Norðri - 16.09.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 16.09.1909, Blaðsíða 2
146 NORÐRI. NR. 37 Herra ritstjóri! Samkvæmt ósk yðar, læt eg yður í té eftirfarandi upplýsingar um leitirnar að líki Ingimars sál. Sigurðssonar, bróður iníns. Sem kunnugt er, voru síðastliðinn vetur gjörðar nokkrar árangurslausar til- raunir til að finna lík í. S. í sumar var enn leitað á fjöllunum í byrjun júlímán- aðar. Um miðjan ágúst voru jökul- sprungufnar kannaðar og 11. sept. s. I. var enn leitað á fjöllunum, og jökul- sprungurnar kannaðar. í þeirri för fanst lík I. S. Skal skýrt frá leit þeirri nokk- uð nánar. Fjalllendið á því svæði milli Skagafj. og Eyjafjarðar sem hér er um að ræða, er lítið kannað. Uppdráítur íslands erþar mjög ónákvæmur og víða skakkur. Héð- insskörð liggja á milli Barkárdals—-sem gengur vestur úr Hörgárdal, og Héðins- dals —sem liggur niður í Hjaltadal. Fjöll- in eru hæst kringum Héðinsskarðið, sem^ðeins myndar litla lægð í þau. Ut frá Héðinsskörðum, eða dalabotn- unum, sem liggja að þeim, liggja 9 daladrög, sem mynda afdali frá Hörg- árdal, Hjaltadal, Kolbeinsdal og Skíða- dal. Villist maður á Héðinsskörðum, eru næsta líkir möguleikar til, að menn fari í hvern dalinn, sem vera skal. Allir liggja dalirnir til bygða, og er frá bæj- um 5 — 8 klst. gangur í góðu færi upp á Héðinsskörð. Svæði það sem lík I. S. gat fundist á er því afarstórt og vandleitað á því. Landslagið er alstaðar mjög mishæðótt, klettótt með jöklum og jökulurðurn. Engin merki höfðu fundist til ferða hans í vetur eftir að hann kom á þær stöðvar, sem líkindi voru til að hann hefði vilst á. Að visu þóttist eg f vet- ur finna nokkur spor í fönn í Barkár- dalsbotninum, áður en komið ermpp í Héðinsskörð. Það var skamt fyrir neð- an jökulsprungur, sem síðan huldust með fönn, og er ennþá 5 — 10 faðma þykt snjólag yfir þeim, sem fallið hefir í vetur sem leið. Retta var engin vissa, en hugboð mitt var, að I. S. hefði aldrei yfir jökul- sprungurnar komist. Eftir leitina í sumar og könnun jök- ulsprungnanna í ágúst var eg orðinn vonlítill um nokkurn árangur af leit. Nokkrir kunningjar og vinir I, S. höfðu boðist til að gjöra tilraun til að leita, og réði eg því af að þyggja boðið, og var leitardagur ákveðinn 11. sept. 10. sept. mættust Þingeyingar og Ey- firðingar á Akureyri. í förinni voru 10 Þingeyingar og 3 Eyfirðingar og í Hörgárdal bættust 12 við, svo alls voru í leitinni 25 manns. Skagfirðingar ráðgerðu að koma að vestan. Leitarmönnum var skift í 3 flokka. Einn flokkurinn fór að Flöguseli, fremsta bæ í Hörgárdal, annar að Stóragerði og Myrkárdal í Myrkárdal og þriðji að Baugaseli í Barkárdal. Að kveldi þess 10. tóku leitarmenn sér gistingu á nefnd- um bæjum. Kl. 4 f. h. þann 11. lögðu leitarmenn af stað til þess að leita á þessum þremur dölum. Auk þe:;s voru 5 menn sendir strax frá Baugaseli upp að jökulsprungum, sem eru í sjálfu Héðinsskarðinu og meðfram klettabelti því, sem liggur beggja megin skarðs- ins. Skyldu þeir kanna sprungurpar með- an fjöllin væru gengin af hinum leitar- mönnunum, og áttu svo aflir að mæt- ast á Héðinsskörðum um hádegi. Um miðjan morguninn var veður ó- tryggilegt, nokkurt regn og þoka á fjöll- um. Eg var með þeim, sem áttu að