Norðri - 23.09.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 23.09.1909, Blaðsíða 1
Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, IV, 38, Akureyri, Fimtudaginn 23. september, 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskriistofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h, helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2 og4—7. helgid. 10—11 f. h. Utbú Islandsbanka 11 —2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Nýjar bækur. Hulda: Nokkur kvæði. Rvík 1909. S. Kristjánsson. „Och barn var jag „och lekte med naturen." Runeberg. Pað er ófalsað Ijóðasmíði, sem skáld- mærin Hulda býður hér bræðrum sínum og systrum. Og því flýti eg mér að verða fyrstur tii, sem einn hinna elztu ljcðavina landsins, að senda henni hlýja heillaósk og þakklæti fyrir gjöfina! Pví hvort sem tónstigi hennar þykir stærri eða smærri, þeim sem betur kunna en eg dð meta kveðskap og andagift, og hvort sem harpan hennar þykir eiga fleiri strengi eða færri, þá er það minn dómur, að falskir tónar finnist færri í ljóðum Huldu, en í kveðskap nokkurra annara skálda hér á landi, síðan Jónas Hallgrímsson leið. Tónblærinn er og víða hans, og þó engin stæling, og hjartalagið sviplíkt — nieð minni hrifni þó og afli, en meiri ynnileik, auðlegð og næmleik kvenhörpunnar, sem ómar í heimahögum sínum og fjarri skarkala lífsins. En þótt tónarnir séu ekki fleiri eða frumlegri, og þótt hún endurtaki æ og æ líkan tón, (akkorð) þá er það hennar tónn og hennar frumleiki. Af nálægt 240 kveðlingum eru víst þrefalt fleiri kveðnir um náttúrunnar fyrirbrigði og áhrif, en út af öðru efni. Hin kvæð- in hljóða um líf og reynslu yfirleitt eða sérstaklega, En í öllum kvæðunum er kjarninn hinn sami, persónati hin sama, málið og listin sama. Lýíing eigin sál- arlífs og litbrigða — hin fegursta: barns- leg og einföld, aldrei sjúk (dekadent), aldrei köld eða myrk eða örvingluð eða Byrönsk. Hulda kannast ^kki við þá »stórsál«, sem kvað: «Flatur hefi eg dáðst að örvinglun minnar eymdar.« Hún yrkir fátt trúarlegs efnis, það virðist liggja henni of djúpt, og »dog- matiska« tungu kann hún ekki; en hins vegar »sparkar hún ekki með fótunum upp í himininn«, eins og skáldið Hauch sagði um Heine. Hulda er barnið, sem hvílir við brjóst móður sinnar og bros- ir í gegnum tárin. Pess vegna er hún «rétttrúuð« á sinn hátt, hún sér undir armlegg almóðurinnat »álfaslot hverjum í hamri og hægindi í skýjum,» og Ijúf- lingarnir leika við hana eins og sintt líka. Vera má, að hún þekki veröldina miður en andi hennar þyrfti. En þá vildi eg hvísla að henni: »Bættur sé skaði þinn!» Engin skáldmær, sem eg kann- ast við, hefir kveðið dansliljur um náttúru lands síns fegri en hún, þótt hún kveði einungis um heimahaga sinn. Eg hefi farið yfir öll kvæðin og merkt helming þeirra eða meir sem fögur eða afbragðsfögur Ijóðmæli. En ekki nenni eg að nefna þau hér, lesendurnir eiga sjálfir að finna þau, enda þykir sitt hverjum, og ekkert er með lýtum ort. Og ljóst kveður hún með afbrigðum. Eg kýs heldur ljóst kveðið en myrkt. Og frumléikinn? Hvað er hann — sé haun ekki í formsnildinni og þvi and- ríki, sem allir skilja, er hann oft ekki ann- að en »frase!»