Norðri - 04.11.1909, Blaðsíða 3
NR. 44
NORÐRI
175
¦"¦*»^«»-*S*i«
skæðr fyrir höggum smámeniiis. meðan
svörðr ok hold fylgdi;« er sist að undra,
að ófróðir menn og ólærðir yrðu illa
blektir af honum. Greinin ersatnin með
höf. venjulega skarpleik og gerhygli,
hvar hann fer með torskilda hluti. En
eiginlega er greinin beinn og ítarlegur
ritdómur um greinar og rit dr. Knud
Berlins, bæði greinar hans í.Bláu bókinn!'
,í fyrra grein hans í »Tilskueren«
í fyrra og hið mikla rit hans, sem far-
ið er að koma út og heitir: Islands stats-
retslige Stilling efter Fristatstidens Op-
hör 1. Afd. Kh. 1909. Prófessorinn lýsir
fyrst efni ritsins. Skiftir próf. ritdómi
sínum í tvent, samkvæmt því efni, og
dæmir fyrst rit Berlíns og ályktanir hans
um tildrög sáttmálans, um tilorðning
hans, og loks þýðing hans. En í síð-
ari kafla greinarinnar er talað um rétt-
arfarsbreytingar á íslandi eftir að lög-
bækurnar Járnsíða og Jónsbók náðu gildi.
Dr. Berlín er bæði víðlesinn og skarp-
ur, og mnn mörgum sem les rit hans,
finnast frá flestum ályktunum hans allvel
gengið. En annað verður uppi á ten-
ingnum, þegar próf. Björn kemur með
knífinn. Er mjög fróðlegt að sjá jafn
rökfima menn eigast við í því einvígi,
þar sem þeir í góðsemi vega hvers ann-
ars ályktanir. Yfirleitt veitir doktornum
mun þyngra, enda stendur hann oftlega
berskjaldaður af tveitnur ástæðum. Ým-
ist misskilur hann viss meginorð eða
ákvæði, ellegar hinn gerir hann sannan
að þeirri sök, að vera heldur hliðholl-
ur sinni þjóð og hugsunarhætti. Próf.
Björn er sá fyrsti maður, sem skilið
hefir rétt og metið með fullrisanngirni
gamla sáttmála. Hann lætur og samn-
ing þennan ná langt um hærra sæti en
Berlín gerir, enda að sama mun lægra
en þeir Jón Porkelsson hafa gert. Hann
fer mitt á milli tveggja öfga. Hér er ekki
rúm til að taka fram neitt sérstakt í
þessum merkilega ritdómi, enda er nú
vel að verið og tímitilkominn, að legg-
ja dokumentið, og sáttm. á sögunnar
hillu, tír því sýnt er og sannað, að
hvað sem hann var og er, verður hann
aldrei réttarskjal í sjálfstæðismálum þjóð-
ar vorrar. Pað skjal eitt, sem nú stoð-
ar, er lífsstarf nútíðar og framtíðar.
M. J.
Þingmálafundur.
Vestur-ísfirðingar hafa í mörg ár haft
þá venju að halda árlega þingmálafund
með kjörnum fulltrúum úr öllum hrepp-
um sýslunnar. Hafa fundir þessir oft
verið fjölsóttir og meira að græða á
þeim en alment gerist um þingmála-
fttndi.
Nú var fundurinn haldinn á Flat-
eyri 28. og 29. okt. s. I. Par voru
mættir 13 fulltrúar úr 5 hreppum.
Á fundinum voru bornar upp tillög-
ur, sem lýstu óánægju og vantrausti
yfir gjörðum þingsins í þeim málum,
sem nú skal greina — og samþyktar
með 8 atkvæðum gegn 5.
Málin voru þessi:
1. Sambandsmálið.
2. Stjórnarskrármálið.
3. Bankamálið (afskifti ráðherra
af Iandsbankanum.)
4. Thorefélagsmálið.
5. Skipun Bjarna Jónssonar frá
Vogi til viðskiptaráðunauts.
Greinilegar fréttir hafa enn ekki borist
hingað af fundi þessum, en það sem
að framan er ritað, nægir til þess að
sýna, að allmjög hafa hugir kjósenda
t Vestur-Isafjarðarsýslu snúist síðan í
fyrra, er þeir kusu séra Kristinn Daníels-
son á þing, enda mun hann hafa átt
f vök að verjast á fundinum.
