Norðri - 04.11.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 04.11.1909, Blaðsíða 2
NR. 44 NORÐPI. 174 Frjósemi. Á vorum dögum, þegar fækkunfæð- inga meðal siðaðra þjóða er farin að gera eigi aðeins franska stjórnmálamenn áhyggjufulla, heldur einnig Roosevelt, Vilhjálm keisara og þeirra líkaf þá er ekki ófróðlegt að sjá, hve frjósamir mennirnir geta verið. Stundum fæðir ein kona fleiri börn í einu, heldur en að jafnaði fæðast í löngu hjónabandi, því þær iáta ekki altaf sitja við þríbura eða fjórbura. Frá síðastliðinni öld þekk- ja menn að m. k. 7 slíkar fæðingar í Evropu og Norðurameríku, en þau af börnum þessum, sem ekki fæddust and- vana, dóu næstum öll strax eftir fæð- inguna. Aðeins frú Hirsh í Dallas íTexas var svo iánsöm, að öll börnin sem hún eignaðist árið 1888, þá fæddi hún fjóra syni og tvær dætur, lifðu og döfnuðu vel. I spönsku læknisfræðistímariti. «EI Oenio medico-chirurgo,*' semkemur eða kom út í Madríd, er 22. nóv. 1885, sagt frá því, að kona ein í San Ilde- fonso við Valladolid, hafi aiiðá'einu 7 börn og í «Boston mediel and chirurgical Journal — frá 16. sept. 1872 er sagt frá því, að Mrs. Bradlee íOhiohafiþað sama ár alið 8 börn.« Börnin voru öll lifandi og heilbrygð, en smávaxin sem von var. í «La France Medicale«, 20. júní 1880, er sagt frá þeim at- burði, að kona hafi alið 8 börn, en það var fyrir tímann. Rað er mjög vafa samt, að nokkur kona hafi nokkru sinni borið fleiri en átta lífsfræ undir brjóst- um sér í einu, því þær frásagnir, sem til eru um fíeiri, en allar gamlar og heldur ótrúlegar. En átta er líka talsvert. Einstöku konur eru, jafnvel þó vér byggjum á nýjum ogalveg áieiðanleg- um rannsóknum, nærri því hræðilega frjósamar, einkum er það töluvert al- gengt, að sama konan elur mörg börn í einu, hvað eftir annað. Um konu eina roskna sem 22. desember 1895 var myrt í Indiana, kom það í Ijós við rétt- arrannsóknir út af morðinu, að hún var 25 barna móðir, og hafði sjö sinnum átt tvíbura. Eftir frásögn «Massachuetts Medical Journal« í mars 1893hafði kona ein, Mrs. M; sem þá var 32 ára að aldri, og giftist þegar hún var 14 ára, aiið 21 barn, nl. eina fjórbura, tvenna þríbura, ferna tvíbura ogþrenna einbura. Ró kemst hvorug þessara kvenna í hálf- kvisti við Maddlenu Granata frá Nocera í Miðítalíu. Hún giftist að sögn 28 ára gömul og hafði árið 1886, 47 ára göm- ul, alið 52 börn, þar af voru 49 dreng ir. Hún hafði fimmtán siitnum alið þrí- bura. Feodor Vassilet var óvanalega far- sæll í hjúskapnum, að m. k, að því er barnafjöldann snertir, því fyrri kona hans ól honum 69 börn í 27 fæðingum, nl. 16 tvíbura, 7 þríbura, 4 fjórbura; síðari konan ól honum 18 börn í 8 fæðingum. Pegar hann, árið 1872, var 75 ára gamall lifðu 83 af þessunt 87 börnum, og sagan er ekki lygi, heldur nákvæmlega rannsökuð og sönnuð. Jafnvel þó konur ekki ali fleirbura geta þær þó eignast sæntilega stóran barnahóp. í »British Medical Jo- urnal« 26. sept. 1872 er sagt frá konu, sem giptist 16 ára gömul og dó64 ára, og hafði eignast 32 dætur og 7 syni, sem öll náðu fullorðinsaldri. Þetta virð- ist vera hámarkið, því eldri frásagnir um konur, sem sagt er að hafi alið 44 — alt sveinbörnl— 