Norðri - 07.10.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 07.10.1909, Blaðsíða 1
Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, IV. 40, Akureyri, Fimtudaginn október. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga ki. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2 og4—7. helgid. 10—11 f. h. Utbú Isiandsbanka 11--2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðviikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Bankastjórar. Engum getur komið það á óvart, að Birni kaupmanni Kristjánssyni hefirver- ið veitt annað bankastjóraembættið nýja. Það var þegar fyrir alllöngu síðan op- inbert leyndarmál, að honum væri eigi aðeins þessi staða ætluð, heldur og einnig margheitin, og jafnvel stofnuð af meiri hlutanum fyrir bænastað ráð- herrans til þess, að hann gæti launað aldavini sínum og nafna langa og dygga þjónustu og eigi allfáum sinnum 30 silfurpeninga, er hann hefir lagt í hina pólitísku guðskistu núverandi stjórnar- flokks, með þessum spikfeita bita, ný- soðnum í þessum margumræddu kjöt- kötlum, sem flokknum loks eftir langa mæðu hefir hepnast að komast að. Enginn getur láð hans hágöfgi, ráð- herranum, þótt hann liafi efnt öll hin hátíðlegu og eiðsvörnu loforð, er hann hefir gefið nafna sínum. Hvað sem annars má um orðheldni hans og inn- ræti segja, þá verður það að minsta kosti aldrei um hann með sanni sagt, að hann efni eigi gefin heitorð, þegar það er honum sjálfum í hag að gera það. Svo hygginn maður er hann. A þessi heit gat hann ekki gengið án þess að baka sjálfum sér óbætanlegt tjón, jafnvel eiga á hættu að missa það hnoss, sem dýrustu verði hefir verið keypt allra íslenzkra valdahnossa, síðan Oissur jarl leið. Hvernig gat hann látið það um sig spyrjast, að hann launaði dyggustu og fylgispökustu þjónum sínum með svikum einum og brigðmælgi? Gat hann vænst þess, að trygð og fylgispeki flokks- bræðra sinna væri af svo óeigingjörn- um rótum runnin, að eigi mundi þynn- ast fylkingin, ef enginn verkamannanna gæti átt vissa von launanna? Hvernig átti hann að geta haft þá tröllatrú, að flokksmenn sínir fylgdu sér af föður- landsást einni saman og umhyggju fyr- ir velferð ættjarðarinnar? Er honum eigi kunnugasí um, hvers konar sjálf- stæðisþrá er sterkust í brjóstum þeirra? Nei, Björn ráðherra hefði blátt áfram breytt heimskulega, hefði hann eigi veitt nafna sínum Kristjánssyni annað banka- stjóraembættið. Hverjum kemur til hug- ar að spyrja hér um, hvað bankauum og þjóðinni mundi hafa orðið fyrir beztu? Er það svo sem ekki auðvitað, að það sé hér eins og endrarnær, í aug- um hans hágöfgi, í mesta lagi lítilsháttar aukaatriði, ef honum á annað borð hefir komið sú hlið málsins í hug. Enginn getur heldur með sanngirni neitað því, að unt hefði verið að finna talsvert lakari mann og óhæfari til þessa starfa í flokki ráðherrans. Hugsið ykkur t. d. að Sigurður Hjörleifsson hefði fengið bitann! A þessum síðustu og verstu tímum má það jafnvel kallast góðra gjalda vert, ef ekki lakari en not- hæfum mönnum eru veitt vandasömustu embætti landsins. Letta er því hrein- asta afbragð í samanburði við skipun verzlunarráðunautsstöðunnar í sumar. Veiting hins bankastjóraembættisins mun flestum aftur á móti koma óvart. Hvers vegnavarð Björn Sigurðsson fyr- ir valinu? Er hann valinn til þess að sýna, að hans hágöfgi geti þó verið óhlutdræg- ur og veitt feit embætti öðrum en þeim einum, er undir hans merki hafa barist og úthelt þar sómatilfinningu og sann- færingu? Eða hefir hann að eins látið hann njóta nafnsins? Sé svo, þá er það sannarlega mikil hamingja nú á tímurn að heita Björn. Hver veit nema náðar- sól hans hágöfgi muni þá einhverntíma skína á