-í list Huldu og lipurð hefir skáldskapur hinna ^ágætu, ólærðu gáfumanna Pingeyjarsýslu náð hæsta stigi. Pulu hátturinn er hennar fundur og fer henni yndislega vel. í rauninni er sú braglist forn, «kvennaslagur» frá löngu liðnum tíma. Oftlega áður, en nú fyrst við fullan tón, hafa hinir yndælu sumardalir Ping- eyjarsýslu fengið og fundið þeirra rétta bergmál frá mannstUngunni. Má vera að hreimur einhvers karlmannsins kunni betur að lýsa vetrarbrag þeirra dal- anna. En sumrt þeirra mun seint v;rða betur lýst, en «Hulda» hefir gert. ■— Hún breiðir ást og yndi yfir ár og hlíð og mó, og vekur eins og vorið hvert vonarstrá er dó. Pví lifðu lengi — lengi, þú Ijúfa Huldubarn! og stráðu ljóða-liljum á lífsins vetrarhjarn! Matth. Jochumsson. Norðurheims- skautsför Cooks. Skýrsla þessi er ágrip af símskeyti, sem Cook sendi Parísarútgáfunni af Vesturheimsblaðinu »New York Herold* frá Shetlandseyjum, og er hér tekin eftir danska blaðinu »Po)itiken«. Cook símar.* Eftir langa baráttu við hungur og kulda hefir okkur loks tekist að komast á norðurheimskautið. Við höfum farið yfir ókunn svæði, sem hafa mjög mikla þýðingu fyrir náttúruvísindin. Við höf- um fundið héröéj, þar sem gnægð er af villidýrum. Pau munu drjúgum auka veiðistöðvar Grænlendinga og Ev- rópumanna, Við höfum fundið land á nyrsta hluta hnattarins. Við höfum farið yfir 30 fermílna þrfhyrning. Norðurförin. Við fórum með skipinu Bradley norð- ur til Snúthsund og komum þangað í ágústlok 1907. Par þraut skipgenga leið. Horfur voru hinar beztu til norðurfar- ar. Grænlendingar voru þar skamt frá við bjarndýraveiðar, og höfðu fjölda hunda, og skipstjóri lét okkur hafa mikinn forða af vistum af skipi sínu. Pama var því alt sem við þurftum til fararinnar — og þaðan ekki lengra en 700 mílur norður á heimskaut. í jan. lögðum við af stað. I förinni voru 11 manns', 103 hundar og 13 sleð- ar. Ætiun okkar var að halda meðfram vesturströnd Grænlands, yfir Grinelland og til norðurpólsins. Við fórum frá ströndinni til að kom- ast áfram eftir hrufótta ísnum. Dagur- inn var þarna ekki nema 2 stundir. Kuldinn var mikill; stigatalið komst niður í 83 stig á Fahrenheit. Fjöldi hunda króknaði og menn urðu einnig hart leiknir. En brátt fundum við gnægð villi- dýra, og varð það til þess, að við kom- umst yfir Mausersundið til Landsend. 18. marz komumst við norður að íshafi ^jg lögðum síðan á það frá suð- urenda Heibergseyjar. Par sneru aftur 4 Eskimóar og 4 félagar okkar með vistir til 80 daga. 19. marz skildu síðustu Eskimóarnir við okkur og átt- utn við þá ófarnar 460 mílur til heim- skautsins. 30. marz snerist vindurinn í hagstæða átt, þangað til höfðum við haft mót- vind. Pá héldum við á stað úr snjó- húsi okkar, en höfðum svo hraðan á, að okkur vanst ekki tími til að gera aðrar ransóknir en þær, að ganga úr skugga um, hvar við værum staddir, og var það á 84,47 st. breiddar og 86,36 st. lengdar. Par þraut land, og nú sá- ust engar lifatidi verur framar. 7. apríl sáum við fyrst miðnætur- sólina skína yfir þessa ægilegu, hvítu eyðimörku. 