Norðri


Norðri - 18.11.1909, Qupperneq 1

Norðri - 18.11.1909, Qupperneq 1
IV. 46, Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjoður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga ki. 4—.7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10—llf.h. Uíbú Islandsbanka 11--2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. frúföst mánudagskv. kl. 8. NORÐRI, eitt hið hreinskilnasta blað lands- ins, segir hispurslaust skoðun sína, hvort sem vinir eða ó- vinir eiga í hlut, og færir rök fyrir henni. — Eindregið minni- hlutablað. — Ef þér hafið eigi keypt blaðið hingað til, þá fáið nokkur tölublöð af því lánuð, lesið þau með gaumgæfni og hugsið yður vel um, hvort blað- ið sé ekki þess vert að kaupa það. Árg. kostar 3 kr.. Nýir kaupendur, sem borga næsta árg. fyrirfram, fá í kaupbæti það sem út verður komið af skáld- sögunni »Jakob«, eftir norska skáldið Alex. Kjelland, einni af hans beztu sögum. Einnig fá nýir kaupendur ókeypis það sem út kemur af þessum árg. eftir að pöntun þeirra er komin ritstjór- anum í hendur. Stephán G. Stephánsson: „Andvökur“. Nafnið er alþekt orðið fyrir löngu síðan alstaðar hér á landi, þótt eigandi þess hafi dvalið langvistum lengra burtu frá ættjörðu sinni en nokkurtannað ís- lenzkt skáld. bað er fallið mér úr minni, hvenær eg fyrst sá kvæði hans í blöð- um og tímaritum, en hitt man eg, að eigi hafði eg lesið fleiri en eitt þeirra eða tvö, er mér var orðið það Ijóst, að hann gæti ort svo, að mér þætti gaman að lesa, og var eg þá barn að aldri. Síðan hefi eg lesið alt, sem eg hefi náðíeftir Stephán Q. Stepháns- son og jafnan óskað þess, að fá að sjá meira. hví get eg þessa hér, að eg hygg, að fleiri en eg, bæði ungir og gamlir, hafi snemma veitt Ijóðuin þessa skálds eftirtekt og iitið á þau líkum augum og eg hefi gert. hegar kvæðasafnið «Á ferð og flugi« kom út fyrir allmörgum árum, gat eng- uin, er vit hafði á Ijóðum, blandast hug- ur um, að höfundur þess væri skáld, rnjog éinkéhhilegt skáld, auðugt af hug- Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, Akureyri, Fimtudaginn 18. nóvember. 1909. T V Ö PILS KIP ,Orion‘ og ,01ga‘ eru til sölu á Siglufirði með öllum útbúnaði, annað til hákaflaveiða en hitt til fiski og síldarveiða, og af alveg sérstökum ástæðum er verðið óvenjulega lágt og borgunarskilmálar sérlega góðir. Nánari upplýsingar gefur B. Porsteinsson. myndum og orðgnótt, og ramíslenzkt skáld í anda og orðfæri, þótt ótrúlegt mætti virðast, er þess er gætt, að hann fór ungur og ómentaður að heiman vestur í óbygðir Ameríku og hefir lengst af dvalið þar á afskektum stað. bað er því undarlegt, að íslenzkir menningarstraumar, eigi sterkari en þeir eru, skyldu geta náð til hans í slíkri fjarlægð. Hafa þeir farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum, er nær hafa staðið. Gleðitíðindi hin mestu munu það al- ment hafa þótt, er sú fregn barst út um landið, að Ijóðasafn höfundarins væri verið að gefa út í tveim bindum. Nú gafst kostur á að endurnýja gaml- an kunningsskap við mörg hinna eldri Ijóða og kynnast nýjum, eins góðum eða betri. Nú eru þessar bækur komnar almenn- ingi fyrir sjónir. Fyrst er litið á hið ytra útlit, Pað er eigi aðeins óaðfinn- anlegt, heldur og mjög snoturt; pappír- inn er góður og eins prentunin, próf- arkalestur í allgóðu lagi og bandið snot- urt. í stuttu máli: Hvað hið ytra snert- ir, eru bækurnar hinar eigulegustu í alla staði. En bækurnar eru eins og mennirn- ir: »Oft er flagð undir fögru skinni og dygð undir dökkum hárum» Þótt hið ytra útlit skifti nokkru, er þó hitt mest um vert, hvernig hinn innri mað- ur er, — Allir höfum við heyrt lausavísur og smákveðlinga eftir Stephán G. Stepháns- son, fleiri eða færri, og vart mun nokk- ur sá, sem karin greinarmun skáldskap- ar og leirs, fyndni og glópsku, að hann hafi eigi fest í minni eitthvað af þess- am kviðlingum. Qss verður það fyrst fyrir, að blaða í gegnum bækurnar og leita þessa gömlu kunningja, og svipast eftir fleirum óþektum, af sama taginu, er oss langar til að kynnast. Sú hlið skáldsins, er berlegast blas- ir við oss í þessum lausavísum hans flestum, er einna þektust hér á landi, enda eru margar þessar vísnr orðnar þjóðkunnar. Þar er hann einhver hinn ramasti og bitrasti háðfugl og orðhák- ur, annar en Bó.'u-Hjálmar, er uppi hefir verið á landinu síðan í fornöld. Hann er manna glöggskyggnastur á alla andlega óvætti, sem í eðli manna búa, og manna hagastur á að smíða þau vopn, er þeim mega að grandi verða, enda vígir þau slíkutn kyngiyrðum, að þau nema aldrei í