Norðri - 30.12.1909, Síða 1

Norðri - 30.12.1909, Síða 1
Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, IV. 52. Akureyri, fimtudaginn 30. desember. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—.7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Rókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10-11 f.h. Utbú Islandsbanka 11--2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8 Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Sjálfstæði íslands. Um það hefur verið margt ritað nú síðustu árin. Breyting súsem varðástjórn- arfarsstöðu okkar á þinginu 1903, með að fá stjórn vora inní landið, og þing- ræði, varð til þess að opna augun á mörgum til að fá samband vort við Dani betra og fullkomnara en það er. Þjóðin vildi ekki una því, að vér vær- um hluti úr danska ríkinu, eða vér þyrft- um að lifa undir stöðulögunum frá 1871. Sambandið þurfti að breytast, og í þá átt, að vér hefðum sem flest mál okkar útaf fyrir okkur, og Danir viður- kendu rétt vorn og sjálfstæði, og um fram alt að íslendingar væru ekki inn- limaðir i danska ríkið eða talinn óað- skiljanlegur hluti þess. í þingmannaför- inni 1906 kom þetta berlegast í Ijós, og eftir þá för fóru hugir manna meir og meir að hvarfla í þá áttina, að ný og frjálsari sambandslög fengjust. Ping- mennirnir höfðu hreift þessu í utanför sinni, og ferigið beztu undirtekt- ir, grundvöllurinn sýndist vera lagð- ur, og samkomulag hugðu flestir að mundi fást. Þingvallafundur var hald- inn sumarið 1907, stuttu fyrir þingið, og þó sá fundur væri að mestu flokks- fundur þá sýndi hann þó hvað sá flokk- ur vildi, og þó ályktanir þess fundar væru nokkuð loptkastala bygðar, þá um- skapaði og endurbætti sá þingflokkur á þinginu 1907 ályktanir þess fundar, og setti fram þær kröfur, sem þeir vildu láta sambandslaganefnd þá fylgja, sem útnefnd var sama sumar af konungi til að semjanýsambandslögmilli landanna. Sem kunnugt er vóru kosnir þrír menn úr hvorum flokk og ráðherrann sem odda- maður eða formaður nefndarinnar. Bæði fyrir þing og á þinginu komu fram sterkar raddir frá þjóðræðisflokknum, að þeir álitu óheppilegt að útnefna þessa nefnd, fyr en eftir nýjar kosningar, þeir hugðu sem svo, að heimastjórnarflokk- urinn mundi ekki verða nógu harður í kröfum gegn Dönum, og þeir yrðu svo vægir í sjálfstæðiskröfunum, þeir voru tor- trygðir af flokknum og fengu margar hnúturá þeim dögum. F’jóðræðisflokk- urinn vildi reka af sér sliðruorðið frammi fyrir augum Jjjóðarinnar, sýna henni, að sá flokkur gengi nú lengst í frelsis- kröfunum. Flokkurinn vissi sem var, að hann hafði lítið traust meðal þjóðarinn- ar, því mönnum var ekki úr minni lið- ið, hvernig hann barðist gegn því á þlttgltlu 1903, áð (slendlrlgár fengu stjdftt- ina inn í landið, því'var um að gera, að æpa sem hæst, gera yfirboð, og setja kröfurnar hærri og hærri. En þrátt fyrir þetta, sýndist þó svo, að lánið ætlaði að verða meira en ofurkappið. Sam- bandslaganefndin komst öll á eitt mál, að undanteknum einum íslendingi. Heill landsins var hjá ölfúm hinum sex látin sitja í íyrirrúmi, sundrungunni var af- stýrt, og flokkarígurinn hvarf fyrir þeirri hugsun, að vinna að heill og framför landsins sem sannir fslendingar. Að svíkja ættjörð sína, er álitin sú mesta þjóðarsmán, menn þá, er að því hafa unnið, hefir veraldarsaganstimpl- að með þeim otðum, sem eru þjóð- kunn, og sá dómur, sem þeir menn hafa fengið, er lengi í minnum hafður, og hann lifir á meðal þjóðanna í marg- ar aldir. Sá sem sundrungunni veld- ur, og verður til þess að eyðileggja gott málefni heillar þjóðar, þó smá sé, hann hlýtur að sæta þungum dómi með- al afkomenda sinna. F*etta er og verð- ur