Norðri - 16.12.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 16.12.1909, Blaðsíða 2
198 NORÐRI NR. 50 hann kunni þakkir fyrir þá pólitík móti því, -ef með orðum sé myrt.« Merkilegt er það, að svæsni flokkur- inn , sem svo oft hefur ögrað Dönum með «g. sáttmála,» forðast að játa það, að með því skjali sóru forfeður vorir útlendum kongi land og þegna. Aldrei nefnir hann heldur það, að landið var aldrei herskildi tekið né þjóðinni oíboð- ið með nokkurri eldraun og yfirgangi, eins og flestum öðrum sigruðum þjóð- um, svo sem Pólverjum, Suður-Jótum, Rússum, Finnum, Prússum. Meinlausari stjórn en Dana hefur sjaldan verið til. En sannmælis Og sanngirni mega þeir aldrei njóta. Hitt er ávalt viðkvæð- ið: «Slæmir eru Danir! Sí og æ sjálfum sér líkir!« Skyldi ekki «ormurinn« þeg- ar hafa holað skelina?» Skyldi ekki« af- skræmi tímans« þegar vera komið svo í ljós að «ranghverfan öll snúi út.» Vinstri-stjórnin í Noregi. Pessi stjórn, sem nú var feld frá völd- um í Noregi, fékk fróðlegan dóm í sumar leið í Björgvinarblaðinu «Sam- tideu«, eftir hinn alkunna próf. Óskar Jæger. Setjum vér hér helztu atriði þeirr- ar greinar, ef ske kynni, að einhverir skynsamir landar vorir vildu 1 áta annara víti sér að, varnaði verða. því margt er líkt með» skyldum, segir máltækið. Eftir hinar miklu hamfarir Norð- manna 1905, þegar þeir slitu samband- ið við Svía, og eftir þær skærur/ sem fylgdu á eftir, uns meirihlutinn réði vali hins nýja konungs, en þjóðvaldsmenn urðuundan að láta (þeir Castberg, Ko- now o. fl.), kom sýnilega værð yfir norska pólitík. Og þeirri værð þakka hægrimenn það, að hinir hætíulegustu menn náðu sæti á Stórþinginu 1906. Úr því festu hinir vinstri samband sitt og nefndu sig fasta flokkinn (det kon- solidariske venstre). Af hinum eldri for- sprökkum náðu þeir fyrst Berner for- seta, er næstur stóð, hinum gamla fyig- ismanni Michelsens flokksins, þótti hann bregða öll sín heit, er hann gekk í lið með fjendum konungsvalsins! Síð- an náðu þeir Lövland, hægri hönd stjórn- arinnar, og þótti þá öllum nóg boðið. Svo linhlaupa höfðu Norðmenn orðið eftir æsingarnar. Og hvað átti svo að vinna? Menn sáu það ekki í fyrstu, en svo kom það í ljós, að fjöldi hinna nýju þingmanna voru pólitískir lausing- jar, sem vildu ná í veg og völd, enda sáu hvar veikt var fyrir og að einsætt væri að vekja sér til fylgis sem flesta öfga- og ofstækismenn, setja síðan á stefnuskrá sína hinar fylstu kröfur allra öfgaflokka landsins, svo sem í bindind- indismálinu, þjóðkirkjudeilunni og loks alþýðumálsstreytunni (Maalstrævet). Og alstaðar var öfga- og ójafnaðarseggjun- um tekið tveim höndum. Pá kom Mic- helssen aftur til sögunuar. Hann reisti nýjan vinstriflokk með miklu hógværra framsóknarsniði; átti hann að framfylgja fullri lýðstjórnarstefnu, en reisa um leið skorður gegn heimskulegum einræðis- öfgum, efla andlegt frjálslyndi og verja persónulegt hugsunar- trúar- og kenn- ingarfrelsi o. s. frv. Þetta þótti fasta flokknum ískyggilegt, og til jafnvæg- is tóku þeir því að draga að sér alla, sem náð varð úr íhaldsflokkum, með því þeir þóttust ætla sér að verja þeirra kreddur og altariselda. Pað