Norðri - 16.12.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 16.12.1909, Blaðsíða 1
^o Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, IV. 50, Akureyri, fímtudaginn 16. desember. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og iaugardaga kl. 4—.7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriöjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthtísið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10 — 11 f.h. Utbú Islandsbanka 11- -2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. NORÐRI, eitt hið hreinskilnasta blað lands- ins, segir hispurslaust skoðun sína, hvort sem vinir eða ó- vinir eiga í hlut, og færir rök fyrir henni. — Eindregið minni- hlutablað. — Ef þér hafið eigi keypt blaðið hingað til, þá fáið nokkur tölublöð af því lánuð, lesið þau með gaumgæfni og hugsið yður vel um, hvort blað- ið sé ekki þess vert að kaupa það. Arg. kostar 3 kr.. Nýir kaupendur, sem borga næsta árg. fyrirfram, fá í kaupbæti það sem út verður kornið af skáld- sögunni »Jakob«, eftir norska skáldið Alex. Kjelland, einni af hans beztu sögum. Einnig fá nýir kaupendur ókeypis það sem út kemur af þessum árg. eftir að pöntun þeirra er komin ritstjór- anum í hendur. Bjargráð. Eru íslendingar siðmenningarþjóð, drenglynd, göfug og réttsýn þjóð, sem ekki vill vamm sitt vita og metur heið- ur sinn meir en alt annað, eða eru þeir hugsunarlaus, gapandi skríll, sem lætur hafa sig að leiksoppi og skálka- skjóli, Iætur sig engu skifta þótt hún sé gerð að undri og athlægi í augum annara þjóða? Úr þessari spurningu verður bráðlega leyst. Nú gefst henni kostiir á að svara þess- ari spurningu í verkinu, skýrar og greinilegar en nokkra sinni áður. Vill þjóðin takast á hendur siðferðis- lega ábyrgð á atferli Björns Jónssonar ráðherra eða vill hún það ekki? Hér er enginn meðalvegur. Annað hvort verða menn að hefjast hantla, lýsa yfir van- þókntm sinni á þesstt atferli og krefjast þess að ráðherrann víki tafarlaust úr völdum, eða þeir geri sig siðíerðislega satnseka ráðherranum og samþykkja atfetli hans með þögninni. Þjóðín er sá dómstóll, sem eigi aðeins á rétt á að fella fullnaðardóm í þessu máli, heldur er það einnig siðferðisleg skylda henti- ar, bæði gagnvart sjálfri sér, minningu feðra sinna og mæðra og framtíð sona sinna og dætra, Prentuð vantraustsyfirlýsingtil ráðherr- ans og jafnframt áskorun um það að víkja ttr ráðherrasæti tafarlaust verður send inn á hve>t einasta heimili á land- inu, til þess aðhverjum einasta kjósanda gefist kostur á, fyrirhafnarlaust, að gera borgaralega og siðferðislega skyldu sína, rita nafn sitt tindir þann dóm yfir ráð- herrann, sem lögmál allrar siðmenningar og réttlætistilfinningar héimtar. Vera má að sumum verði á að spyrja: Hvað gagnar þetta? Tekur ráðherrann þessar áskoranir til greina? Ætli hann láti þær eigi eins og vind um eyrun þjóta og sitji í ráðherrasætinu eftir sem áður? Hvað snertir fyrstu spurninguna þá er því þar lil að svara, að hvort sem ráðherrann virðir vilja þjóðarinnar að vettugi eða ekki, þá getur hún nú að- eins á þennan eina hátt látið í Ijós, skýrt og skorinort skoðun sína á atferli ráðherrans gagnvart Landsbankastjórn- inni, þvegið af sér þá smán og svívirð- ingu, að slíkt sé með hennar vilja gert; því að ef hún lætttr þetta viðgangast, án þess að láta í ljós vanþóknun sína á því, þá verður henni ekki að ástæðu- lausu gefin sök á bví, að ráðherrann hafi gert þetta í skjóli þjóðarviljans. Enn þá er langt þangað til þingkosning- ar eiga að