Norðri - 23.12.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 23.12.1909, Blaðsíða 1
 IV. 51, Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—.7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10—llf.h. Utbiá Islandsbanka 11- -2 Utbii Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöid kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. frúföst mánudagskv. kl. 8. Hallgrímur Sveinsson biskup. Eftir vinsaml. tilmæltim yðar, herra ritstjóri, vil eg minnast á hinn nýlátna merkismann með fáeinum persónulegum minningarorðum, því eg var honum ná- kunnugur frá æskudögum okkar og vinfengi okkar entist meðan við lifðum báðir. Eg kom til latínuskólans árið 1859 og settist í 3. bekk A; voru þar þá 6 piltar fyrir: Hallgrímur Sveinsson, efstur, Jónas Björnsson, síðar prestur að Ríp, námsmaður mikill, hinn 3. var Jón Ásmundsson frá Odda, síðar sýslu- maður, þá Þórkell Bjarnarson, hinn alkunni fræðimaður, Páll, sonur Páls Melsteðs sagnfræðings; hann lézt norður á Hofi, ungur og efnilegur, og hinn 6. var Friðrik Oddsson Thorarensen frá Akureyri, er einnig lézt ungur og mann- vænlegur, Allir þóttu þeir góð manns- efni og alla reyndi eg þá að beztH drengjum. Eg var þeirra langelstur, því eg kom nærfelt 24. ára í skólann. En nú hefi eg lifað þá alla. Pví er það ekki án angurblíðra tilfinninga, að eg lít nú aftur á bak yfir hinn fagra hóp félaga minna, sem þá og æ sfðan hafa verið mér kærir. Sumir aðrir sátu nær méríbekknumen H. S.,ogurðumér hand- gengnari; sat eg í fyrstu neðarlega, því lengi galt eg míns misjafna undirbún- ings er líka hafði spilt heilsu minni, svo eg naut mín misjafnt. En ef eg man rétt, hlutum við allir I. einkunn ' að lokum, og með mjög líkum vitnis- burði. En Hallgrímur hlaut nokkrum stigum meira, eða fulla ágætiseinkunn. I þann tíð öfundaði enginn okkar ann- an, og man eg, að það var allra okkar skoðun, að H. S. ætti að verða hlut- skarpastur við prófið. Hann var í öllu tilliti kjörinn »dux» (fremstur), þvíhann var fyrirmynd okkar hinna að reglu og siðprýði, lipurð og gáfum. Pó þori eg ekki að fullyrða eins um afburði hans að gáfunum til, því þærerumarg- ar, enda koma sjaldan fram í æskunni og undir skólareglum, svo þær verði metnar rétt eða aðgreindar svo vel sé. Hitt er víst, að hann var betur talaður í tímum og við próf, en við hinir, og lipurð hans var aðdáanleg. En að frum- leik í hugsun eða skilningi þóttu aðrir taka honum fram. Hann hafði og not- ið frábærrar kenslu föður síns, sem var talinn meistari í að kenna piltum og undirbúa. En helzt eru mér nú í fersku rhlrittl Hlrllr áðúr fiefndu slðferðisköstír Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19,= Akureyri, fimtudaginn 23. desember. 1909. hinslátnabiskups. Pá var hann, ef eg man rétt, «inspektör» skólans, er öllum okkur umsjónarpiltum tókst í félagi, að hnekkja óreglu, einkum drykkjuskap, í skólan- um. Er það dálítil saga út af fyrir sig, sem hér yrði of löng, en þess skal get- ið, að það var mest fyrir hans lipurð og gæzlu þeirra laga, er við settum, að sú óregla hvarf — já, hvarf öll okkar ár í skólanum. Og lengi naut þessa okkar æskufyrirtækis. Minnisstæðastir^í Jþeirri baráttu voru, auk Hallgríms, þeir Páll Sigurðsson, síðast pr. á Gaulverjabæ, málsnillingur mikill, Eggert Ó. Briem, er mest ritaði, og lögreglustjóri vor kappinn Skapti Jósefsson, . er duglega gekk fram í viðlögum, (því nokkrir rif- baldar voru á móti). En þeir Skapti, Hjörtur o. fl., er fylgdu okkur fremur af drengskap en heilögu