Norðri - 30.12.1909, Síða 3

Norðri - 30.12.1909, Síða 3
NR 52 NORDRI. 207 „Lygasvipir Leikurinn með hinu undarlega nafni, «Lygasvipir«, hefir verið sýndur hér um jólin, og þótt all-tilkomumikill af smá- leik að vera. Virðist hann og standa ofarlega í röð þeirra sjónleika, er enda á skotum og ritaðir eru fyrir hin svo- nefndu varieté-leiksvið í útlöndum. Persónur leiksins eru fjórar og eru tvær þeirra til uppfyllingar og því efni leiks- inseða byggingu óviðkomandi að mestu. Pví saga leiksins er mestöll lögð frá upphafi til enda í samtal aðalpersón- anna. En sú aðferð við tilbúning sjón- arleika er ekki gömul, og er mest kend við Ibsen. Rykir sú listin mest og torveldust, að alt, sem áður hefir fram farið og orðið tildrög þess, sem fram kemur á sviðinu, skiljist Ijóst og létt og sjálfu sér samkvæmt. Og þó er hitt meira, að samtalið á að Iýsa lunderni persónanna, afstöðu þeirra í samræmi við hið undanfarna og, loks, skapsbreyt- ingum þeirra, sem stíga eða hníga, eins og tónstigi, en alt samkvæmt gefnum eðlislögum. Af þessu á hver skynsam- ur maður að mega ráða í, hver vandi eða list slík leiksmíði hljóti að vera. Fyrir þá sök má segja, að ekki sé nóg, að þesskonar höfundar séu skáld, held- ur að þeir verði að vera listamenn. að auki. Sem skáldskapur er nefndur leikur ekki mikils virði, og hans scen- iska gildi er og sárlítið, en báðir að- alkarakterarnir eru merkir og eins sam- talið — þótt miklu fleira megi finna hvorutveggja til foráttu, en hér skal taka fram. Um þesskonar leiki, sem enda með ósköpum, hefir verið sagt, að oftast megi sjá fyrir, meðan leikurinn er sýnd- ur, að hvellurinn í endanum verki fram fyrir sig, eða að hans vegna sé leikur- inn saminn — og svo hitt, að búa til »fantinn« — sjónarleikafantinn, eftir hinni götnlu forskrift; þ. e. gera hann að skrípafanti, sem vart eða ekki dreg- ur andann annarstaðar en á leiksviðun- um. R i t s t j ó r i n n virðist mér einn af þeim, æði slitróttur og sundurlaus kar- akter. Unnustan, sem drepur hann, ber honum á brýn, að hann hafi ekkert elskað um dagana annað en sjálfan sig. Pað má vel vera; hitt er miður ljóst, að hatursdjúp hjarta hans hafi skapast og magnast sakir gletni þeirrar, stríðni og spotts, sem hann, skakki gróssera- sonurinn, mætti í bernsku hjá leikbræðr- um sínum. Af svo litlu fæðist eftki mögnuð mannvonska. Ekki kemur held- ur svo mikil bein ilska fram, í við skiptum hans við stúlkuna, heldur aðrir ókostir, svo sem hverflyndi, lítilmenska og hégómahroki stéttar hans. Nei, það hefði þurft að herða betur á varmensku hans — undir skotið; hann virðist ekki nema hálf-þroskaður fantur. Hennar karakter er miklu veigameiri og þráð- urinn fastara spunninn, þótt hún veiki smíð hans, stundum með mælgi, og stundum með sögum, sem hún er eins og of mikið ein til frásagnar um. Hver veit nema hún hafi skrökvað sumu sem hún segir? Svo mikill vandi er að fela margbrotna sögu ísamtölum. Guðlaug- ur sýslumaður lék ritstjórann með mik- illi lipurð og skarpleik, en þó var eins og hann gæti ekki til fulls náð tökum á þessum karakterræfli. Ungfrú Margrét Valdemarsdóítir lék stúlkuna einkar vel, og þó fanst henni líka sem list sín hrykki ekki til. Áhorfandi. Nýlega eru látnlr tveir merkisbændur í Fljótsdal, þeir Baldvin Benediktsson á Þorgerðarstöð- um og Ágúst jónsson í Langhúsum. (Eftir «Austra.») Fréttapistill af Langanesi. Rórshöfn 17. des. ------Tíðarfar og grasspretta var hin ákjósanlegasta í sumar og af því nýtingin var svo góð hafa allir heyjað með bezta móti. Eg fékk af mínu túni, sem er 4 dag- sláttur, ræktað upp úr vondri mýri, 85 hesta (200 pd.) í tveimur sláttum, af