fara fram. Eftir þeim má því eigi bíða. Tveimur seinni spurningunum er eigi unt að svara ennþá. En það hlýtur þjóðrœðismönnum að minsta kosti að koma mjög óvænt, ef þjóðræðisríð- herrann þeirra virðir vilja þjóðarinnar að vettugt. Fari svo, að hann sitji í ráðherrasætinu eftir sem áður, þótt mikill meiri hluti þjóðarinnar skori á hann að víkja þaðan, þá sýnirþað að minsta kosti berlega, hversu einlægur hann hef- ir verið þjóðinni áður, þegar hann var að prédika fyrir henni þjóðræðið og þóttist vera frömuður og foringi þeirrar kenningar, að „vilji þjóðarinnar" ætti öllu að ráða. Eða hafa menn gleymt bænda- fundinum sæla í Reykjavík og öllu rit- símafarganinu? Á þvf getur enginn efi leikið að hver einasti ininnihlutamaður á landinu, und- antekningarlaust mun rita nafn sitt und- ir þessa áskorun. Hér skal ekkert um það rætt hvortminnihlutamennmuni verða réttlátari dómarar í Landsbankamálinu eu aðrir pólitískir flokkar í landinu og að þess vegna megi fullyrða að þeir riti allir undir áskoruniua. En þeir hafa svo margar aðrar pólitískar dauðasakir á hendur ráðherranum, að í þeirra aug- um verður þjóðinni eigi unnið þarfara verk en að koma honum frá völdttm. Fn hvernig mun meiri hlutinn snú- ast í þessu máli, þeir menn, sein stutt hafa að því beinlínis eða óbeinlínis, að Björn Jönsspn varð ráðherra? Enginn heiðarlegur maður hefir leyfi til þess að ó- reyndu að efastum.að þeirséuyfirleittsvo heiðartegir og réttsýnir msnn, að þá hrylli við þeirri aðferð, er ráðherrann hefir beitt gegn bankastjórntnni, að þeir séu svo skynsamir og skilningsgöðir menn, að þcir sjái ogfinni, að öll þessi árás á bankastjórnina er að ósekju ger, og að fjárhag landsins og heiðri þjóð- arinnar hefir með henni verið stofnað í hinn mesta háska, og að þeir séu svo mikíir föðurlandsvinir, áð þeir af heil- um hug vilji og geri sitt ítrasta til-þess, að bjarga þjóðinni úr þessum heljar- greipum harðstjórnar og gerræðis. En hitt virðist aftur á móti í fljótu bragði vera hugsanlegt, að þeim sé að einhverju leyti sárt um þennan mann, ekki sakir hans sjálfs, því það væri að meta manninn meira en heill og heið- ur þjóðarinnar, — og slíkt skal þeim eigi ætlað, heldur sakir einhverra þeirra mál- efna, sem þeim eru heilög og þeir telja Björn Jónsson færastan um að fylgjatil sigurs. En hvaða málefni geta" það verið? Látum oss athuga það lítið eitt. Pér skilnaðarmennl Berið J.»ið það traust til Björns Jónssonar, að yðar málefni sé þá bezt borgið, að hann sé ráð- herra? Er hann yðar stefnu slíkur mátt- arraftur, að yðar bygging skaðist nokk- uð við það, að honum sé í burtu kipt? Hefir hann eigi talið yðar málefni hé- gómamál. Hefir hann gert nokkuð það fyrir yðar málefni, sem geti komið yð- ur til þess, að hika við að dæma hann réttldtum dómi? Pér sjálfstæðismenn eða konungs- sambandsmenn! Hvernig hefir Björn Jónsson reynst trausti yðar? Hann skríð- ur fyrir Dönum í utanför sinni, og full- yrðir við þá, að vér getum eigi án þeirra verið. Eftiraðhann kom heim úr þessari för,vill hannekkert viðsambands- lög yðar eiga. Og þegar hann gat eigi hindrað, að þingið samþykti þau styngur hann þeim undir stól, og nú veit enginn nema hann, hvað af þeim er orðið. Hefir hann ekki blátt áfram svikið yður i trygðum? Hefir hann gert nokkuð það fyrir yðar málefni, síðan hann varð ráðherra, sem geti kom- ið yður til þess að hika við það, að dæma hann réttlátum dómi? Pér landvarnarmennl Eru ekki orðin »í ríkisráði«, enn þá í stjórnarskránni? Hefir eigi Björn Jónsson