Norðri - 11.11.1909, Síða 1

Norðri - 11.11.1909, Síða 1
Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 1Q, IV. 45, Akureyri, Fimtudaginn 11. nóvember. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opinkl.10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—.7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h, helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10—11 f. h. Utbú Islandsbanka 11--2 Utbú Landsbankans II—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. rrúföst mánudagskv. kl. 8. NORÐRI, eitt hið hreinskilnasta blað lands- ins, segir hispurslaust skoðun sína, hvort sem vinir eða ó- vinir eiga í hlut, og færir rök fyrir henni. — Eindregið minni- hlutablað. — Ef þér hafið eigi keypt blaðið hingað til, þá fáið nokkur tölublöð af því Iánuð, lesið þau með gaumgæfni og hugsið yður vel um, hvort blað- ið sé ekki þess vert að kaupa það. Arg. kostar 3 kr.. Nýir kaupendur, sem borga næsta árg. fyrirfram, fá í kaupbæti það sem út verður komið af skáld- sögunni »Jakob«, eftir norska skáldið Alex. Kjelland, einni af hans beztu sögum. Einnig fá nýir kaupendur ókeypis það sem út kemur af þessum árg. eftir að pöntun þeirra er komin ritstjór- anum í hendur. Siglufjörður. Einhver X. hefir tekiðsér fyrir hend- ur að rita um yfirgang útlendra síld- veiðamanna fyrir Norðurlandi og að- gerðalausa lögreglu, í 46. tbl. »Lög- réttu«. Hér skulu eigi gerð að umræðu- efni ummæli hans um aðgerðir eða að- gerðaleysi varðskipsins danska, þótt full ástæða sé til þess að taka þar f sama streng og höf., en hitt skal athugað lítið eitt, hvort dómar hans um lögregluna í landi í Siglufirði séu fyllilega á rök- um bygðir. Eins og kunnugt er, veitti alþingi 1907 1000 kr. á ári til þess að launa aðstoðarlögreglustjóra í Siglufirði. Mun ástæðan til þess einkum hafa verið tals- vert ýktar sögur um ofbeldisverk þar þetta sumar, er bárust út um alt land og einnig til annara landa. F*á voru einn- ig talsvert margir útleridir síldveiðamenn gripnir og sektaðir fyrir ólöglegar veið- ar í landhelgi og mun það einnig hafa ýtt undir þingið með þessa fjárveitingu. Allir, sem til þekkja í Siglufirði og láta sig eigi algerlega einu gilda lög og landsrétt, hljóta að viðurkenna, að eigi var aðeins full þörf á aukinni lög- gæzlu þar, heldur "og óumflýjanleg tiauðsyn. Fyrst og fremst er það of- ætlun hreppstjóranum einum, að halda þar uppi góðri stjórn og reglu og auk þess er vald hans svo takmarkað, að fæst af því, sem þar fer aflaga, heyrir undir hans valdsvið. Á þessu hefir í fljótu bragði virst meiga ráða bót með skipunaðstoðarlögreglustjórans. Linginu hefir verið Ijóst, að á þessu var brýn nauðsyn og þess vegna samþykt fjár- veitinguna, án þess að málið væri að neinu leyti undirbúið, ogsennilega án þess að gera sér Ijóst, hve gagnslítið þetta starf hlaut að verða, og langt frá því að geta náð tilgangi sínum. En við nánari athugun er það auðsætt, að þanniglöguð aðstoðarlögreglustjórn get- uraðeins aðsáralitlu haldi komið. Til þess eru margar ástæður: í Siglufirði er engin lögreglusamþykt, en án hennar er öll lögreglustjórn á slíktim stað ó- möguleg að mestu leyti. F*ar geta menn barist og bitist, skattyrðst og skamm- ast á almannafæri án þess að lögreglu- stjórinn geti komið fram nokkurri refs- ingu að lögum, nema sá, er misgert er við, krefjist þess. F*ar geta menn Iegið augafullir fyrir hunda og manna- fótum, án þess að lögreglustjórinn hafi nokkurn rétt til þess að lögum að refsa þeim fyrir slíkt. Afarmargt, sem mundi þykja hin mesta óhæfa hér á Akureyri. í Reykjavík og öðrum