Vonandi verður þess ekki langt að
bíða, að slíkar fregnir berist af þing-
málafundum víðar um land.
Húsbruni á Siglufirði.
Aðfai anótt s. I. sunnudags kl. 2, brann
hús Matth. Hallgrímsson kaupm. og
Porv. Atlasonar á Siglufirði.
Um uppkomu eldsins er mönnum
ókunnugt.
Húsið var vátrygt í brunabótafélag-
inu »Norge« fyrir kr. 2200,00.
Fregn þessi barst hingað með símskeyti
til Rögnvaldar Snorrasonar verzlunar-
stjóra, umboðsmanns brunabótafélagsins
»Norge«. Nánari fregnir enn ókomnar,
Símfréttir til Norðra.
Hinir nýju ráðherrar Dana
hafa lýst yfir, að þeir taki ekki
við neinum titlum eða metorð-
um og skora þeir á Islandsráð-
herra að gera hið sama.
Kafli úr tölu
eftir ungan enskan mann, sem fer um
til að grynna á hleypidómum alþýðunnar.
«Oss hættir til að horfa upp eða nið-
ur á menn, eftir þvi' sem þefr eru hátt
eða lágt settir í mannfélaginu. Vér
gleymum því oftast nær, eða skiljum
ekki, að allir mynda eina heild og að
almóðirin fer alt öðruvísi en vér að
mannvirðingum og að enginn af oss
hefir nein alræðisvöld í hennar augum.
Hví skoðum vér eigi eða metum menn
og hluti eins og þeir eru. Hví skyldum
vér blekkja lengur sjálfa oss með þeirri
skoðun, að alvizkan hirði um hvaða
kirkju vér fylgjum, hvern félagsskap vér
rækjum eða í hverri stétt og stöðu vér
stöndum? Ef vér höfum hegðað oss í
líferni voru samkvæmt lögmáli náttúr-
unnar — samkvæmt lögum sannleikans
— þá höfum vér gjört það, sem af oss
varð heimtað. Par í er fólgið alt, sem
nokkur maður eða vera má gera. En
fylgir þú trú eða lífsspeki, sem gerir
þér auðið að inna verk þín betur af
hendi í dag en þú áður hefir gert, þá
er það vel í þann tímann. En eigi er
það sannað, að sú trú þín eða skoðun
Heimastjórnarfélag Akureyrar
heldur fund á morgun (föstudaginn 5. þ. m.) kl. 8 e. h, í húsi
Boga Daníelssonar veitingamanns.
Steingr. Jónsson sýslumaður frá Húsavík talar.
Stjórnin.
Nýtt bakarí
er opnað í dag í Strandgötu 41 á Oddeyri.
(í svokölluðu Félagsbakaríi.)
Þar fást allskonar brauð og kökur. Alt búið til úr
bezta efni.
Reynið, og þér munuð sannfærast.
Útsölustaðir verða auglýstir síðar,
Oddeyri, 3. nóvember 1909.
Helgi Eiríksson
bakari.
muni reynast eins góð á tnorgun. Pú
áit að leita sannleikans. Láttu enga kreddu
binda þig eins og belju á bás. Leitaðu
meira ljóss, ef þú eygir það, þá bíð eigi
úr stað heldur kasta þér yfir það, Og
teldu ekki sporin. Lífið er svo stutt. Sá
maður, seni kveðst hafa fundið hina
sönnustu trú, hann játar, að hann hefir
gefist upp; hann leitar eigi lengtir sann-
leikans. Sannleikurinn er hin sannasta
trúin — trúiu sem enginn breytir eftir
enn í dag. M. J.
Veðrátta
hefir nú í heilan mánuð verið óvenj-
ulega ill og köld. Hefir fé hér norð-
an lands verið á gjöf að mestu leyti
allan þennan tíma og sumstaðar alger-
lega staðið inni að heita má, og það
jafnvel í góðum útbeitarsveitum í Suð-
ur-Pingeyjarsyslu. Snjór hefir verið ó-
venjulega mikill, einkum til dala. I
fyrradag gerði blota og var allgóð hláka
í gær, en í dag er snjókoma allmikil
og mun nú víðast hvar í Eyjafjarðar og
Þingeyjarsýslum vera jarðlaust með öllu.
