Norðri - 23.09.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 23.09.1909, Blaðsíða 2
Litla eldavél með bakaraofni kaupir A. SCHIÖTH. 150 NOPÐPI. NR. 38 ur von um að ná í skozkt hvalveiða- skip í júlíbyrjun. En |>ar var alveg ómögulegt að kom- ast áfram. Við breyttum því stefnunni og héldum til Johnssunds, til að ná í matbjörg. Par gáfum við hundunum okkar frelsi. Við reyndum svo að ná Baffinsfló- anum á kajökkum og sleðum. Á leið- inni skutum við fugla og var það eini maturinn, sem við höfðum, meðan við héldum í austur. I byrjun september var orðið ómögu- legt að komast lengra áfram fyrir frost- um, og þá voru einnig þrotnar vistír og skotfæri. Kvaldir af hungri smíð- uðum við okkur vopn, í staðinn fyrir byssurnar, sem nú voru gagnslausar orðnar. Við Kap Sparbo komum við i héröð, sem við vissum að voru auð- ug af villidýrum. Þar réðumst við á moskusuxa og feldum þá með örfum, bogum, snörum, lensum og hnífum. Þá fengum við gnægð af kjöti og skinn- um. Síðan bjuggum við um okkur í helli neðanjarðar og dvöldum þar þang- að til 18. febrúar 1909. Pá kom mið- nætursólin aftur upp. Loks gátum við þá haldið beina leið til Annastokk og 15. apríl náðum við aftur Grænlandsströnd. Verð á sláturfjárafurðum í Kaupfélagi Eyfirðinga: KjÖt. I. flokkur 20 aura pd. Dilkar 28 pd. og þar yfir. Veturgamalt 35 pd. og þar yfir. Sauðir og geldar ær 40 pd. og þar yfir. II. flokkur 18 aura pd. Dilkar 24 — 28 pd. Veturgamalt 30 — 35 pd. Sauðir, geldar ær'(og hrútarundir 40 pd. III. flokkur 16 aura pd. Dilkar 20 — 24 pd. Veturgamalt 26 — 30 — Dilkær 35 pd. og þar yfir. IV. flokkur 14 aura pd. Dilkær undir 35 pd. og fjallalömb. Mör 25 aura pd. Gærur 35 — — Garnir 20 au. úr kindinni. Alt er verð þetta áætlað, en Hallgr. Kristinsson kaupfélagsstjóri segir góð- ar horfur á, að það verði eigi lægra í reyndinni. F*ó telur' hann vafasamt að hægt verði að fá 20 aura fyrir alt 1. flokks kjöt, ef mikið af því kemur á markaðinn. — Garnir voru fyrst hirtar í fyrra en þá fékst lítið fyrir þær. En nú nema þær sláturkostnaði og má telja það góðan tekjuauka. Yfirlit yfir efnahag Akureyrarkaupstaðar 31. desember 1908. Eignir: I. Arðberandi eignir: 1. Eyrarland . »..............g . 2. Naust............................. 3. Utmældar lóðir, bygðar og óbygðar. 4. Eignir Hafnarsjóðs................ 5. Eftirstöðvar í bæjarsjóði........... 6. Lán til annara sveitafélaga . . . Upphæð Kr 28000,00 15000,00 40000,00 159809.72 2188,84 490,92 II. Aðrar eignir, er eigi gefa af sér tekjur: 1. Barnaskólahús með lóð.......................... 14000,00 2. Bókasafn Norðuramtsins.................................. 10000,00 3. Sjúkrahús, lóð, útihús, innanstokksmunir., áhöld . 32000,00 4. Slökkvitól............................................... 3000,00 5. Áhöld og ýmsir lausir munir..................... 1000,00 6. Óseld verzlunarlóð í kaupstaðnum, áadluð .... 30000,00 III. Sjóðir, tilheyrandi kaupstaðarfélaginu: 1. Styrktarsjóður C. Höepfner og konu hans . . . 11266,85 2. Styrktarsjóður fátækra sjúklinga....................... 