Norðri - 09.12.1909, Síða 1

Norðri - 09.12.1909, Síða 1
Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, IV. 49, Akureyri, fimtudaginn 9. desember. 1909. Getgátur. Með undruu og ótta hefir þjóðin verið heyrnar- og sjónarvottur að þeim atburðum í stjórnarfarssögu landsins, er gerst hafa síðustu [>rjár vikurnar. Menn hafa spurt hverjir aðra og sjálfa sig: Hvað er hérað gerast? Er æðsti valds- maður landsins vitskertur eða beitirhann vísvitandi embættisvaldi sínu til þess að ofsækja pólitíska andstæðinga sína, án allra saka? Eða hefir hann rétt fyr- ir sér? Hefir bankastjórnin gert sig seka um þau afbrot, er henni eru gef- in að sök? Þjóðinni er það vorkunarmál, þótt hún ætti örðugt með að átta sig á þessu máli þegar í upphafi. Slíkar aðfarir æðstu stjórnar nokkurs siðaðs lands eru svo fáheyrðar og afskaplegar, einkum og sérstaklega, ef slíkt er að ósekju gert, að þjóðin veigrar sér ósjálfrátt við því í lengstu lög, að trúa því eða láta sanufærast um það, , að sá maður, er hún hefir falið að gegna æðsta em- bætti landsins, sé svo blygðunarlaus og forhertur harðstjóri, að hann leyfi sér að gera slíkt, án þess að nægar ástæð- ur séu fyrir hendi. En nú er þjóðitini engin vorkunn lengur. Allar þær sakir undautekning- arlaust, er bornar hafa verið á banka- stjórnina, hafa verið hraktar lið fyrir lið og orð fyrir orð. Pað hefir þegar verið sýnt fram á og sannað, að sum- ar þeirra hljóta að vera vísvitandi ó- sannar eða lognar sakir, og hinar sprotn- ar af misskilningi eða heimsku, séu þær eigi sprotnar af verri hvötum. Það er með öðrum orðum sannað, að hér er um hreinar og beinar ofsóknir að ræða, svo gerræðislega, hrottalega og samvizkulausa vanbrúkun á embætt- isvaldi, að slfks eru engin dæmi, jafn- vel ekki á hinum allra myrkustu og siðhusustu árum í sögu hinnar íslenzku þjóðar. Hvers vegna gerir ráðherrann slíkt, sé hann með réttu ráði og óbrjálaðri skynsemi? Hlaut hann ekki að sjá fyr- ir, að þetta athæfi mundi verða sér að falli? Gat hann gert sér nokkra von um, að honum eða blöðum hans mundi einnig hér takast að villa þjóð- inni svo sýn, að hún jafnvel ekki í jafn augljósu máli gæti gert réttan greinar- mun sannleika og lýgi, réttlætis og rang- lætis? Þessum spurningum verður enn þá ekki svarað með fullum rökum. En sé hinn pólitíski ferill þessa manns, sem óhamingja fslands hefir gert að böðli sinnar eigin þjóðar, athugað- ur lítið eitt, þá verður að minsta kosti unt að færa sterkar líkur fyrir svörun- um. Björn Jónsson hefir í mörg ár ofsótt Landsbankann á ýmsan hátt. Pegar verið var að stofna íslandsbanka barð- ist liann fyrir því með hnúum og hnef- utn, að landsbankinn yrði lagður niður, og öll bankamál landsins lögð í hendur fltlbndu hlutaféla'gi. Hamt liefit í mörg ár ofsótt Tryggva Ounnarsson og marg- sinnis brugðið honum um, að hann notaði peninga bankans á ólöglegan hátt, til þess að afla sér og þeim flokk, er hann tiiheyrði, pólitísks fylgis. Svo oft reyndi hann til þess að telja þjóc - inni trú um þetta, að hann hefir senm- lega verið farinn að trúa því sjálfur að einhverju leyti, enda mun honum manna bezt verða kunnugt um, að fé getur haft talsvert mikil áhrif á pólitískt fylgi. Jafnskjótt og hann er orðinn ráðherra skipar hann bankaransóknarnefndina. Gerum ráð fyrir, að höfuðástæðan til þess hafi verið sú, að komast fyrir, hvort ekki væri eitthvað athugavert við bankastjórnina, hvortgrunur sinn f þeim efnum væri eigi á rökum bygðar. En hafi þetta verið aðalástæðan, hvers vegna lætur hann þá eigi staðar numið með þessar ransóknir, þegar hin fyrri ran sóknarnefnd hætti störfum sínum, án þess að hafa fundið neitt, sem henni þætti athugavert? Gat hann eigi trúað þessum mönnum tíl þess að segja sann- leikann? I stað þess að