ritstjóra þessa blaðs, þar eð hann á því láni að fagna að vera hon- um samnefndur? — En hafi það fyrir ráðherranum vakað, að sýna óhlutdrægni sína í þessari veit- ingu, hvers vegna valdi hann þá eigi Ounnar Hafstein? Öllum hlýtur að vera kunnugt, að hann er allra umsækjand- anna bezt kjörinn j til þess að gegna þessari stöðu. Hann hefir í mörg ár verið starfsmaður í »Landmandsbanken» í Kaupmannahöfn, þeim banka, er Lands- bankinn hér hefir langmest viðskifti við og hefir oft og einatt skuldað stórfé. Hann hefir haft þar á hendi mjög marg- vísleg, afarvandasöm störf og leyst þau öll svo vel af hendi, að Gluckstad et- azráð, formaður bankans og einn hinn nafnkendasti bankamaður á Norðurlönd um, hefir gefið honum ein hin beztu meðmæli, sem hugsast geta. Hversvegna var honum eigi veitt þessi staða, fyrst farið var á annað borð að víkja frá þeirri meginreglu að láta pólitískt flokks- fylgi eitt ráða öllum slíkum veitingum? Skyldi það vera stór synd að geta þess til, að hans hágöfgi hafi þekt þá bræð- ur Hannes og Qunnar og vini þeirra of vel til þess að geta gert sér von um, að fylgi þeirra yrði keypt með slík- um greiða. Lví að öðrum kosti hefði það óneitanlega verið kænlegt og hans hágöfgi eigi ólíkt að reyna slíkt. Lað mun sennilega bráðlega koma í Ijós, hvers vegna Björn Sigurðsson varð fyrir valinu. F*ess vegna skal eigi að þessu sinni leitast við að geta þeirrar gátu. En hvernig skyldi þeim hinum öðr- um flokksmönnum ráðherrans vera í skapi, er sótt hafa um þessar stöður og ékki fengið ? Telja má áreiðanlegt að Jón Ounnarsson eigi að friða með 3500 kr. etnbættinu nýja, forstjórn sam- ábyrgðarinnar. Og Hannes Borsteinsson kann að láta huggast um stund, ef ráð- herraflokkurinn kaupir af honum »Þjóð- ólf« fyrir 10000 kr. eins og heyrst hefir að í ráði sé. En hvernig fer með Pórð Thoroddsen? Og hvernig líkar Skúla bróður hans slíkt ráðalag? Engan skyldi undra þótt þeir bræður báðir þættust bera skarðan hlut frá borði, og það því miklu fremur, sem Þórður Thoroddsen er orðinn allvanur banka- störfum og sennilega engu síður fær um að takast þennan starfa á hendur en hinir tveir, er útvaldir hafa verið. Göngur laxins. Eftir dr. Felix Oswald. (Þýtt úr ensku kirkjublaði*) «Fátt er þeim, sem ransaka leyndar- dóma náttúrunnar, torskildara en ferða- lag fugla, fiska og dýra. En það liggur í eðli hlutanna, að allra erfiðast er að skilja, hvernig standi á ferðalagi ogvista- skiftum fiskanna úr söltum sjó til ferskra vatna, eða öfugt. Fuglar breyta ekki til um annað en loftslagið, en fiskar skifta um fleiri lífsskilyrði. Að vísu þekkjum vér nokkuð betur til ferðalags laxins en annara liska, en samt má saga hans enn heita leyndardómur. Að horfa á hinn silfurblikandi lax hlaupa upp hávaða og fossa vekur nátt- úruskoðaranum eins unað og aðdáun eins og veiðimanninum. Hversu fimir og leiknir eru ekki þessir gullfögru fisk- ar í því að sigra venjulegar hindranir á leið þeirra, og hversu harðsnúnir eru þeir ekki að leita takmarks síns and- streymis upp eftir ánum! Hvílíku afli verða þeir að beita, er þeir stökkva níu fet eða tíu, án þess að neita annarar viðspyrnu en vatnsins eintóms. Óstöðv- andi hlýtur sú hvöt að vera, er knýr íaxinn til að yfirgefa hið rúmgóða hafs- djúp og ráðast á móti hinum ótölulegu lífshættum, sem bíða hans í mjóum og straumhörðum ám, fullum af fossum og grynningum. En þörfin að auka kyn sitt er að vísu sterkari en nokkur önn- ur frumhvöt, og hún er það, sem knýr þessa fiska til að gleyma öllu öðru en þeirri kynlegu, en máttugu þrá, að finna hreina hylji með möl á botni til að hrygna á. Þótt laxinn eigi sér engin tól nema ugga sína, tekst hrygnunni að mynda sér malarholu; þargýtur