látið flokk sinn gleypa yður með húð og hári og drepa í höndum yðar eina blaðið sem þér af veikum mætti reynduð að halda uppi? Hefir hann nokkuð það fyrir yð- ar málefni gert, sem geti hamlað yðtir frá þvf, að dæma hann réttlátum dómi? Pér sparsemdarmenn! Hvernig hefir Björn Jónsson reynst trausti yðar? Reyndi hann ekki af fremsta megni að koma þjóðinni út í eitt hið glæfralegasta fjár- hættuspil — Thore-skipakaupin — sem nokkurntíma hefir verið reynt að ginna þjóöina út í? Er ekki fé landsins aus- ið út í pólitíska flokksbræður ráðherr- ans og fjárlög síðasta alþingis glæfra- legri en nokkru sinni hefir áður verið? Hefir Björn Jónsson ekki blátt áfram svikið traust yðar í þessu efni? Hefir hann nokkuð það fyrir yðar nicálefni gert, er geti komið ycurtil þess, aC hika við að dæma hann rcttlátum döni? Pér framsóknarmenn eða framfara- menn! Lengi reyndi Björn Jónsson að kenna flokk sinn við yður. Hverjar eru- þær framfarir, sem hann hefir barizt fyrir, síðan hann varð ráðherra? Leitað- ist hann eigi við að verða þröskuldur í vegi allra framfaramála, sem stjórn Hannesar Hafsteins reyndi að koma í framkvæmd? Og hefir eigi síðasta þing felt flest öll framfaramál, er þar voru á dagskrá, með fullkomnum vilja ráðherr- ans? Og þó jukust útgjöld landsins í stað þess að minka. Hefir hann rokkuð það fyrir yðar málefni gert, er geti komið yður til þess, að hika við að dæma hann réttlátum dómi? Nei; Björn Jónsson ráðherra hefir brugðist yður öllum undantekningar- laust, öllum nema þeim einum, sem láta völd og eigin hagsmuni sitja fyrir -öllu öðru, láta sér alt annað í Iéttu rúmi liggja, þefm einum, sem hann hefir efnt við loforð sín um bitlinga og önntir eiginhagsmuna laun. Vér særum yður við alt, sem yður er heilagt, föðurlandsástj yðar og heiður þjóðarinnar, föðurást yðar og sonarást, réttlætistilfinningu, mannúð og drenglyndi! Látið það ekki sannast, að ráðherrann geti beitt takmarkalausu gerræði, gagnvart saklausum mönnum, flekkað nafn þjóðarinnar og stofnað henni í voða, í skjóli meiri hltita henn- ar sjálfrar og með hennar samþykki. Reynist föðurlandi voru sannir og verð- ugir synir. „ Osanngirni," Dana. «Pótt lögunum stýri þau Oddur og Egg Pótt öxin sé heiðruð og virt, er þolanlegra, og eg þakkir legg, mót því, ef með orðum er myrt. Pví dómstóll ræðr við Ragnahvel. En fyrst skal ormurinn út úr og afskræmi tímans sjást svo vel að ranghverfan öll snúi út!« (Úr: Lincolns Mord.) «Slæmir eru Danir enn,« segjameiri- hluta blöðin. «Lítið nú á, hvernig þeir ganga á grið og gervar sættir!!! En oss í minnihlutanum verður spurn: «Við hverju var að búast? ákæra Dana gegn þeim, sem hrundu nefndarsamningnum var og er þessi: Pið Islendingar æskið að rjúfa ríkisheild vora og ráða land ykkar undan oss. Petta eru landráð, og svo mundi hver ríkisréttur dæma og svo látið þið í veðri vaka, að þið viljið ein- göngu hlýta persónusambandi Danakon- ungs. Og nú megið þér vita, að slíkt samband er ómögulegt þar sem ' lög- bundinn og ábyrgðarlaus konungur ræð- ur löndum. Pessi er ákæra Dana. Og hvað segja svo blöðin. Pau látast tárast yfir gerræði og ójöfnuði Dana, að taka ekkert tillit til «vilja meirihlutans!« Já, sá memhluti, sem búinn er til með æsing- um ! Og nú er aft ír farið að blása und- ir potti gamalla hálfd-uðra hleypidóma haturs ,misskilnings, mati.mgs og mann- vonsku. Petta er hinn allra versta póli- tík 1 heimi, og um hana segiY Ibsen, að þolanlegri sé Oddur og Egg, cg

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.