2849,11 3. Styrktarsjóður Magnúsar Jónssonar gullsmiðs fyrir fá- tæk börn.................................. 3156,22 4. Gjafasjóður Álasundsbæjar 2600,00 5. Aldamótasjóður Akureyrar................................. 137,73 6. Alþýðustyrktarsjóður /\kureyrar........................ 1112,56 V. Skuldir þurfamanna í kaupstaðnum...................‘ . 14849,13 Samtals Kr. 245489,48 90000,00 21122.47 Samtals . . . 356611,95 Skuldir: I. Lán til kaupa á fasteignum.............................. 14746,38 II. Lán til barnaskólans.................................... 7787,56 III. Lán til ýmsra fyrirtækja................................ 11093,05 IIII. Lán Hafnarsjóðs . ................................101193,78 Bæjarfógetinn á Akureyri 27. ágúst 1909. Ouðl. Guðmundsson. Yfirlit yfir ttkjur hafnars/óðs Akureyrar frá 1899 ti! 1908 af höfn, bryggju og lóðum. 1899 Kr. 1570,24 1900 1685,36 1901 2001,61 1902 2858,87 1903 2398,78 1904 3200,41 1905 a) Hafnargjöld . . Kr 2835,28 b) Bryggjugjöld . . - 1703,66 4538,94 1906 a) Hafnargjöld . - 3734,43 b) Bryggjugjöld og fl.. . . . . - 1994,48 c) Uppsátur og lóðagjöld . . . - 171‘65 5900,56 1907 a) Hafnargjöld . . - 3731,67 b) Bryggjugjöld . - 2333,47 6065,14 1908 a. Hafnargjöld . . - 3965,46 b. Bryggjugjöld o. fl. . . . . - 4204,93 8170,39 Bæjarfógetinn á Akureyri, 28. ágúst 1909. Guðl. Guðmundsson. Jón alþm. Jónsson frá Múla, var hér á ferð í gær með «Friðþjófi*, leiguskipi Zöllners, sem kom að vanda með vörur til kaupfélaganna hér norðanlands, og tekur svo sauði til útflutnings á Húsavík, frá Kaupfélagi Pingeyinga. Sauðirnir eru nú seldir fyr- irfram til Belgíu á 14 au. pd. í lifandi vigt hér, við skipshlið, þannig, að kaup- andi borgar útflutningskostnað. Má það heita allgott verð. Á Englandi er kjöt nú næstum óseljanlegt, t. d. var í sum- ar frosið kjöt frá Ástralíu selt þar fyrir 2 pence (ca: 15 au.) pd. og er það afarlágt varð. Árni Porvaldsson, hinn nýi kennari við gagnfræðaskól- ann,*hér kom hingað með »FIóru<? á laugardaginn er var. Gróðrarstöðin. Hr. Sigurður Sigurðsson skólastjóri og umsjónarmaður Gróðrarstöðvarinnar hér á Akureyri hefir skýrt oss frá því, að þetta sumar hafi verið eitt hið hag- feldasta fyrir allar tilraunajurtir þar í stöðinni. Rúgur, bygg og hafrar hafa fullþroskast, enda varð þetta alt full- þroskað í fyrra. En ýmsar káltegundir hafa náð betri þroska nú en nokkru sinni áður. Hvítkálshöfuð eru að verða fullþroskuð, en það hafa þau aldrei áður orðið hér, —Allar trjátegundir hafa einnig vaxið með lang mesta móti. T. d. hafa eigi allfáar reyniviðarplöntur hækkað um 3 fet og mjög margar um alin. — Mun »Norðri« fiytja nákvæmari skýrslu um alt þetta í næsta blaði. Þorskafli. All góður reitings afli hefir verið á Ól- afsfirði undanfarna daga en öllu lakari annarstaðar við Eyjafjörð. Sítdarafli. Allvel síldarvart hefir orðið í lag- net beggja megin fjarðarins og lítið eitt hér inni á Pollinum. Hringnótaskip eru nú flestöll hætt veiðum en hafa þó fengið dálítinn afla til þessa, en orðið að sækja hann austur