Norðri - 04.11.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 04.11.1909, Blaðsíða 1
 IV. 44, Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opinkl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—.7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fiintud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10—11 f. h. Uíbú Islandsbanka 11 —2 Utbú Landsbankans 11 — 12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. rrúföst mánudagskv. kl. 8. Falsvittii. «ÆtIa mætti, að deilurnar um það, hvað standi í þessum samningum (c: samgöngusamningunum við Tborefélagið) gætu fallið niður, þegar menn hafa satnn- ingana fyrir sér, svart áhvítu,« segir rit- stjóri Norðurlands í síðasta tbl. blaðsins. Petta, úl af fyrir sig, er skynsamlega mælt. Að óreyndu skyldi enginn gera rád fyrir því, að jafn þýðingarmikill samningur og hér ræðir um, þar seni ráðstafað er nærfelt 700.000 kr. af lands- fé, sé þannig úr garði gerður, að efni hans geti orkað tvímælis. Og því síð- ur skyldu menu ætla þetta, sem samn- ingsaðilinn af íslands hálfu, ráðherrann, og flokksmenn hans, hafa hingað til þókst leggja afarmikla áherzlu á tví- mælislausa samninga, eins og líka rétt er. Að sönnu getur oftast komið fyrir, að ýms minni háttar ákvæði langra og margbrotinna samninga geti verið efa- söm, en þess verður að krefjast, að minsta kosti, að höfuðákvæðin séu skýr og glögg. - Sé þessi samningur lesinn með at- hygli og það sem ritað hefir verið um hann, bœði með og móti, getur naum- ast hjá því farið, að öllum skynsömum mönnum verði það Ijóst að minnsta kosti, að allmargt í honum getur «ork- að tvímælis* og að engin ákvæði finn- ast í honum, um ýms afar þýðingar- mikil atriði t. d. það hve stór og hvernig útbúin þau skip eiga að vera, er nota á til inillilandaferðanna. Einnig getur menn deilt á um það hversu hag- vænlegur þessi samningur í heild sinni sé landinu til handa, en um skýr og glögg ákvæði hans ætti enga læsa og heilvita menn að geta deilt á, ef þeir á annað borð hafa kynt sér hann og nent að. hugsa um hann, og vilja segja sannleikann. Hér skal eigi að þessu sinni frekar gert að umræðuefni hver ákvæði kunna að vanta í samninginn, og eigi heldur hver þeirra geti orkað tvímælis, og ekki einu sinni það, hvort samningurinn, í heild sinni, sé landinu hagvænlegur eða ekki. Hér skal aðeins tekið til athugun- ar eitt einasta ákvæði í samningnum, er stendur þar berum og skýrum orðum. það er ákvæðið um að Thorefélagið fái 6000 kr. á ári fyrir að flyta póst frá íslandi til annara landa (að Hamborg undanskilinni) samanborið við 13. gr. A. 2. tölulið fjárlaga íslands um árin 1910-1911. Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19. Akureyri, Fimtudaginn 4. nóvember. Fyrir það að halda uppi öllum hin- um áskildu ferðum, bæði strandferðun- um og öllum millilandaferðunum fær Thorefélagið 60000 kr. á ári. Þetta stend- ur skýrutn orðum f samningum, svo að um það virðist naumast unt að deila. Þetta er fast tillag, sem félagið fær í 10 ár. í 13. gr. fjárlaganna A. 2. eru veittar 12000 kr. áári til þess að flytja póst- sendingar «með skipum, sem ekki njóta fasts tillags, milli íslands og útlanda.