Norðri - 16.09.1909, Síða 3

Norðri - 16.09.1909, Síða 3
NR. 37 NORÐRI. 147 í myndaðist, eins og »NI.« ber með sér frá síðustu haustnóttum að telja. Og það var eins og einhver andlegur skyld- leiki vaeri með öllum þessum rithöf- undum, hvað sem þeir kölluðu sig og hvort sem þeir rituðu með nafni eða undir dularnöfnum. — Andlegur skyld- leiki, sem ritstjóra «Nls.« hefir hugnast og hann orðið hrifinn af. Rað sem sérstaklega einkennir þessa «rithöfunda» í »N1.«, eða réttara sagt afurðir þeirra þar, er uppskafningshátt- urinn. Löngunin til að troða því fram, að svo líti út, að þeir séu »mentaðir«, að þeir hafi lesið hitt og þetta, skín í gegn- um alt. Pað er eins og þeir vilji núa því í vitin á lesendunum, að þeir séu »menta«-menn; það ber enn meira á því nuddi, af því mannatetrin finna sjálfir, inst inni fyrir, hve gersnauð- ir þeir eru að hinui sönnu mentun, í raun og veru, Eitt einkenni hálfmentunarinnar er og sameiginlegt hjá þeim öllum. Rað að þykjast vera töluverðir heimspekingar og sálarfræðingar, og brosleg löngun til þess að gefa í skyn, að þeir viti all- miklu lengra en nef fjöldans nær í þeim efnum, einkennir þá alla. Ef menn á slíku menningarstigi og þeir eru, hafa lesið eitthvað af ritum Höffdings gamla, heimspekiskennarans danska, er það seg- in saga, að þeir þykjast færir í flestan sjó, þótt lesturinn sé allur í niolum, og þeir geti ekkert 'af því, er þeir lesa, rnelt til hlýtar né skilið á réttan veg. Með þeim lærdómi fara þeir svo að rekja sundur ýms vandleyst umhugsun- arefni mannsandans með mesta fjálgleik, og umfram alt »heimspekissvip«! Þeg- ar gorgeirinn er takmarkalaus, gera þeir það hver sem til heyrir eða sér og verða sér til háðungar og aðhtáturs, en þeir sem fara hægra, láta sér nægja með að rembast og láta mikillega um vísdóm sinn í viðurvist þeirra, sem ekk- ert vita í þeim efnum en eru kann ske trúhneigðar og »grnflandi« persónurað eðlisfari. * * * Sá er einna mest »slær um sig« í «Norðurlandi« þenna sprettinn, eð» hef- ir gert undanfarið, heitir Guðjón Bald- vinsson. Hann hefir verið «hægri hönd» ritstjórans við það að fylla blaðið. Á fáum Norðurlandsgreinum er hálfment- unin auðsærri en þeim, er bera nafn Guðjóns, enda er hann ekki nema hálf- »studeraður« ennþá. Er illa farið, að pilturinn skyldi fara svo á kreik, sem hann hefir gert, ef hann kynni að eiga eftir að þroskast og hugsun hans að skýrast. Ekki er það tilgangurinn með þess- um línum að eiga mikinn orðastað við Guðjón. Kenningar hans og rökfræði hafa verið krufðar í Norðra ekki fyr- ir löngu, og stendur það óhrakið enn, þrátt fyrir andmæli og ofboðsfálm Guð- jóns í «Norðurlandi« skömmu síðar. En það var annað: Hverj'a hugmynd fá lesendurnir um mentun Guðjóns, þessa, sem hann er alt af að reyna að sýna, þegar þeir lesa ritsmíðar hans? Tökum t. d. framkomu hans og hegðun í rithætti í greinarköflunum um hina «æðri menning«. Hann telur þar upp langa runu af sdœmum* málstað sínum til sönnunar, en nöfn segir hann að sé »óviusælt» að nefna og sleppir þeim því. »Óvinsælt«!! — Einmitt það. Með öðrum orðum: Guðjón er svo óheill og hugblauður, að hann þorir ekki að nefna nöfn. Hann veit að hann fer með ósannindi í »dæmunum« sem hann hefit fyrir hugskotsattgum sínum, og