Norðri - 07.10.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 07.10.1909, Blaðsíða 2
158 NORÐRI. NR. indi, er kallað er iaxmaðkur, þó rang- nefni sé, en við það losnar laxinn ekki fyr en ef hann kemst í brimsalt vatn eða sjó. En þegar laxinn er búinn að vera í sjónum sækja á hann aðrir snýkjugestir eins og sælúsin. Hana drepur aftur ferska vatnið; örin eftir þá gesti bera laxarnir tímum saman. Höfundurinn bætir við, að vel megi fleiri orsakir hafa stutt að göngu laxins upprunalega og alveg eins hvað snertir göngu styrju ála og fleiri tegunda. «Til þess að skilja eða að vita æfisögu fisk- anna þarf langa eftirtekt, elju og þolin- mæði.« M, /. Gagnfræðaskóllnn var settur 1. þ. m., að viðstöddu fjöl- menni. Voru það nemendurallir, erkomn- ir voru og margt bæjarmanna. Var fund- arsalur skólans fullskipaður. Skólameistari setti skólann með snjallri ræðu, en sungið var kvæði það er hér fer á eftir, og þjóðskáldið séra Matth. Jochumsson hafði ort. Aðsókn að skólanum er nú með mejta móti; alls hafa c. 110 nemendur sótt um skólann og er það fleira en nokkru sinni fyr. Skólasetningarljóð Matth. Jochumssonar, Nú kallar þjóðin ykkur, landsins arfa, að yrkja og vakta helgan föðurgarð; og enginn tími stefndi þjóð til starfa með stærri von um hundraðfaldan arð. Um láð og lög og loftsins fimbulvegi er leiðin frjáls, og sigruð tíð og rúm, ný sköpun byrjuð, bjart af nýjum degi og bezta fortið orðin rökkurhúm! Pvi lofið Guð, þið yngismenn og meyjar, að megið lifa þessa furðu-tið, sem vefur saman álfur, höf og eyjar og allar þjóðir gerir banda-lýð\ En munið, börn, því meira sem er unnið. er meira eftir—hœrri, stœrri þraut, og litlu munar, langt þó sýnist runnið á lífsins stóru guðdómlegu braui. Kom heill til náms, þú ungi lœrdómslýður sem lyfta skalt til manndóms veikri þjóð. í minni festu fyrst hvað skyldan býður, svo för þin verði heillarík og góð. Sjá, markið er, að mentist vorar bygðir, svo mættum aftur verða sæmdarþjóð, þvi skólinn á að skapa dáð og dygðir ogdrengskap leiða í okkarmerg ogblóð. Pað var sú tið, að vorar norðursveitir stn verja kunnu gömlu fjórðungs mót og gæta alls, er afl og menning veitir, að ekki týndi fornri héraðsbót. Og meðan kröftum fjölláFróni skifta, sem fyrrum, þarf að jafna héraðsvöld. Og skuli aftur lýða kjörum lyfta, skal lifna a\t sem bezt var fyr á öld. Sem gullnir tindar hefja sál til hæða, og hafsins töfrar vekja manndóms þrá, eins kennir sagan, fóstra vorra fræða þann fremdarhug, sem lyftir andansbrá. Og henni ásamt: óður vor og tunga er eeðsta ment, er styrkir, göfgar oss. Pví gleym þú aldrei, lands vors öldin unga að elska þessi fólks vors dýrstu hnoss! Margt er að lœra, Ijúfu mentavinir, en listin æðst er þó að verða menn, sem reynast sinnar þjóðar heilla-hlynir, því harðar skúrir biða Snælands enn! Gott er að fljúga, —vinna verö'd hálfa, og verða mikill, hver í sinni bygð. en mest er vert, að sigra vel sig sjálfa með sannri vizku, fétagsskap og trygð. Goodtemplara- ávarpið. Eins og þegar er kunnugt orðið, hafa bannlagamenn birt í blöðum ávarp til þjóð- arinnar nú fyrir skömmu. Blaðið »Ingólfur« í Reykjavík hefir einnig birt þetta ávarp í 33. tbl. sínu, en í næsta blaði gerir það eftirfarandi athugasemdir við þetta ávarp. Vér birtum ávarp þetta í síðasta blaði. Eins og hver maður getur sannfærst um, er það ekki annað en fullyrðingar og aftan i þær hnýtt gersamlega til- hæfulausum ásökunum í garð mót- stöðumanna bannlaganna. Að hinum tilhæfulausu ásökunum var vikið í síðasta blaði; hér skal lítillega minst á fullyrðingarnar. En taka verðum vér það fram þeg- ar í byrjun, að vér höfuin hvorki rúm né lyst til þess að eltast við allar fjar- stæðurnar, enda teljum það með öllu óþarft, því að flestar þeirra geta engan heilvita mann