Norðri - 01.12.1909, Blaðsíða 4

Norðri - 01.12.1909, Blaðsíða 4
192 NORÐRl NR. 48 Raunar engar nýungar. Nú er ekkert hægt að gera fyrir pen- ingaleysi, segja menn hér; jafnvel er ár- ferði ekki svo slæmt, nema í verzlun, og fast gengið eftir að menn borgi þar viðskiftaskuldir, með því að bankarnir lána lítið út — en innkalla meira og svo þurfa »ábyrgðarmennirnir« að borga. Þessi peningaekla er því ekki ein- göngu harðindum landsins að kenna og slæmri verzlun, heldur og því, að menn vantar verklega þekkingu og þeir kunn aekki að afla auranna eða með þá að fara, þó þeir vilji eignast þá, og er ''þeir vilja byrja á einhverju fyrirtækj- um, byggja þeir of mikið í loftinu, og margir of mikið á því að aðrir fram- leiði. Rað er gott og gagnlegt að afla sér fjár, ef menn gera það með starfsþreki sínu — við notkun landsins og hús- dýranna, afla á sjó o. fl. Það er oft um byrjendur, að þeir leita fyrir sér um, hvað muni arðvæn- legast, ef þeir ekki binda sig — að mestu — við gamlar venjur og sagnir. íslendingar eru nú byrjendur enn í sínum »framfaramálum« og ekki lítur út fyrir, að þeir viti enn allir — hvað sé arðvænlegast fyrir farsæld landsins. Raunar vita þeir þó, að aðalatvinnu- vegirnir eru landbúnaður og fiskveið- ar. Nú er talið, að um 60 prc. af inn- búum landsins lifi á landbúnaði, og þá hefir sá atvinnuvegurinn mest gildi, þótt nokkrir lifi á iðnaði og verzlun. Rví er um að gera fyrir okkur, sem förum þá Ieiðina, að rata sem réttast — þá koma hinir fúsari á eftir. Til að komast þar áleiðis verðum við að fjölga búfénu, sauðum og nautum, og þá einkum sauðum, því að þeir eru beztu húsdýrin. En til þess að fjölga búfénu, þurfum við að auka fóðurafla, því þó t. d. sauðfé lifi töluvert á »beit« á veturna, er það eins og allir vita, mjög mikið hættuspil að »setja á guð og gaddinn.* Til þess að auka hag eða fóðurafla af landi, þurfum við að nota vel áburð- inn og hagnýta vel þann áburð, sem við höfum, áður en við förum að flytja inn útlendan, «tilbúinn« áburð. En nú notum við illa áburðinn; hús vanta — sem ekki kosta svo mikið — fyrir hann allvíðast. Regar hann er hafður úti í haugum, eyðist hann mjög af lofti og vatni — ekki síst þegar mold er hvorki undir eða ofan á í haugnum og svo berum við ekki nóg í flórana, svo að fljótandi áburðurinn rennur burtu og sígur ofan í jörðina, í haugstæðunum. Rað eru einkum 3 efni, sem jarðveg- urinn þarfnast til jurtafæðu og nefna'st: Köfnunarefni, kalí og fosfór. Fosfórsýr- an finst einkum í fasta áburðinum (mykjunni) en köfnunarefnið og kalíið í hinum fljótandi (þvaginu). Við að bera mold í flórinn, bindast þessi efni og koma að notum mikið betur, moldin varnar þeim að síga burtu með vatn- inu og bindur loftkent efni, sem strax byrjar að gufa upp í fjósinu, það nefn- ist ammoniak (sem er vatnsefni og köfnunarefni) Við bæina eru víða gamlir rústar- og öskuhaugar og tóftarbrot út um tún, af þeini er ágætt að bera í flórinn. Menn verða spentir, þegar þess er getið, að gull finst í jörðu — steinefni sem vinna má gull úr. Úr þessum rúst- arhaugum má cinnig vinna gull. Svo þurfum við að taka