vandlæti, voru þá á förum úr skólanum. Annað atriði frá þeim æskudögum er mér í fersku minni. Pað varskemti- för okkar Hallgríms eftir burtfararpróf okkar, vestur á land. Við lögðum upp með seglskipi (skonnortu) og stefndum upp á Mýrar. Pá var logn mikið og sólbráð, enda vorum við framundir viku á leiðinni. Vistafátt varð í káetunni, og komu sömu álftarbeinin áborð fyrir okkur dag eftir dag. Oerðum við held- ur en ekki gaman að og kölluðum hin sármögru álftabein «álftina hans Nóa« A Mýrunum fengum við okkur gæð- inga, og riðum beint að Staðarstað. Sr. Sveinn tók okkur tveim höndum og á- varpaði okkur ýmist á latínu eða grísku. Hallgrímur svaraði fullum hálsi grísk- unni, svo karl virtist heldur hrökkva fyrir, en þótt eg þættist all »verbosus» og hafa lesið meira en sumir aðrir la- tínuna, fór eg brátt á hæli, þegar karl tók að færast i aukana. Kom okkur H. saman um það, að hefði sá öldungur verið Skallagrímur og eg Pórður Lamba- son, hefðu mín beztu bein illan enda fengið. A Staðarstað var gamaldags bæ- jarbragur, og þótti mér skemtilegra en latínan samtalið við dóttur prófasts, því gáfur óg góðleiki skein af ásýnd henn- ar. Síðan riðum við inn um héiað og til Stykkishólms og lifðum mánuð eða lengur í »vellystingum praktuglega.» Að H. S. yrði framur ma5ur og síðast biskup bjóst eg við snemma. En ekki sé eg mér hent, að segja hans embættissögu, það munu þeir gera, er færari eru. Avalt entist okkur hinn gamli félagsskapur og alla æfi reyndist hann mér góður og umburðarlyndur og í öllu valmenni. Nú fagna eg þvúj að hann er heim farinn — eftir lengri baráttu við dauðann en nokkur annar íslandsbiskup nema Oizur ísleifsson. M. I. Slys. Jón Jónsson kaupmaður í Bolungar- vík datt niður af tröppum og beið bana af. Grunur leikur á að þetta hafi orðið af mannavöldum og hefur maður verið íekinn fastttr Hf þeirH ðstæðti, (Sfmfrétt), Ti! þátttakanda mótmælafundinum í Reykjavík Sunnudaginn 28. nóv. \>. á. Pegar þér sýnduð mér þá virðingu að fela mér að flytja ráðherranum er- indi yðar með aðstoð yðar og að yður viðstöddum, þá var eg vongóður um að mér myndi takast það sæmilega. En nú er sú ratin á orðin, að enn til þess- arar stundar hefir mér ekki tekist að flytja ráðherranum erindið, og skjalið, sem fundaryfirlýsingin og áskorunin er skráð á, er enn í mínum vörzlum. Flestum yðar er nú að vísu nokkurn veginn kunnugt það er fram fór í gær úti fyrir ráðherrabústaðnum og á göt- unum næstu. En með því að mann- fjöldinn var svo afarmikill og hávaði, vita að líkindum ekki allir fullgerla um þau nánari atvik að því, að eg ekki fékk flutta ráðherranum fundarályktunina, eins og til var ætlað. Skal eg því segja söguna hér, að því sem htín snertir mig. Pegar kom að bústað ráðherra inum clýra og fagra, er landssjóður keypti í vor til þess að láta fara vel um gamla manninn, bar þar fyrst og mest á nokkr- um víglegum möuntim í einkennisbtín- ingi. Var þar komið lögreglulið bæj- arins alt, undir forustu Pbrvaldar Björns- sonar. Liðinu var skipað ofan við stein- riðið, er Iiggur að gðtunni upp að ráð- herrabústaðnum. En á steinriðinu sjálfu stóðu nokkrir unglingar, sem auðsjáan- lega voru til þess settir að verja mér og öðrum, sem taka vildu til máls. Reyndi eg hvað eftir annað að flytja erindi mitt en fyrir ópum þessara stráka heyrðist ekkert orð. Eftir nokkra stund fékk eg vitneskju um það hjá lögregluþjónunum að mér væri einum heimilt að koma nær. Eftir nokkrar hrindingar og hnjask af hendi strákanna á tröppunum komst eg upp