Norðri - 23.12.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 23.12.1909, Blaðsíða 3
NR. 51 NORDRI. 203 hafa gildari ástæðu til að löggilda sem helga biflíu Gyðinga en biflíu Buddha- trúarmanna eðaZend Avesta, biflíu Persa? Muhamed átti eflaust eins mikið g.testam. að þakka eins og postularnir, en þó finnum vér aldrei kóraninn bundinn í sama band og biflíu Gyðinga. En Bif- líufélögin halda sí op æ áfram að þýða og útbreiða g. testam., þrátt fyrir þá staðhöfn, að hin tvöföldu samanbundnu tiúarbrögð, sem biflían geymir, gera útbreiðslu kristinnar trúar margfelt tor- veldari og áhrifaminni en ella mundi. »Hversu óviðurkvæmileg, óviturlegt og fjarri réttri rökleiðslu er sú aðferð kristinna manna, að halda tvenn trúar- brögð í einu, játa tvenskonar ósamhljóða trúarjátningar! Kristin trú, eins og hún átti að vera, hefir verið fóðruð og fjötrum bundin af trú Móisesar. Öll þau illræðisverk, sem afskræmt hafa sögu kristindómsins á umliðnum öldum, of- sóknir, trúarstyrjaldir, manndráp, galdra- ofsóknir og brennudómar, það hefir alt verið að kenna kenningum g. testam.; það var þess grimmi andi, sem mælti fyrir munn þeirra Kalvíns, Jóns Knox, Púrítananna og ótal annara. Menn, sem trúðu á gritnman og ósefatilegan drott- inn Zebaoth, guð í mynd austurlenskra harðstjóra, fullra gerræðis og ofmetnað- ar, þeir hlutu sjálfir að vera fullir ofsa og gerræðis. Peir kendu, að sá, sem bryti hið minsta smáræði í lögmálinu, væri sekur við það alt, og boð hins guðdómlega stjórnara, hversu fávíslegt og ranglátt sem væri, mætti ekki vanrækja, því það væri dauðasynd! Petta kendu þeir og drýgðu í nafni gamlatestament- isins. »Vér heyrum æ annað veifið orðin: »Farið aftur á fund Jesú!« »Snúið aftur til einfeldni guðspjallanna; reisið við aftur hinn hreina frumkristindóm!« »En hver er sökin, að þessum áskorun- um er ekki hlýtt, nema fastheldni sjálfra þeirra, sem heilræðið gefa, við g. testa- mentið? Inngrónir helgisiðir og arf- gengar trúarkreddur eroftast nær nálga ómögulegt að uppræta úr hugsun og háttum þjóðanna, — rétt eins og jafn- vel h:nir vitrustu og bezlu vilji held- ur hafablaudin og sorakend trúarbrögð, en hrein og ómenguð. G. testamentið ætti að leggja fyrir á þess rétta stað, meðal annara helgra fornbóka austurlanda, en kirkjur, trúar- bragðafélög og skólar ættu að iðka og kenna hið n. testamenti eingöngu. (A/. J. eftir prófessor W. P. Whery.) Hvert er farið? ------------------- Hvar er svarið? — Hvað er lífið? Hvert er farið ? Hvaðan stafar öll sú þraut? Hver er sökin?-Hvar er svarið? Hver hefir Iagt þá vetrar braut? (M. J.) (Framh.) «En satt best að segja«: Sum lög- in hafa þann leiða galla, að þau mega ekki koma til framkvæmdar fyr en ein- hverntíma seinna, og hver veit hve- nær ? Petta er nú ein framförin í hinu pólitíska ástandi. Enginn getur sagt, að afturför sé í fjármálum. Fyrir 40 árum voru þarf- ir landsins um Va milj: kr. Nú voru þær á þessu síðasta, og eflaust öðru hinu minnisstæðasta þingi landsins 2.967.000. Hér eru nú loksins hægt að sjá mun til framfara. Pingmenn geta ekki verið þektir fyr- ir að nurla með landssjóðinn. Pað er dálítið þjóðríkslegra að hafa margar miljónir að úlhluta til upphugsanlega og ímyndaðra framfara, að sér sjálfum ðglfeymduttt; ög að basia áfram áh þess Nýr kaffibætir. Allar góðar konur eru beðnar að reyna hinn nýja KAFFIBÆTIR, sem eg læt búa til suður á Pýzkalandi, úr hinum heilnæmustu og bragðbeztu efnum, og er lögð stund á að framleiða beztu vöru, án tillits til kostnaðarins. Allir