upp meiri »svörð« og nota sauðatað, sem mest, til áburðar, hafa safngryfjur (forir), veita vatninu o. fl. Heyin þurfa að vera góð, ef hús- dýrin eiga að verða arðsöm. T. d. þá fáum við sauðfé okkar aldrei hraust eða dugmikið tii afurða, nema við öl- um það vel upp og viðhöldum; — en sumstaðar eru heyin svo slæm, að ekki er hægt að ala vel upp, þar þarf féð að hafa töðu, með útheyinu, eða einhvern fóðurbæti. Oft er kindum misboðið þannig, að þær þurfa að melta mikið af þurru og léttu heyi, sem útheimtir mikla áreynslu fyrir meltingarfærin, en svo vanta efni í þetta hey t;l viðurhalds líffæruni skepnanna og þannig verða oft til meltingarkvillar hjá þeim. Til að létta meltinguna er »súrhey« hentugt handa skepnum, og utanlands er það oft gefið mjólkurkúm og fé, í staðinn fyrir næpur. Pó að það tapi ögn af næringar- gildi við »geringuna« vinst það upp aftur við það, hvað það er auðmeltan- legt og fljótlegt að vinna við það á sumrin. Fóðurbæti gætum við haft meiri, ef fóðurmél væri unnið úr einhverju af fiskúrgangi þeim, sem fleygt er á sjó út og þá eins úr þeim sem ekki er fleygt og svo úr síldinni. Síldarmél er notað til fóðurs í Noregi. Verðið á þvíer alt að kr. 13,50 pr. 100 kíló; hálft kilo (0,5) er álitið að innihaldi eina fóðureiningu eða jaíngildi einu kg. af beztu töðu og væri ágætt að gefa það ögn með léttu útheyi. — Ólíklega mundu nú þurfa dýrar verksmiðjur, til að vinna fóðurmélið; kvarnirnar ættu að ganga fyrir vatni, en svo þyrfti töluvert af kolum, til að þurka sí!d,þorskhausa og annað, sem malað yrði. — Safngryfjur þyrfti að hafa fyrir iunýfli úr síldinni o. fl. það blandað með öskunni yrði góður áburður. Sumir bera síld og þorskhausa á túnin, oft fer þó mik- ið af þessu til spillis og svo er þetta mikið lakari jurtafæða heldur en dýra- fæða; í síldarméli geta verið um 20 prc, fita. Ætli að þesskonar fyrirtæki geti ekki borið sig, t. d. á Siglufirði, og víðar? Ögn mætti flytja að, frá öðrum fiski- stöðvum, og ódýrt mundi oft verða efnið í mélið. Norðmenn hafa mélgerð úr leyfum frá hvalveiðum sínum hér við land, (á Vestfjörðum og Austfjörðum). Ætli ein- hver röskur maður vildi ekki kynna sér aðferð Norðmanna, og athuga, hvort þessi mélgerð gæti ekki lánast. Ein- hvern tíma kemui aðþví, að menn hag- nýta betur ýmislegt, sem til fellst við fiskistöðvarnar ogtil einkis er nú notað. — — Svo eru menn nú ögn að rækta kartöflur, rófur og fleira, er að notum kynni að koma. Jurtagarðar ættu að vera á hverjum bæ, rækta þar í tré og reyna með ýmsar inatjurtir. Rað getur bæði verið til gagns og prýði. — Við verðum að hagnýta alt, sem er innlent, þótt það sýnist ekki mikils virði og skammast okkar ekki fyrir að spara. Hófsemin er okkur nauðsynleg, ein af höfuðdygðunum og starfsemin líka, og þær hjálpa okkur bezt, ef þær neyta sín rétt. — Blessaðir! Hugið inn til landsins, þar á lífæðin uptök sín, og þaðan verður hjarta þjóðarinnar að fá næringu sína ef það á að slá með fullum og íslenzk- um krafti. Tíminn leiðir eitthvað betra í Ijós, ef við viljum og þorutn »að elska’ og byggja og treysta’ á landið,« sem er og verður