þeim kaupstöð- um, setn lögreglusamþykt hafa, verður lögreglustjórinn í Siglufirði að lála al- gerlega afskiftalaust. Og þótt meiðingar og misþyrmingar og önnur óbótaverk keyri svo úr hófi, að þau heyri undir hegningarlögin eða önnur almenn lög, þá eru hin mestu vandræði við slíkt að eiga sakir þess, að ekkert fangahús er til í Siglufirði. Ef slíkir afbrotamenn eru teknir fastir, er einskis annars úr kostar, en að flytja þá hingað til Akureyrar, með alhnikl- um kostnaði, og allur rekstur slíkra mála verður margfalt örðugri og dýr- ari, sakir fjarlægðarinnar milli þess stað- ar, er afbrotið er framið á og þess staðar, er ransóknin fer fram á. Verði því eigi viðkomið, að flytja slíka menn hingað til Akureyrar jafuskjótt og þeir eru teknir fastir, er oft óumflýjanlegt að setja þá í bönd eða járn og margir menn verða að vaka yfir þeimoggæta þess, að félagar þeirra brjótist ekki inn til þeirra og nái þeim brott, og getur slíkt hæglega gefið tilefni til óspekta og upphlaupa, sem annars yrði hjá komist. Að þessu öllu athuguðu ætti það að vera öllum ljóst að aðstoðarlögreglu- stjórinn á Siglufirði er löglega afsakað- ur frá því, að halda þar uppi þeirri stjórn og reglu, er þörf er á og vera bæri. Eins og nú standa sakir getur hann naumast verið annað en fuglafæla, sem ekki getur fært sig úr stað, og eng- an geig unnið öðrum en þeim, er falla fyrir sjóninni einni saman. Vera má, að höf. «Lögréttu<-greinar- innar, hafi rétt fyrir sér í því, að það skifti nokkru, hvort þessi aðstoðarlög- reglustjóri er Stór vexti eða lítll. Stórar hræður eru sennilega öllu ægilegri, en litlar. En tilætluð not geta aldrei orðið að honum meðan hann er hræða, og lítið eða ekkert annað. A framangreindum annmörkum er til- tölulega auðvelt að ráða bót. Til þess að geta fengið lögreglusamþykt þarf Siglufjarðarkaupstaður aðeins að gerast sérstakt hreppsfélag, og það ætti ekki að vera örðugt, ef Siglfirðingar sjálfir æsktu þess í alvöru. Enginn ókleyfur kostnaður er heldur við það, að koma þar upp viðunanlegu fangelsi. Hrepps- félagið er efnað, enda er hægt að leggja mikið af kostnaðinum á auðuga Norð- menn, sem búsetttir eru á Siglufirði eða reka þar atvinnu, er hefir í för með sér útsvarsskyldu. Sennilega mundi al- þingi einnig veita styrk til byggingar fangahússins, ef þess væri farið á leit. —■ Nú mun það vera afráðið, að koma þar upp slíku húsi á næsta vori og sennilega munu Siglfirðingar bráðlega gera gangskör að því að fá lögreglu- samþykt. En þó þessu hvorutveggja yrði komið í framkvæmd, skortir mikið á, að úr þessu máli sé fyllilega ráðið eftir þörfum. Gildandi lög um skiftingu lögsagnar- umdæma og meðferð dómsmála eru því til fyrirstöðu, að valdsvið aðstoð- arlögreglustjórans geti verið ein» víð- tækt og nauðsyn krefur. Honum hefir aðeins verið gefið dómsvald í málum, er rísa út af brotum útlendra síldar- veiðamanna á fiskiveiðalöggjöf landsins og í málum út af lögreglubrotum. er norskir síldarveiðamenn kunna að drýgja í Hvanneyrarhreppi, á landi eða í landhelgi. Hann skortir þannig dóms- vald í öllum sakamálum og einkamálum og öllum lögreglumálum, er snerta inn- lenda menn. Tollgæzla öll er honum algerlega óviðkomandi og eins ólögleg vínsala á landi. Af þessu öllu er auð- sætt, að þessi aðstoðarlögreglustjórn getur ekki orðið annað en gagnslítil málamyndastjórn, jafnvel þótt Siglu- fjörður fengi lögreglusamþykt og fanga- hús, nema dómsmálalöggjöf- inni verðibreytt. Pað má gera á tvennan hátt. Annar er sá, að veita með lögum öllum sýslu- mönnum og bæjarfógetum landsins heimild til þess.að fá