það gæti orðið houum dýrt spaug að nefna nöfnin. Pess vegna sleppir hann því. Mentaður maður — sannmentaður — gæddur þeirri hæversku í athöfnum sín- um os^ siðfágun andans, er sönn mentun veitir, hefði aldrei getað fengið sig til að tína til þessháttar dæmi þó þau hefðu getað stutt málstað hans. Hon- um hefði ekki getað c^tttið það í hug. Hin sanna þekking slíks manns á'manns- sálunum og nærgætnismeðvitund hans hefðu risið upp öndverðar gegn slíku athæfi. Sannmentaða manninum gæti hvorugt komið til hugar: Að naga náinn eitis og »dænti« Guðjóns gera, né hitt að leika sér að því að særa viðkvæmar tilfinn- ingar margra manna að þarflausu og ýfa ógróin sár þeirra er ekkert höfðu gert honum og hann mátti láta hlut- lausa. En ómentaði oflátungurinn getur gert það og »sálarfræðis« — uppskafningur- inn getur gert það óhikað. Þessháttar mönnum verður engin skotaskuld úr þvílíku athæfi. Rá eru þeir á sinni réttu hillu, er þeir starfa að slíku verki.. Margir kannast við söguna af Gísla Rorsteinssyni, sem Grettir hýddi háðuleg- ast undir Fagraskógafjalli. Hann var oflátungur mesti og orðhákur, uppskaf- ið lítilmenni, sem ekkert varð úr þegar á reyndi —ekki einusinni í munninum. Hann bar sig ámátlega þegar Grettir »rak skyrtuna fram yfir höfuð honum« og lét «limann ganga um bak honum Og báðar síðurnar« og gerði þá ekki annað en væla um grið. Regar á hólm- ittn kom var hann ekki maður til að standa við neitt af gorti sínu né ntik- ilntensku en gekk frá því öllu saman. Rennur, sá’s rispar tönnum raunlítt, es skal bítask, kvað Grettir. Arftakar Gísla_ lifa enn meðal íslenzku þjóðarinnar og eru sízt í afturför. Minnir ekki Guðjón þessi Baldvins- son t. d. einkennilega mikið á Gísla greyið, sem Grettir hýddi? Pað er bezt að halda sér við hina sömu ritsmíð Guðjóns um hina »æðri menn- ing.« Hann leggur út af kærleikanum. Hann vill hjálpa þeim sem er hrösunargjarnt. Hann fimbulfambar um samúðina, sem þurfi að ríkja í> hjörtum mannanna, vitn- ar til orða Jesú Krists og postulanna, og hrópar hástöfum á aðstoð allra manna til þess að styðja sig í góðu á- formunum. Rað er ekki einn og einn á stangli, sem hann vill gera hólpinn, heldur hvern einasta einstakling. Eng- um skal gera ilt, engan skal særa. Kenningin er falleg. Of fnlleg til þess að hver glamrari hæði hana urn leið og hann flytur hana. Hvað gerir Guðjón? Gengur hann ekki frá henni og breyt- ir gagnstætt henni einmitt í sömu pré- dikuninni. Misþyrmir hann henni ekki svo að segja jafnóðum og hann flytur hana, með árásunum og áleitninni í »dæmum« sínum. Er það ekki sama sag- an og af Gísla, sem Grettir hýddi? Ganga frá öllu gasprinu þegar á hólm- inn kemur. Standa þá hýddur, með buxurnar á hælunum og með beran hrygginn eins og ómerkur skrumari, þegar hann sjálfur kemur að því, sem hann vill kenna öðrum. Guðjón yfirgefur dæmi sín »kalinn á hjarta«, og tekur það orðtak úr kvæði Gríms Thomsens um drykkjuna á Glæsi- völlum. Er sá maður ekki verulega «kalinn á hjarta« er ritar líkt og Guðjón? Sá, er veður elginn án þess að virð- ast vita sjálfur, hvert hann er aðhalda, þrunginn af gorgeir og mikilmensku- brölti, sá er kennir fagurt og þykist # viljavel, en rekursvosjálfur nautshornin í menn og málleysingja