« Af þessu fé eru Thorefélaginu veittar 6000 kr. á ári. Þetta félag nýtur fasts tillags, og þó er því veitt það fé, sem aðeins má veita skipum, er ekki njóta fasts tillags. Er unt að breyta greinilegar þvert á móti ákvceðum fjár- laganna? Er hægt að drýgja greinilegra fjárlagabrot? Þrátt fyrir þessi skýru og tvímælis- lausu ákvæði samningsins og fjárlag- anna, þrætir Isafold stöðugt fyrir það, að ráðherrann hafi hér brotið fjárlögin, án þess auðvitað að geta fært eina einustu skytisamlega ástæðu fyrir máli sínu. Lesið þér sjálfir ísafold til þess að sannfærast um, að þetta er satt. Það virðist þurfa meira en meðal ó- svífni til að þræta fyrir það, sem er jafn auðsær og óhrekjanlegur sannleiki. Jafnvel ísafold sjálfri virtist naumast trúandi til slíkrar fúlmensku, þótt hún sé margreynd að því, að láta sér ekki alt fyrir brjósti brenna. En þessi hefir samt orðið reyndin á. En sé þetta mál nákvæmlega athug- að, þá verður því ekki neitað, að Isa- fold hefir hér ofurlitla afsökun. Það er alsiða, að stórglæpamenn þræti fyrir glæpi, sem þeir eru sakaðir um, þótt sannað sé með órækum sönnunum, að þeir séu valdir að verkinu, og jafnvel þótt þeir hafi verið staðnir að því. Þeim er dálítil vorkunn. Þeir eru að reyna að koma sér undan hegningu og það vill flestum verða, að klóra í bakk- ann í lengstu lög. Jafnvel þótt ísafold hefði borið þennan framburð sinn fyrir réttihefði þaðnaumastgetaðtalizthegning- arvert athæfi, því hegningarlögin leggja ekki hegningu við fölskum framburði, ef sá, er gerir sig sekan um hann, hef- ir ástæðu til að halda, að málefnið varði hann sjálfan eða það er svo í raun og veiu. Ráðherrann á sjálfur ísa- fold, annar sonur hans er ritstjóri blaðs- ins og hitm sonúr hans hefir gert samn- inginn fyrir hönd Thorefélagsins. Þetta mál varðar þá því sjálfa persónulega. I þessu liggur afsökun »ísafoldar». Hún er af sama toga spunnin, og afsökun þeirra glæpamanna, er þræta fyrir glæpi sína, afsökun þeirraljúgvitna,erbera falsk- an vitnisburð f sínum eigin málum. En ótrúlegastvirðist það vera, að nokk- urt blað annað en ísafold og nokkur annar maður en ráðherrann sjálfur og sonur hans mundi taka í þenna sama streng og gera sig meðsekan f jafn fölskum vitnisburði frammi fyrir dóm- stóli þjóðarinnar. Helztu flokksblöð ráðherrans, Þjóð- ólfur og Þjóðviljinn, hafa líka fundið að þessu athæfi eða leitt það hjá sér. Aðeins «Norðurland eitt blygðast sín ekki fyrir að bera vísvitandi falskan vitn- isburð í þessu máli. Ritstjóri þess, þing- maðurinn okkar Akureyrarbúa, álítur það sóma sínum samboðið, að þræta fyrir það sem stendur svart á hvítu í hans eigin blaði. Og hann hefir enga afsök- un, ekki einu sinni samskonar afsökun og «ísafo!d», því þetta mál varðar h.ann ekki sjálfan, og hann hefir enga ástæðu til að ætla að svo sé. Hans vitnisburð- ur væri því hegningarverður að lögum, hefði hann verið borinn fyrir rétti, því að hann er vísvitandi falskur, svo fram- arlega sem ritstjórinn er með öllum mjalla og læs — og það er hann. Ef sá er nokkur, er dirfist að mæla þessu athæfi »Norðurlands«-ritstjórans bót, þá skal hér með skorað á hann að gera það öpinberlega, sjálfum sér og þjóðinni til maklegs heiðurs — eða svívirðingar. Ferðalag fugla í Vesturheimi. Úr Review of R. Tvisvar á ári falla eins og sjávarflóð um alla Norður-Ameríku ógrynnisöldur fleygra fugla — menn gizka á hálft fjórða þúsund miljóna. A haustin ber- ast þær öldur frá norðri til suðurs, en frá suðri til norðurs á vorin. Þó ná margir hinna seinfærari ekki alla leið á vorin, þangað til í júnímánuði, enda leggja hinir fyrstu flokkar aftur á stað í suðurför sína þegar líður fram í júlí. Aætlunin um fjöldann, sem gizkað er á, hún er bygð á því, að ein ekra er ætl- uð hverjum einstökum fugli að meðal- tali. Annars ferðast fuglar mjög mistangt í búferluin sínum, sumir færa sig lítið lengra en 100 mílur frá vetrar til vor- stöðva, en aðrir mörg hundruð mílur, og flestir fljúga tvisvar á ári hverju milli nyrðstu og köldustu landa Ameríku og Patagóníu allra syðst, en það eru 1600 danskar mílur. Rök þessa