láta hér staðar numið hleypir hann jafnskjótt nýrri rannsókn- arnefnd af stokkunum, og skipar hana þeim mönnum, er að minsta kosti ekki gátu aukið virðing fyrir þessari ransókn, frá því sem áður var. —- Tryggva Gunn- arsyni er sagt upp bankastjórastöðunn , án þess að tilfærðar séu nokkrar ástæður og skömmu seinna er hún veitt einum ákveðnasta flokksmanni stjórnarinnar og fépung þess flokks um mörg ár. Þetta alt sýnir berlega og sannar, að aðal- ástæðan til ransóknarinnar hefir eig- verið sú, er að framan er gert ráð fyr- ir, heldur fyrst og fremst sú, að kom; Tryggva Gunnarssyni frá bankanum, og launa pólitískri hjálparhellu langt og örugt fylgi með þessari stöðu. En var þá eigi nóg komið, þegar þessu tak marki var náð? Nei; nú var svo langt gengið að örðugt var að nema stað. Petta athæfi ^mæltist mjög illa fyrir, sem eðlilegt var. Augu þjóðarinnar voru tekin að opnast fyrir því, að hér væri á ferðinni gerræði og flokkspólitík í allra viðbjóðlegustu mynd, og það varð brátl auðsætt, að örðugt mundi verða að kasta svo sandi í augu hennar, að henni förlaðist hér rétt sýn. Til þess varð aó neyta annara kröftugri bragða. Teningunum var kastað. Pað var lagt á tæpasta vaðið. Bankastjórninni allri er vikið frá umsvifalaust, og jafnfranr bornar á hana afarþungar sakir, í trausti þess, að þjóðin mundi aldrei geta trúað því, að nokkur íslendingur í ráðherra sæti gæti verið svo samviskulaust var- menni, að hann leyfði sér að geraslíkt að ósekju, leyfði sér gegn betri vitund að bera slíkar sakir á slíka menn sak- lausa. Og hér við bætist enn ein ástæða Birni Jónssyni getur ekki hafa dulist það, að ráðherradagar sínir mundu brátt verða taldir, ef hann ætti þá eingöngn undir frjálsum og óháðum vilja þjóð- arinnar. Svo mörg afglöp og gérræðis- verk hefir hann framið síðan hann varð fáðhRrra, og svb lllð hafa þau nrElst fyrir, að honum getur eigi hafa dulist þetta. Pað varð því að leita annara bragða. Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal, og" þá má nota til margs. Pótt hann veitti báðar bankastjórastöð- urnar mönnum, sem hann gat búist við að dansa mundu eftir sinni pípu, þá voru gæzlustjórarnir því lil fyrirstöðu, að öll völd yfir bankanum kæmust í hans hendur eða flokksmanna hans. Peim varð því einnig að ryðja úr vegi. Kristján háyfirdómari Jónsson var orð- inn laus í flokk hans, og auk þess svo heiðarlegur og ráðvandur maður, að af honum var lítillar auðsveipni að vænta. Eiríkur prestaskólakennari Briem er ein- dreginn minnihlutamaður. Gæzlustjór- unum getur ráðherrann ekki vikið frá, nema um stundar sakir, nema að þeir hafi gert sig seka um glæpsamlegt at- hæfi. Ætti tilganginum að verða náð, varð því að bera á þá svo þungar sakir, að ófært virtist að láta þá gegna þessum störfum lengur. Og enn ein ástæða er hugsanleg og bæri vott um talsverða slægvizku, ef hún hefði fyrir ráðherranum vakað. Fram- koma ráðherrans og «ísafo!dar» í þessu máli hefir verið slík, að ekki verður annað séð, en að það hafi verið full- kominn ásetningur hans að rýra lánstraust Lardsbankans sem allra mest. Pað má heita fullyrt í «tilkynningu» stjórnarráðs- ins, að bankinn geti ekki staðið í skil- um við skuldheimtumenn sína, nema landsjóður hlaupi undir bagga með honum. Og «ísafo!d» hefir látið í Ijós, að fjárhag bankans verði naumast hjálp- að við, nema lagður verði 10 kr. nef- skattur á þjóðina. Hvers vegna gerir ráðherrann og blað hans slíkt? Hvað getur hann unnið við það að lánstraust bankans glatist ? Látum oss líta lítið eitt til baka. Pegar orustan stóð um sambandsmálið fullyrti «ísafold», að nefndarmennirnir íslenzku hefðu gengið slælega fram og hægt væri að útvega Iandiiiu margfalt betri sambandslög; það mundi sinn flokkur gera ef hann sigraði við