnin, Vér þjónar Krists ernm kmiðir til að bi-ðja ogstarfa af öllum mætti til þess, að órjúfandi friður fái að standa milli vors ríkis og yðvars ríkis, Pjóðverjar, því vér vitum það vel, að séum vér sáttir og sam- mála er friði veraldarinnar vel borgið». Næstur honum taiaði forstjóri Úhí- taradeildar háskólans í Oxford, prófesscr Carpenter. Hann sagði meðal annars: «Pað eru nú tvær aldir síðan að kvek- arinn Vilhjálmur Penn gerði «gamla sáttmálann» við hina rauðu Indíana.og tók fram þetta: «Hvorugir okkar mega ætla öðrum ilt, né væna aðra svika.» Dr. Carpenter kvað blöðin lengi hafá skarað að eldi ofmetnaðar og illvilja meðal kristinna þjóða, og væri mál til komið, að sú grein Penns væri rituð yfir skrifborði hvers blaðamanns í Ev- rópu. Ráðherrann Ellis talaði í sama anda. Vér erum hér komnir, sagði hann, til að kveða gersamlega niður allar þær óhemju dylgjur, last og rógburð, sem fylt hefir blöðin beggja vegna hin síð- ustu ár. Biskupinn af Suðvirki (Southark)tal- aði lengi, svo öllum fanst mikið til. Hann tók fram metnað og ættjarðarást beggja þjóða, er mjög gengi nærri ofsa og ofmetnaði. Hvað hefir ættjarðarástin kent? spurði hann. Hún hefir kent að gleyma eigin hag sakir almennings. Nú kvað hann að spurningin væri su, hvort það, sem þeir hafðu numið sem lands- menn, ætti ekki að ná til annara þjóða. Værj ekki til stærri heild en einstök þjóð? Slík heild væri kristin siðmenn- ing og kristin trú; slík heild væri mann- kynið alt: eða hvað segðu menn — ef hann mætti spyrja — um guðsríki á jörðinni? Ættjarðarástin væri göfug hug- sjón, en gæta ber þess, að hún verði ekki að hjáguði. Hver þjóð fyrir sig væri máttármeðð! í þjftmisttt guðs og veraldarinnar. En hver hefði raunin á orðið? Sú, að hver þjóð hefði farið sinna ferða. England væri eyland. All- ar þjóðar væri eyjar siðferðislega sagt og höf hringinn í kring, sem aðskildu þær. Með því yrði ættjarðarástin að eigingirni og við það spiltist hún og súrnaði. Biskupinn valdi Lundúnaborg til samlíkingar, Fljótallmikið skifti henni, en snemma gerðu menn brú á fljótið. Við það sat lengi og þótti þó æ verða þrengra um samgöngur. Loks tók brún um að fjölga, og óx þá viðgangur Lundúna að sama skapi. Nú þyrfti brúa við milli Englands og Pýzkalands með því að stöðugt vaxa viðskifti og þarfir. Pær brýr væri og verið að gera. Kon- ungar þeirra væri að leggja eina, verzl- unin aðra; og enn væri tvær í smíðum og undir þeim væri mest komið. Önnur væri nokkuð úfin og óhefluð; hún er unninúrerfiði, þvíað vinnu og iðnaðar- lýður beggja landa — allra landa, knýðist fram til samtaka sakir sameiginlegra nauðsynja; samhugi fjöldans rnundi hefla brúna. Hin brúin væri ef til vill skemst á leið komin, og að henni erum vér, sem hér stöndum, að starfa. Pað er brú guðstrúarinnar og hjartalagsins. Eg spyr, mælti biskupinn,er nokkur hlutur til fremur áríðandi en vinnan og guðstrúin til þess, að menn læri að skilja hverir aðra og vinna samtaka? Irinan um hinn voðalega vöxt og við- gang verkvéla og auðæfa, kyngi og krafta, þurfurn við um alla hluti fram að örfa og efla hið andlega aflið, er bindur mann við mann og þjóð við þjóð með innra bandi, sem er sterkara en sjálfs- elskan, ofmetnaðurinn, tortryggnin, grun- semin og hver önnur ástríða og hleypi- dómttr. >Færumst nær hverir öðrum, þér Germanar, og vérenskir menn! sakir allrar veraldar. Munum eftir, að til eru veikari kynslóðir en vér, eftirbátar, sem þá og þá geta