Norðri - 16.09.1909, Blaðsíða 1
Cr»
IV. 37,
Til minnis.
Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7
Bæjarsjóður, Lækjargötú 2, mánud. mið-
vikud. og laugardaga kl. 4. 7
Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h,
helga daga 8—11 og 4—6
Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard.
5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8.
l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7.
helgid. 10—llf.h.
Utbú Islandsbanka 11- -2
Utbú Landsbankans 11—\2
Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöld kl. 8.
Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4.
frúföst mánudagskv. kl. 8.
NORDRI
er eitt hið hreinskilnasta blað
landsins, segir hispurslaust skoð-
un sína, hvort sem vinir eða ó-
vinir eiga í hlut, og færir rök
fyrir henni. — Eindregið minni-
hlutablað. — Ef þér hafið eigi
keypt blaðið hingað til, þá fáið
nokkur tölublöð af því lánuð,
lesið þau með gaumgæfni og
hugsið yður vel um, hvort blað-
ið sé ekki þess vert að kaupa
það. Arg. kostar 3 kr.. Nýir
kaupendur, sem borga næsta
árg. fyrirfram, fá í kaupbæti það
sem út verður kornið af skáld-
sögunni »Jakob«, eftir norska
skáldið Alex. Kjelland, einni af
hans beztu sögum. Einnig fá
nýir kaupendur ókeypis það sem
út kemur af þessum árg. eftir að
póntun þeirra er komin ritstjór-
anum í hendur.
Millisíldarnet
fást hjá
Gránufé/ag-sverz/un.
Símfréttir til Norðra.
Peary ber Cook á brýn, að
hann hafi svik í frammi. Pó er
það ósannað enn, og trúa menn
orðum Cooks.
(Svo er að sjá, sem Peary hafi borið
Cook það á brýn, að hann hafi eigi
náð heimskautinu, heldur sagt það
ósatt og séu svikin í því faiin. Þykir
honum auðvitað allilt að Cook varð
fyrri til að finna heimskautið, og vill
gjarnan hafa heiðurinn af því sjálfur.
Þó virðist símfrétt þessi benda á,
að menn trúi eigi þessum áburði hans,
og væni hann þar um öfund;er
það ef til vill eigi að ástæðulausu.)
Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19,
Akureyri, Fimtudaginn 16, september.
1909.
Bertel Högni Gunnlögsen
andaðist snemma í sumar vestur á
Kyrrahafsströnd, þar sem hann hefir átt
heima í bænum Tacoma síðan 1893.
Þann mann má vel kalla hinn víðförla;
mun hann hafa verið kominn talsvert á
hinn áttundatug aldurs, því til háskólans
kvaðsthann.aðmigminnir, hafafariðhaust-
ið 1846, eftir mislingana, er þá gengu.
Eg átti tal við hann í Lundúnum sum-
arið 1876 og sagði hann mér þá nokk-
uð frá æfiferli sínum. Bertel var sonur
Stefáns landfógeta Qunnlögssonar og
konu hans Þuríðar Benediktsdóttur
Gröndals yfirdómara, voru því syn-
ir Stefáns og Svb. Egilssonar rektors
systrungar; þeir bræður Bertel og Ól-
afur tóku kathólska trú á námsárum þeirra
við K.hafnarháskóla og fóru síðan tij
Rómaborgar. Þaðan ritaði Ólafur hið
skemtilega ferðasögubréf, seiu prentað
var í Nýjum Félagsritum um þær mund-
r og má af því sjá hver ritsnillingur
hann var. Hann fór til París'ar fám ár-
um síðar og gerðist stjórnmálamaður
og langa hríð einn af ritstjórum blaðsins
Metcantil Courier; hann fylgdi dyggilega
Napóleon keisarafrænda (þeim er heim-
sótti oss íslendinga um 1860) og hlaut
hjá honum lofstýr mikinn fyrir vits-
muni og ósérplægni. Ólafur var glæsi-
menni og lipur að því skapi, er mælt
að Frakkar hafi kallaðhann »Alkibiades
hinn íslenska.« En fáskiptinn maður var
hann og þur í skapi. Svo sagði mér
Jón A. Sveinsson málfræðingur, kunn-
ingi hans, svo og bróðir hans Bertel.
