Norðri - 26.08.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 26.08.1909, Blaðsíða 2
134 NORÐRI. NR. 34 ;2 Hinar 6 aðalástæður fyrir,því að íslendingarættu að styðja þessa verzluneru: I. Hún hefir ávalt selt vörur sínar með sanngiörnu verði. II. Hun hefir aðeins haft góðar vörur á boðstólum, III. Hún hefir œtíð miklar og ffölbreyttar vörubirgðir. IV. Hún hefir á fáum árum keypt fisk og aðrar íslenzkar af- urðir fyrir peninga út l hönd, sem nema yfir tíu mili- ónir króna. V. Hún veitir fleira fólki atvinnu, en nokkur önnur verzlun á íslandi. VI. Hún hefir jafnan gœtt hagsmuna viðskiftamanna sinna. TBT VERZLUNIN EDINBORG l 1<5F því trausti, að sem flestir bæjarbúar líti inn í verzl. Edinborg á Akureyri nœstkomandi laugardag (28. þ. m.) ætlarhún pann dag að selja aliskonar álnavöru og fatnað með 15°|0 og allar aðrar vörur með 10°0 af- slætti gtgn peningum út í hönd, að meðtöldum vörum þeim, sem þegar eru niðursettar og gefnar. Með því að kaupa mikið í EDINBORG á laugar- daginn kemur, er gott útlit fyrir, að ná í verðlaun þau, er verzlunin hefir heitið. Sleppið ekki tækifærinu til þess að ná í góðar vörur, með góðu verði, í þessu erfiða viðskiftaárferði. %&$$$$$$$$$$ ,$$$i $$$i Píe$$$$$$$$3£ Tæmdar anðsnppsprettnr. I Ameríku hefir fyrir skömmu myndast sterk hreyfing ti! þess að berjast gegn því, að auðsuppsprettur landsins verði læmdar. Er mikið barist fyrir því, bæði í ræðu og riti, og er mjög fróðlegt að lesa samanburð á Ameríku fyrir 30 ártim síðan og nú. — Rithöfundur einn, Rudolf Cronau, kenrst þannig að orði: »Eg byrjaði að ferðast um Ameríku sem fregnritari og teiknari fyrir þýzkt myndablað. Landið sem eg skoðaði þá, var harla ólíkt Ameríku eins og hún er árið 1909. Stórskógarnir breiddust þá um Alleghany og Adirondackfföllin. Norðurhluti Michigan, Wíscousin og Minnesota voru ekki þekt nema sem dýraveiðamðrk. Slétturnar að vestanverðu voru þaktar villidýrum. í Wyoming og Montana sá eg stórhópa af elgsdýrum og antílópum, og oft var eg á villinautaveiðum með Indiánum á bökkum litla Missouri. Allir lækir, ár og vötn voru full af fisk- um, og skógarnar úðu og grúðu af kalkún- um og allskonar fuglum. Á tjörnunum syntu flokkar af gæsum, öridum og álftum. — Þá sýndist Ameríka ekki einungis vera land frelsisins, heldur einnig land óendanlegra auðæfa. íbúarnir héldu líka, að auðsuppsprettur landsins væru ótæmandi, og það var hlegið að þeim, sem ekki vildu eyðileggja skógana. Fólkið sagði, að til þess væru trén, að það ætti að nota þau. En svo fór innan skamms, að þrátt fyrir betri tæki varð arðurinn af öllum fyrirtæk- jum minni. Timbur, kol, járn, kopar, villi- dýr, fiskur, og yfir höfuð flest, er landið gaf af sér, hækkaði í verði, og þá fyrst opn- uðust augu manna fyrir því, hve ósparlega hafði verið á haldið. Það var farið að tala um uppunnin skóglendi, uppblásnar jarðir, útrudd villidýr, uppétnar fiskveiðar og tæmd- ar kola- og málmnámur. Eyðing skóganna hefur haft þær afleiðing- ar, að allar beztu trjátegundirnar eru upp- «gengnar. En verst er það þó, að nú er land- ið berskjaldað fyrir stormi og stórrigning- um. Það blæs því upp, og regnið ogvatns- straumurinn skolar allri gróðurmold burtu. Á þenna hátt hafa stór iandflæmi eyðilagst og fjöldi býla lagst í eyði. Árin 1880-1900 nam varðfall á jarðeignum í Ohio 60 milj. doilara. Amerískur jarðvegur, sem hefir dregið til sín miljónir manna með gróðursæld sinni, gefur ekki af sér nema 13,6 bushel hveitis af hverri dagsláttu, þar sem Austurríki og Ungverjaland gefa 17, Frakkland 19,8, Þýzka- land 27,6 og Bretland 32,2. Sama má segja um námurnar. í mörgum þcirra hefir að eins verið vaðið í því bezta og hitt eyðilagt. Það hefir verið reiknað út, að um næstu aldamót verði allar námur í Ameríku þrotnar með sama áframhaldi. í Ameríku hefir óefað verið auðugra dýra- líf, en í nokkuru öðru landi. Á dögum Kol- umbusar hefir verið reiknað út, að þar hafi verið 150 milj. villinauta. Snemma á 19. öld- inni var talan komin niður í 40 milj., og um miðbik aldarinnar voru þau flæmd upp til Mississippi og Missouri, en þá var fyrir alvöru byrjað að slátra. Veiðimennirnirlágu við fljótin til þess að skjóta dýrin, þegar þau komu að fá sér að drekka, og svo var þeim varnað vatns, þar til hóparnir voru upp skotnir. Og þetta var alt gért aðeins vegna skinnanna, sem borguð voru með 1—3 doll- urum. Alt annað, nema tungan, var látið liggja eftir á