51og 62 börn, eitt í einu, virðast ótrúlegar. Hve mikinn fjölda afkomenda menn geta eignast í lifandi lífi, jafnvel í þeim löndum, þar sem fleirkvæni er bannað, sést af þessum frásögnum: «Árið 1883 flutti Lucas Nequeiras Saez, sem hafði 70 árum áður farið til Ameríku, heim til Spánar á gufuskipi, sem hann sjálfur átti, með allri fjölskyldu sinni, sem var 197 manns. Hann hafði verið þrígiftur og eignast í þessum hjóna- böndum 37 börn, og var hið elzta beirra 70 en hið yngsta 13 ára. Auk þess átti hann 79 barnabörn og 84 barnabarnabörn, sem öll voru á lífi, en þrjú af börnum hans voru dáin. Sjálfur var hann 93 ára gamall og stálhraust- ur. I kirkjugarði einum í Litchfield, Conne- cticut, er legsteinn með þessari áritun; »Hér hvílir Mrs. Mary, kona Dr. John Bulls. Hún dó 4. nóvember 1778 á 90. ári og eignaðist 13 börn, 101 barna- barn, 273 barnabarna-börn og 22 barna- barna-barnabörn, alls 410 afkomendur, af þeim lifðu hana 336.» í kirkjunni í Esher (á Englandi?) er áletrun sem seg- ir frá því, að Mrs. Mary, móðir Mart- eins, hafi dáið 18. apríl 1634, eftir að hafa lifað það að sjá nær 400 afkom- endur sína,— Það væri auðvelt að finna fleiri dæmi um frjósemi mannkynsins bæði fyr og nú, en það sem hér er skýrt frá, ætti að nægja til að sýna, að ef hvíti kyit- þátturinn dregst upp, þá er það ekki sökum þess, að hann sé orðin ófrjó- samur. Þýtt úr »Frem» Mannaveiðar. Amerízk saga,— Peyton reykti, á meðati ungi auð- ntaðurinn Billy Gunn, bæði í gamni og alvöru, sagði honum frá vandræðum sínum. «Þessi hjónabandssaga gerir mig veik- an. Mér er óskiljanlegt, hvernig eg hefi sloppið til þessa. Því þegar eg fór til Evrópu, hitti eg yngstu systir fi ú Wriglit, þú kannast við hana, sem brosir svo fallega, á sama skipi og eg var með. Hún varð hissa á því að hitta mig, sagði hún. En hvert sem eg fór í Ev- rópu hitti eg hana, og alt af var hún jafn forviða yfir að sjá mig. Eg var rétt að því kominn að flækjast í netinu, þegar faðir minn varð bráðkvaddur, svo eg varð að hætta ferðalaginu. En Jimmie Wright fékk konu sína á sama hátt. Eg hefi aldrei séð hana, því þá bjó eg í Mexikó; en Jimmie segir að hún sé forkunnar fögur oghún hafi alltaf orðið á vegi hans, hvar sem hann var. — Einn dag lét hún í Ijósi, að hún væri hrædd um, að honum leiddist að hitta sig. Jirnmie svaraði: »Það er öðru nær, ungfrú, eg hefi ánægju af að sjá yður.« Þá spurði hún hvort honum litist vel á sig. Og hann svaraði: »Auðvitað, ungfrú,« En í fögnuði yfir þessu svari hrópaði hún, að hún skyldi líka gjöra hann hamingjusaman. — Og svo voru þau trúlofuð Jiminie álítur að flest hjónabönd verði til á þennan hátt. Raunar skildu þau eftir eitt ár, af því konan varð þess vísari, að Jimmie var ekki ríkur. Þú skalt ekki halda, að eg sé þótta- fullur, Peyton, en eg hefi reiknað það út, að nálægt fimmtíu ungum stúlkum ætli sér mig á ári hverju. I það eina skifti sem eg hefi þóst óhultur fyrir blessuðum hjúskaparfúsu stúlkunum var þegar eg lá í taugaveiki. En jafnvel þá er eg hræddur um að hjúkrunarkonan hafi gjört sér von um að eg mundi launa henni umönnunina með því------- jú, þú skilur. Þá datt mér það snjall- ræði í hug að skifta um hjúkrunarkonu tvisvar í viku og það dugði. Jimmie segir að frú Day sé kunn að því að geta útvegað dætrum sínum eig- inmenn óðara en þær fara að taka þátt í félagslífinu. Fjórar er hún þegar laus við, og hefir nú augastað á mér handa þeirri fimtu. Eg þori varla að vera á gangi úti; ek alltaf í sjálfhreyfivagni, og vagnstjórinn hefir fengið alvarlega áminningu um að stansa ekki, jafnvel þó að kona bendi.