Norðri - 14.10.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 14.10.1909, Blaðsíða 2
162 NORÐRI NR. 41 „Bjarmi“ og þjóðskáldið á ,Sigurhæðum‘ Pað má ekki minna vera en að ein- hver »Bjarma»-maðar sendi þjóðskáld- inu, sr. Matthíasi þökk og kveðju fyrir greinina «Bjarmi«, sem Norðri flutti 19. ágúst í sumar. Blað vort hafði áður fengið hörð um- mæli frá sama manni, og jafnvel verið vísað til vistar í Surtshelli, enda þótt það muni hafa verið í fullu leyfisleysi eiganda hellisins. — En því vænna þótti oss vinum »Bjarma«, er sr. M. J. lýsir því yfir í byrjun greinarinnar, sem eg’nefndi, að hann'hefði ekki þekt blaðið fyr og reynt það miklu betra, en hann hugði. Vér samgleðjumst sr.'M. J. yfir víðsýni hans, er hann getur þess, þrátt fyrir skoðanamuninn, að «Bjarmi > sé »alveg ofsalaust blað og.ólíkt að hóg- værð flestum öðrum blöðum, sem þjóð vor les nú á dögum«. Og því ljúfara er mér að þakka þessi ummæli frá háttv. andstæðing mínum í trúmálum, er hann sjálfur hefir lýst því við mig munnlega, að þessi og önnur hlýleg ummæli hans um blað vort »hafi komið frá hjartanu» eða verið skrifuð af fullri sannfæringu.- Pað hefir aldrei verið ætlun vor, að berjast fyrir köldum, einstrengingslegum rétttrúnaði, sem telur það nauðsynlegt, og nægilegt, að játa með vörunum eitt- hvert ákveðið kenningakerfi. — Marg- ur «efasemdamaðurinn« kann að vera miklu nær guðsríki, en hinn, sem sinnu- leysi eða búksorg hefir náð á heljar- tökum, svo að hann hefir aldrei nent að efast um trúmál, enda þótt hann kunni að vera gramur í orði — yfir »óguð- Ieik vantrúarmannanna.* — — Mér er illa við þá þröngsýni, sem telur alla þá heimskingja eða hræsnara, sem ekki hafa sömu skoðun og maður sjálfur. Eins og kunnugt er, kemur þessháttar þröngsýni engu síður fram hjá sumum hrokafullum mentamönnum nýju guðfræðinnar, en hjá geðríkum leikprédikurum. — Stefna vor er að vekja og efla lifandi, starfandi kristiindóm á lúterskum grund- velli, fá menn til að hugsa skynsamlega um guðleg efni, svo að þeir sjái hvaða barnaskapur það er, að ætla spannarriti voru að gagnrýna ótakmarkaðan Drott- in og ráðstafanir hans. — En um fram alt viljum vér fá menn til að nema staðar við krossinn mikla og lítaá hann, sem hékk þar, og líta á sjálfa sig. Við könnumst fúslega við, að kirkju- snið vort hefir ýmsa galla og vel má svo vera, að vér vinnum að fullum að- skilnaði ríkis og kirkju. — Lúterska trúin er ekki alfullkomin í augum vor- um, en henni unnum vér þó mest og og teljum affarasælast fyrir oss íslendinga að vinna henni af alhug og ekki ein- göngu við og við um hejgar, en hlaupa hvorki í reformerta né únítara flokka. — Vér ætlum ekki sáluhjálpina bundnavið að trúa allri ritningunni, og unnum allri óhlutdrægri ransókn hennar en mótmælum hleypidómaransóknum, manna þeirra, er þykjast geta að óreyndu máliákveðið sannleiks- ogtrúargildi henn- ar, hvort sem rótin er hjátrú eða van- trú, og vér fullyrðum, að trúhneigðir menn geti enga varanlega hvíld fundið sálum sínum við efasemdir, spurningar- merki og getgátur ýmsra lærðra guð- fræðinga nútímans, já, fullyrðum, að þeir menn hafi ekki annað en steina fyrir brauð, er þreyttur maður og þjak- aður af synd og sorg leitar til þeirra. Rví er það rétt athugað hjá séra M. J., að ♦ mótsetningin