Norðri - 09.09.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 09.09.1909, Blaðsíða 1
 IV. 36. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opinkl. 10—2, 4—7 Bæjarsjoður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgíd. 10—llf.h. Uíbú Islandsbanka 11- -2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynia miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. rrúföst mánudagskv. kl. 8. Ávarp. Komið bræður, allir þér meirihlula- menn, sem elskið fósturjörðina og frels- ið, framfarirnar . ogfrömuði hinnar nýju stefnu, sem nú hefir náð tökum á meiri hluta þjóðarinnar. og krjúpið allra lotn- ingarfylst og tindirgefnast að fótskör hins mikla manns, er nú situr í a>ðsta valdasæti landsins; — fallið fram og til- biðjið hann, því sjá, hann er kominn heim iil landsins aftur, sigri hrósandi yfir öllum óvinum og örðugleikum utan lands og innan. Dirfist ekki að spyrja h\að hann hafi afrekað í þessari utanför sinni, eða hvernig hann hafi leyst af hendi það sem hann hefir gert. Trúið og þá munuð þér hólpnir verða. Flettið upp í hinni stóru bók sannleikans, »ísafold», spek- innar bók «F>jóðc>lfi«, sjálfstæðinnar bók «Norðurlandi» og öðrum hinum inn- blásnu ritum stjórnariunar. Takið und- ir lofsönginn og gefið Birni Jónssyni dýrðina. Þar stendur skrifað, að ráðherrann hafi unnið það kraftaverk, að fá öll lög frá síðasta þingi samþykt. Iitið yður eigi koma til hugar, að rýra frægð ráðherrans með þeirri ó- svífni, að segja að Hannesi Hafstein hafi einnig tekist að fá öll lög staðfest, öll þau ár, er hann var ráðherra. Það þarf ekki að hafa verið neitt afreksverk af honum, þótt slíkt sé kraftaverk af Birni Jónssyni. Lögin frá síðasta þingi geta t. d. hafa verið svo miklum mun vit- lausari en lög undanfarinna ára, að miklu erfiðara hafi verið að fá þau stað- fest en hin. Hitt getur líka hugsast, að þau hafi verið svo þrungin af viti, að það hafi verið ofvaxið skilningi hans hátiguar konungins, að finna kjarnann í þeim, til dæmis Kjarnasölulögunum. Hvað varðar yður, góðir menn og bræður, um það, hvað stendur í gufu- skipasamningunum nýju? Er ykkur það kann'ske ekki nóg, að hinar innblásnu ritningar stjórnarinnar fullyrða, að mjög mikið hafi áunnist með þeim samningum, að þeir séu margfa!t Detri og hagkvæm- ari en samningar undanfarinna ára or að ráðherrann hafi hér unnið lancí- mu "ómetanlegt gagn og heiður. Hafa ekki bræðurnir Einar og 8igurður Hjöt ¦ leifssynir fullyrt þetta, og hVað þurfið þér þá framar vitnanna við? Og hefír ekki iÞjóðólfsmaðurinn* nafnfrægi tekið í sama strenginn? p>ér eruð þó h'klega ekki farnir að gerast blendnir í hinni Ritstjóri Björn Línda! Brekkugata 19, Akureyri, Fimtudaginn 9. september. 1909. drotnandi pólitísku trú hér á landi, þeirri, að alt það sem framgengur af munni þessara frumherja ættjarðarástar- innar, hreinskilninnar og drengskap- arins, sé heilagur, óyggjandi og óskeik- ull sannleiki. Og hvað varðar yðurum, hvað orð- ið er af sambandslögunum frá síðasta þingi? Er það svo sem ekki auðvitað, að þau séu á vísum stað og góðum stað. Voru þau ekki í brjóstvasa hans hágðfgi ráðherrans síðast er fréttist? Hvar eru þau betur peymd en við þetta göfuga hjarta, sem þrtmgið er af ætt- jarðarást og frelsismóði? Og þó hann kunni að hafa flutt þau í annan vasa, lítið eili neðar og aftar, ætli það fari þá ekki fullvel um þau þar, þar sem föðurlandsástarvindblær hans hágöfgi á hægra með að leika um þau. Nei, þér eruð í sannleika sælir, þér meirihlutamenn. Pér hafið lengi fyrir sjálístæði