Norðri - 14.10.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 14.10.1909, Blaðsíða 1
\ Ritstjórir iBjörn Líndal Brekkugata 19, IV. 41. Akureyri, Fimtudaginn 14. október. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið hvern virjran dag 9—2og4—7. helgid. 10—llf.h. Utbú Islandsbanka 11 —2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjailkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. NORÐRÍ eitt hið hreinskilnasta blað lands- ins, segir hispurslaust skoðun sína, hvort sem vinir eða ó- vinir eiga í hlut, og færir rök fyrir henni. — Eindregið minni- hlutablað. — Ef þér hafið eigi keypt blaðið hingað til, þá fáið nokkur tölublöð af því lánuð, lesið þau með gaumgæfni og hugsið yður vel um, hvort blað- ið sé ekki þess vert að kaupa það. Árg. kostar 3 kr.. Nýir kaupendur, sem borga næsta árg. fyrirfram, fá í kaupbæti það sem út verður komið af skáld- sögunni »Jakob«, eftir norska skáldið Alex. Kjelland, einni af hans beztu sögum. Einnig fá nýir kaupendur ókeypis það sem út kemur af þessum árg. eftir að pöntun þeirra er komin ritstjór- anum í hendur. Gufuskipa- samningarnir. Miklu lofsorði hafa meirihlutablöðin lokið á gufuskipasamninga þá, er ráð- herrantt gerði í síðustu utanför sinni. »Norðurland«, sagði að mikið hefði áunnist við þá samninga, og mikla ó- hæfu töldu þessi blöð það af minni- hlutablöðunum, að þau skyldu efast um ágæti samninganna, áður en þeirkæmu allir almenningi fyrir sjónir. Oss hinum virtist það aftur á móti harla grunsamlegt, hve langur dráttur varð á því að stjórnin léti birta samn- ingana opinberlega. Blöð hennar voru aðeins látin hrósa þeim í háum tónum, flytja kafla úr þeim og jafnframt syngja ráðherranum dýrðina fyrir þær afarhag- feldu samgöngur, er hann hefði útveg- að landinu. Petta var auðsjáanlega gert til þess að reyna að telja þjóðirmi trú um ágæti samninganna, áður en hún fengi fyllilega að vita, hvað í þeim stæði, gamla blekkingaraðferðin, setn því nrið- ur hefir gefist þessum flokk alt of vel. A þetta hefir áður verið bent hér í blaðinu, og menn varaðir við því að trúa öllu, sem meirihlutablöðin segðu um samningana, fyr en þeir sæju þá sjálfir, og gætu með eigin augum gert sér grein fyrir, hvað í þeim stendur. Nú er það komið í ljós, að ráðherr- ann hefir eigi að ástæðulausu reynt að halda sarnningnum leyndum eins lengi og unt hefir verið. í þeim er hreint og beint fjárlaga- brot. Thorefélaginu veittar 6000 kr. á át i fyrir að flytja póstflutning, af fé, sem aðeitts má verja, samkvæmt lögum, til þess að greiða þeim gufuskipafélögum fyrir póstflutning, er eigi að öðru leyti hafa styrk úr landssjóði til ferða sinna, t. d. Wathne-félaginu. Auk þess er það auðvitað, vægast talað, eitt hið allra hraplegasta glapræði sem hugsast getur, að semja um að greiða Thorefélaginu 60000 kr. styrk á ári til ferðanna, án þess að gera því að skyldu, að flytja póst. Því verður naumast trúað, að sá maður sé með fullu viti, er slíkan samning gerir, nema það sé gert vísvítandi, til þess að reyna enn á ný að auðga Thorefélagið á lattds- ins kostnað, skjóta þó í þá þessutn aukabita, fyrst ekki lánaðist að láta það gleypa mestan hluta landssjóðs í vetur. Petta gerræði ráðherrans, er gengur glæpi næst, mun verðn tekið nánar ti! íhugunar hér í blaðinu síðar. fylgt ákveðinni