kaupmenn geta fengið kaffibætirinn hjá mér og er hann aðeins egta, ef mitt nafn stendur á hverjum pakka. Húsmæður, sem reynt hafa þennan ágæta kaffibætir nota aldrei ann- an. Biðjið ætíð um JAKOB GUNNLÖGSSONAR kaffibætir, þar sem þér verzlið og hættið ekki fyr en þér hafið fengið hann. Virðingarfyllst. Jakob Gunnlögsson. að taka lán; það er nú álitin eintóm sparnaðarkredda og kotungaháttur. Pað er meira að segja, kall minn, skortur á sjálfsstæðisgolu, sem nú átímumer svo bráðnauðsynleg. Enda lét riú meirihluti þingsins hinn nýja ráðherra, í hinni alræmdu utanför þeirra þrímenninganna,útvega 11/2 miljón svona rétt til bráðabirgða. Og þó nú það lán, að sumum fyndist óþarflega dýrt, gerir ekki til. Pað aðeins sýnir að okkur dregur ekki um stná upphæðir. Petta láu átti nú líka að bæta úr pen- ingaþörf, sem einhverjir voru að kvarta um, að væri svo mlkil. Rétt eins og all- ar miljónir bankanna væru uppgengnar í eintómar framfarir. Já — svona er það, þegar þjóðirnar eru á framfarastigi. Pað sést líka ljóslega af fjárlögunuin að lands-eða ríkisfé þessu er ekki illa varið. Pað er óhætt að treysta því, að það ber hundraðfaldan ávöxt. En þar sem það var ekki tilgangur minn að ræða um fjárlögin í þetta sinn, sleppi eg þeim, en bið lesarann sjálfan að athuga þau: vona eg þá, að hann verði var við ýmislegt, sem framfara- þörfin 'útheimtir: Minstakosti 10 þús. kr. fjárveitinguna til að kunngera stór- veldum heimsins stofnun hins nýja rík- is út í Norðursænum, og láta þau vita, að vér afkomendur norðrænna stór- menna munum sýna þeim í tvo heim- ana með bryndrekum okkar. Eg vona að þessar krónur streymi inn í landið í þúsundavís og að þá verði ekki pen- ingavandræði í landinu —ríkinu vildi eg sagt hafa. Hvað segir þú, bóndi góður, er ekki eitthvað viðkunnanlegra að borga í lands- sjóð fyrir þetta og fleira því líkt, held- ur en fyrir uppfræðing barna þinna? Pú finnur líklega svo lítið til þess sem þú borgar með tollum, að þér má nærri standa á sama, þótt þeir hækki dálítið enn, enda liggur í augum uppi að svo verður að fara,— Þegar menn nú athuga hag lands- manna, eins og hann er í reyndinni, þá hljóta menn að komast að raun um, að á hinum litlu búum hvílavoða mikl- ar skuldir, svo mjög tvísýnt er um marga hvort þeir geta velt sér áfram án þess að fara um koll. Svo þegar hér við bæt- ist, að landsbúið er á sömu leiðinni með að falla í skuldir, sem að sjálf- sögðu borgast ekki nema með íþyngd- um álögum, og hitt þó eins líklegt, að halda verði áfram að taka lán á lán of- an á meðan ekki sekkur, sýnast mér á- stæður þjóðarinnar alt annað en glæsi- legar. (Meira.) Kjósendur í Árnessýslu hafa sent þingmönnum sínum, þeim Hannesi Porsfeinssyni iit- stjóra og Sig. Sigurðssyni ráðanaut, á- skoranir og krafist þess, að þeir láti taf- arlaust í Ijós álit sitt á aðgjörðum ráð- herra gagnvartLandsbankanumog stjórn hans. Sagt er að svo fremi sem þingmenn. irnir fylgi stjórninni í þessu máli, muni kjósendur skora á þá að leggja niður þingmensku. Maður skaut sig nýlega á Hjalteyri, Magnús Porkels- son að nafni, sonur Porkels Porkelsson- ar ökumanns hér í bænum ; ókunnugt er um orsakir til þess. Húsbruni varð á Húsavík í nótt. Brann hús Krist- jáns Árnasonar söðlasmiðs, var það nýtt og allstórt. Húsið var vátrygt fyrir kr- 7000,00 og áhöld og efni til söðla- smíðis fyrir kr. 2000,00 í «Nye danske Brandforsikringsselskab». Auk þess brann þar talsvert af húsgögnum og veiðar- færum er var óvátrygt. Um orsakir til uppkomu eldsins og nánari atvik við brunann ,hefir ekki frézt. Gufuskipaferðirnar. Fyrsta skip frá sameinaða gufuskipa- félaginu, sem fer hér norður fyrir land, verður «Laura« og fer frá Kaupmanna- höfn 23. jan. frá Seyðisfirði 1. febr. og héðan 3. febr. Næstu ferð norður umland fer «Laura« einnig. í þá ferð leggur hún af stað frá Kaupmannahöfn 27. febr., fer fráSeyð- isfirði 8. marz og héðan 13. marz.