— Eg var vanur að láta vagninn bíða úti fyrir þar sem eg var í heimsóknum, en þá fann Susan de Were upp á því, að koma mér að óvörum með þvi að setjast upp í vagn- inn og bíða mín þar. — Nú, hvað á eg að taka til bragðs, Peyton. — Sá, sem ávarpaður var, kveykti sér í nýjum vindli og svaraði: <Clara Allan trúlofaðist mér í gær- kveld. Eg var hræddur um að það mundi enda þannig, en hvað átti eg að gjöra. Og, þú, hvers vegna giftist þú ekki stúlkunni, sem brosir svo fallega. — «Af því eg er karlmaður og vil ekki. — « «Nú, jæja, farðu þá burt úr New York, þangað, scm enginn getur fundið þig. Búðu á laun í einhverjum skógi í Maine. Það væri rösk stúlka, sem þef- aði þig upp þar. Og svo geturðu hvíit þig áður en veiðarnar byrja. — «Já, Jimmie hefirráðlagt mér þetta líka, auminginn, hann var í sinni tíð illa of- sóttur, og átti hann þó fimm miljónum dollara minna en eg. En þakka þér fyr- ir ráð þitt, Peyton, á morgun flyt eg út í eyðiskóginn. — Peyton gekk út að gluggunum og kom þangað í tæka tíð til að sjá vin sinn þjóta á stað í sjálfhreyfivagninum, einmitt um leið og ung stúlka gekk yf- ir götuna og veifaði handskjólinu lil að vekja eftirtekt hans á sér. »Aurmngja Gunn», tautaði hann. «Eg þori að veðja því, að hann finnst, jafnvel í Maine.« Emn dag í janúarmánuði, kom Gunn aftur til Peytons. »Nú, þú varst þá veiddur«, sagði Pey- ton biosandi. «Já, vínur,« sagði Gunn, himinlifandi af fögnuði, «þegar eg skildi við þig fyrir þrem vikum, var eg veik- ur. Eg trúði ekki á einlægni kvenna, en tortryggði þær ávalt. Fyrstu sex dag- ana af þessari útlegð, sem eg hafði farið í af frjálsum vilja, braut eg heilann um vandræði mín. Sjöunda daginn fékk eg mér dálítinn skíðasprett og rann þá beint í fangið á ungri stúlku. Eg ætl- aði óðara að leggja á flótta, en þá kall- aði hún til mín og bað mig með tárin í augunum að hjálpa sér; hún hafði meiðst á fæti.— Eg varð að bera hana mílu vegar, þangað sem frændfólk hennar bjó sér til heilsubótar. Hún var lítil og dökk- hærð, með stór móleit augu —indæl vera, og svo náttúrleg. Henni á eg það að þakka, að eg öðlaðist aftur trúna á kon- una. — Hún þekkti ekki ætt rnína, og hafði enga hugmynd um efnahag minn, og þegar eg bað hana að verða kon- an mín, sá eg, að eg hafði unnið hjarta hennar með manngildi mínu einu sam- an. Við giftumst í gær og förum í dag til Miðjarðarhafsins á skútu minni. Ó6k- aðu mér til hamingju. Konan mín er perla og eg er farsælasti maðurinn á jarðríki. Komdu út að glugganum, Pey- ton, þá geturðu séð Genevieve í vagnin- um mínum. «Genevieve« hrópaði Peyton. Hann stóð snögglega á fætur og gekk út að glugg- anum, og þá fór hann óðara að hlæg< )'a-- . _ ... <Nú, þefaði hún þig uppi, að sjo dögum liðnum.» «Hvað áttu við,« spurði Gunn ákaf- ur. Já, sjáðu, daginn eflir brottför þína heimsótti egunnustu mína ogsagði henni frá fyrirætlun þinni. Konan þarna niðri er bezta vinstúlka unnustu minnar og heyrði alt. Ó, blessað sakleysið, þessi indæla vera. Og hvað skyldi Jimmie seg- ja um þetta.» »Jimmie, hvað kemur konan mín hon- um við.