Norðri - 02.09.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 02.09.1909, Blaðsíða 1
«%3 Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19. : . IV. 35. Akureyri, Fimtudaginn 2. september, 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. tii 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10-11 f.h. Utbú Islandsbanka 11--2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. NORÐRI er eitt hið hreinskilnasta blað landsins, segir hispurslaust skoð- un sína, hvort sem vinir eða ó- vinir eiga í hlut, og færir rök fyrir henni. — Eindregið minni- hlutablað. — Ef þér hafið eigi keypt blaðið hingað til, þá fáið nokkur tölublöð af því lánuð, lesið þau með gaumgæfni og hugsið yður vel um, hvort blað- ið sé ekki þess vert að kaupa það. Arg. kostar 3 kr.. Nýir kaupendur, sem borga næsta árg. fyrirfram, fá í kaupbæti það sem út verður komið af skáld- sögunni »Jakob«, eftir norska skáldið Alex. KjeNand, einni af hans beztu sögum. Einnig fá nýir kaupendur ókeypis það sem út kemur af þessum árg. eftir að pöntun þeirra er komin ritstjór- anum í hendur. N. Þingeyarsýslu. 24. ágúst 1909. —«»— Sæll vertu »Norðri« Kynlausi starfsbróðir þinn »Norður- land« skýrirfrá því 10. f. m., að leiðar- þingin sem þingmaður vor hélt hér í sumar hafi verið vel sótt, menn hafi verið vel ánægðir með gerðir þingins, og hvergi hafi komið fram nein óánægja með þær, og hefðu þó báðir flokkar sótt fundina. Annaðhvort er, að »Nl.« hirðir ekki um, hvort það flytur sannar eða lognar fréttir, eða einhver hefir notað trúgirni þess og hroðvirkni. Vilt þú nú ekki, «Norðri« minn, flytja réttar fréttir af þessu, og mælast til þess við »N1.« að það leiðrétti missögli sína? Eg skal reyna að skýra rétt frá. í Keldunessþinghá munu vera tæpl. 50 kjósendur, og sóttu 9 þeirra leiðar- þingið, flest eða alt vinir og vensla- menn þingmannsins; enginn þeirra lauk upp sínum munni á leiðarþinginu, en hugsanir þeirra er ólíklegt að »NK« hafi heyrt, þótt það kunni að hafa num- ið eitthvað í dulspekí. Utansveitar sam- flokksmaður þingmannsins var staddur á fundinum, og talaði þar. Hann vítti harðlega bannlagasmíði þingsins og Thorehneixlið, og ávítaði þingmanninn fyrir franikomu hans í þeim málum. Annar utansveitar flokksmaður vítti fjármálahringi þingsins, og ýms atriði hins nýja sambandslagafrumvarps. í Öxarfjarðarþinghá munu vera rúm- lega 30 kjósendur. Þar voru 10 á fund- inum af báðum flokkum. Enginn þeirra mælti þinginu bót í nokkru einasta atriði en algerð mótmæli komu fram gegn flestum gerðum þess og stefnu, ef stefnu skyldi kalla. í Presthólaþinghá munu vera nál. 40 kjósendur og voru 9 þeirra á fundi. Þar komu fram ákveðin mótmæli gegn meðferð þingsins á sambandsmálinu og fleiri gerðum þess, en enginnmælti því bót í nokkuru tilliti. Á hinn bóginn vildi séra Halldór á Presthólum láta þakka þingmaniiinum hans frammistöðu, en ekkert varð þó af þeirri þakkargjörð. í Svalbarðsþinghá eru um 30 kjós- endur 'og sóttu 9 þeirra leiðarþingið; flest flcikksmenn þingmannsins. Einn kjósandi (hreppstjórinn) talaði og hreyfði ákveðnum og rökstuddum mótmælum gegn helstu gerðum þingsins og stefnu þess. Enginn tnælti því bót í nokkru, en tveir utansveitarmenn vottuðu þing- manninum þakklæti fyrir hve duglegur hann hafi verið að útvega brýrnar, en það kvað þingmaðurinn alls ekki sér að þakka, sem satt mun líka vera. í Sauðanessþinghá munu vera um 60 kjósendur og voru 14 þeirra á fundi, alt flokksmenn