Ólafur átti franska konu. Hann andað-
ist úr krabbameini rúmlega sextugur að
aldri. En frá Bertel er það að segja,
að hann fór frá Jesúítaskólanum í
Rómaborg til Kaíró á Egyptalandi og
fékkst þar við háskólakenslu átta ár. Þá
var það eitt sumar, að hann klæddist
Arababúningi og ferðaðist með pálm-
urum til Mekka; lofaði hann Araba á
hvert reipi og kvaðst aldrei hafa þekt
kurteisari menn. Þá kendi hann önnur
átta ár í Neapel, — svo sagði hann mér.
Eftir það dvaldi hannnokkurár á Eng-
landi og kendi börnum stórhöfðingja
t. d. hertogans af Hamilton og síðan
prinsins af Wales. Eftir það var hann
vistlaus um hríð, og um þær mund-
ir var það, að eg hitti hann sem fyr seg-
ir; sá eg að maðurinn var nokkur kyn-
legur og þó heldur góðmannlegur, en
fremur var hann þá fátæklega til fara,
lín hans slitið, en þó vel hreint. Ungur
listamaður er komið hafði til þjóðhátíð-
ar vorrarl874og Browning hét, hafði
boðið honum ásamt mér til morguverð-
ar. Sá hinn sami sagði mér síðar, að
«Mr. Gunnlögson« væri alkunnur mál-
fræðingur og hinn fjöllærðasti, en sá
galli fylgdi honum, að hann eyrði óvíða
lengi og gleymdi þegar minst varði
öllum siðum höfðiugj?, og ef um væri
vandað, gengi hann óðara úr \istinni,
lifði síðan líktog himins fuglar. Skömmu
eftir 1880 fluttist hann til Chcago og
dvaldi í þjónlistu dr. P. Carusar átta ár,
en árið 18Q3, þegar haldin var heims-
s/ningin þar, stökk hann þaðan vestur
að Kyrrahafi og hélt sér úr því uppi í
borginni Tacoma við kenslu austurland-
mála, og fyrirlestra. Við og við ritaði
hann mér, mest á ensku; þegar hann
kvaddi Chicago segir hann íbréfi til mín
á góðri íslensku, að nú haldist hann þar
ekki lengur við undir harðstjórn Carusar,
enda ofbjöði sér hégómi manna, því
verið sé að reisa hvern skálann á fætur
öðrum til að sýna flangur og fordild
hinna auðugu uppskafninga Ameríku.
Hann samdl ritdómafyrir þá dr. Carus
um flestar merkar bækur hins mentaða
heims, jafnóðum og út voru gefnar,
merkti hann með grísku letri giilii* alt
sem hann þar ritaði um bækur. Varflest
af því fróðlegt og sumt með listum
samið. Ótal tungur þekti hann og þó
bezt sanskrít og arabisku; rússnesku og
önnur Evrópumál kunni hann og flest-
um betur. Hann ritaði og nokkrar góð-
ar greinar um land vort og bókmentir
fyrir tímarit dr. Carusar. Bertel var
kathólskur og einlægur guðstrúarmaður
alla æfi. í síðasta bréfi sínu til mín
nú fyrir 7-8 árum, segist hann vera
þreyttur orðinn að bíða sinnar lausnar.
«Ó, því tók Ouð mig ekki,» segir hann
á íslenzku, «þegar eg ungur ogóspiltur
lá veikur á Hákonssens lofti í Reykja-
vík?« — Já, því, því, þvíá Drottinn svo
mörg olnbogabörn og auðnuleysinga?
Vér vitum það ekki — en síðar skyn-
jum vér það vonandi betur. —
Það er leiðinlegt, að eg get engin ártöl
greint né neitt nákvæmar um æfiferil
þessa stórgáfaða, en einræna landa
vors. Læt eg þ8ð um hann mælt, að
þar hafi fallið í valinn sá maður er eg
hygg hafa fróðastan verið á sínum dög-
um allra íslendinga í alsherjarfræði,
einkum tungumálum og heimspeki.