barist. Og er nokkurt sjálf- stæði meira en það, að láta engar töl- ur, engar rökfærslur, engar sannanir, í stuttu máli: ekkert á milli himins og jarðar hagga við þeirri óbifanlegu sann- færingu, að þér séuð þeir einu sönnu sjálfstæðismenn í landinu, einu sönnu föðurlands og frelsisvinirnir, einu menn- irnir, sem leiddir séu í allan sann- le;ka. Er það ekki dýrðlegt að vakna hvern tnorgun með þeirri meðvitund, að nú sé stjórn landsinsí höndnm þess manns, sem einn viti öllum fremur, hvað land- inu og þjóðinni sé fyrir beztu. Hvað gerir það tii, þótt hann dags daglega breyti þvcrt á móti því, sem hann skömmu áðnr hefir sagt og |>vert á móti því, sem þér sjálfír hafið þózt vilja vera láta? Er það ekki ótvírætt merki um mikilmensku hans og skörungsskap, að hann án þess að blygðast sín gerir nú alt það sjálfur í ráðherrasætinu, er hann áður taldi hégómlegt, heimskulegt, hlut- drægt eða jafnvel svívirðilegt? Er það ekki ánægjulegt að ganga til hvílu á kvöldin með þeirri meðvit- und, að eitthvað af arði hins lokna erfiðis dagsins muni ganga til þess að latina verzlunarráðunaiitnum nýja, hin- usn nýju bankastjórum eða bankaran- sóknarnefndinni, eða þá til þess að kaupa ný húsgögn handa landinu, í stað þeirra, sem sú virðing veitist, að slitna undir líkama hans hágöfgi og fjölskyldu hans. Og er það ekki sælu- ríkt að loknu evfiði dagsins, að vagga sér í draumum að nóttinni, um ísland framtíðarinnar, endurnært af alvizku ráð- herrans, og fullveðja og frjálst fyrir fulltingi hans? Hvað gerir það til, þótt engar minstu líkur séu til þess, að draumtirinn muni nokkurntíma rætast? Er það ekki nægilegt að draumurinn er fagur? Syndasvefninn er sagður fastur og getur sennilega verið vær, að tniusta kosti meðau samvizkan sefur. Prestastefnan á Ping- velli í sumar. Mér finst hún hafa verið eitthvert hið fegursta framfaramerki, sem eg hefi séð hér á iandi um æfina. Pað var sköru- legt bragð af biskupi vorum hinum nýja, að færa hinn löngti andvana presta- fund upp á alþingisstaðinn, þar sem hamrarnir hjala og gjárnar gala og tind- ar og tíbrár tala! Á fundinum rak hvert málefnið annað og þó virðist, sem fátt hafi verið með fumi eða flaustri afgreitt. Ný sól var komin á hinn forna þingvöll, nýr andi, ný köllunar- iðja, hirða, en ekki hálaunaðra leigti- liða! Og sá andi, sem lýsti sér í um- ræðunum, virðist verið hafa hinn sami hjá íhaldsmönnum, sem vorum frjálstistu umbóta og breytingamönnum. Það er þetta, þessi einingarandi þessarar nýju prestastefnu, sem kalla má hina fegurstu framtíðarspá. Pví að hinsveg- ar voru fundarmenn og forseti þeirra sjálfur með bundnar eða hálfbundnar hendur; kirkjufélag vort er sem sé komið svo langt aftur á bak, að varla má félag heita, þó eitt teljist biskups- dæmi, og þessari einu lögfestu presta- stefnu var lítið annað verkefni ætlað ofan frá, (hér á jörðu), en að skifta fáeinum fjárupphæðum — auk hins al- menna tillöguréttar um allsherjar- málefni, sem allir frjálsir og bundnir fundir «fljóta» á. En andinn er áleit- inn, þegar að honum þrengir og hann fer að rumskast — áleitinn til að ráða, til að ransaka, til að bjarga, til að reisa, til að gleðja, til að skapa. Vei hinu gamla tólfkóngaviti hinna eldri kynslóða; þegar andinn fer að vakna, þáerhin- ttm mál að þekkja sinn vitjunartíma, því »rokviðrið nálgast fyr en nokkur veit af,« eins og hinn ungi Björnstjerne Björnsson kvað i eggjunarljóðum sínum — og áðttr en niðjarnir óvirða ösku forfeðranna. Já, þegar andinn vakn- ar — «Sú þjóð sem veit sitt hlutverk • er helgast afl um heim, eins hátt og lágt, má falla fyrir kraftinum þeim.'