fyrir Langanes. Hefir því allmikið af síldinni verið ónýtt, er hingað hefir komið. Skip. »Flóra« kom 19. þ. m. frá Rvík; fór þ. 20. austur um land til Noregs. Meðal farþegja hingað voru frú Anna Stephensen, Árni Porvaldsson kennari, Einar Finnbogason, fiskimatsmaður o.fl. Pegar flaggað var við útför Ingimars Sigurðssonar. Sé trúin engin á annað líf er ekki til neins að «flagga», sé mannlífið stjórnlaust mæðukíf, og megi ekki sköpum hagga: er snjóflóðssængin hollust H.líf . og hlýjari en nokkur vagga. - Sé trúin örugg, er annað mál, og einkum sé vissa fengin; þá óttumst vér minna örlagatál né æðrumst um vin hvern genginn. Hættið að efast! Heyri hver sál: í helju býr enginn-enginn! M. J. 'Jarðarför Ingimars Sigurðssonar fór fram að Draflastöðum í Fnjóska- dal laugardaginn 18. þ. m. Líkið var flutt frá Akureyri daginn áður. Sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili flutti húskveðju í húsi Ræktunarfél. Norður- lands, áður en lagt var af stað frá Ak- ureyri; þar voru viðstaddir allmargir kaupstaðarbúar og nokkrir Eyfirðingar. Á Draflastöðum var óvenjulega fjöl- ment, eftir því sem þar er vant að vera við slík tækifæri. Auk sóknarmanna voru allmargir úr nærsveitum Þingey- jarsýslu, nokkrir Eyfirðingar og einn Skagfirðingur. Sr. Árni Jóhannesson í Grenivík hélt húskveðjuna, sr. Ásmundur Gíslasou á Hálsi flutti líkræðuna, séra Björn Björns- son í Laufási talaði yfir gröfinni, — en Einar Sæmundsson skógfræðingur las yf- ir nokkur erindi. — Einnig var sung- íð kvæði, er Ólöf skáldkona Sigurðar- dóttir hafði ort undir nafni móður hins látna. Kistan var mjög prýdd blómsveigum; þeir voru bæði frá vinum þess látna og einnig frá stofnunum, er hann var meðlimur í og hafði unnið gagn. Símfréttir til Norðra. Einar Baldvinsson, Einarssonar, er ný- dáinn í Altona. 3 menn drukknuðu nýlega á Arnarfirði; bátnum hvolfdi. Heiðursgjafir úr Styrktarsjóði C’irist- jáns IX. hafa þessir bændur fengið: Magnús Gíslasoná Frostastöðum íSkaga- firði og Böðvar Sigurðsson, Vogatungu í Borgarfirði. Nú er nýlokið byggingu þriggja síma- lína, frá Rvík austur um Árness- og og Rangárvallasýslur, og úr Borgarfirði ofan á Akranes og Borgarnes. Henry, fiskiskip, eign Konráðs Hjálm- arssonar, kaupm. i Mjóafirði, strandaði nýlega á Borgarfirði eystra. Skipið ó- nýttist en öllu varð bjargað úr því. Uppboð á strandinu verður haldið á laug- ardaginn. Porsteinn Jónsson frá Borgarfirði, nú kaupm. á Seyðisfirði, hefir framselt bú sitt til gjaldþrotaskifta 20. þ. m. Pjófnaður. í fyrradag var byrjað að slátra í slátr- unarhúsi Kaupfélags Eyfirðinga. Um slátrunartímann er þar venjulega saltað á nóttinni, en þetta fyrsta kvöld var ekk- ert af kjötinu orðið kaltogvarþví eigi unt að salta neitt þá nótt. Petta liefir einhver fingralangur náungi notað sér og laumast um nóttina inn um glugga á þakinu, er hafður var hálfopinn ti 1 þess að kaldara yrðf í húsinu, og ha ft brott með sér 3 kindarkroppa og höf- uðin með, er eigi höfðu verið skilin frá-

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.