er svo mikil, að sætt- ir eru óhugsandi». — En vér ætlum ekki að vikja, og erum vissir um, að halda velli, enda eigum vér þá sigur- von, sem heimspekin ein getur aldrei veitt. Oss þætti Iíklegt, að sr. M. J. væri oss sammála um, að kenningar nýju guðfræðinnar standi völtum fæti, og að framkoma hennar sé lítt hreinlynd, er hún annan daginn og annað veifið ve- fengir flestöll kraftaverk biflíunnar og rengir sannleiksgildi guðspjallanna, hvað þá annara bóka hennar, en kveðst þó hinn daginn trúa undri undranna, upp- risu Messíasar og ekki viljað binda kenn- inguna við neitt annað, en biflíuna — eða, er hún vill njóta allra hlunninda kristinnar þjóðkirkju og forðast únít- aranafnið sem heitan eld, þótt hún telji það þröngsýni og heimsku að trúa því. sem áður var talið og enner talið af ótal kristnum mönnum hyrningarstein- ar allrar kristninnar, sem sé guðdómi Krists og friðþægingu hans. Rá er opinská únítarastefna hreinlynd- ari og virðingarverðari. Erum við ekki sammála um það? Oss virðist ekki efasemdarstefnan vera vitrari né víðsýnni en aðrar trúmála- stefnur, nema síður sé, eða skyldu gætn- ir menn telja það víðsýni, eða vísindi, að hrópa við og við til andmælenda sinna: »Þið eruð ofstækismenn eða heimskingjar alllir saman, sem trúið meiru en eg.« Vér sjáum ekki aðinnbyrðis kærleikur, atorka og þjóðarheill hafi vaxið í þjóð- lífi voru við starf t. d. herra Einars Hjörleifssonar, sem öllum öðrum frem- ur hefir komið sumum guðfræðingum vorum beinlínis ogóbeinlínis ti! að kunn- gera íslenskri alþýðu efasemdaguðfræð- ina. Og vér ætlum engan sannfarsælan, sem taka má undir með skáldinu: «Guð, minn guð, eg hrópa gegnum myrkrið svarta, eins og út úr ofni æfi stiknað hjarta.« Hitt teljum vér þjóðráð, bæði fyrir þetta líf og annað, og fylgja ráð, sama skáldsins, er hann kveður: »Lifðu, Jesú, heimsins hylli heiður, snilli og frægðarglans aldrei veitt fá anda þínum einnar stundar frið sem hans*. Sigurbjörn Á. Gislason. Símfréttir til Norðra. Carl Kiickler er orðinn£riddari af dannebrog. Norskur konsúll í Reykjavík er Klingenberg skipaður, með 8000 kr. árslaunum. Ounnar Hafstein er orðinn bankastjóri í Rórshöfn í Færey- jum. • Ólafur Halldórsson konferens- ráð lætur af forstöðu íslenzku stjórnarskrifstofunnar í Kaup- mannahöfn. Eftirmaður hans verður líklega Jón Krabbe. Bjarni frá Vogi var á fundi íslenskra stúdenta í Kaupmanna- höfn og var honum þar heldur illa tekið. Frá Kaupmannahöfn fór Bjarni til Noregs og þaðan suður á Þýzkaland, eða ef til vill lengra suður í lönd. Líklegt er talið, að Pétur Zofaníasson bankaritari kaupi Þjóðólf; samningar um þaðstanda nú yfir. Markaðsfréttir. Kaupm.hötn 16. sept. 1909. Saltfiskur. A Spáni er markaðurinn ávalt daufur og til Ítalíu hefir heldur ekkert verið selt, en þaðan hafa þó kom- ið boð; Kr: 50.00 fyrir smáfisk og kr. 40.00 fyrir ísu, pr. sk.pd. Hér á staðnum er verðið sem stendur þetta: Málfiskur kr. 55,00 — 65,00 pr. sk. pd. Smáfiskur — 45,00 — 48,00 — — — ísa - 35,00-40,00 - - - alt eftir gæðum. — Harðfiskur var síðast borgaður með kr. 100,00 sk. pd., bezta tegund. Hér liggur mikið óselt og eftirspurn engin. Sundmagar, markaður daufur og]eng- inn eftirspurn, síðast borgaðir með 0.65 pd. Ull er altaf að stíga í verði erlendis. Haustull, hvít Kr. 