óhrekjandi dómur sögunnar. Hvort þetta á hér við, getur hver og einn verið sjálfráður um og dæmt eftir atvikum, en eitt er víst, að sú sundrung, sem hér var vakin, varð til þess, að þjóðín eyðilagði gott mál yfir lengri tíma, já, yfir svo langan tíma, að ekki er hægt að geta til hve nær ann- að eins boð verður boðið. F’jóðin var æst upp með ósönnum getsökum og skýringum, og sá sem best blés að kolunum í þá átt, var kosinn í valda- sætið. Til þess voru refirnir skornir, að steypa þeirri stjórn, er að völdum sat, og til þess var okkar sjálfstæðis- máli offrað. Ráðherrann, Björn Jóns- son, hefir nú sýnt það, þann stutta tíma, sem hann hefir setið að völdum, að það var ekki af eintómri föðurlandsást, að hann barðist fyrir ráðherrasætinu. í léttu rúmi lætur hann' sér liggja, að svæfa sjálfstæðismál vort, sambandslaga- frumvarpið, á það er ekki minst. í málaferlum, erjum og ófriði stjórnar hann. Með hlutdrægni veitir hann stöð- ur þær, sem losna, og víkur frá nýtum og þjóðkunnum mönnum. . Fyrir síðustu kosningar var þjóðin æst upp. Frelsispostularnir, sem nú ríkja, töldu mönnum trú um, að í sambands- lögunum fælist innlimun. Gamli sátt- máli væri það skjal, sem þjóðin ætti að einblína á, í honum fælust svo miklar réttarbætur, sem ekki mætti á glæ kasta. Engin sameiginleg mál nema konung- urinn, það var heróp þeirra, er hæst hrópuðu, og innan um þau óp heyrð- ist óljós skilnaðarkliður. »ísland fyrir íslendinga;-: það voru fögur orð, og þegar þar við bættust orð ráðherra vors eftir að hann settist í valdastólinn: »Vér eigum einir að stjórna voru landi.* Pá var fylling tímans náð. Hvílíkt frelsi og framþróun hlaut að blasa við þjóðinni. Hennar fyrri draumar um fornaldarinnar frægð og Ijóma stóðu nú fyrir augum hennar, gull og grænir skógar blöstu fyrir auganu, og við hafgúusöng frá há- stóli valdhafans sofnuðu þeir trúuðu og vögguðu sér í sætum draumum um frélsi og ftáttifáiit. - En Adam var ekki lengi í Paradís, og eins fór fyrir íslenzku þjóðinni, eða þeim mönnum, sem mestan trúnað lögðu á orð hinna svo kölluðu frelsispostula. Peir sjá nú, og þeir, sem ekki eru bún- ir að sjá það, munu komast að raun urn það síðar, að meðan hafgúusöng- urinn lét sem hæst í eyrum þeirra, var svikist að þeim, sjálfstæðismálið svæft, ráðherrann fallinn frá sínum fyrri kröf- um,hafðiskriðiðá maganum fyrirDönum, og álitið okkur örugga undir þeirra stjórn; íslenzka hjáleigan væri hluti úr danska ríkinu o. s. frv. Pannig hefir stefnuskrá ráðherra vors verið út á við, og hefir hann fyrir það hlotið ámæli af þjóðinni og Danirhafa látið sér þau orð um munn fara, að hann væri fag- urmáll, ogtalaði hjá Dönum sem dönsku mömmu við Eyrarsund þóknaðist bezt. En hér á Fróni hefir röddin verið önnur. Harðstjórn hefir ríkt inn á við. Fjárlögin hefir hann leyft sér að brjóta. Ráðist á þá innlendu stofnun, sem land- ið á, Landsbankann, með þeirri frekju, að engin dæmi finnast á landi voru til annars eins; álit þjóðarinnar er á för- um, ef lengra gengur. Sjálfstæði lands- ins er í höndum ráðherra orðið að Ósjálfstæði. Nú er ekki lengur nokkr- um íslendingi trúað fyrir ransókn á vor- um eigin banka. Tveir útvaldir dansk- ir menn eru sendir hingað upp til að ransaka hag hans. Undir dönsku valdi er farið að leita lúsa á íslendum, það er árangurinn af stjórnartilkynningu þeirri, sem ráðherrann lét birta bæði hér og í útlöndum um Iandsbankahneiksl- ið. Yfirráð vor yfir því, sein vér höfð- um sjálfir yfir að ráða er dregin úr höndum okkar. — 40000 kr. póst- styrknum frá Dönum, höfum vér ekki lengur ráð yfir, og danskan mann skipar ráðherrann í stöðu við íslenzku stjórnardeildina í Khöfn, alt er að verða upp á danska