ferðalags eru mönnum lítt kunn enn. Má vera að fuglarnir í fyrstu hafi flúið að norðan sakir fæðuskorts; en þó er það skrítið, að margir þeirra leggja einmitt á stað suður, þegar næg- ast er í kringum þá af þeirri fæðu sem þeim þykir bezt. Sumar tegundir lifa mest af skordýrum, en hverfa þó suður snemma í júlí, þegar mestar eru nægt- irnar. Aftur fara flestir eins að ráði sínu, þegar þeir hverfa norður, þá fara þeir ein- mitt frá allsnægtunum; verður það til þess, að hretin norður frá bana þeim með sulti og frosti þúsundum saman. en það horfa þeir ekki í. Ekki er heldur svo hægt að segja hvar hið verulega fósturland fuglanna sé, hvort það sé í kuldanum norðurfrá eða í hitanum suður f löndum. Engin teg- und þessara fugla verpir suður frá í vetrarstöðvum sínum, heldur flykkjast þær allar norður eftir álfunni til að verpa þar og koma upp ungviði sínu — á þeim sömu stöðvum, þar sem þeir sjálfir fæddust upp. Enn er það kynlegt, að fuglarnir velja 1909. aldrei aðra hvora þá leið, sem vér mundum kjósa af visku vorri eða fá- vizku. Önnur sú leið er svo eðlileg, að fuglafræðingar vorir álitu það lengi sjálfsagt, að farfuglarnir færu hana; en nú hefir eftirtektin kent annað. Sú leið, sem langflestir fuglar fara er frá Flórída- skaga til Suður-Mexikó og Mið-Ameríku, sem fyllir 700 mílna veg þvert yfir Mexikóflóann, auk ótal háskasemda. En vér hefðum kjörið að fara eyjaleiðina. Nei, þá leið vilja þeir ekki, en flóinn og Flórída er fult af ferðafugli 8 mánuði ársins. Venjulega eru fuglarnir á ferð á ncttunni, en ekki á dagion. Mesti ferðataskur allra fugla mun vera blessuð heiðlóin (lóan). Á sumrin býr hún fyrir norðan heimskautsbaug en á veturna 500 danskar mílur fyrir sunnan miðjarðarlínu! Pær verpa mjög í kring- um hinn kalda Húdsonsflóa og norður við Behrings-sund, og jafnvel sumar miklu norðar en það. í ágústm. eru ungarnir orðnir stálpaðir; fara þær þá suður á Helluland (Labrador) og fita sig þar á krækiberjum. Síðan halda þær til Nýja Skotlands og sé veðráttan þol- anleg, alla leið til Suður-Ameríku, 480 mílur; koma þær þá hvergi við land, nema stöku sinnum á Bermudaeyjunum eða Antillunum. í sept. eru þær komn- ar suður í Brasilíu og Argentinu. Par dvelja þær í 6 mánuði og njóta sælla stunda eftir margar þungar raunir og mikið umstang og armæðu Tyrir sér og börnum sínum. Pað er því heill sorgarleikur, sem fólginn er í hinum litlu lóu visum, sem enda svo hörmulega: «alla étið hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu»! M. J. Hreint loft. »Það vita allir,» segir enskur læknir, «að loftið, sem vér öndum að oss, hefir mestu áhrif á heilsu vora og lífs- krafta; ferskt loft er hið fyrsta lífsskil- yrði. En það er sáður öllum ljóst, að oss er vel hægt að auka loftraun og loftþol lungnanna. En það er þó flest- um kunnugt, að þeir sem hafa stærst og sterkust lungu eru æfinlega hraust menni og fyrir þá sök gæddir góðu skilyrði til að ná hárri elli. En þó er þess ekki síður vert að geta, að grann- ir og veikbrjósla menn geta stórum styrkt andardráttarfæri sín með jafnri og mátu- legri æfingu og aðbúnaði. Aðalráðið er að draga djúpt andann, þangað til sú regla er orðin að vana. Par næst er að neyta sí og æ hreina loftsins, bæði nótt og dag. Ofmikið ferskt loft hefir enginn, sem orðinn er því vanur, en hitt er tíðara, að menn anda að sér skemdu lofti. Gleymum ekki, að hver maður get- ur án fæðu lifað heila viku eða leng- ur; haldið heilsu og kröftum, án þess að hreyfa sig svo og svo lengi, vera svefnlaus dægrum saman — en án lofts aðeins fáeinar mínútur.* M., J. r

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.