sem svo skyldi aðalflokkana var þetta, að hinn frjálslyndi flokkur heimtaði f ulla lýð- stjórn, en hin fult þingræði, þ.e. þing, sem ekki má slíta kjörtímann út! En þáð er ehimitt þetta þingræði, sem vitrir menn og þjóðhollir hatast við; þeir heimta bæði þingrof, þegar þörf virðist t'tl, og lýðfundaatkvæði (referend- um), því ella geti ofstopamenn verið einir um hituna, meðan þeir hafa völd- in og geta ráðið við kjósendur sína. Petta kallar próf. Jæger Storthingsre- gjereri, þ. e. stórþings stjórnarvastur. I tilliti til afstöðu hinsfasta vinstri flokks t' málstreitunni, gefur hann engin grið fylgjendum ríkismálsins, þótt þeir bjóði fullan málsjöfnuð. Satna er um vín- bannsmálið, og er þess afstaða oss nægilega kunnug. Þar var Guunar Knudsen, sjálfur forsætisráðherrann, og Lövland líka, efstir á blaði, og Knud- sen, sem er ramur kredduvinur í kirkju- málum, gerir sitt til að hjálpa klerkun- um að losa kirkjuna við alt eftirlit rík- isins og allra frjálslyndra trúmanna. Vilja klerkar eiga þing sér, og skulu allir útilokaðir frá atkvæðagreiðslum og embættum, sem fylgja ekki óskorað lögfestri réttttrúan skoðana þeirra og kirkju, enda fara þeir svo langt, að þeir vilja ráða hverjir guðfræðingar kenni við háskóla landsins og heimta sérdeild undir þeirra yfirsýn. Þessar öfgar og fl. spáir próf. Jæger, áð muni verða banabiti hins sundurleita og ráðríka vinstriflokks. Enda er sú spá að fullu framkomin, og hófleg hægrimannastjórn með úrvali vinstri flokksins, sem Mic- helsen er fyrir, er komin til valda hjá frændttm vorum. * * Próf. Jæger segir, að Stórþingið hafi mjög spilt áliti sínu á síðustu árum. Margir hinir beztu menn hafni kosning- um, sumpart sökum þess aðþingið heimti svo langa tíma á ári hverju, er tefji menn frá embættum og heimilisönnum og sum- part, og einkum vegna þess, að pólitískum lausingjum og óróaseggjum sé sí og æ að fjölga, menu, er litlu hafa að tapa en til mikils að vinna, ef þeir svo langan tíma haldi þingsæti, enda telja þeir kjós- endum sínum sífelt trú um, að alt sé und- irþingræðinu komiðogaðþingrof og »re- ferendum« muni valda óstjórn í landinu. En sú kenníng er gagnstæð orðin skoð- un Michelsens flokksins, því hann seg- ir, að þjóðin geti aldrei lært góða lýð- stjórn, nema óaldarseggjum landsins sé haldið í skefjum með þingrofum hvert sinn, er þeir vilja gerast ofjarlar lög- gjafarvalds og stjórnar, og traust á kjós- endum verði veikara en það er nú. Annað mál er það, að töluverður vandi fylgir þeirri breytingu á þingstjórnar fyrirkomulaginu, sem þingrof útheimta, svo og sú atkvæðaleit til þjóðarinnar, sem referendum kallast og ekki hefir tíðkast á NorðUrlöiKlum til þessa. Hver, sem vill kynna sér þingdeilu Norðmanna, sem hér er bent til, má margt nema, sem vel mætti gefa oss hinum yngri frændum þeirra mjög heilsusamlegar bendingar, ekki sízt eins og mál vor eru nú komin. M. J, Símfréttir til Norðra. Ríkisþingið danska hefir látið höfða mál fyrir ríkisrétti gegn þeim J. C. Christensen og Sigurði Berg, fyrverandi ráðherrum. Enska parlamentið hefir verið leyst upp og er stofnað til nýrra kosninga. Veldur því fjárlagadeilan. Kröger, frægur, danskur