kanna jökulsprungurnar. Vorum við dtbúnir með knðla, járnkróka, stafi, Ijós- færi og ömiur áhöld, sem til þess þarf að komast niður í sprungurnar og eftir þeim, þegar niður er komið. Sprungurnar eru mismunandi djúp- ar, 10 — 60 faðmar, víðast mjög ógreið- ar yfirferðar, því í botninum er jaka- hröngl nieð djúpum sprungum og hol- um. Á nokkrum stöðum eru sprung- urnar opnar, á öðrum stöðum huldar með snjó. Er hægt að ganga þar inn undir, en ljós þarf maður að hafa, því dimt er þar niðri. Við komum að sprungunni kl. 8^/2 og tókum strax til starfa að kanna hana. Að 3 klst. liðniim höfðum við kannað nokkurn hluta sprungu þeirrar, sem er í Héðinsskörðum og fórum við þá upp úr henni. Veður hafði breyzt til batn- aðar, og var nú albjart á fjallatindum og sólskin. Leitarmenn komu nú að úr öllum áttum og eftir fjórðung stundar voru allir félagar okkar komnir. Skag- firðingum hafði þótt veður ctryggilegt um morguninn og hættu því við för- ina. Að þessu höfðum við einskis orðið vísari. Menn settust þá niður á sprungubarm- inum og borðuðu þar matarbita, sem þeir höfðu borið með sér. Síðan var mönnum skift niður á ný, og var ætl- ast til að leitað yrði lengra norður, vestur og austur á fjöllin. Eftir þriðj- ung stundar voru allir komnir af stað, því áríðandi var að nota hið góða veð- ur, sem þá var, en sem er svo sjald- gæft á þessum stöðvum. Eg ásamt öðrum manni var látinn síga niður í jökulsprunguna. Regar við höfðttm litast þar um litla stund var kallaðtil mín: «Komdu ttpp« og þegar eg var dreginn Upp á sprungubarminn var sagt: »Hann er fundinn.» Pétur Ein- arssort frá Skógum og Helgi Steinberg frá Hrafnagili höfðu fundið líkið norð- an og vestan vert við Héðinsskörðin, undir háu hamrabelti. Rað var hægt að kalla í alla leitarmenn, og allir stefndu nú þangað sem sagt var að líkið væri. Pegar eg kom þangað voru flestir leit- armenn komnir og stóðu þar þögulir umhverfis. Líkið lá á grúfu á afarstór- um steini, sem stóð eitthvað 3 fet upp úr fönninni, Steinflöturinn, sem líkið lá á hallaðist inn að brekkrinni, svo að það hálfreis upp og höfuðið stefndi i áttina niður eftir dalnum. Umhverfis leil þannig út, að fyrir ofan mændu háir klettar; fyrir neðan og umhverfis stórar snjófannir, en þar fyrir neðan blasti við Héðinsdalurinn með sínum hrjóstugu jökulurðum. Raðan sást einnig niður í Hjalta- dal. Skamt fyrir ofan líkið upp undir klettunum var annað skíðið, hitt nokk- uð neðar. Stafurinn lá rétt hjá líkinu, annar vetlingurinn og skíðasnærið vaf- ið utan um hann. Húfan hafði fallið af og lá þar rétt hjá. Líkið var óskaddað að ytra útliti, en líkskoðun hefir eigi en farið fram. Hvernig slysið hefir viljað til er eigi unt að segja með vissu^ Upp á Héð- insskörð er aðeins hægt að komast á einum stað að austan. F*ar hlýtur því íngimar að hafa verið á réttri leið. Yf- ir skörðin er stutt, c. 100 —200 faðmar, tekur þá við aflíðandi brekka niður í Héðinsdal. Norðan til verður brekkan fljótt brött og myndar þar hamrabelti. Neðanundir þessu klettabelti er vana- lega gengið. Af klettabeltinu liggur mjór en sléttur hjalli að Héðinsskörð- um. Eftir þessum hjalla hefir I. S. farið, beygt til norðurs- nokkrum föðmum of snemma og lení fram á klettana í dimm- viðrinu. Að