—« «í guðs bænum, Gunn, skilur þú ekki?« Þú hefir gifst konu Jimmies, sem hann skildi við.— „Andvari,“ 1909. Ársrit Þjóðvinafélagsins eru með bezta og ríflegasta móti í ár, hvert um sig: »Andvari», »Dýravinurinn« og »A1- manakið.« En hér skal sérstakíega minst á aðalritið. Það er töluvert stærra en að undan- förnu. Fremst er æfisaga Ben. Gröndals eftir Þorst. Gíslason, stutt en vel sam- in og fylgir ágæt mynd af skáldinu, sitjandi með bók, er hann les í auðsærri ákefð. Þá kemur lengsta og langmerkasta greinin: »Enn um upphaf konungsvalds á Islandi. Ettir Björn Magnússon Ólsen.« Þá kem- ur: «Fáeinar athugasemdir um skynjan og skilningarvit.» Fyrirlestur eftir Þor- vald Thoroddsen. Það er lipur og létt- ur fróðleikur um erviða og þungskilda hluti. Þá kemur grein Magn. dýralækn- is um aðflutningsbann á áfengi, áskor- un til þingmanna 17.febr. þ. á. Er hún á réttum stað hér, svo að bannvinir viti hvar henuar sé að leita, þegar sá tími kemur, að af þeim er runnin víman og þeir fara að taka sönsum. En á meðan á æsingamálum stendur eru þeir menn teljandi, sem sönsum taka. Þá keinur: »Fiskiransóknir Bjarna Sæmundssonar« gerðar í sumar sem leið, fróðlegar og greinilegar að vanda. Þetta sinn ran- sakaði hann Vestfirði og mest innfjarða, því að hafransóknaskipið »Thor« hafði ekki skoðað göngur fiskitcgunda og þeirra átthaga á innmiðum Breiðafj., Djúps eða Húnaflóa. Er því skýrsla höf. að mörgu fróðleg og nytsöm þeim fiski- mannalýð sem nota á veiðiskap. Ætlar hann, að víða megi finna arðsöm mið, ef ungviðis skal leita þar innfjarða, enda má nota til fæðis fleiri smáfiska- kyn, en gert er, svo sem marhnúta, skarkola, marþvara, kampalampa, spretti- fisk o. fl.; Ijúffengastur er marhnútur- inn, sem allir fyrirlíta! Mjög þarflegt er fyrir fiskimenn að athuga vel þærveiði- brellur og áhöld sem höf. notar og lýs- ir svo vel, og hverjar brellur séu best- ar á hverjum stað; en hér er ekki rúm til að fjölyrða um það. Loks er hin langa og fróðlega skýrsla þeirra 4 félaga: sr. Stefáns á Völlum, Bald- vins í Höfða, Þorgríms úr Hafnar- firði og Einars af ísafirði. Skýrslan er nokkuð þur og því miður skemtileg fyrir alþýðu. Því þótt höf. geri rétt í því að halda sér við sýninguna í skýrslu sinni, ætti enginn meðalmentur íslend- ingur að heimsækja svo hinn forna Niðar- ós, að hann bjóði engau fróðleik þegar heim komi, um slíkan stað, nefni ekki Kristskirkju, ána Nið, Hólminn, Hlaði, eða bæ og hérað, hvernig alt lítur út fyrir auganu, því að margs er að minn- ast. Svo er annað, sem slíkar ferðaskýrslur mega með engu móti án vera, það eru myndir. Lang veigamest er hin skörulega ritgerð B. M. Ólsens um gamla sáttmál- ann. Má úr þessu segja um þann skinn- snepil, ef ætti að rjúfa liann til mergja , likt og sagt var um hausinn Egils Sk.grímssonar, að »sá mundi eigi atið-

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.