málari er látitm. Björnstjerne Björnsson, norska stór- skáldið fræga, hefir verið mjög hættu- lega veikur, en er nú á góðum aftur- bata, og taliriri tíf allri Hsettu. Cook heimskautsfari hifir nú sent Kaupmarinahafnarháskóla öll skjöl sín viðvíkjandi fundi Norðurheimskautsins, eins og hann hafði ákveðið þegar hann var í Kaupmanuahöfn. Á háskólinn að dæma um, hvort saga hans um fund heimskautsins sé sönn. Norska stórþingið hefir veitt þessa árs friðarverðlaun, (Nobelsverðlaun) tveimum mönnum, sinn helminginn hvorum. Er annar þeirra franskur, Est- ournellef de Constant baron, en hinn belgiskur maður Bernae/d að nafni. Ráðaneyti Dana hefir lagt fyrir ríkis- þingið frumvarp til laga um breytingu á skiftingu kjördæma, en lýsir jafn- framt yfir, að þau eigi aðeins að verða til bráðabirgða. Haukur Gíslason frá Pverá í Fnjóska- dal, sem nú er prestur á Jótlandi, kvong- aðist nýlega danskri konu í Kaupmanna- höfn. Brúðkaupið var haldið í «Skyde- banen,« frægu samkvæmishúsi í Kaup- mannahöfn, og hefi þetta því sennilega ekki verið neitt kotungahóf. f Prinssessa Maria, kona Valdemars prins, bróður konungs vors, Friðriks VIII., er látin. Hún var frönsk að ætt, fædd prinsessa af Orle- ans 13. jau. 1865. Hún giftist eftirlif- andi manni sítium 22. okt. 1885, og áttu þau 5 börn, 4 sonu og 1 dóttur, sem öll eru á lífi og hin mannvænleg- ustu börn. Prinsessa Maria ávann sér miklar vin- sældir í Danmörku, enda var hún al- þýðleg kona, hjálpfús og góðhjörtuð. Var hún frömuður mjög margra góð- gerðafélaga og fyrirtækja, sístarfandi og dugnaðarkona hin mesta. Pótti hún fyrst fratnan af semja sig lítt að dönsk- um hirðsiðum og vakti það nokkurt umtal, enda munu þeir vera allólíkirþví, sem hún hafði vanist á Frakklandi á æskuárum sínum, einkutrf meðan Lovísa drotning Kristjáns konungs IX. lifði, er var mjög siðavönd og ströng kona. Gamnið í „Norðwlandi" Norðri leiðir það hjá sér eins og frek- ast er unt að minnast á blaðið «Norður- land« og það sem í því stendur frá ritstjóians hendi.— Viðbjóðslegra um- talsefni er naumast til.— En síðasta grein ritstjórans um bankamálið er svo óvanalega skemtilega vitlaus og lýgileg, að um hana skal farið nokkrum orð- um. Blaðið segir um hin óseldu banka- vaxtabréf Landsbankans. „ Slik bréf geta sannarlega ekki verið trygging fyi*" neinu.« Pví næst fyllyrðir blaðið, að þær 587,000 kr. í bankavaxtabréfutn sem Iiggja í Landmandsbankanum séu veð- settar þessum banka og því til sönnunar vitnar það í hraðskeyti frá Gliickstad sjálfum. Jafnskjótt og þetta símskeyti var birt í Reykjavík gáfu gæslustjórarn- ir Eiríkur Briem og Kristján Jónsson út nýja yfirlýsinguum það, að þeim væri al- gerlega ókunnugt um slíka veðsetningu og þeir hefðu ekkert verið við hana riðnir. Þetta vill ritstjóri Norðurlands ekki rengja en dregur jafnframt þá ályktun út af því, að bankastjórinn, Tryggvi Gunnarsson, muni hafa veðsett bréf- in. Þessi bankavaxtabréf eru , óseld, og samkvæmt kenningu ritstjórans s)á\h geta þau þvi ekki verið trygging fyrir neinu. Þó eiga þau að hafa verið gefin Land- mandsbankanum að veði, til tryggingar sktild Latidsbankans. Og þéttá á að vera höfuðs'ák bankastjórnarinnat eða að minnsta kosti bankastjórans. • Fyrri hluti 14. gr. laga urn stofnun Landsbanka á íslandi hljóðar þannig: Framkvœmdarstjóri og annar gœzlu- stjóri skulu undirskrifa svo að skuldbindi bankann, ef gefa skal út eða fram- selja víxla, önnur peningabréf eða aðr- ar slcriflegar skuldbindingar.