líkindum hefir hengja sprung- Ið fram, bróðlr mirtn failið niður og hulist svo miklum snjó, að hann hefir eigi getað hreyft sig síðan. Akureyri 15. sept. 1909. S. Sigurðsson. Viðskifti vor við Dani. Um það mál ritar skáldið Andersen Nexö, sá er í sumar ferðaðist á Suður- landi, mjög huglátlega grein og vitur- lega, í »Politiken» 5. f. m. Á einum stað segir hann: »Danskurinn, sem stíg- ur þar á land, býst við að mæta af- undnum körlum, úrillum eftir sögulest- urinn, og með illu geði til Dana — og mætir því er hann minst af öllu átti von á: bráðungri jijóð! Hér er engin sögu- bók sjáanleg, sagan lifði tíu öldum á undan, liggur nú á botni liðinna tíma. Nú lifir og starfar nýr lýður, reyndar tæpar 100 þús. að tölu en lifir, með fullri ra-nu og fullum framfaravexti, hald- andi í helgu minni tungu feðra sinna og öll síti mikilmenni. Síðastliðinn hundrað ára tíma héfir þjóðin verið í kyrþey að undirbúa sig á laun við veröldina, og er nú albúin til að hlaupa tvíelleft aftur út í tímans orrahríð, eftir þúsund ára hvíld. Fjöl- mennir eru þeir ekki — ekki fleiri en það, að vér getum í eitt skifti fyrir öll leikið dálítið stórveldi. En æskan sigrar heiminn með trú sinni en ekki tölu, og má vera að þessir fáu eigi eftir að vinna veröldina. Ressi dulardraumur fyrir frægðarríkri framtíð, mætir þar hverjum sem kemur. Og þetta er mikil nýung: að koma til gistingar hjá gröf gamallar sögu — og standa í þess stað við vöggu nýrrar þjóðar. Framtíð íslands liggur enn á bak við sjóndeildarhringinn. Eins og öllum æskumönrium er títt, er ráð hinna yngri manna á reiki, að því er þeim ráðnu og rosknu sýnist, og svo á það að vera: Hinum nýju er ekki ætlandi að mæta með fastskorðaðar fræðigreinir, heldur með áræði ogeinurð.* — — »En hversu sem fara kann, virðist svo sem meiri spekt og stilling sé að færast yfir lýð- inn, eins og hann finni þó með sjálf- sér, að hvað stjórnmálin snertir, sé öllu verulegu náð og vegurinn ruddur til vaxtar innan frá. Fánamálið er ekki leng- ur fremst á dagskrá, og líkur sjást til hughvarfs í þá stefnu sem Hannes Haf- stein fór, virðist sem alt bendi til, að allur munur verði á framkomu hinnar yngri kynslóðar og þeirtar er leiddi málefni íslands til sigurs. Hinir yngri eiga ekki skilyrði fyrir hinu forna bitur- lyndi, heldur hugsa þeir miklu frent- ur um það ástand sem er: að ísland ræður eitt fjármálum sínum, skap- ar sér sjálft lög og rétt, mentar sjálft sína embættismenn og dæmir sínar sakir. Af hatri hafa þeir ekkert að segja, og til hinna mildu dönsku landshátta bera þeir góðan hug, því að þar hitta þeir það sem þeirra vantar, og minning vorra eyja ög sunda skemtir mörgum þeirra í skammdeginu. Hingað eru þeir líka tíð- förulir. Danmörk er þeim næst allra landa, því hér eru þeir kunnugastir, og mun liggja nærri, að nokkrir þeirra skoði hanasem hálfgildis^ fósturjörð, eða góða fósturmóður. Nær hefir óviðkom- andi land aldrei öðru landi komist. Eitt- hvað líkt þessu er þeirri kynslóð varið sem tekur á móti framtíðinni; það sem gusta kyntti gegn Danmörku þaðan úr þessu, verður eflaust ekki annað en dálítil undiralda eftir gamalt óveður — og hún mun hverfa.» — «En nýtt kann upp að koma, enginn veit hverja stefnu nývökuuð þjóð tekur. Ætli