blóðvellinum og rotna. Sama var um elgdýr, antílópa, bifra, otra og fleiri dýr, að þau voru eyðilögð, svo að nú er þau ekki að finna nema á afskektustu stöðum. Engin dýr hafa þó verið svo mjög ofsótt sem selirnir. Árið 1874 voru þeirtaldir 3,108, 000, en 1907 voru að eins eftir 172,000. Veiðimennirnir hafa skotið hvern sel, er þeir hafa hitt, sofandi eða syndandi. Mæð- urnar voru skotnar frá ungunum ósjálfbjarga uppi á landi. Nú hefir loks verið reynt að friða þá. En ennþá raunalegri er sagan um far- dúfurnar. Cooper lýsir mjög sk'Vt för þeirra árlega, þegar þær streyma um loftið með hvin og háreysti. Það voru til svo stórir hópar að þeir voru þrjá daga að fara fram hjá. Einn slíkur hópur var eftir lauslegum reikn- ingi talin 100,500,000,000 dúfur. Það mætti nú ætla, að ekki væri hætta á, að slíkum aragrúa yrði útrymt. En það hefir þó Am- eríkufnönnum tekist, því nú er fardúfan mjög sjaldséður fugl í Ameríku. Smáfuglar hafa verið drepnir þar miljón- um saman, til þess að skreyta með kven- hatta, svo að í Ameríku segjanú allir: »Hér sést varla fugl.» En flugur og önnur skor- kvikindi eru orðin stór landplága, og gera árlega skaða, er nemur um 800 milj. doll. Sama sagan er með fiskana, og nú finst þar varla nokkurt veiðivatn. Og ef ekki væri árlega varið ógrynni fjártil fiskiklaks í vötn- um, væri allur fiskafli fyrir löngu eyðilagð- ur. Það er ótrúlegt, en satt, að jafn góður fiskur og laxinn er skuli vera notaður til þess að búa til úr honum áburð. En í 50 ár hafa tvö stðr félög haft verksmiðjur við Killiswoo til þess að vinna áburð úr laxi og síld. Ameríka var áður dýraríkasta land í heimi, en er nú hið fátækasta. Ferðamenn, sem fara um skógleyfarnar, undrast hve alterþögult. Þeir sakna söngradda fuglanna, sem fylla alla franska og þýzka skóga. En í Ameríku heyrist ekki annað en tístið í engisprettun- um og suðan í flugum og mýi, sem ofsæk- ir mennina með sömu áfergju og þeir hafa ofsótt fuglana og villidýrin. Þá hefir minst af því landi, sem stjórnin hefir útbýtt fyrir lítið verð, farið til nýbyggja og innflytjenda. Alt það bezta úr því hefir lent hjá fjárglæframönnum, kirkjum, járn- brautafélögum og ýmsum stofnunum, sem hafa selt það aftur með okurverði. — Nú er alt land í Ameríku orðið einstakra eign, nema fjöllin og eyðimerkurnar, sem ekki verður ræktað. Hvergi í víðri veröld er eins hirðuleys- islega farið með mannslífið og í Ameríku. Slysfarir eru þar afar tíðar og lítið gert til þess að hindra þær. Sjálfan þjóðhátíðardag- inn, 4. júlí, hafa á árunum 1903—07 verið drepnir 1153 menn og 21520 særðir við há- tíðahöldin.* * * * Þetta eru nokkrir örstuttir drættir úr lýsingu þessa höfundar á Ameríku fyr og nú, en mestu höfum vér orðið að sleppa, því alt er það langt mál.— Grein þessi sýnir, að Ameríka er ekki annað eins gæðaland og hún var í byrjun, og að auðsuppspretturn- ar eru farnar að fækka og grynnast, og er það vert athugunar fyrir þá Islendinga, er hyggja, að gæfa og gnægð auðs gangi sjálf- krafa upp í greipar manna í Ameríku, án þess þeir þurfi að hafa svo mikið fyrir, að hreyfa legg eða lið til þess að höndla hnoss- ið. [Eftir »Vestra.*j RIÐJA og síðasta uppboð á fast- eignum þrotabús Jósefs Jónsson- ar kaupmanns á Akureyri verður baldið 9. sept. þ. á. kl. 4 e. h. Bæjarfógetinn á Akureyri 26. ágúst 1909 Guðl. Guðmundsson. Bjarni jónsson frá Vogi, verzlunarráðanautur, lagði loks af stað frá Reykjavík til útlanda í síðustu viku, nýkvongaður að sögn. Hvort hann er á brúðkaupsferð, fyrirlestraferð eða verzl- unarferð eða í öllum þessum ferðum í einu, er oss eigi kunnugt um, og eigi heldur hvert ferðinni er heitið, enda skiftir það í raun og veru minstu, hvort hann fer. Hitt er meira um vert, að ferð hans verði eigi landinu til ógagns og háðungar, en því miður þarf sterkt traust á hamingju íslands til þess að jafn bjartar vonir geti hjarað í brjóst- um þjóðarinnar, þrátt fyrir hinar sterku I í k u r fyrir hinu gagnstæða. Eldsvart varð í gærkvöldi kl. 9 í verzlunar- búð Sigurðar kaupmanns Bjarnasonar hér í kanpstaðnum. Hafði að sögn kviknað í ull og prjónlesi, er var und- ir búðarborðinú að innanverðu. Senni- lega hefir eldspýta eða vindilstúfur fallið þar niður. — Tókst fljótt að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki jiáð mik- illi útbreiðslu. Talsverðar skemdir urðu þó á vörum, bæði af eldi og vatni.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.