« - Bankastjórinn einn getur því eigi veð- sett neitt af eignum bankans; til þess að slík veðsetning sé lögleg og bind- andi fytir bankann verður annar gæzlu- stjórinn að undirskrifa hana með banka- stjóranum. Þótt Tryggvi Gunnarsson hefði því reynt að veðsetja þessi bréf 100 sinnum, þá værtt þau jafn óveðsett fyrir því, úr því hvorugur gæslustjór- anna hefir undirritað veðsetninguna. Gluckstad Landmandsbankastjóri hlýt- ur því að vera allheimskur og hafa lít- ið vit á bankamálum, ef hann fyrst og fremst hefir tekið til tryggingar verð- bréf, sem ekki geta verið trygging fyrir neinu og þar að auki eru veðsett hon- um af manni, sem enga heimild hefir til þess. Slíkur bankastjóri hefði sannar- lega til þess unnið, að honum væri vik- ið frá tafarlaust, sakir «megnrar, óaf- sakanlegrar óreglu og skeytingarleysis« um hag banka síns. — Mundi ritstjóra Norðurlands þykja það skynsamleg ráðstöfun af útibússtjórn Landsbankans hér á Akureyri, ef hún t. d. lánaði fé gegn tryggingu í óseld- um hlutabréfum «Norðurlands« manni, sem enga heimild hefði til þess að veð- setja þau? Ritstjóranum til viðvörunar skal hon- um bent á það, að það getur verið liættulegt að bera jafn gífurlegar sakir á útlenda merkistnenn saklausa, þótt honum kunni að líðast það bótalaust í skjóli ráðherrans að ausa íslenzka merkismenn slíkum saur, án nokkurra saka. Landsbankahneykslið. Af því eru fáar nýjar fréttir. Banka- mennirnir dönsku komu til Reykjavíkur með »Sterling» á laugardaginn er var, og byrjuðu ransókn sína á bankanum sama dag, héldu henniáfram allan sunmi- daginn og altaf síðan, enda er gert ráð fyrir, að ransókn þeirri verði lokið í dag. Bankamenn þessir heita Jörgensm og Christensen, hefir annar þeirra verið úibússtjóri Landmandsbankans í Færeyj- um en hinn í Fredericia. Varist hafa þeir allra frétta, enda mun Landmands- bankastjórnin hafa fyrir þá lagt, að láta lítið uppi um það, en skýrslu sína eiga þeir auðvitað að gefa Landmandsbank- anum. Svo rnikið hafa þeir þó fullyrt, að allar bœkur Landsbankans væru í hinni beztu reglu. í hverju liggur þá hin megna, óafsakanlega óregla? »Isafold fullyrðir jafnt og þétt, að skýrsla bankaransóknarnefndarinnarverði birt »bráðlegá», en hvenær þetta «bráð- lega> kemur er hulin ráðgáta. Vera má að hans hágöfgi finnist hann eins og drottinn almáttugur, hvorki bundinn af tíma né rúmi og að 1000 ár séu fyrir honum eins og einn dagur. Samkvæmt þeim tímareikningi getur það dregist nokkuð ennþá, að þetta .bráðlega' komi. «Lögrétta» fullyrðir að þessi langi dráttur á útkomu skýrslunnar stafi með- fram af því, að bankaransóknarnefndin hafi orðið að breyta að miklum mun þeirri skýrslu, sem hún var búin að semja. En hvort síðari villan verður argari hinni fyrri er ennþá hulinn leynd- ardómur.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.