ti! lögregluþjónanna, og krafðist þegar að fá að flytja erindi mitt þaðan í allra áhsyrn. En formaður lögreglunnar kvað það harðlega bannað. Par á móti væri mér leyfilegt að fara inn í húsið á fund ráðherra þar. Pví boði hafnaði eg þegaf, með því að mér hafði verið falið að flytja ráðherranum fundarályktunina að þeim ásjáandi og áheyrandi, er? gáfu mér það umboð. Svo var vígahugurinn mikill í liðinu, að ekki var laust við að mér væri hrundið fram af flötinni og niður í tröpp- urnar, þar til er eg gat í gegnum há- vaðann látið þá heyra þau orð mín, að þeir mættu vera þess fullvissir, að eg mundi hlýðnast lögregluskipun, þótt eigi væru lagðar á mig hendur. Peir áttuðu sig víst á því, að svo mundi vera, og sýndu mér enga ókurteisi. Þetta tek eg fram til þess að koma í veg fyrir mis- hermi um það. Litlu síðar las eg fundarályktunina upp svo hátt og skýrt, sem eg hafði róm til. Pá var hávaðinn sem mestur, og voru það því víst ekki næsta margir, sem heyrðu orð mín. Annað sinn náði eg uppgöngu til lög- régluliðsins, Eg gerði mig aftitr líklegatl til að taka til máls, en mér var bannað það algerlega, og boðið að hypja mig það bráðasta á brott þaðan. Síðast gerði eg þá tilraun til að fá enda á þetta, að eg beiddi bæjarfógeta að afhenda ráðherra fundaráskorunina á skrifuðu skjali. Litlu síðar afhenti bæj- arfógeti mér skjalið, og kvað ráðherra hafa neitað að taka við því, þar á móti mundi hann taka við því á embættis- skrifstofu sinni næsta dag. Síðan varð það að ráði með okkur Knud Zimsen, að við skyldum flytja áðherra erindi fundarins á skrifstofu hans í stjórnarráðinu. Kl. 12 í dag var eg staddur hjá Zimsen, og bjuggumst við til að ganga , á fund ráðherra og með okkur Porsteinu Gíslason ritstjóri. En áður við færum út, þótti ráðlegt að fóna til stjórnarráðsins og spyrjast fyrir, hvort ráðherrann væri kominn. gerðum við ráð fyrir að Magnús dyra- vörður mundi verða fyrir svörum að venju. — En viti menn— hans hágöfgi kom sjálfur. Sneri þá Zimsen þegar máli sínu til hans og skýrði honum frá, að við 3 óskuðum að tala við hann og flytja honum erindi fundarins í gær. Ráðherra svaraði á þessa leið: «Eg gaf Jóni í Múiakostá því þrisv- ar í gærkveldi að tala við mig. Eg hefi annað að gera við minn tíma en að tala við þá menn, sem vilja gera á mig allskonar árásir. Efþið hafið eitthvert skjal, getið þið sent mjer það. Eg á ekkert vantalað við ykkur.« Lengra er þessu máli ekki komið enn. Eg hefi skýrt hér svo satt og rétt, að eigi mun hnekt verða, frá orsökum þess, að mér hefir eigi tekist betur að reka erindi yðar, og byð yður velvirðingar. Aðferð ráðherrans kunnið þér víst að meta rélt. Hér er að ræða um yfirlýsing og á- skorun, sem gerð er af þúsundum manna. Oss er fyrirmunað á allar lundir að flytja ráðherranum hana, á þann kurteislega og stillilega hátt, sem vér sjálfir óskum. Hvernig var með þjóðræðið og þjóð- ræðiskenninguna héi na um árið? — Var ekki Björn Jónsson eitthvað við það rið- inn? — Hvað minnir yður, átti það að verða svona? Reykjavík 29. nóv. 1909. Jón fónsson. Símfréttir til Norðra. Cook svikari. Háskólinn i Kaupmannahöfn hefir nú ransakað skjöl dr. Cooks, viðvikjandi fundi norðurpólsins, er honum voru send frá Ameriku. Hefir niðurstaða hans orðið sú, að nœr öhugsandi sé að Cook hafi komist tilpólsins, eftirþessum skil- rikjum að dæma. Óðara en þessi fregn barst út strauk Cook, cn hafði áður svikið út200þús- dollara. Vita menn nú eigi hvar hann hefSt Við.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.