höfuð skilyrðið fyr öll- um framförum þjóðarinnar, eins go einn okkar bezti íslendingur hefir sagt. fón H. Þorbergsson. Fyrir 8000 krónur komu nýjar vörur með „Lauru“ til Brauns verzlunar „Hamburg“. Karlmanna vetrarjakkar. Drengja —»« — Kamgarnsbuxur. Skinntreyjur, ágætur. Skinnvesti, mjög fín. Unglingaföt, svört og mislit. Karlmannapeysur, bláar og mislitar. — « » — færeyskar. Drengjapeysur Vetrarhúfur, margar tegundir Nærföt og sokkar. Hálslín. Enskar húfur. Hanzkar. Tvisttau tvíbreið. Svuntutau, svört, úr ull. —«»— mislit, — — Kvensvuntur, tilbúnar. Alklæði. Peysufataklœði. Ensk vaðmál. Hálfklæði. Milliskyrtutau frá 0,25 al. (20 teg.) Flónel frá 0,25 al. (25 teg.) Léreft frá 0,18 — 0,30 al. Flauel, svört og mislit. Handklæðadregill 0,20 — 0,25 al. Höfuðsjöl hvít, svört og mislit. Svört, hvít og mislit silkitau í blússur og svuntur höfum við fengið af ýmsum fögrum litum og gerðum. Hver sem kaupir fyrir minst 10 krónur fær auk þess 10% afslátt. HÉR MEÐ ER SKORAÐ Á ALLA # þá, er skulda dánarbúi EIRÍKS HALLDÓRSSONAR frá Veigastöðum, er druknaði 8. sept. þ. á., að borga skuldir sínar ti! undirritaðs hreppstjóra, eða semja um þær við hann sem fyrst, og ekki seinna en innan febrúarmánaðarloka n. k. Að öðrum kosti verða þær innheimtar með lögsókn. Svalbarðsstrandarhreppi, Þórustöðum 2. nóvember 1909. f umboði erfingjanna. Árni Guðmundsson. OTTO MÖNSTEDS danska smjörlfki er bezt. Biðjið kaupmann yðar um þessi merki: »Sóley» »Ingólfur<< »Hekla« eða »Isafold« Haustull hvít, á 0,55 pundið, prjónasaum Og rjúpur kaupir hæsta verði verzlun /. V. Havsteens. Lögrétta, Oefin út af hlutafélagi í Reykjavík stjórnað af ritstjóra Rorsteini Gíslasyn, og ritnefnd Guðm. Björnssyni landlæknii Jóni Magnússyni bæjarfógeta og Jóni Porláksyni verkfræðing, er nú á þessu ári orðin stærsta blað landsins að um- máli og tölublöðum fjölgað að,| mun. Areiðanlega bezta og áreiðanlegasta rétta blað landsins. Nýir kaupendur, er vilja láta senda sér blaðið beint, snúi sér til afgreiðslumannsins, bóksala Arinbj. Sveinbjarnarsonar, Reykjavík eða út- sölumanna blaðins á Akureyri, Hallgr. Valdemarssonar Aðalstræti 13. og Kristjáns bóksala Guðmundssonar á Oddeyri. Steinolíuföt hrein, kaupir hæsta verði eins og að undanförnu, verzlun J. V. Havsteens Oddeyri, oo- borgar i peningum. Þrigg'a kr. virði fyrir ekki neitt. í ágætum sögubókum, fá nýir kaupendur'að VIII. árg. »Vestra», ef þeir senda virði blaðsins (kr. 3,50) með pöntun. Árg. byrjar 1. nóv. Útsölumaður á Akureyri er Hallgrímur Pétursson. «?Vorð/*/« kemur út á fimtudaga fyrst um sinn,52 blöð um árið. Argangurinn kostar3 kr innanlands en 4 kr. erlendis; í Ameríku einn og hálfan dollar. Gjalddagi erfyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn sé bundin við árganga- mót og er ógild nema hún sé skrifleg afhent ritstjóra fyrir 1. seft. ár h -ert. Auglýsingar kosta eina krónu fvrir hvern þuml. dálkslengdar og tvöfalt meira á fyrsru síðu. Með samningi við ritstjóra geta menn sem auglýsa mikið fengið mjög mikinn afslátt Prentsmiða Björns Jónssonar

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.