18. apríl vorum við stadd- ir á 86,66 st. br. og 95,02 st. lengdar. Pá höfðum við farið nieira enn 100 sjómílur á 9 dögum. Nú vorum við ekki nema 200 sjó- mílur frá pólnutn. Pá vorum við líka búnir að éta flesta hundana. Á heimsskautinu. Pegar við tókum sólarhæðina 21. apríl, sáum við, að við vorum staddir á 89. gr, 59. mín. 46. sek. norðl. br. — ekki nema 14. sek. frá takmarkinu. Pá héldumviðl4. sek. lengra, gerð- um þar enn nákvæmari mælingar og bjuggum okkur undir langa dvöl, til þess að gera tvöfaldar mælingar. Pegar við loks vorum gengnir úr skugga um, að okkur gat ekki skjátlast, boruðum við holu í ísinn, og festum þar fána á stöng yfir jarðarmöndlinum. Petta var 21. apríl 1908. Sólin var í hádegisstað. En þarna er engin tíma- skifting til, því þar mætast allir hádeg- isbaugarnir. Par er því hvorki til aust- ttr, vestur eðá norður. Hvert sem litið er, verður áttin suður. Hitamælitin stóð -^-38 stigum á C. en loftvogin á 29,83. Pótt við auðvitað værttm hiinitiglað- ir yfir sigrinum, dró þó strax úr kjarki okkar næsta dag, er við höfðunt lokið . mælingunum og kannað staðháttu. Parna var afar eyðilegt, hvert sem augað eygði sást ekkert annað en endalausir ísflák- ar, og okkur fanst norðurheimskautið vera ömurlegasti staðurinn á jörðu. Heimförin. 23. apríl lögðum við af stað fra heimsskaufinu og hófum þessa löngu heimför. Við héldum í vesturátt vegna þess, að við sáum að ísinn mundi reka í austurátt. Fyrstu dagana miðaði okk- ur vel áfram; veðttr var fagurt,* fsarnir hagstæðir og heimþráin heillaði og dró. En á 87. br. stigi versnaði Í9tnn að mun. Nú fórum við að sjá, að hver stund- in var mikils virði. Við gættum vand- lega vistaforða okkar, og okkur varð ljósara með degi hverjum, að við mund- um þurfa að leggja alla krafta okkar í j>ann lokabardaga fyrir lífinu, sem nú var að byrja, gegn hungursneyð og frosti. Heiðviðrið, sem verið hafði til þessa, hvarf nú, himininn varð grá- myglaður og stundum var ofsarok. Hungurdauðahættan fór alt af vax- andi; nú var ekki völ á öðru en að halda áfram í suður. Við þorðum ekki að bíða betra veðurs. Við urðum að neyta allrar orku til að komast áfram, það sem við komumst, þótt seint gengi. Lífsafl okkar var að þrotum komið. 24. maí glaðnaði dálítið til aftur svo við gátum gert mælingar. Pá vorumyið á 84. breiddarstigi og 97. lengdarstigi. Isinn hafði brotið upp; rak hann nú tíl vesturs og voru komnar f hann vakir miklar. Við höfðum ekki svo miklar vistir á sleðunum, að þær nægðu til vistabyrgjanna við Nansenssund. Pó var hugsanlegt, að vistirnar hefðu enzt, ef við hefðum komist 15 mílur á hverjum degi. Pegar svona illa var ástatt, hættum við alveg að hugsa ti! þess, að ná vista- búrunum, en ætluðum að láta auðnu ráða og héldum því á áttina til hér- aða, þar sem við visssum af moskus- uxum. Pegar við vorum á 83. breiddarstigi, vorum við staddir á langri og mjórri ísspöng, sem rak til suðurs og fór smá- saman að liðast sundur í smáhluti. Á meðan þessu fór fram, dimdi æ meir í lofti. Næstu daga urðum við að taka til þeirra örþrifaráða, að minka matarskamt- inn að þrem fjórðu hlutum þess sem vant var. Pessir erfiðleikar á að kom- ast yfir ísinn, ollu okkur mikilla á- hyggja. Pegar við vorum búnir að ferðast 20 daga í svartaþoku, rofaði til, og sáum við þá, að við vorum komnir suður fyrir Rúðólfshaf, og rétt að auðum sjó. Svolítið ísbelti var á milli okkar og Heibergseyjar. en yfir það var .ómögu- legt að komast. Næstu daga fundum við fjölda bjarn- dýra. Við fögnuðum því mjög, og í rauninni voru þau lífgjafar okkar, því nú fengum við aftur nægar vistir. Utn hríð var heiðskýrt veður, en nú fór að verða erfiðara og erfiðara að ná staðnum sem við lögðum upp frá, því ísinn var farinn að reka austur á bóg- isn. Við héldum því suður og stefndum til Lancastersunds. Par gerðum við okk- V

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.