blekt. Hér skal að eins vikið að þeim stað- hæfingum, sem bannmennirnir leggja mesta áherzlu á, og ætlast er til að mest áhrif hafi. Peir bvrja á því að segja, að íslenzka þjóðin hafi með atkvæðagreiðslunni í fyrra sýnt, að hún verðskuldaði nafnið siðuð þjóð. Vér höfum tekið það fram áður, að vér fáum ekki séð að atkvæðagreiðslan í fyrra hafi sannað að íslenzka þjóðin vildi aðflutningsbann. Svo að það er ástæðulaust að kenna þjóðinni það, eða þakka, að bannlögin eru komin á. Pað er þingið og Goodtemplaraofsinn, sem þar á að fá þakkirnar eða van- þakkirnar, svo og harðfylgi núverandi ráðherra við málið. En vilji menn endilega klína sökinni á kjósendur, þá er hún að minsta kosti þeirra einna, er krossinn settu við jáið 10. sept. Eftir því sem mennirnir þroskast, — eftir því sem menningin vex — hafa þeir betra vald á ástríðum sínum og tilhneigingum. Eitt aðaltakmark menningarinnar er að kenna þjóðum og einstaklingum að stjórna sér og hafa vald yfir tilhneig- ingum sínum. Bannlögin voru þess vegna sett, að þeir, er það gerðu, Iitu svo á, sem íslendingar hefðu ekki meiri stjórn á sér, að því er áfengisnautn snerti, en svo, að ofdrykkjan væri þjóðarböl — svo almenna töldu þeir óhófssemi í þessu efni. Væri það rétt, að ofdrykkjan væri þjóðarböl, þá sýndi það ekkert annað en að íslendingar væru lítt siðuð þjóð. Og væri það rétt, að íslenzka þjóðin hefði 10. september í fyrra kveðið upp útlegðardóm yfir áfenginu og það af þeirri ástæðu, sem bannmennirnir segja, væri sá dómur skýr játning hennar um, að hún viðurkendi að hún væri siðlaus þjóð. Og þeir sem settu krossinn við jáið í fyrra, þeir hafa þá þar með lýst því yfir, að íslendingar væru siðlaus þjóð. Og alt gjálfrið í ávarpinu um það, hve mikið tjón áfengið hafi gert og geri, sýnir að höfundar þess telja, að ís- lendingar séu alment ekki svo mann- aðir, að þeir geti stjórnað sér, að því er áfengisnautn snertir — þjóðin sé siðíaus. Bannlögin eru yfirlýsing islenzka lög- gjafarvaldsins um að íslendingar séu siðlaus þjóð — séu skrælingjar. En því fer nú bejur, að íslendingar eru ekki jatnan svo istöðulausir. Pessi fulfyrðing ávarpsmanna er því alveg öfug við sannleikann, og þó leggja þeir sérstaka áherslu á hana. Pá segja þeir, að öld eftir öld hafi margir efnilegustu og mannvænlegustu synir þjóðarinnnar orðið ofdrykkjunni að bráð. Væri þetta satt, væri íslenzka þjóðin illa farin, því geti efnilegustu og mann- vænlegustu mennirnir ekki hamið ást- ríður sínar, hvað mun þá vera um hina. Því þess verða menn að gæta, að það er veikleika mannanna en ekki á- fenginu að kenna, ef nautnin keyrir úr hófi. Og freistingin til þess að neyta áfeng- is í óhófi, þótt menn smakki það, er ekki það sterkari en fjölda margar aðrat freistingar, að þeim, sem fyrir henni falla, verði aldrei á að . hrasa á lífsleiðinni, þótt áfengið sé frá þeim tekið. En þessi staðhæfing ávarpsins er ó- sönn og beinlínis stórkostlega móðgandi í garð hinnar íslenzku þjóðar. Pað eru þeir mennirnir, sem minst hafasiðferðisþrekið, sem verða ofdrykkju- menn. Pað eru ekki mannvænlegustu og efnilegustu menn þjóðarinnar, heldur mestu rœflarnir. Allir þeir, sem eitthvert mannsmót er á, fara í bindindi, sjái þeir að þeir geti ekki haft hóf á áfengisnautninni. Og menn þurfa ekki annað en líta yfir Goodtemplarahjörðina til þess að sjá, að menn þurfa ekki að vera neitt sérstaklega mannvænlegir eða efnilegir til þess að geta hætt að drekka. í Regl- unni ar margt góðra manna, en þó er það ekki alt afburðamenn, hvorki að mann- kostum nc vitsmunum, gömlu drykkju- mennirnir, sem nú sfanda framarlega í fylkingu bannmannanna, og hamast að þeim mönnum, er styikja vilja vilja manna til þess að þola freistingarnar. Pá er sagt í ávarpi þessu, að öld eftir öld hafi áfengið skapað