kirkjutrú, enda flestir opinberir ýnitarar. Sýnir fátt ljósar en þetta dæmi, hversu bundnar kirkjur og kenningar ertt orðnar háskalegar úreltar og á eftir tímanum. Sem dæmi má til- færa ofurlítið sýnishorn af kveðskap skáldsins Oliver Wendell Holmes, f. 1809 fl894. Var 100 ára afmæli hans haldið nú í sumar bæði vestra og á Englandi (eins og þeirra Darwins og Lincolns). Holmes var læknir og fjöllistamað- ur hinn mesti, allra ástgoði, sem kyntust honum, gleðimaður mikill. Mál- snild hans og fyndni var viðbrugðið, en við deilum gaf hattn sig aldrei né lét sér rnikið við alþýðunni og hennar stríði. En þótt hann væri veraldarmaður mikill, sýna kvæði hans, að hann oftlega njðri fyrir var bæði alvörugefinn og trú- hneigður. Holmes (frb. Homs), var síð- astur áðurnefndra snillinga Bandaríkj- anna; eru rit hans víða kunn og vel- metin, þótt ljóð hans séu ef til vill ekki eins víðfræg sem sumra hinna. Sem dærni þess, hvernig Holmes skoðaði trúna í sambandi við guðshugsjónina, set eg hér fáeinar smáklausur: «Aþena mundi finna enn goð sín öll í allra bezta gengi í hofum vorum heiðingjanna sona.« og föðurást hans meiri en menskra feðra, og gæzka hans meiri móður, þótt vér syndgum. Og ef oss breyskum boðið er að gefa upp sakir sjö og sjötíu sinnum öðrum: Hvað meinið þér, ómenn?-------------« «Reis þú, ó sál mín, hærri og hærri höll, er harðna boðaföll, og bygg því betur setn lengist meira lífs þíns vetur, svo síðast eignist sálin konungssetur. Og bú svo frjáls og frí unz holdsins tötrar hníga duftið í.» M. J. Alheimurinu eitt lifandi kerfi. Hinn gamli stjörnumeistari Flammar- ion kveðst hafa séð fyrir langvinnar Ijósmyndaransóknir, að sjöstirnið, sem innibindur heilt sólnakerfi, birti á Ijós- plötunni eins og hvítleitar rákir eða þokulinda, sem virðast samtengja stjörn- urnar. Milli stjarna- eða stjörnuþoku- kerfanna er ávalt svart og tómt djúp að sjá. Hann dregur þá ályktun af þess- um og öðrum ransóknum, að alheim- urinn sé eitt einasta ógnar-sólkerfi, og að þetta kerfi samantengi og varðveiti hið mesta sem hið minsta af öllu, sem sýnilegt og hugsanlegt sé. Hvílík hugsun! Og þó: benda ekki hin dýpstu trú- arbrögð og hin háleitasta speki guðs- mannanna á hið sama,? Eingyðistrúin bendir á santa. Nútímaspekingarnir sömuleiðis. t. d. Feckner, eða Hodgson, sá er sagði: »Hví skyldum vér vera hugsjúkir: gervalt sem til er — frá blek- dropanum til stjarnanna — hver einasta lítil hugrenning til æðstu hugsjónar spekingsins, það er alt partar hinnar eintt eilífu vizku og gæzku.« »í honum lifum vér, erum og hrærumst»; og meistarinn mikli sagði: »Rað fellur eng- inn spörfugl til jarðar án yðar föðurs vilja,« og »þeirra englar sjá ávalt Guðs anglit.« «Dýrðlegri og blessuttarríkari braut fyrir kirkjuna, en öll hennar vegferð hingað til, lægi fyrir henni, ef þjónar hennar vildu helga alt líf sitt því starfi að innræta mannkyninu Jesú einfalda siðgæði, og færa því jafnframt huggun guðs eilífa faðernis. Sú kenning mundi í sér geyma alla andans næring, sem allar trúarjátningar eiga í sér, og hafa um leið þann beygjanleik, sem nægði hinni niargvíslegu trúarþörf og hugar- fari manna og þjóða, og það jafnóðum sem sjóndeildarhringur kynslóðanna yrði æ stærri og auðugri að þekkingu. Lof- utn »ritualistanum» að syngja tíðir sín- ar, »breiðkirkjumanninum» að