— Alls koma skip félagsins 7 sinn- um hingað til Akureyrar á leið til Reyk- javíkur og 5 sinnum á leið til útlanda, á árinu 1910. AUGLYSING. Skiftafundir verða haldnir miðvikudag 5. jan 1910 hér á skrifstofunni í eftir- nefndum þrotabúum. 1. Gunnars Helgasonar Hrísey kl. 10. f. h. 2. Jóns Stefánssonar Neðstalandi kl. 11 f. h. 3. Jóns J. Dahlmanns kl. 12 á hád. 4. Jóns Helgasonar Akureyri kl. 4. e. h. í þremum hinum fyrstnefndu verða ráðstafanir gjörðar um sölu í eignuni búanna. í hinu síðastnefnda verður fram- lagt efnahagsyfirlit og skrá yfir lýstar skuldir. Bæjarfógetinn á Akureyri 23/ia ’09. Guðl. Guðmundsson. REYNIÐ Boxcalfsvertuna »SUN» og notið aldrei aðra skósvertu . Fæst hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Buchs Farvefabrlk. Kaupmannahöfn. 1 72 eftir því sem peningaverztun hans og vi ðskifti jókst. En hann vissi að altaf var hann hafður að skopi og tyrirlitningu á bak, og æfði sig í að fyrirlíta aft- ur, safna og draga að sér hið dularfulla afl, til þess að geta birst, einn góðan veðurdag, óvinum sín- um til skelfingar. Pess vegna varð hann svo hissa, næstum hrædd- ur, þegar hann las það eitt kvöld í blaðinu, að hann hefði verið kosinn þann dag í bankastjórnina við Christensensbankann. Hann hafði ekki þorað að koma á aðalfund, þar sem voru svo mörg augu. Hann rýndi á þessa kosningagrein, og honum datt í hug, að þetta væri háð í blaðinu. Rétt í því var barið á ytri dyrnar. Hann hélt að þetta væri uppburðarlítill lánsbeiðandi, og fór sér hægt að Ijúka upp dyrunum »Gott kvöld — herra Wold; fyrirgefið, að eg heim- sæki yður svona seint á kvöldi, en mér hefir verið sagt, að helzt væri hægt að finna yður á þessum tíma« sagði maðurinn, sem kom inn, og Törres kannaðist við, að þetta var nýji presturinn, sem hann hafði kynst á dansleiknum. Hann varð mjög vandræðalegur, er hann mint- ist þessa kvölds, þegar hann hitti prest.nn í fyrsta 16* En eftir fallið mikla hagaði hann aðferðinni á annan hátt. Pað varð að ganga eins fljótt nú eins og áður — já, mik!u fljótar en áður, en í myrkrinu. Hann treysti því ekki framar, að sín leið mundi liggja meðal hinna öruggu og glaðlyndu, sem eins af þeim er þar ættu heima; en svo hátt gæti hann ef til vill komist, að dansinn tæki enda, bæði fyrir einum og öðrum. Og þá ætlaði Törres að opna sinn eigin dansleik. — Skyldi þá nokkur þora að hlæja? En til þess þurfti mikla peninga, og Törres safn- aði og safnaði — seint og snemma. Heima í nýju híbýlunum tók hann á móti lánbeiðenduin eða orð- sendingum í miðdegisfríinu, eða seint á kvöldin. Sunnudagurinn var þó beztur til viðskiftanna fyrir hann. Stofan hans varð hreint og beint að skrifstofu. Hann réðst í að kaupa eldtraustan skáp, og fór að safna hlutabréfum og smáhlutum í skipum. Smá sam- an varð það ríkjandi skoðun, að Törres Wold væri mikill peningamaður — það var óskiljanlegt, en engu síður áreiðanlegt. Og frú Knudsen þurfti ekki að kvarta yfir neinu. Törres hirti sinn hluta svo jafnt og reglulega, að enginn tók eftir því. En vegna dugnaðar hans uxu viðskiftin og tekjurnar urðu meiri. Nú færði hann

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.