sér skipaða lög- lærða aðstoðarmenn með dómsvaldi. F*essi breyting á löggjöfinni er í raun og veru mjög nauðsynleg yfirleitt og verður nauðsynlegri og nauðsynlegri því meira sem fólkið fjölgar og allskon- ar viðskifti aukast og margfaldast; sýslu- menn og bæjarfógetar eiga nú þegar sumstaðar óhægt með að komast yfir það, sem þeim er ætlað að gera. Og ef aðflutningsbannslögin komast nokk- urntíma í framkvæmd, og ætlast er til að gæzla verði höfð á því að þeim verði hlýtt, mun eigi veita af aukinni löggæzlu í öllum lögsagnarumdæmum landsins. En slík breyting á löggjöfinni er eigi einhlýt til þess að bætt verði úr þörf- inni í Siglufirði. Til þess þyrfti þar að auki að veita fé til þess að launa lög- reglustjóra þar og jafnframt gera sýslu- manninum i Eyjafjarðarsýslu að skyldu að hafa slíkan aðstoðarmann og láta hann dvelja í Siglufirði að minsta kosti yfir síldveiðatímann. Pannig mætti koma þessu fyrir, svo að viðunanlegt kynni að verða fyrst um sinn. Hin aðferðin er sú að g e r a S i g 1 u - fjörðað sérstöku lögsagn- a r u m d æ m i, eða með öðrum orðum, skifta Eyjafjarðarsýslu ítvö lögsagnarumdæmi. Og það verður heppilegasta úrræðið og jafnvel óumt'lýjanlegt áður en langt um líður. F*að hefir löngum þótt nóg af sýslu- mönnum f Iandi hér, og má því vera að flestum virðist í fljótu bragði, að hér sé borin fram allheimskleg tillaga. En við nánari athugun ætti mönnum að geta skilist að svo er ekki. Slíkt agaleysi og í Siglufirði hefir tíðk- ast í nokkur ár, getur þjóðin naumast verið þekt fyrir, vilji hún heita siðuð og löghlýðin þjóð. Á þessu verður því að táða bót, en til þess verður aft- ur að Ieggja fram fé. I samanburði við laun annara sýslumanna á landinu ættu 2400 kr. árslaun að vera nægileg handa sérstökum sýslumanni í Siglu- firði og norðurhluta Eyjafjarðarsýslu. Árleg útgjöld landsjóðs mundu þá aðeins aukast um 1400 kr. á ári við stofnun ,þessa embættis, frá þvísem nú er, eða rúmlega það, því að þeim 1000 kr. er veittar hafi verið í fjárlögunum hefireigi verið variðöllumtilaðstoðarlög- reglustjórnarinnar. Og það ætti engum að geta blandast hugur um, að skynsam- legra er að verja 2400 kr. á ári til nauðsyulegrar lögreglustjórnar, sem get- ur komið að fullu gagni, heldur en að verja 500-800 kr. á ári til málamynda- lögreglustjórnar, sem aðeins geturað litlu gagni komið eða engu og hlýtur að vera löggæslunni í landinu til háðung- ar. Og naumast þarf sérlega duglega lög- reglu í Siglufirði og þar í kring til þess að landsjóður græði beinlínis á því, að þar yrði stofnað sérstakt sýslumannsem- bætti. Ef það yrði til þess að tveim skip- um fleira, en annars yrði náð við ólög- legar veiðar og þau sektuð samkvæmt lögum, þá væri það nægilegt til þess að vega upp á móti útgjaldaaukanum. Og væri tollgæslan þar í bezta lagi mun það naumast ofmælt, að landsjóður mundi fá all mörgum krónum meiri tolltekjur þaðan, en nú er. Sýslumanns og bæjarfógeta embættið í Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað er orðið svo ervitt, að það er ofætlun einum manni að hafa það á hendi leng- ur. Einhverskonar skifting er því óum- flýjanleg. Allmargir munu þeir vera, einkum hér í Akureyrarkaupstað, er æskja þess að bæjarfógeta embættið verði gert að sérstöku embætti og að sérstakur sýslu- maður verði skipaður í Eyjafjarðarsýslu, En þótt það yrði gert, væri Siglufjörð- ur litlu bættari, því að það má heita óhugsandi, að sýslumaðurinn í Eyja- fjarðarsýslu gæti haft aðsetursstað í Siglu- < firði. Heppilegast virðist því vera að

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.