þjóðinni meira tjón en allur hafís, eldgos og landskjálftar til samans. Nú vita menn, að af völdum þessara óvætta hafa farizt tugir þúsunda af mönnum á þessu landi, og æ hafa bakað þjóðinni gífurlegt fjártjón— jafn- vel stappað nærri eitt sinn, að landið legðist í eyði af þeirra völdum. í móðu- harðindunum féllu hér á tveim árum 9000 manns. Heldur nú nokkur maður, að áfeng- ið hafi hér á landi drepið 9000 manns frá því landið bygðist, hvað þá heldur á tveim árum? Getur nokkur lifandi maður haldið annari eins fjarstæðu fram í alvöru. sem þeirri er að ofan getur. Vér trúum því ekki. Oss virðist, sem þar muni fátt vera um rök eða ástæður, sem gripið er til slíks úrræðis. Fleiri fuliyrðinga höfum vér eigi rúm til að geta, enda eru þær allar viðlíka samkvæmar sannleikanum, sem þær, er nefndar voru, eða jafnvel öllu fjarstæðari; um það geta menn bezt sannfærst sjálfir með því að lesa ávarp- ið, sem vér viljum skora [á menn að gera. Ávarpið er sú bezta sönnun, sem fram er komin enn fyrir því, að mál- staður bannmanna verðnr ekki rök- studdur, og framkoma þeirra ekki rétt- lætt. Ávarpið er líka sönnun þess, að bann- mennirnir vilja ekki láta skynsemi manna hafa úrslitaatkvæði um þetta mál, alt er gert til þess að reyna að æsa tilfinningarnar og hindra rólega íhugun að því leyti megum vér vera bann- mönnum þakklátir fyrir að hafa sent það út. Akveðið er að jarðarför okk- ar ástkæru eiginkonu og móður fari fram á Akureyri 9. þ. m. kl. 12, á hádegi. Akureyri, 5. okt. 1909. Aða/björn Kristjánsson. Rósa Randversdóttir. Hinu ber auðvitað ekki að Ieyna, að það er dálítið leiðinlegt fyrir menn, sem öll mál vilja ræða með rökum og stillingu acf geta ómögulega fengið^ mótstöðumenn sína til að gera sömu skil. Vér skulurn ekki neita því, að oss sárnaði að sjá jafn bíræfna tilraun til þess að hleypa æsingu í málið sem á- varp þetta er, eftir að vér í guðslangt sumar höfum verið að reyna að fá mál- ið rætt í ró og stillingu af vönduðum mönnum. Barsmíðar sannfæra suma menn betur en rök, en ekki eru það efnilegustu eða mannvænlegustu synir þjóðarinnar. Sfmfréttir til Norðra. J. C. Christensen og Holstein Ledreborg ætla báðir frá völd- um. 50 þús. manna hafa ritað und- ir áskoranir um að draga Christ- ensen fyrir ríkisrétt. Pétur Bogason cand. med. hefir fundið nýja aðferð til að finna berklaí mönnum, hentugri en áður hefir þekkst. Einnig nýja aðferð til að ransaka þvag. Bankastjórar við Landsbankann eru skipaðir kaupmennirnir Björn Sigurðsson og Björn Kristjánsson. Um bankastjórastöðuna sóttu, auk þeirra sem áður eru taldir, Sig. Eggerz sýslumaður. Úr bankaransóknarnefndinni hafa farið Indriði Einarsson og Olaf- ur Dan. Daníelsson, en í stað þeirra eru skipaðir Magnús Sigurðsson yfir- réttarmálaflutningsmaðnr og Ólafur G. Eyjólfsson skólastjóri. Maður druknaði hér við hafnarbryggjuna á Torfunefi s. 1. laugardagskvöid, Jón Jónsson frá Uppsölum í Svarfaðardal. Hafði hann stokkið af bryggjunni ofan á þiljur mótorbáts er þar lá, en orðið fótaskort- ur og fallið í sjóinn; sáust þess merki á sunnudagsmorguninn. Veðrátta hefir verið afar óhagstæð síðustu vik- u. Síðan á föstudag hefir daglega snjó- að og er nú komin alímikil fönn. Frost- laust hefir altaf verið að meslu. Fé er alstaðar hér í nærsveitum óvíst, enda illmögulegt að ná því sakir ó- færða og dimviðra. Er jafnvel mjög ilt á jörð nú og mun fé orðið illa útleik- ið. - Sakir ófærðarinnar hefir verið af- ar erfitt að koma slátrunarfé hingað til bæjarins, enda mjög þungfært með hesta. Síldarafli hefir verið allgóður í lagnet síðasta hálfan mánuðinn. STAKA. Á fáu góðu finst mér völ, fjöldinn hefir ýmsa galla. Bæinn vantar vatn og mjöl, vorkun má það naumast kaila. M. ElNARSSON.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.