svo þurru heyi, að ekki hefir kastað graslit og er lyktarlaust nú. Veturinn hér hefir fallið vel, því þótt tíðin hafi verið rosasöm, hafa alt af ver- ið nægar jarðir og því mjög lítið gef- ið af heyjum. Útlit því mjög gott fyr- ir landbændur. Aflinn varð aftur á móti svo lítill í sumar, að varla muna menn slíkt afla- leysi áður. En hér var nægð af síld úti í flóanum og lágu skipin hér inni til að gjöra að aflanum*. — — —---------- Hvert er farið? -------------------- Hvar er svarið? — (Framh.) Það er ekki nóg til að athuga hvort þjóðin er að græða eða tapa, að skjóta þeirri þjóðhagsfræði fram, að engin þjóð geti að staðaaldri flutt meira inn í Iandið en út. Pessi meginþáttur þjóð- hagsfræðinnar er í eðli sínu réttur. Og það sannar hér hjá oss einmitt það gagnstæða, við það, sem þeir vilja santia sem skjóta henni fram því til sönnunar, að vér getum ekki verið að tapa. Hún sannar oss einmitt það, að vér stöndum á glötunarbarmi. Skýrslurnar sýna og sanna að vér flytjum meira inn en út. Pær sýna og sarma, að skuldir lands- manna aukast, en það aftur sannar að vér séum á glötunarvegi, að vér getum ekki lengi hér eftir staðið sem skulda- hreppur í lánasýslu nema vér tökum oss fram. En fyrsta skilyrðið til þess er að vér könnumst við yfirsjónir vor- ar. Könnumst við að vér störfum ekki eins vel og við getum, að vér eyðum meiru en vér erum færir um, að vér viljum sýnast meiri en vér er- um. Kannast við, að vér séum fátæk- ir, kannast við, að vér búum í landj, að vísu með miklum fjársjóði í skauti sínu — fjársjóðum, sem þó eru huldir með frosti og funa, sem ekki verða teknir nema af tápmiklum, ósérplægnum drengjum. Þá er nú þessi mikla mentun, sem vér þykjumst af, og sem sumum þykir að ætli að fara keyra úr hófi; þar sem farið er að kenna stúlkum jafnt sem piltum að lesa og skrifa, og meira að segja, kenna þeim að skilja það er þær lesa, já — og meira, kenna þeim að hugsa, »og slíkt og því líkt, en sá kostn- aður.« En, gottfclk! Hafið þérgættað þvíhvað mikið mentunin hefir aukist nú um nokkur ár. Eruð þér nú, kæru vinir, mikið betur mentaðir en feður yðar. Eg veit að svarið hjá mörgum verð- ur: Nei. Menn segja, að ekki sé hægt kosta meiru til mentunar nú en áðurvar, því menn standi svo illa efnalega. Petta er rétt að því leyti; að hagur manna stend- ur ekki betur nú en áður var. En gæt- ið að því, að mentunin er fyrsta skil- yrðið til framfara þjóðanna, og ekki er að búast við mikilli framför í þessu efni án kostnaðar. Mörgu er nú kostað til sem ekki var áður. Menn fara í krambúðirnar og kaupa, nei ekki kaupa, heldur fá lánað, t. d. falleg föt úr útlendú «taui.« Menn geta ekki verið þektir fyrir að klæðast íslenzkum vaðmálsfatadurgum. — Þarna er þá ein framförin(ll): að fáir geta ver- ið þektir fyrir að ganga í fötum úr efni unnu í landinu sjálfu, heldur í utanrík- isfötum (! I). Það er eins og menn skammist sín þar fyrir sín eigin verk. Svo þegar kemur'að því að borga þarf, þá er oft um þrjá vegi að gera. Fyrst, að fara í banka og kaupa víxil, annað, að svíkjast undan í lengstu lög, og þrið- ja, að segja eins og stundum kann satt að vera: Ojæja, — lagsmaður, eg á nú reyndar ekkert til nema slitur af fötun- um; þú mátt taka skuldina, ef þú getur. Að sjálfsögðu er það skuggahliðin, sem hér er lýst, en því miður er hún nú á dögum altaf umfangsmikil og þjóðfélaginu til stórhneixlis. Pví fer betur að margir skilamenn eru til; en þó hygg eg, að lítil sé framför þjóðar- innar í þessu efni. Pe'tta, sem eg hefi nú sagt, nær að- eins til einstaklinganna í þjóðfélaginu. Petta eru þá framfarir þegna hins nýa Íslandsríkis. (Meira.) Vefnaðarvöruverzlun