Bera flestir veðurfróðir menn kvíðboga
fyrir mjög hörðum vetri, enda kváðu
draummennýmsraspakra mannahafa sagt
þeim, að sannkallaður fimbulvetur væri
í aðsigi. Kemur það í góðar þarfir, að
heybirgðir manna eru alstaðar með lang
mesta móti og munu í öllum sveitum
vera fleiri eða færri búendur, er hvern-
ig sem viðrar hafa birgðir aflögu og
geta því hjálpað, ef með þaif. Sjaldan
eða aldrei munu búendur hafa verið
færari um að taka á móti hörðum vetri
og er því engin ástæða til þess að æðr-
ast, þótt kaldan blási og kyngi niður fönn.
ÞorskafH
er allgóður á Ólafsfirði, þegar gefur á
sjó, sem því miður er sjaldan.
Steingrímur Jónsson
sýslumaður í Húsavík er hér á ferð
þessa dagana.
Kaupendur Norðra,
sem hafa meira af 40. og 41. tölublaði
Norðra þessa árs, en þeir minst geta
komist af með, eru beðnir að gera blað-
inu þann greiða að endursenda þau
blöð hið allra bráðasta til afgreiðslunnar
í Brekkugötu 19.
^^—v^^^w^^^
148
varlega, «en bíðum nú við! Pað gæti nú ekki verið,
að þér sjálfur væruð rnaðurinn!«
Jessen varð mjög ákafur. «Ja!« sagði hann, án
þess að vita af því.
«Pað kemur oft fyrir—«, sagði öldungurinn og
stóð upp; «þarna gengur maðurinn, eins og hver
annar, með listagáfu óafvitandi, þangað til einn fagr-
an morgun — alt í einu — þarna er það!» Hann
drap fingurgómunum íbygginn á ennið á herra Jes-
sen um leið og hann hóf annan áfanga.
Herra Jessen sat eptir í legubekknum alveg gagn-
tekinn, og gleymdi dansgleðinni á meðan hann hugs-
aði um þetta óvænta, nýja, að hann hefði að öllum
líkindum listagáfu. Og eftir því sem hann hugsaði
Jengur um það, því meiri Iíkindi þóttu honum vera
til þess, að svo væri.
Var það ekki listagáfan, sem vildi brjótast fram,
þegar hann þráði eitthvað háleitara; var það ekki
ætíð listagáfan, sem ekki var kannast við.
Þetta alt saman hafði hinn vitri gamli maður
séð; bara hann gæti nú sjálfur fundið út, hvaða lista-
gáfa það var, sem hann hafði í fórúm sínum.
Sá næsti, sem yfirkennarinn mælti, var Törres
Wold; öldungurinn kastaði góðlátiega á hann kveðju
144
fengið konuna sína til að nota,
Par að auki var hún glðð og rjóð af dansin-
um og hugsaði ekki hót um þá, sem höfðu ilt á
hornum sér —hvorki þá sem voru hér í skotunum
eða úti í bænum. Aðeins meðan fransdansinn stóð
yfir hafði Júlía verið dálítið óánægð, því fyrst og
fremst hafði dansmaður hennar, Tiltvedt lautinant,
eingöngu talað um sína vonlausu ást til frú Steiner.
Og þar að auki hafði hún haft gætur á hinu par-
inu á meðan dansað var. Pað var skammarlega gert
— fanst Júlíu— af vinkonu hennar að gefa herra Wold
þannig undir fótitm, þegar hún meinti ekkert með
því annað en draga hann á tálar, og til þess var
hann sannarlega alt of góður.
Soffía frænka kom stundum inní danssalinn frá
utanhússtörfum sínum til þess að horfa á æskulýð-
inn; og hún hafði lýst því greinilega yfir, að herra
Wold væri eini karlmaðurinn í salnum. Það fanst
Júlíu ekki; en hann var að minsta kosti ekki neitt
hlægilegur. Þegar kæmi að þeirra dansi, ætlaði hún
að vera einlæg og vingjarnleg við hann; —ef til vill
vara hann dálítið við Lúllu.
Þegar fransdansinn var búinn ætlaði Törres ekki
að dansa meira, fyr en að hann dansaði valsinn
við ungfrú jtílfu. Þessvegna var það aðeins stutt