0,62 pd. Vorull, mislit, — 0,61 — Síld. Stór herpinóta og rekneta síld er borguð með kr: 0,20^/z pr. kilo. Millisild er ervitt að selja og var verð- ið síðast Kr. 14,50 pr. tunnu. Smá nótasíld kr. 11.00 ---- Saltkjöt. Markaður daufur; af því menn búast við að mjög mikið kjöt komi frá íslandi í haust, Einn maður býður þessa dagana nokkur þúsund tunnur fyrir 50 kr. alment kjöt og 53 kr. dilkakjöt, en með þvi verði mun aðeins seljast mjög litið. Gærur hafa verið botgaðar með kr. 6.75, en nú er markaðurinn daufari og sern stendur varla hægt að fá kr. 6.50 fyrir búntið. Tóvara. Markaður daufur, og varla hægt að búast við hærra verði en 80 aurum fyrir heilsokka 60 — — hálfsokka, 40 — — vetlinga; jafnt fyrir grátt og hvítt. Rúgur og rúgmjöl er að lækka í verði; sykur að stíga, annars er verð á útl. vörutn óbreytt frá síðustu skýrslu. íslenzku glímumennirnlr. voru þegar síðast fréttist í Berlín. Reim hefir gengið vel alt fram að þessu. f sumar sýndu þeir glímur við landssýn- inguna í Arósum og unnu sér þar góð- an orðstýr. Jóhannes Jósefssoit glímdi þar meðal annara við jótskan mann, sem talinn var tröllaukinn bæði að vexti og afli. Peir glímdu þrjá dagana og Jótinn féll í öll skiftin. Raðan fóru þeir til Hamborgar og glímdi Jóhannes þar við tvo nafnkenda íþróftameun og vann þá báða. — Til Berlínar fóru þeir í byrjun september- mánaðar, og hafa glímur þeirra þar vakið mikla athygli meðal íþróttamanna. Mörg af merkari blöðum á Rýzkalandi ljúka miklu lofsorði á íslenzku glímuna, sem íþrótt, þar á meðal t. d. «Ham- burger Nachrichten < og »General An- zeiger* í Hamborg, og Volks Zeitung*, «Lokal Anzeiger» og fleiri blöð í Berlín. Rau bera íslenzku glímuna saman við aðrar glímu-íþróttir, japanska glímu, grísk-rómverska glímu, ogtelja íslenzku glímuna þar fremsta. Rau halda því fram, að eftirleiðis sé það sjálfsagt, að öll íþróttafélög ætti að taka upp íslenzkar glímur, og það er mjög sennilegt, að glíman ryðji sér fljótlega braut, sem ein af hiuum álitlegustu fimleika-íþróttum. Ýms íþróttafélög, bæði í Danmörku og á Þýzkalandi hefir sýnt (óhannesi við- urkenning á ýmsan veg, sent honum lárviðarsveiga o. s. frv. — Hvort þeir fara frá Berlín var ekki til fulls afráðið, jafn- vel í ráði, að þeir fari til Rússlands. Kýrnar prestsins. Eftir Hjálmar Söderberg. [Framh.] En það er nú til allrar lukku svo, að þessar æstu geðshræringar eiga sér sjaldan langan aldur — síst hjá nautgripunum. — Eftir litla stund fóru kýrnar að hugsa nieira um grasið í haganum, en skepnuna í trénu, og eg faldi mig í liminu svo vel sem eg gat, til þess að þær skyldu gleynia mér. Kýrnar voru farnar að bíta, sumar lötruðu burtu og hópurinn var farinn að tvístrast, svo eg gjörði mér von um að sleppa von bráðar, enda settust körturuar á birkiberk- inttm í skrokkinn á mér, svo að mig var farið að svíða hér og þar undan þeim. — En þá alt í einu heyri eg mannamál og hlátur og það voru kvennmannaraddir. ísömu svifum sá eg koma þrjár stúlkur fram úr skóginum og halda út með vatninu. Það var kenslukonan frá barnaskólanum og tvær dætur skraddarans — postulans, sem eg gat um _ allar þrjár auðvitað »há-heilagar“ »frelsaðar» og »rétt-trúaðar.» Þær voru með stóra hvíta þerridúka á handleggnum, ætl- uðu sýnilega í laug. — Eg skal ekki neita