kosningarnar. Ritstjóri «ísafoldar», sem tekið hafði fylstan munninn í sambandsmálinu, verður því næst ráðherra, og gerir ekk- ert, bókstaflega ekkert í þessu máli, stingur sambandslagafrumvarpi meirihlut- ans undir stól og vill ekkert um þetta mál tala. Gat hann gert ráð fyrir að þjóðin mundi taka slíktt með þökkum, eða gat hann jafnvel vænst þess, að þeir af flokksmönnum hans á þingi, er einhvers meta velferð föðurlandsins og þau málefni, sem hún byggist á, mundu fylgja sér trúlega framvegis, þrátt fyrir alt þetta? Nei, þess gat hann ekki vænst og þess vegna þurfti að finna upp eitt- hvert kænlegt bragð, eitthvert þjóðráð til þess að geta þvegið hendur sínar frammi fyrir þjóðinni, svo að hún gæti trúað því, að hann væri sýkn saka í þessu máli. Pjóðin kvartar mikið um fjár- þröng og peningaeklu. Lengi hafði ver- ið barist við það að telja þjóðinni trú um að fyrverandi stjórn heiði eyðilagt fjárhag landssjóðs og ajetlð upp* vlðlflgasjöðlnn. Eti þegar þetta reyndist of auðsæ ó- sannindi til þess að þjóðin gæti trúað þeim til lengdar, var það þá ekki kæn- legasta ráðið að telja henni trú um að helsta peningastofnun landsins, Lands- bankinn, væri kominn á heljar þrömina af völdum minnihlutamanna og jafn- framt gera það sem unt var til þess, að það reyndist í raun og veru satt, að bankinn væri í hættu? »ísafo!d» hef- ir velt þyngra hlassi en því, að koma sök af þeim seka og yfir á hinn saklausa. Og ef þetta gæti lánast, var þá ekki vel búið í pottinn til þess að handa- þvotturinn gæti farið sómasamlega fram? Jú, þá gat þessi íslenzki Pílatus gengið fram fyrir fólkið og þvegið hendur sín- ar í augsýn þess. Pá gat hann sagt: »Minnihlutamenn hafa eyðilagt peningamál landsins, Landið er að fara á höfuðið. Hvernig á eg að geta háð «frelsis- baráttuna« við Dani, þegar þannig er komið fjárhag landsins? Er eg ekki lög- lega afsakaður, sýkn og heilagur, sami skínandi frelsisengillinn, sama hugprúða sjálfstæðishetjan og eg hefi altaf verið? Hvað dugar gjaldþrota landi að tala um sjálfstæðismál. Hafið þolin->% mæði og gefið mér tíma til þess að frelsa föðurlandið úr þessum voða. Um hitt getum við talað á eftir.« Pettu eru auðvitað aðeins getgáíur, byggðar á sterkum likum, en jafnframt tilraun til þess að skýra atferli ráðherr- ans á annan hátt en þann, að það sé aðeins brjálsemisæði vitskerts manns, eða blátt áfram tilraun 'til þess að sví- virða og eyðileggja þjóðina, án þess að neitt annað sé á bak við. Hvað á nú að gera? Svarið er aðeins eitt. Pjóðin verður að heimta tafarlaust, að Björn Jónsson víki úr völdam þegar i stað. Um þetta hljóta allir stjórnmálaflokkar að verða sammála. A þann eina hátt er unt að bjarga við sóma og velferð landsins. Pað mun sannast, ef ráðherranum gefst ráðrúm til, að hann mun eigi láta hér staðar numið með að ofsækja póli- tíska andstæðinga sína, og gcra þjóð- inni skaða og skömm. Vill nokkur íslendingur með óspiltri réttlætis-og sómatilfinningu, rétta honum hjálparhönd til slíks? Stórt gestaboð. í kvöld verður þeim TryggvaGunn- arssyni, Kristjáni háyfirdómara Jónssyni og Eiríki Briem prestaskólakennara hald- ið mjög stórt gestaboð í Báru- húsinu í Reykjavík. Um 160 manna taka þátt í samsætinu; fleiri komast ekki fyr- ir í húsinu. Slík er skoðun Reykjavík- urbúa á þessum mönnum, er að dómi ráðherra eiga að hata gert sig seka um glæpsamlegt athæfi. [Símfrétt]. Kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga er nú fullger og liggur til sýnís á skrifstofu bæjarfó- geta um hálfan mánuð. — Eru þetta hinai fyrstu bæjarstjórnarkosningar hér, siðan konur fengu kosningarétt og kjör- gengi, enda eru nú hálfu fleiri á kjör- skrá en nokkru sinnl fyr, eða alls ním 700 *

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.