neyta sinna frjálsu skoðana og »evangelistan- um» að halda sínum einföldu helgisið- um og trúarhita. Öfgar og sérvizka þyrfti þó aldrei að ganga svo úr hófi í kenn- ing eða kirkjusiðum, að menn gætu eigi komið sér saman um að efla í ein- ing og bróðerni guðsríki eftir kristin- rétti þeitn, sem guðs faðerni hefir lif- andi gjört.» M. /. Skáldin og trúin. Fá skáld á Norðurlöndunt hafa ver- ið kend við trú eða trúrækni síðan á fyrri hluta síðastl. aldar, en tilþesstíma vortt uppi stórskáldin Orundtvig, Itige- matm og Paludan Múller í Danmörku, Wergeland í Norvegi, og Wallin, Tegner og fl.íSvíþjóð, sem allir orktu trúarkend ljóð, En síðan hefir verið fátt um þess- konar skáld í þeim löndum. Má virð- ast, sem lífið með þess mörgu viðfatrgs- efnum, samfara materíastefnunni, sem er mótstæðileg allri trú á yfirnáttúrlega hluti, hafi mjög verið þess valdandi; enda var þeim lengi, ef ekki enn^óljóst um hina nýju frjálsu skoðanastefnn, sem hin svo nefnda nýja guðfræði kennir. t hinum enskutalandi löndum er alt öðru máli að gegna; þar hefur lifað, frá því á miðri 18. öld, þessi hin nýja trú, með meiri ogminni krafti, þrátt fyrir hina ríku rétttrúunarflokka ogíltaldssemi bisk- upakirkjunnar og háskólanna. Mest og bezt hafa guðfræðingar Únítaraflokksins stutt að því, Líku hafir farið fram í Bandaríkjum Ameríku, þar sem þeir Thedór Parker og Channig kendti, Chanriing dó 1842, og nú er svo langt komið, að nýlega mælti einn merkur biskup þar í landi: »Vér prédikum all- ir Channing, hvaða trúarflokk, sent vér fylgjum.« Og hvað skáldin snertir, þá rná í fljótu bragði segja, að þrjú stærstu skáld Englendinga af 5 hafa verið trú- arvinir (c: hjónin BrovVning og Tenny- son), eti 2 fráskilin trú, (Morris og Swinburiie). En nálega öll beztu skáld Ameríkumanna hafa verið meir ogminna trúarskáId,(Emerson,Lowell, Longfellow, Bryant, Holmes, Wittier og Whilman, ef ekki einnig Poe), En engir hafa þeir »Eg dýrka ei þann dómara scm velttr örfáa til þess eilíflega að syngja sér lofsöngsljóð á meðan utan enda í eldi kveljast óieljandi fleiri. — Eg dýrka þann sem elur auman spörfugl, binn elskuríka föður sinna barna, er segir: elskið, frelsið, fyrirgefið; og bætir við: Reir vita ei hvað þeir gjöra.« Trúardeilur skáldsias voru ávalt stíl- aðar gegn hinum römmu Kalvinistum, sem enn eru strangastir kennimenn á fornan hátt í enskumælandi löndum. Skáldsins eigin trú er enn sýnilegri hér. «Pú fyrirlítur ei þitt fárátt barn, sem til þín flýr og þorir þig að biðja sem föður sinn um meir en viltu veita. Frá þinni hönd er hnöttur hver, hvert laufblað frá sömu hönd fær lítinn lýsihnött úr daggardropa. Rín imynd sólin sjálf, urngirt og mögnuð ómælandi logum, horfir frá hádags liintni, en fjól- an lyftir loklatisri brá,*og frá þeitn ógnareldi fær ilm og angan, allan lit og lögun.« 1 kvæði, sem hann nefndi »Manndóm» segir hann: »Eg krefst að fá að þekkja þann eg dýtka, því dýrkun mín er ella einskisvirði; sá er mér skipar, meinar mann með viti að hræsna er engin hlýðni. Fyrst vér æskjum að þekkja, þar næst treysta og þá að elska — þá er vér vitum verðleik hans til elsku og hjartað, þótt sé veikt, það veit af reynslu. Hens trúfesti skal meiri vera en manna, og meðaumkvun hans stærri kontt hjartáns,

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.