hún í hrognunum og hylur síðan holuna með lausri möl, svo hvorki grandi þeim marflær né gráðugar flugnalyrfur eða önnur skordýr. Mölin yfir holunum er þó látin vera svo gisin, að nægileg- loft berist að hrognunum með straumn- um. Eins og svölurnar koma aftur ár frá ári til að gera hreiður sfn á æskustöðv- um sínum, eins gera laxarnir, því menn hafa margoft merkt ugga ungra laxa með málmnæli, og þekt sömu fiskana árum seinna á því. Þessi heimþrá hjá skepnum með köldu blóði þykir merki- legri en hjá fuglum, sem heitt blóð hafa og standa fiskunum hærra bæði að skapnaði og vitsmunum. í mörgu tilliti *) Af þessari grein má sjá, að hin frjáls- lyndu kirkjublöð Englendinga bjóða les- endunum fleiraen »iðrunaroffur og písl- arþanka«. Þfð er ferðalag fiskjarins miklu hættulegra en fuglsins, því að skifta á fersku vatni í ám fyrir saltbeiskju sjávarins, hlýtur að vera hin mesta raun^ fyrir lífskerfi’’skepnu, sem andar gegnum jafn þunnar og veik- ar himnur sem tálknin eru. Reynsla er og fyrir því, að svarmur af ársgömlum laxbröndum nemur staðar og bíður nokkra daga, þar sem þær fyrst mæta sjávarfallinu, þá er laxinti leggur á stað í fyrsta skifti og leitar hafsins. Virðist hann þá vera að venja sig við breyt- ingamar. Enda dragast sumir á eftir og verða strandaglópar; dvelja þeir sumir þrjú ár kyrrir í ánum, fóg leggja þá fyrst á stað og komast alla leið. Venju- lega dvelur laxinn stuttan tíma í sjón- um, stundum ekki lengur en tíu vikur, og hverfur svo aftur, eftir bráðan vöxt og viðgang, til að hrygna á fæðingar- stöðvum sínum. Hinn mismunandi komu- tími þeirra er eðlilegur og auðsær af þeirri staðhöfn, að meiri hluti laxa — að minsta kosti — hrygnir ekki nema annaðhvort ár. Eftir hrygninguna er laxinn mjór og magur; þarf hann því lengri tíma að vera í sjónum til að fita sig, sem hann er linari eftir landvist- ina. Meðan á þvf stendur er hann hið mesta átvagl og fitnar þvf furðulega fljótt; sandálar virðast honum þykja beztir, en ýmsar skelfiskategundir etur hann gjarnan þess á milli; svo og hrið- linga, ísu og lýsubröndur, og jafnvel heilar síldar etur hann, ef hann finnur ekki betra. Sú ætlun, að laxinn hafni allri fæðú í ám og vötnum er röng, heldur er hitt, að hann getur tæmt mag- ann í skjótu bragði, ef hann mætir veiði- brellum eða bíturáöngli, Að öðru leyti lifir hann í vötnum uppi mestályrfum vatnamarflóm og öðru sem auðvelt er að melta. Má og hver maður skilja, að fiskur sem svo lengi fastaði, hlyti að linast svo, að hann entist ekki til að elta veiðiflugur með því fjöri og lip- urð, er hann gerir, ef hann skorti lengi fæðuna. , Uppruni ferða laxins hefur lengi ver- ið mikil ráðgáta. Fyrst er það, að auð- sætt virðist, þótt sumir neiti því, að laxinn hefir í öndverðu lifað eingöngu í fersku vatni, því bæði egg hans og ungviði kafna óðara í söltum sjó. Til- raunir hafa verið gerðar í Norvegi er sýna, að bæði laxar og sæsilungar geta vaxið og þrifist í ám og jafnvel hrygnt þar án þess að leita áður sjávarins; en framfarir þeirra verða miklu tregari. Hinn algengi silungur lifir eingöngu í ósöltu vatni, eins og kunnugt er. Líklegt er, að höfuðorsökin til göngu laxins, fyrst til hafsins, sé sú, eða hafi upprunalega verið, að á fiskinn hafi lagst »svampar« eða snýkjudýr, sem sjór- inn græðir auðveldlega og hinsvegar hafi fiskurinn leitað ferska vatnsins sér til friðunar fyrir »óværð» og illum að- sóknum úti á hafinu. En nú er svo á- statt, að laxinn, sem nýbúinn er að hrygna og ekki er búinn að ná sér, er einatt ásóttir af »svampa« tegund er gerir hann sjúkan og ofan á það sest öftlega f tálkn hans hreysturkent kvik-

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.