vísu, og valdið, sem ráð- herrann lofaði þjóðinni að auka út á við, verður svo máttlaust í höndum hans, að hver hugsandi maður í land- inu hlýtur að bera kinnroða fvrir þá þjóð, sem er svo skammsýn og van- hyggin að kjósa þá menn á þing, sem ekki hafa meiri dómgreind en svo, að lyfta öðrum eins manni upp í valda- stólinn. Mönnum verður að spyrja: Hver er efnd Ioforðannna unvað auka sjálfstæði landsins? Hvað er orðið um sambandslögin? Og hvaða merkingu eigum vér að leggja í orðin: »Vér vil- jum einir ráða yfir voru landi«? Svari þeir er svarað geta. Peim, sem viljasvara ráðherranum í vil, mun vefjast tunga utn tönn, og þótt viljinn ségóður, sem fáir munu efa, hjá Sigurði nokkrum Hjör- leifssyni, þá er hætt við að flestir fari að verða vantrúaðir á lofgerðarsönginn, sem hann syngur unt ráðherrann hér eftir. En einkunnarorð ráðherrans eiga vel við stjórn hans inn á við, hér vill hann einn ráða með harðri hendi, bola frá mótstöðumönnum sínum, en setja sína skósveina f þeirra stað. Öll hans inn- anlands póltík ber þess merki, að mað- (IHríti ér trygðátröli (II að seðja soltna og hungraða vildarmenn sína, og þó hann geri engin kraftaverk í þá átt, með því að seðjá alla hina hungruðu með fimm brauðum og tveim fiskum, þá verða þó allir hans menn, sem með réttsýni vilja líta á málið, að sjá, að viljinn er góður, þótt veikur sé máttur- inn. — Margir þeir, sem nú í seinni tíð ha fa hrópað hæst um fullveldi, og fylgt ráð- herraflokknum, eru sjálfir fjárhagslega ó- sjálfstæðir menn, eiga ekki 5 aura virði; ábyrgðarmenn þeirrá verða að borga áfallnar r»ntur þeirra, og aðrir liggja við gjaldþroti, eða að hrepparnir verði að líkna þeim. Pannig er nú ástatt fyr- ir mörgum þeim, sem hæst hafa hróp- ,|ð um fullveldi, sem hafa látið í Ijósi, að íslendingar þyrftu ekkert samband við Dani nema konunginn. Ósjálfstæði slíkra manna, ætti að vera næg sönn- un fyrir því, að sjálfstæðiskröfurnar geti ekki haft eðlilega framþróun úr ósjálf- stæðinu. Sjálfstæðir menn mynda sjálf* stæða þjóð, sú er og verður reynslan. bæði hjá okkur íslendingum og öðr- um þjóðum. — En hvað er eðlilegra en að þessir ó- sjálfstæðu ráðherrasveinar reyni í lengstu lög meðan þeir geta framfleytt lífinu, horft með eftirvæntingu á náðarborð ráðherrans og þó kjarnbesti kosturinn sé uppetinn, þá einblína þessir soltnu þjónar á Ieifarnar, eða þá mola sem detta af borðunum. — Annaðhvort er að lifa eða drepast, það er lögmál lífsins. * * * ^ Pannig er sjálfstæði Islands komið. Fyrir hálfu öðru ári síðan höfðum vér samhug annara þjóða f sjáltstæðis- máli voru, og íslenzka þjóðin var að áliti margra útlendinga á réttri leið með frelsiskröfur sínar. Nú líta aðrar þjóð- ir öðrum augum á þjóð vora. Vér fá- um harða dóma fyrir vora pólitísku stefnu og það ekki að ástæðulausu. Undir þeirri stjórn, sem vér lifum nú, sökkvum vér dýpra og dýpra, og missum álit vort hjá oss hyggnari mönn- um. Petta ættu allir að sjá sem unna sjálfstæði landsins. Hingað og ekki lengra, verða allir hugsandi íslendingar að segja við ráð- herra íslands. Niður með ráðherrann! Pað verður að vera heróp hvers þess manns sem vill heita sannur fslending- ur. E. S. Elnar Hjörlelfsson. fór til útlanda með Vestu, og ganga hér ýmsar sögur um erindi hans. Segja sumir að hann sé sendur af stjórninni til þess að leiða aðrar þjóðir í allan sannleika um bankamálið, en aðrir segja að erindi hans sé það, að gefa út bók um dularfull fyrirbrigði og þær afar- merkiiegu tilraunir og ransóknir, sem gerðar hafi verið hér á landi síðustu ár- in. — Hvað sem satt er í þessu, er það þó fullyrt, að föritirií sé heitið tlí Parfisár.

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.