Gudm. Efterfl. óskar viðskiftavinum sínum Gleðilegs nýjárs og þakkar þeim fyrir viðskiftin á liðna árinu. Bankamennirnir dönsku fóru heimleiðis með «Vestu«, er lagði á stað úr Reykjavík á annan í jólum. Ekkert höfðu þeir látið uppi um árangur ransóknarinnar, annað en það sem áður hefir verið getið um hér í blaðinu. Frost hafa verið óvanalega mikil nú um Íólin, alt að 20° á C.; er það sjaldgæft hér svo snemma vetrar. En í gær brá til sunnanáttar og þýðu og helzt það enn. «Pervie» kom frá útlöndum og Austfjörðum 20. þ. m., fór þann 22. til Sauðárkróks og Siglufjarðar. Kom þaðan í dag og fer áleiðis til útlanda á morgun. Farþegar héðan engir, svo oss sé kunnugt. «Perwie« átti að fara héðan á Ieið til útlanda 12. þ. m., og er því orðin all- langt á eftir áætlun. Verksmiðjufélagið. Oss þótti vel við eiga að birta hér í blaðinu skýrslu Bertelsens, verksmiðju- stjóra við við «lðunni» í Reykjavík, um tóvinnuverksmiðjuna hér á Akureyri. Gerum vér ráð fyrir að lesendu m blaðs- ins þyki fróðlegt að kynnast henni, því málið verður bráðiega lagt undir úr- skurð bæjar og s/slubúa. Trúlofuð eru á Seyðisfirði Póra Matthíasdóttir, Jochumsonar, skálds, og Porsteinn J. G. Skaptason, ritstjóri «Austra«. Messur um áramótin: Akureyri, Gamalárskvöld kl. 6 e. m. — »Nýársdag — 12 á. h- Lögmannshlíð, 2. nýársd. —12 - - . 176 um hans, þegar hún átti frí á sunnudögum; hún hafði fengið honum í hendur sparifé sitt til um- ráða. — Pað kom ekki til þess að þær slitu vinskapn- um Júlía Kröger og frú Steiner. Punglyndið sem frúin hafði orðið vör við í dans- veizlunni náði ennþá fastari tökumOá1 henni, við hin óþægilegu endalok veislunnar. Henni fanst félagslífið hér í þessum litla bæ vera til athlægis og að hún ætti að draga sig í hlé frá því, sjálfa sig og iist sína. Reyndar hafði sú verið tíðin, að hún vildi heldur búa við endimörk hafsins, en að eiga það á hættu að mæta hinum hvumleiða manni sínum þá og þegar. En þetta var nú orðið öðruvfsi. Hún þráði svo mjög glaðværð höfuðstaðarins, gáfur og lista- menn, þar sem hún og maður hennar hafði áttheima, að henni fanst það meira en lítil þröngsýni að flýa í burtu vegtja þess að skeð gæti að hún rækist á manninn, sem reyndar hafði ekkert saman við hana að sælda — annað en það, að hann sá fyrir henni. Pað var hún sem hafoi verið móðguð, og hún hafði haldið fram siðgæði, samhygð allra hlaut að vera með henni. Pó það kæmi fyrir að hún rækist á herra Steiner í einhverri veislu, skyldi það ekki trufla háná frántár. 173 skipti, einmitt þegar hæst stóð með dramb hans og hann varð að athlægi. Og eins og hann átti vanda til, þegar hann var í vondu skapi, spurði hann mjög hranalega. «Hvað viljið þér mér?« «Egvildi bjóða yður velkominn,« svaraði prest- urinn og gekk rólega á undan inn í uppljómað her- bergið. — »Velkominn í söfnuðinn —Söfnuðinn minn.« Törres hafði aldrei hugsað útí það, að hann væri kominn í aðra sókn, við það að flytja frá frú Knud- sen yfir í götuna sem skildi sundur sóknirnar í bæn- um. — Hann þakkaði kæruleyslega fyrir, því hann var sannfærður um að eitthvað annað byggi undir heim- sókninni. «Pað er vani minn« sagði presturinn um leið og hann fékk sér sæti, «ekki til þess að tranamérfram — þvf er eg ekki vanur! en til að votta að eg er reiðubúinn fyrir hvern einstakan meðlim í söfnuð- inum, þegar hann þarfnast mín.« Törres sagði eitthvað viðvíkjandi þakklæti, og beið njósnandi eftir framhaldi. »En eg hafði líka sérstaka löngun til að heim- sækja yður, sagði presturinn með uppörfandi brosi, úr þvf víð erum báðlr af bséttdum köthhir, frá ná-

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.