orðið harðstjórum að bráð. Tvö orð töluð f einum anda af Pýzkalandi og Englandi mættu vel koma hverjum meðal harðstjóra heimsins til að riða á fótunum og bjóða frið fyrir ofstopa og frelsi 'fyrir áþján. Pað er einvalda og stjórnvitringa, að ákveða með lögum hve mikinn herflota og og herfylkingar þurfi að hafa til taks. En vort er að skapa þann hugsunarhátt sem viðhefur ofbeldið til bóta og bless- unar, en ekki böls og eyðingar, ekki til dauða heldur til lífs. Einhverja síðustu töluna hélt biskup- inn af Salisborg; Pað var í Berlínar- kirkju Vilhjálms keisara hins gamla, sem svo er'kölluð. «Vér höfutn í smfð- ura«, sagði biskup, «fasta nefnd, sem starfa skal að útbreiðslu betri viður- kynningar milli vorra ríku og fjölmennu landa. Víst eru báðar þjóðirnar vold- ugar, þótt vér segjum það ekki af of- metnaði neinum, ríkar og sterkar, und- ir stjórn guðs forsjónar, og eiga und- ir sér örlög margra kynslóða. Megi guð gefa, að þær séu sterkar í trú, sterk- ar i því að sýna hver annari sæmd og virðingu og vægð og vorkunn hinum veikarij sem er merki hins sanna mik- illéika.* Hinn víðfrægi guðfræðingur Harnao1< hélt aðalfyrirlesturimi fyrir hinum ensku ferðamönnum. í lok hans hafði hann brýnt röddina og kallað hátt: «Hern- aður er óvita æði, og svo eru allar ó- friðaræsingar.« Hann lauk máli sínu meðorðunum: »Seid unter EuchBrtider!» d: Verið innbyrðis bræður! M. I Opið bréf tii Styrbjarnar í Höfn, frá Eyólfi Kolbeins á Mel. Dr. P. Thoroddsen hefir í æfisögu Péturs biskups, bls. 242, eignað séra Porvaldi sál. Bjarnasyni greinar þínar og skammar hann látinn fyrir þær, eins og greinir þær, er séra Porv. skrifaði undir nafninu Styrbjörn í Nesi. Eg vil nú hér með fara þess á leit við þig, að þú kannist við nafn þitt. Eg hefi ait af búist við að sjá eitt- hvað frá þinni hendi um þessa ritsmíð Dr. P. Th., enda varst þú bær um hana að dæma, slíkur fróðleiksmaðnr og þaullesinn konunglegur kennifaðir, og hlusta mundi lýðurinn á orð þín. Með vinsemd og virðingu. Mel, 16. ágúst 1909. Eyólfur Kolbeins. Stríðið milli Englendinga og Þjóðverja er byrjað — hér í kaupstaðnum. Eins og kunnugt er hafa Englendingurinn all- lengi setið hér í kastalanum »Edinborg,« en nú hefir Pjóðverjinn tekið sér ból- festu á næstu grösum 'og heitir virki hans «Brauns verzlun Hamburg*. Má á öðrum stað hér íblaðinu sjá, hvað hvor þeirra um sig hefir helzt að vopni. Fer það að líkindum, að'enn má eigi á milli sjá, hvor sigra muni, enda byrj- aði höfuðfólkorustan í gær; var bar- ist þánn dag allan til kvölds. Óð Braun hinn þjóðverski gegn um fylkingar og var sem 12 væru tilbúnir fatnaðir á lofti í senn. Ivar Edinborgarkonungur skaut enskum gullpundum af hverjum fingri, einkum þar sem saltfiskur var fyrir, og urðu margir blindir af glampa þeim, er af gullinu stóð. Kastaði hann og gjöfum til beggja handa, og sló um sig með 15°/° afslætti, og stóðust fáir fyrir slíkum býsnum. Copland meðeigandi verzlunarinnar «Edinb'org» hefir verið hér í bænum nokkra daga. Bræðurnir Edvard og Karl Sæmundssen frá Blöndttósi komu hingað landveg í síðustu viku í kynnis- för og fóru austur að Mývatni og Detti- fossi. Fara héðan heim á leið á morgun. Saltfiskverð er alt af að lækka á Spáni. Verð á stórfiski þar nií svarar í hæsta lagi til 52 kr. skpd. hér á staðnum. (Símfrétt.) Rich. N. Braun meðeigandi «Brauns verzfunar Ham- burg» dvelur héríbænum þessa dagana.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.