þegarhannsýnirsig — er sá maður ekki alvarlega »kalinn á hjarta«? Gagnvart slíkum manni verða menn að vera vægir í dómum. Það verður að fyrirgefa honum uppskafningsháttinn og mannalætin. F*að verður að vor- kenna honttm, þótt hann brjóti sjálfur það, sem-hann vill kenna öðrunt. Menn mega ekki háðast að heimspekishugleið- irigum hans, ekki fyrirlíta hann fyrir gorgeirinn, né dæma hann hart á einn eða annan veg. Menn verða að gæta þess, að vesalingurinn er «kalinn á hjarta« G. B. Dömur, sjáið hér! Gudmanns Efterfl. Vetrarsjöl Ijómandi góð og falleg. Skinnbúar Múffur Vetrarhúfur. Alnavaran sem allir dásama og ótal margt fl. lÉiKÉ Lampar. Mikið af ágætum lömpum, svo sem: Hengilampar, borðlanjpar, vegglampar og náttlampar fást i verzlun Sig. Bjarnasonar Nýkomið er til undirritaðrar: Hattar og húfur eftir nýustu tísku, ennfremur frönsk og ensk tískublöð. Anna Houeland Oddeyri. 120 hvað þér nteinið? —um hvað? —Ö! þér eruð aftur farinn að hugsa um þessa víxla, en eg fullvissa yður urn, að eg held að verzlun Corneltusar Knudsens sé fullkomlega traust, sérstaklega í sambandi við á- byrð G. Kröges, en yður ætti að vera það athuga- mál, sem æðsta manni við verzlun frá Knudsens, að lækka skuldina; því hún er sæmilega há; en það fer fjarri því, að eg beri nokkurn ótta í brjósti - eða grun — eins og þér komust að orði.« Bankastjórinn hafði staðið á fætur meðan hann talaði, og gengið yfir að glugganum; hann þurfti sannarlega að ná aftur fulluin verðugleik. Aldrei hafði hann orðið fyrir neinu jafn rudda- legu, og álit hans á þessum unga krafti minkaði. Annars var það vani hans, þegarhannsá einhvern ung- ling á framfaraskeiði að vera honutn til hjálpar með ráðum og lítillæti, sem hann síðar meir vann upp á margan hátt, en helzt þurftu þeir að vera dálítið fínni en þessi. Törres notaði að sínu leiti tækifærið til að kom- ast í jafnvægi, á meðan bankastjórinn horfði út á göt- una. Hann hafði nærri því verið búinn að eyðilegg- ja sjálfan sig, hefði hann sagt eitt einasta orð til, þá hefði hann komið öllu upp og opinberað sjálfan sig og leyndarmál sitt. Svo illa hafði þó ekki farið. 117 Því næst benti hann honum að setjast rétt hjá hægindastólnum sínum; en Törres tylti sér framar- lega á stól út við dyrnar, og brosti hikandi. «Eg hef oft haft þá ánægju að sjá yður í bankanum — herra^Törres Wold! sérstaklega nú upp á síðkast- ið» - <Jú, við höfum daglega ýms skjöl “----«Það etu ekki skjöl Corneliusar Knudsens, sem eg er ac tala um,» tók bankastjórinn fram í þurlega, «það eru yðar eigin viðskifti, sem eg hefi fylgt með athygli. * «Ó~-herra bankastjóri! — þeirsmámunir,« §var- aði Törres og engdist til á stólnum. Að öllu samanlögðu er það ekki nein smáræð i.? upphæð, sem hefir verið lögð inn í bankann frá yður, á fáum.» — «En það eru ekki mínir peningar« greip Törres ákafur fram í, og þerraði svitann af enninu á sér. » —á fáum síðustu mánuðum,« hélt bankastjór- inn rólegur áfram.* «En það eru ekki ntínir peningar« — herra banka- stjóri« sagði Törres ákafur, «það er íumboði, —» Auðvitað eru það ekki yðar—alt, sagði Christ- ensen, eins og hann væri hissa á þessum ákafa, «eg get getið því nærri, að maður i yðar stöðu getur

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.