Norðri - 02.09.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 02.09.1909, Blaðsíða 3
NR. 35 NORÐRI. 139 OTTO MÖNSTEDS danska smjörlíki er b -r. Biðjið kaupmann yðar um þessi merki: Sóley» »Ingólfur« »Hekla« eða »Isafold< BÆNDUR og BÚENDUR, TÁKIÐ EPTIR, frá 20. sept. — 10. októb. verður steinolia seld á9auraí pundatali hjá undirrituðum, mót borgun út í hönd. Virðingarfyllst. Carl F. Schiöth. FATÁEFNI, VÖNDUÐ, FALLEG, ÓDÝR, KAUPA ALLIR Yefiiaðarvöruverzluii Guðmanns Efterfl. Morð i Khöfn. Sunnudaginn 1. ágúsl fanst ungur verzlunarmaður Björn Björnsen að nafni, myrtur í herbergi bak við vínsölubúð nokkra í Vesturbrúargötu í Khöfn. Hafði hann verið skotinntil bana. Hurðin mill herbergisins og búðarinnar hafði staðið opin, og ljós var inni hjá honiun. Var hann að telja peninga þá, er inn höfðu komið þá um daginh. Morðinginn hafði séð hann inn um búðargluggann, laum- ast bak við húsið og inn um bakdyr inn í herbergið. Morðið hefir auðsæi- lega verið framið aðeins til þess að ná í peningana, sem talið er að numið hafi nál. 800 kr. Lögreglan hefir nu handsamað þýzkan mann, Leander að nafni, sem allar líkur eru til að sé morðinginn, enda hefir hann hálfvegis meðgengið það er síðast fréttist. Sýn- ir þetta morð, að talsverður stórborgar- bragur er kominn á Kaupmannahöfn, og hyggilegra er að fara þar varlega með peninga, því að margur er þar fingralangur um skör fram og virðir mannslífið lágt gegn peningum. Samningunum um gufuskipaferðirnar heldur ráðherra ennþá leyndum, að öðru leyti en þvf, er áður hefir verið skýrt frá í símaskeytum. Mikið hefir á- unnist við þá samninga» segja stjórnar- blöðin. Sennilega þykir sljórninni hyggi- legra að halda þessum samningum leynd- um, þangað til tekist hefir að telja fá- fróðtim mönnum trú utn þennnn "Stmn- leika.* Óáfengir sætir ávaxtasafar frá H. G. Raachou, K.höfn eru ódýrastir. Lögrétta, ér gefin út af hlutafélagi í Reykjavík, stjórnað af ritstjóra f’orsteini Gíslasyni og ritnefud Guðm. Björnssyni landlæknir Jóiii Magnússyni bæjarfógeta og Jóni Rorláksyni verkfræðing, er nú á þessu ári orðin stærsta blað landins að um- máli og tölublöðum fjölgað að mun. Areiðanlega bezta og áreiðanlegastafrétta- blað landsius. Nýir kaupendur, er vilja láta senda sér blaðið beint, snúi sér til afgreiðslumannsins, bóksala Arinbj. Sveinbjarnarsonar, Reykjavík eða út- sölumanna blaðins á Akureyri, Hallgr. Valdemarssonar Aðalstræti 13. og Kristjáns bóksala Guðmundssonar u Oddeyri. Munið eftir, að hjá hinu danska steinolíuhlutafélagi fæst altaf næg steinolía, af ýmsum teg- undum. Afgreiðsla öll og afhending hjá Carl F. Schiöth, Lœkjargötu 4. Talsími 14. Gleymið ekki að verzlun H. Schiöths, Akureyri hættir einhverntíma á þessu ári, og selur því allar vöruleifar, sem eru töluverðar, með afarmiklum afslætti. Kaffi, sykur og allar teg- undir af matvöru selt óvanalega ódýrt mót borgun út í hönd. já undirrituðum er til sölu töluvert af fiðri og dún frá Grímsey, af ýmsum tegundum. Carl F. Schiöth. næringargott o ljúffengt ® haldgott. 112 «Slæmt veður; fólk situr heldur heima í dag,« sagði hann lauslega við yfirbúðarþjóninn. »Fólkið fer alt aðra leið í dag,» svaraði hann. Kröger tók hatt sinn og fórút. Sýningin í glugg- anum þólti honum ljót. Og þegar hann ætlaði inn til að heimsækja frúna, sá hann í gegnum glerrúð- una í hurðinni, að búðin var full af fólki, og frúin stóð sjálf við peningaskúffuna heit og hýr. Hann slepti handfanginu og hélt heim aftur. En þegar hann kom aftur inn í búðina sína, þar sem alt var í röð og reglu, en mannlaust, ruddi sú hugsun sér í fyrsta skipti til rúms hjá honum, að nú væri hér samkepni upp á líf og dauða. Og hann vissi vel hverjum það var að kenna. Anton Jessen hafði fengið fréttir af allri þessari breytingu. Vinir hans, sem komu til hans um kvöld- ið, höfðu sagt honum það. Hann mætti því næsta morgun í búðinni albrynjaður, og albúinn til þess að taka þessu öllu með jafnaðargeði, sannfærður um, að hann gæti komið frúnni á þá skoðun, að þetta auðvirðilega tiltæki, að dreifa vörunum út um alt, væri sama og að eyðileggja fína verzlun. Meginregla hans var þessu alveg gagnstæð; hann tók öskju eða böggul niður af hyllunni með þeim svip, er bar vott um, að það væri sérstök virðing, sem hann 109 ur í búðinni, vegna þess að hátt og lágt voru lit- aðar og ljósar vörur. Meira að segja nýja röðunin í gluggunum, sem Törres hafði útbúið eftir sfnu höfði, dró fólkið að húsinu, Aðsóknin jókst eftir því sem leið á daginn, en mest seinni hlutann, þegar búið var að kveikja á gasinu og búðin sýndi sig í allri sinni dýrð. í efri enda búðarinnar, þar sem áður hafði verið hið fínasta kvenskart, voru nú útbreidd sýnishorn af marglitum tilbúnum ullarfötum og ullarbandi, úti á búðarborðinu og uppi á hyllunum, sem virtust þaktar ullarvörum með öllum litum og allskonar gerð. En langmest urðu menn hissa á neðri hluta búðar- innar, sem áður hafði verið hálf-dimmur: Rar Ijómaði nú spánýtt gasljós, og vörudeildin var mjalla- hvít frá lopti niður að gólfi. Hér hafði Törres og ungfrú Thorsen safnað saman öllu sem til var af hvftum vörum, í gengdarlausu óhófi. Niður frá hyllunum fullum af pentudúkum, hengu breiðir damaskdúkar í fögrum fellingum alveg niður að gólfi — eins og skriðjöklar. Tedúkar með stór- um blómvöndum og breiðum bryddingum. Kögur- dúkar í bögglum, sveipaðir silkiböndum. Búðar- borðið þakið nærklæðum handa kvennfólki og börn- um; fellingar og útsaumur í kvenserki og brækur,

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.