< En — framfarir í trúarbragðamálum er seinlátt verk — dæluaustur, þar sem önnur eys en ö»nur fyllir. »Og þó gengur jörðin,« þó er öll trúarsaga framfara eða þróunarsaga, því að trú og siðmenning, eða þróunarsaga réttvísi og góðleiks fyrir æðstu hvatir tilvsrunar, er ávalt um leið trúarinnar saga. Mitt í vorri sjálfstæðisbaráttu og öllu því fáti og fári, sem henni er nú sam- fara, þá er hitt hin bezta huggun og endurnæring,að sjá einhverja góða menn, og helzt þá stétt, sem sú stefna á að liggja næst, taka til umræðu og ráða- gerðar hjartansmál þjóðarinnar, samtaka, viturlega, frjálsmannlega og þó með hóg- værð og friðsemi. Þetta gerði þess fyrsta prestastefna á Þingvelli. Og hún gerði meira: Hún gerði sig þegj- andi að ráðgeíanda þingi, réttri Sym odus alls landsins. Úrskurðar-dóms- Munið eftir að borga Norðra og löggjafarvald í sérmálum, eins og sú stofnttn fyrrum átti með samþykki þinps og þjóðar, getur stofnunin feng- ið síðar og smásaman, eftir því sem tímum hagar. Fyrsta málið á fundinum var skilnað- armál kirkju og ríkis Oandsstjórnar). Niðurstaða fundarins þar hin eina rétta að mínu áliti. Flestar raddir, sem þenn- an skilnað hafa heimtað og eru að heimta, virðast gerðar út í bláinn, ef ekki af ókirkjulegum hvötum. Fríkirkju- mál er afar-tvírætt, margþætt mál og flókið í eðli sínu. Annað mál er, þar sem harðstjórn bindur alt skipulegt frelsi eða þar sem mikill hluti þjóðanna er fallinn frá orðinu »dissentar» og eiga enga samleið við hina veraldlegu stjórn og allur jöfnuður er horfinn. Hér er alt öðru máli að gegna; hér má kirkjan hafa öll umráð sinna mála, án þess að vera »ríki í ríkinu« eða koma f bága við allsherjar stjórn og fyrirkomulag, nema í smámunum, sem þá getur orð- ið báðum aðilum fremur til góðs en ills. En til þess að vel megi fara, þarf vel að gæta tveggja hluta. Annar er jafnrétti, og hitt er efling uppeldisog alþýðumenningar, svo ogeinkummentun- ar kennimanna stéttarinnar. Og til þess að gæta þessara skilyrða, virðist allsher- jar stjórn og löggjöf öldungis ómiss- andi, eftir eðli og ásigkomulagi vors lands og þjóðar. Vér erum enn svo hepnir, að hjá oss gætir Htið útlendra trúarflokka eða sjálfgerðra, lítt mentaðra trúboða, sem enga rót eiga í vorum jarðvegi, og oftast vinna lítið gagn til frambúðar. Kennimenn nútímans mega til að vera hámentaðir menn, ella tína þeir hvað af hverju öllu áliti og verða ofurliði bornir af skólakennurunum. Hér skal ekki orðlengja um skilnað- armálið, enda er því biðin góð. Hitt, sem fundurinn lagði mesta áherzlu á, var mentunarmál þjóðarinnar og sér í lagi ungdómsins og — prestaefnanna. Allar þær tillögur fóru í hnífrétta stefnu, því hér verður að fara fet fyrir fet, því ótal sker er að varast, meðan þjóðin er svo skamt komin af ómagaaldri, (fyr- irgefið orðið!), efnin lítil, en álögur vaxa í hverju umbótaspori. Eitt er það í rétta áit, að leggja niður »kverið«, og hætta við fermingarfyrirkomulagið frá Kristjáns VI. tíð. En mest gladdi mig að heyra tillögur Jóns lektors Helgason- ar um kenningarfrelsi presta (þar sór hann sig í kyn sinna móðurfrænda) Að vísu mun það frelsi eiga nokkuð langt í land, hvað lagaform snertir; en það gerir lítið til: Nú vita prestar að rýmkað er til ofan frá. Það er nóg. Breyting prestaeiðsins er eitt sem full þörf er á. Slíkt á ekki lengur við og hefir ekki átt síðan á miðöldum. [Meira næst.] M. J.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.