því, að eg fór að tauta sitt hvað við sjálf- an mig í hálfum hljóðum og sagði sem svo: »nú gengur veröldin af göflunum-» En það fastréð eg við sjálfan mig að láta þær ekki sjá mig og heitstrengdi að horfa á með an í aðra átt, upp til lands. Nú, annars var þarna svo sem ekkert merkilegt að sjá — að undantekinni yngstu stúlkunni — Þær voru nefnilega svo handfljótar og bráðar á sér, að eg fékk ekkert ríðrúm, varla til að hugsa um, hvað eg ætti að gjöra. Áður en eg var búinn líta undan var yngsta stúlk- an búin að brjóta saman fötin sín og legg- ja þau á stein og farin að vaða út í vatnið. í raun og veru þorði eg heldur ekki að snúa til höfðinu, því eg var hræddur um að þá mundi skrjáfa í liminu. Nú, þær óðu út allar þrjár, og syntu frá landi, en eg sat uppi í trénu og bærði ekki á mér. Eg var hættur að finna til sviða í skrokknum und- an birkiberkinum, skinnið farið að venjast við körturnar, eg beið rólegur átektaog var farinn að gjöra mér von um, að þetta æfintýr mundi fá happasælan endir. — Það varð nú og, þótt reyndar yrði þaðá annan veg, en eg hugsaði mér. — Nú syntu stúlkurnar til lands, en kenslu- konuna bar að landi spo'takorn frá, náHúr- lega einmitt þar sem fötin mín lágu. Hún kom hlaupandi í ofboði til hinna og sagði frá, að hún hefði fundið karlmannsföt — karlmaður hefði víst farið í laug hér rétt hjá. — — Hvað hefur orðið af lionum ?— Lík- lega synt langt út á vatn. — Kemur líklega von bráðar. — Þær ruku í fötin í ofboði.— Stóðu svo kyrrar með öndinaí hálsinum og hlustuðu og störðu í allar áttir — þær sáu ekkert og þær heýrðu ekkert. — Hann skyldi þó aldrei hafa druknað, og hver skyldi það vera? — Það verður að skoða betur fötin— yngsta stúlkan er huguðust, hún læðist þangað sem fölin eru og skoðar þau. »Það eru fötin prestins» segir hún þegar hún kemur aftur. »Nei, ef hann skyldi nú hafa druknað. Hvað ætli þáhafi orðið um sálina?» »Að heyra til þín,» sagði kenslukonan og lagði undir flatt, mjög hugsi. < Sálin, hvern skollann varðar þig um sálina» sagði yngsta stúlkan. Það var reiðikeimur í röddinni og þó heyrðist, að hún var með grátstaf í kverk- unum. Þegar hann fermdi mig og eg gekk til prestins fyrir þrem árum síðan, þá féll mér svo makalaust vel við hann, þó að hann nú ekki hefði þá rétta trú. Quð er vístheld- ur ekki eins harðbjósta og þú». Alt í einu steinþögnuðu þær, höfuðin snérust eins og kipt væri í taug, þær störðu, steini lostnar, upp í tréð. Svo þrí-raddað kvenna-óp af öllum kröftum — og horfnar voru þær eins og fjaðrafok. Loksins gat eg nú skreiðst niður úr trénu. Eg var furðanlega rólegur í huga, eftir því sem um var að gjöra, því útlitið, var alt annað en glæsilegt. Vissulega hefir aldrei neinn »vesæll drottins þénari“ kom- ist saklaus í herfilegri klípu. — Eftir drykk- langa stund kom skraddarinn og nteð hon- um tveir menn úr söfnuði „hinna heilögu.“ Það var tatsverður asasvipur á þeim og úr augum skraddarans brann eldur guðmóðs og spámannleg vandlætingasemi. Þú getur ímyndað þér hvað hann, þrælbeinið, hefir ver- ið himinlifandi yfir að hugsa til þess, að fá nú köllun til þess að útreka djöfulinn úr öðrum eins höfðingja og mér, stnum eigin sóknarpresti, lögskipuðum sálnahirði þessa kristilega Safnaðar.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.