þingmannsins og með- mælendur, enda mun hann hafa fengið þar einna hlýlegastar viðtökur, og jafn- vel verið slegnir gullhamrar fyrir hið mikla gagn, sem hann hafi unnið kjör- dæminu, en gerðir og stefnu þingsins í helstu landsmálum létu Langnesingar sig minnu skifta, hefir líka máske grunað, að þingmanninum kæmi vel að sem minnst væri spurt um fyrirætlanir og framtíðarráðagerðir meirihlutans í þeim málum, sem hann var kosinn til að ráða til farsællegra lykta og viturlegra. Niðurstaðan er þá þessi: af rúmum 200 kjósendum sem eru í kjördæminu, sækja öll þessi 5 leiðarþing um 50 þeirra. Á einum fundinum fær meiri- hluti þingsins meðhald eða rökstntt fylgi, en á 4 fundum ákveðin og rök- studd mótmæli og óánægju. Yfir- leitt kemur í Ijós hjá kjósendum vand- ræðaleg vonbrigða þögn, sem alls ekki er að undra, því nú mun menn vera farið að gruna, að meira þurfi en stór- yrði og blárendan fána til þess að ráða skipulagsmálum þjóðfélagsins til farsæl- legra lykta. Á ráðherravalið var ekki minst, enda sneiddi þingmaðurinn svo sem unt var hjá því; er sýnilegur vand- ræða svipur á meirihlutamönnum í hvert sinn er á það er minst, og er það vorkunnarmál. Þingmanninum sjálfum var hvervetna kurteyslega tekið, eins og sjálfsagt var, því fremur sem hann sjálfur kom stilli- lega og prúðmannlega fram, bakbek ekki minnihlutann á þingi beinlínis að óþörfu og hætti sér ekki út í annað en að skýra frá gangi málanna á þinginu. Á fyrirætlanir flokks síns og framtíðar- vonir mintist hann ekkert; væri um það spurt, komu á hantt vöflur og vandræða- svipur, svo menn hlífðust viðaðganga fast eftir ákveðnum svörum. Kjósendum hér er nýtt um, að þing- menn þeirra geri sér svona mikið far um að halda fundi með þeim, ogundr- ast þeir margir, hvað þingmaðurinn leggur mikið í sölurnar fyrir þá, því fremur, sem hann hét þeim enn fund- arhöldum fyrir næsta þing. Auðvitað er honum, og flokknum ðll- um, ant um, að hann haldi framvegis fylgi í kjördæminu, og mun jafnvel þykja einhverju fil þess kostandi. •Pinn Hafur. Kalvín. Á Englandi hefur verið mikið um dýrðir í sumar, hver minningarhátíðin rekið aðra, stundum með lifandi mynd- um, skrúðgöngu og dramatiskurh sýn- ingum, er Euglendingar kalla »pageants.« Darvíus minningarinnar í Cambridge höfum vér áður minst; í haust á að «erfa« Alfred Tennyson skáld á fæðing- ardegi hans í október (f. 1809.) En 10. júlí héldu allar prótestandaþjóðir 400 ára minningu reformatórsins /óns Kal- víns. Þann dag var hann borinn í bæn- um Noyan á Frakklandi 1509. Kalvín, segja flestir sagnameistarar, að hafi borið höfuð og herðar yfir alla aðra siðabótarmenn 16. aldarinnar néma Lúther einn ; á við Lúther skorti hann andríki, eld og íjör, en hvorki lærdóm eða skarpleik, þrek eða stjórnsemi, Og í sjálfstæðum skörungsskap varð hann öllum mótmælendum drjúgari, enda var hann manna drotnunargjarnastur og öld- ungis ósveygjanlegur, þar sem hann þótt- ist eiga guðsrétt að verja, en lítt seild- ist hann út fyrir sín ríkistakmörk, sem voru tvennskonar. Annað takmarkið var borgin Genf og hennar umdæmi, sem laut hans stjórn í einu og öllu frá því 1535, að hann gaf út hina frægu bók sína: „Insiitutio Religsonis Christianœ" (þ. e. lög og kenning Kr. tiúar.) og til dauða síns árið 1564. — Hitt utndæmi Kalvíns var guðfrœðin, hin nýja mótmælendatrú; því hann fann sig kjörinn og kallaðan til að gefa hinni nýju endurbættu kristni eins og nýja stjórnarskrá eða lögbók, er ein skyldi