Hans aðalmein var, að »hann batt
ekki bagga sína sömu hnútum og hans
samferðamenn.« —
M. J.
Eiríkur Halldórsson
bóndi á Veigastöðum
á Svalbarðsströnd, er druknaði hér á
Pollinum 8, sept, s, I,, var fæddur á
Mógili 1872.
Hann fluttist með foreldrum sínum,
Halldóri Eiríkssyni og Elínu Jóakimsdótt-
ur, 3 ára gamall, að Veigastöðum og
hafði þannig dvalið nál. allan aldur
sinn þar — yfir 30 ár.
Fyrir 11 árum byrjaði hann búskap
á Veigastöðum upp á eigin hönd, hafði
áður veiið fyrirvinna hjá foreldrum sín-
um.
Eiríkur sál. var franuírskarandi að
dugnaði. Hann stundaði jöfnum hönd-
um landbúskap og sjávartítveg og hvor-
tveggja með sóma.
Hann var maður mjög þektur. Heim-
i!i hans lá í þjóðbraut, og gestrisni
rlér meðtilkynnist ættingjum
og vinum, að lik míns elskulega
sonar og bróður, Ingimars sál.
Sigurðssonar, verður flutt frá
Gróðrarstöðinni, föstudaginn 17.
þ. m., og verður þar, kl. 9 f. h.,
flutt húskveðja. Jarðarförin fer
fram á Draflastððum laugardag-
inn 18. s. m. kl. 11 f. h.
tfelga Sigurðardóttir.
Sigurður Sigurðs&on,
hans og hjálpsemi við gesti og gang-
andi var viðbrugðið.
Hið sviplega fráfall Eiríks sáluga er
fjöldamörgum hið sárasta sorgarefm' —
eigi aðeins hinum gömlu, reyndu og
mæddu foreldrum, er hér eiga á bak
að sjá hinutn mannvænlegasta einka-
syni sínum f blóma lífsins, höfuðstoð
þeirra og styttu á elliárunum — systr-
unum fimm, sem syrgja bezta og trygg-
asta bróður, — heldur og hinum mörgu
vinum hans, nær og fjær, er þektu
drengskap hans og tnannkosti í hví-
vetna.
Jóhann Pórarinsson
er druknaði með Eiríki, var fæddur á
Veigastöðum 1864.
Hann hafði líka alið allan aldur sinn,
að heita mátti, á Svalbarðsströnd. Hann
var maður ókvæntur, en á móður um átt-
rætt á lífi og systkyni.
Að Jóhanni sál. var, eins og hinum,
hin mesta eftirsjón. Hann var drengur
hinn bezti. Hin stilta, prúða framkoma
hans sérstök. Dugnaðarmaður hinn
mesti. Smiður hinn bezti; sístarfandi;
hjálpsamur og greiðvikinn. Vinafár en
vinfastur. Sannvandaður í háttsemi og
viðskiftum.
Lík hans fanst í gær eftir tveggja
daga leit, en lík Eiríks er enn ófundið.
Svalbarðsströnd hefir hér á bak að
sjá tveimur hinum álitlegustu mönnum
úr sínum fámenna hóp, mönnum í
manndómi lífsins, er í verkinu höfðu
sýnt, að frá þeim var mikils að vænta.
»Deyr fé deyja frændr,« o. s. frv.
Quð huggi og styrki þá alla nær og
fjær er hérsyrgja og gráta
B.
Jón Þórarinsson
fræðslumálastjóri, kom hingað til bæj-
arins á mánudagskvöldið. A miðvikudag-
inn fór hann fram í Grund og í dag á-
leiðis austur í Þingeyjarsýslu til að líta
eftir unglingaskólunum á Skútustöðum,
Ljósavatni og Húsavík.
Jón Þorláksson
verkfræðingur, kom hiugað frá Húsa-
rík á laugardaginn og fór daginn eftir
áleiðis til Reykjavíkur.