hún verpi sér inn á sömu braut- ina, sem tíln ttnga kytislóð í Danmörkti stefnir? Eða hyggur hún að bezt sé að hafa með sér hina sögulegu reynslu sína og skoða framtíðina í lattdafræðis- legu sjálfstæði? Hvernig sem fer má danska stjórnin ltvergi stemma stigu fyrir, það verður hún að várast, fyrst og fremst vor vegna og hinna yngri, sem bera eiga afleið- ingarnar af því sem hjá oss gerist. ís- lendingar eru þjóð, og ósk þeirra sem þjóðar á að vera alráð (suveræn). Vér stöndum í skrítnum sporum: Eitt ein- asta skifti erum vér þeir ríkari; það er eins, og þróunarlögmálið, vildi í eitt skifti fyrir öll reyna á sjálfum oss gildi kenningar vorrar utn þjóðaréttinn. Vér höfum komið í þá raun fyrri — og ekki staðist prófið; og það hefir hvað mest spilt fyrir oss í baráttunni við ofureflið. Breytni vor í þessu máli mætti hafa mikil eftirköst fyrir oss á ókomnum tíma, vér mættum hér gefa dæmi, sem síðar réði miklu um það, hvernig vér yrðum dæmdir.» Loks Ieggur Andersen löndum sínum á hjarta, að þeir varist sem mest þeir megi, að ergja oss með nokkurri ásælni, þótt í smáu sé (tilfærir sem dæmi, að settur var danskur maður kennari í íslenzku), og segir svo þessi velvöldu og drengilegu orð að lokum: «Sam- band vort við Islendinga á að byggjast á hjartalaginu, Danmörk þarf einkum að vera við Island eins og notaleg móð- ir, svo hún ávinni sér hin ungu hjörtu og þá munu börnin ekki lengur sparka í fóstru sína.» Hugsi margir hinna ungu og ment- uðu Dana á þennan hátt um oss ís- lendinga— sem eg alls ekki efast um, þá er vissulega tími til kominn fyrir oss að leggja niður gamlan vana, hætta að senda Dönum hnútur og ala heimsku- lega hleypidóma, heldur í þess stað læra að þiggja með hlýju þeli þá hönd, sem oss er rétt — að óskertum allra réttindum. M. J. ,KaIinn á hj'arta.’ »Þótt hann sé ljós á litinn, er litla sálin skitin.« Blaðið »Norðurland« átti um eitt skeið því láni að fagna, að ýmsir hinna penna- færari Norðlendinga létu það flytja ritgerðir sínar, og hélst það jafnvel við um tíma eftir að fingraför Sigurðar Hjörleifssonar voru þó farin að sjást á því, En eftir því sem þau urðu gleggri, fækkaði þeim mönnum, er rituðu í það, og eftir að Stefán skólameistari Stefáns- son hætti eftirliti með blaðinu, má heita að nær allir eldri rithöfundar þess hafi snúið við því bakinu. Ekki er það undarlegt, þótt Sigurði Hjörleifssyni yrði unt megn að fylla blaðið, þegar svona varkomið. Einari bróður hans varð það líka ofurefli að veita honum næga aðstoð, hvernig sem hann teygði úr andatrúarpislunum og «vestheimsku» ferðasögunni. Oóð ráð voru því dýr. Gamla stjórnin var farin frá, þýðingarlítið var að atyrða hana lengur, rógbera og svívirða. Og ekki vel geðslegt að taka alt af nýja og nýja menn til að ausa þá auri, naga mann- orð þeirra og rægja þá við þjóð- ina, en mörgum finst, að »Norðurlandi« sé tamast að flytja þessháttar ritsmíðar, þegar það þarf að fylla dálkana frá eigin brjósti. Sigurður »alþingismaður» Hjörleifsson varð því að fá meiri hjálp til þess að fylla blaðið, fleiri aðstoðarmenn en Odd Björnsson, Ingimar Eydal og Hallgrím Kráksson til þess að geta komið því út. Og Sjá! Nýr rlttíöfundaflokkur

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.