vera algild til sáluhjálpar. Kalvt'n ritaði latfnu með sömu lipurð og snild sem Melancthon og með svo miklum röklegum skarpleik, að nálga þykir eins dæmi. Og enginn höfundur fyr eða síðar hefur þótt betur kunna að leiða rökréttar ályktanir af «gefnum« forsendum (premissum) en hann. En for- sendurnar fann hann í »guðsorði» eða ritningunni, eins ogaðrir siðarbótarmenti; en hann þykir verið hafa enn djarfari eða gerráðari í bókstafstrú sinni á bif- líuorðið en nokkur maður annar. Um skólaspekina hirti hann lítið, heldur rakti trúarfræðina gegnum rit Ágústínusar til kenninga Páls postula; og á setningum Páls bygði hann kenningar þær, sem strangastar eru og sérkennilegastar, svo sem fyrirfram ákvörðuninaogeilífaútskúf- un eftir beinum vilja guðs. Þegar hvorki Parísar háskólinn (Surbonne) né Frans konungur 1. vildi þýðast rökfræði Kal- víns eða kenningar, slepti hann öllum afskiptum við konunga og háskóla, setti sín fræði í hásætið og ákvað, að söfn- uðirnir sjálfir skyldu einir ráða málum sínum með lögfullri öldungastjórn, Það var Kalvíns aðal-þrekvirki í sögunni. Að hans dæmi kom upp hin sterka og ein- kennilega öldungakirkja á Skotlandi, því Kalvín var fóstri og fræðari Jóns Knox og ótal annara flóttamanna, sem reform- eraðir gerðust. Næstir Skotumeiga Holl- endingar, svo og hinir ensku Púrítanar, Kalvín að þakka sína kirkjulegu þjóð- menning. Strangleiki trúar Kalvíns og hin frjálsa safnaðastjórn átti svo vel við tímann, að nálega yfirgengur skilning vorn nú á dögutn. En hvað sem hin- um miklum reformator má finna til for- áttu, eiga reformaraðar þjóðir þeim stranga typtunarmeistara meira að þakka en nokkrum öðrum einum manni. En við mótstöðumenn var Kalvín harður eins og hans tíð, eða fremur. Aðal-blett- ur hans er ofsi hans og vélræði við Servetus, hinn spænska siðabótamann, er brendur var á báli, sem villumaður 1553, eftir ráðum Kalvíns. «Jón Kalvín« segir einn merkur merkur höfundur, «var mestur guðfræðingur siðabótatímans. Hans hugsttnar-og viljakrafti eigum vér mest að þakka, að nokkur festa í sið- mentun, hugsunarhætti og skipulagi komst á í Norðurálfunni. Hann var gerráður maður, harðlyndur og þröng- sýnn í trúarefnum, en í öllu var hann stórmenni og veik aldrei fet frá því, er hann trúði sannast vera o'g réttast. Hann gerskildi ástand og horfur síns tíma og gerði alt, sem hann orkaði, til þess að færa öld sína í fastari og betri stelling- ar. Rétt gerum vér, sem teljum oss frjálsa og fylgjum öðrum grundvallar- skoðunum en hann, og höfum kærari hinn myrta spænska skörung Servetus heldur en Kalvín — rétt gerum við, að kunna að meta verðleik hins mikla Fransmanns og hans volduga stórvirki fyrir sameiginlegt málefni allra: tráar- brögð og „skyldu." M. /. Hið danska steinoliu hlutafélag hélt nýlega aðal ársfund sinn í Kaup- mannahöfn. Hlutabréfin gáfu síðasta ár- ið 45% hreinan ágóða og er það einn hinn hæsti arður, sem nokkurt hluta- félag hefir nokkurn tíma gefið. En í raun og veru er þetta ekki hlutafélag, heldur eign ameriska steinolíu konungs- ins og miljónamæringsins Rockfellers, enda er ómögulegt að fá hlutabréfin keypt, hvað sem í boði er. Sá sem ætti 10,000 kr. í þessu félagi fengi í ár 4500 kr. í vexti af þessum pening- um, og er það óneitanlega talsvert hærri arður en mótorbátarnir hér við Eyja- fjörð hafa gefið til þessa, sem þegar hafa borgað eigi allfáar krónur í vasa félagsins.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.