höggi stað. Hér koma nokkur sýnishorn: «Úr kirkjunnar helgidóm háum Hann hellir út ræðum og bækl- ingagjörð. — Á annara strokkuðum áfum. Hann elur upp volaða guðskálfahjörð. Hans sannfæi ing var aktionsgóz og ábatans eg ann og ánægjunnar honum. — Pað er gamla sagan. En þráfalt misti drengskapurinn þrefalt betri mann — og það kvað liggja vegur til hjáftatis gegnutn magann. Óbæn þinni, Illfús minn æðri kraftur reiðist — Guði finst hún framhleypin, Fjandanum kvabbið leiðist, Liggur hjörð við horfall tæpt harðni að og kóln’ um. — Það er meira en mikilgæft moðið þitt af stólnum. BIFLÍULJÓÐIN. Já, spjaldafull er bókin sú frá Brími, hálf-biblfan í þúsund króna rími. — En ætli að mér nú efasýkin batni þótt innblásturinn taki inn í vatni. List er það líka, og vinna, lítið að tæta upp í minna, alt af í þynnra þinna þynkuna allra hinna. Hann lofaði fögru, sem enginn gat ent, er atkvæði var hann að sníkja. — En slympinner þjóðviljinn, slysið er hent hann slapp ekki á þing til að svíkja. En láðu ei forlög, sem fella hvern mann — hann fékst við sinn andstæðing rama, sem bæði var lagnari og lýgnari en hann og iofaði alveg því sama. Framh. Stjórnarskrárbreyting. Meirihlutinn hrópaði í sífellu, þá hann var í minnihluta, um stjórnarskrárbreyt- ingu, sérstaklega um rýmkun kosninga- réttarins og afnám konungkjörnu þing- mannanna. Blöð þeirra fluttu greinar um þetta efni og sýndu fram á, að þetta væri eitt af þeim helztu lífsskilyrðum fyrir þjóðina til að geta aukið sjálfstæði sitt. Á þinginu 1907 barðist svo minni- hlutinn fyrir þessari skoðun sinni, og vildi þá óvægur koma fram stjórnar- skrárbreytingu. Meirihlutinn liélt því aft- ur fram að stjórnarskrárbreyting ætti að verða samhliða sambandslögunum, se n þá voru komin í undirbúning, því bæði þessi lög yrðu svo nátengd, og hlytu að ganga fram jafnhliða, til þess að bæði lögin gætu orðið jajóðinni til sem mestra hagsbóta. Móti þessari skoðun kom ekki fram nein skynsamleg ástæða af hendi minnihlutans, eins og hver maður get- ur sannfærst um, sein les alþingistíðind- in frá þeim tíma. Breyting á stjórnar- skránni ásamt sambandslögunum var böiti að festa djúpar rætut hjá þjóðinni, og einróma álit hennar var, að stjórnar- skrárbreyting ætti að verða á þinginu 1909. Flestir þingmálafundir á landinu skoruðu á þingmenn sína að koma þessu máli fram, og var sérstaklega tekið fram afnám konungkjörnu þingmanna, og um rýmkun kosningaréttarins. Stjórnin lét ekki á sér standa, heldur stóð við orð sín frá þinginu 1907, og lagði fyrir þingið 1909 frumvarp til stjórnarskrárbreytinga, og stóð f því frumvarpi, allt það sem minnihlutinn var áður búinn að æskja, ásamt ýmsum fleiri réttarbótum. Pað hefði því mátt búast við, að minnihlutinn, sem þá var orðinn að meirihluta, mundi taka fegins hendi á móti þessu frumvarpi, bæði fyrir þá sök, að í því fólust þær réttarbætur sem þeir voru búnir að telja þjóðinni trú um að væru eitt af helztu skilyrðum fyrir sjálfstæði hennar, og í öðru lagi voru þeir búnir að 1 o f a kjósendum sínum að útvega þeim þessa réttarbót, og kjósendur munu fæstir hafa búist við, að drengskapur fulltrúa j*eirra sem þeir höfðu kosið í beztu tiltrú, stæði á svo lágu stigi, að þeir svikju loforð sín þeg- ar á þing kæmi. En hvað skeður? Meirihlutinn á þingi svæfir málið. Nefnd sú er sett var í það kom aldrei fram með tillögur sín- ar, en samdi þingsályktunar tillögu til stjórnarinnar, að leggja fyrir næsta þing frumvarp til stjórnarskrárbreytinga og voru tekin fram í þeirri tillögu helztuí ákvæði^þau sem stóðu í frumvarpi þv tilstjórnarskrárbreytingar, erláfyrirsíðasta þingi. Petta var sá plástur sem slett var á kjósendur. Áskorun til hinnar nýju stjórnar um stjórnarskrárbreytingu. En hver verður árangurinn? Meirihlutanum mun vera annara en svo um þingsætin, og ráðherranum um að sitja í völdunum, að þeir fari að knýja fram stjórnarskrárbreytinguá næsta þingi, og hætta sér á þann hála ís að efna til nýrra kosninga. Nei, allar þær kröfur um réttarbætur sem þeir gjörðu til hinnar fráfarandi stjórnar, virða þeir nú einkis, og þykjast góðu bættir að vera nú í meirihluta við kjötkatlana.— Sambandslögin og stjórnarskrárfrum- varpið lét meirihlutinn fara í sömu gröf- ina. Landsréttindi íslands urðu að leik- soppi í höndum meirihlutans, og þeim sýnt banatilræði.— Hafa íslenzkir kjósendur nokkru sinni verið jafn grátt leiknir af þingmönnum sínum? Hafa þingmenn eins fótuin troðið vil- ja kjósenda sirrna í einu þeirra hjart- fólgrtasta máli?

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.