Norðri - 03.03.1911, Blaðsíða 1

Norðri - 03.03.1911, Blaðsíða 1
VI. 10. Akureyri, 3. marz. Þingfre o-natélag• Norðra. Símfregnir frá Reykjavík. _________ Akureyri. 3. marz 1911. (Símtal frá fregnrltara félagsins 27,/2 kl. e. h.) Á laugardaginn auglýsti Isafold, að ráðherra B. J. hefði beðið konung lausnar. í dag er fullyrt að konungur hafi veitt honum lausnina, en beðið hann að gegna embættinu fyrst um sinn. I dag hefir og konungur gegn um íslenzku skrifstofuna í Khöfn gert fyrirspurn til þriggja þingmanna um hina pólitísku flokkaskift- ing þingsins, og hvort þeir viti af manni innan þings eða utan, sem mundi geta safnað um sig meiri hluta þingsins og vildi taka að sér ráðherrastöðuna. Þeir menn er þessa fyrirspurn fengu, voru: Hannes Hafstein, Kristján Jónsson og Skúli Thoroddsen. Haldið er að B. J, ráðherra hafi eigi verið hér um spurður. Ráðherra mætti eigi í neðri deild í dag, og hefir eigi skýrt deildinni frá lausnar- beiðni sinni. Vantraustsyfirlýsingin er að sjálfsögðu tekin aftur í efri deild. (Símskeyti til Norðra lj» kl. 1 e. h.) Með ráðherravalið hér á flokksfundum er sami vafinn, vafn- ingarnir og sundrungin. Forseti sameinaðs þings fékk símboð frá konungi í gær, að hann færi til Svíþjóðar og yrði fjarverandi til 11. marz, á meðan dragist skipun ráðherra, og vonar að afstað- an á þingi skýrist (Situationen afklares) á meðan. Innsetning gæzlu- stjóra dregst. Ransóknarnefnd sú, er efri deild skipaði, starfar ó- sleitilega. Formaður hennar er Lárus H. Bjarnason en skrifari St. Stefánsson skólameistari. Neðri deild skipaði í gær ransóknarnefnd í bankamálinu þá Benedikt Sveinsson, Jón Ólafsson, síra Hálfdán, (óhannes sýslumann og Jón frá Hvanná. Samvinna þessarar nefnd- ar og nefndarinnar í efri deild er sjálfsögð. ** * * ° , * * Leiðrétting. í síðasta blaði Norðra féll úr í nokkrum eintökum í símskeytinu til Norðra á fyrstu síðu, á eftir orðunum: «að pólitískum labbakútum er fyrirhuguð ráð- herrastaðan.»: Stóð þá upp ráðherra til að svara þeim tveim ræðumönnum er hér eru nefndir. Talaði hann fullar þrjár stundir. ný rök færði hann fram. Hann talaði hægt Misprentað er og í ástæðum Skúla á að vera: afskifti Landmandsbankans. Veðrátta. Nokkur snjókoma var um síðustú helgi síðustu daga stilt með frosti. Jónsvíkingar á þingi kváðu þeir nú vera kallaðir J. Ól., Jón Múli, Jón á Hvanná og Jón frá Haukagili (tveir þeir síðast töldu kváðu vera gengnir úr ráðherrafloknum) og þeir sem þeim fylgja að málum. Sækja þeir allir fast fram gegn B. J. ráðherra og segja menn að meiri sæmd hafi ver- ið fyrir hann að falla fyrir þeim, en láta bitliugaþý sín vinna á sér fyrir þing, eins og áformað var. Hið sama var sagt um Hákon Hlaðajarl, að meiri sæmd hefði orðið fyrir hann að falla fyrir hin- um gömlu Jómsvíkingum, en fá þau endalok er hann fékk. Mótmælti hann flestum liðum, en engin og var tiltölulega rólegur, og aðrir þar eftir. í sama skeyti: «Afskifti Landsbankans«, Úr símtali. Nú eru þeir, Benedikt, Bjarni og Ari og þeir sem þeim fylgja kallaðir minni klofningurinn eða þá sparkarar eða kverkarar, og hafði ísafold eitthvað stjakað við þeim á laugardaginn og kallað þá «valdafíkin hálaunagráðug smámenni». Ráðherra prófkosningar hafa gengið fjörugt fyrirfarandi í hinum klofna meirihluta. Stærri klofningurinn hugð- ist framanaf einn geta öllu ráðið, jafn- vel því að geta gert pólitiskan fáfræð- ing að ráðherra, sem síðan yrði leppur B. J., er stjórnaði svo ábyrgðarlaus bak við hann. Síðustu dagana er komin meiri alvara í málið, prestaflokkurinn mnu vera kominn að raun um að meiri hluti þingsins vill eigi láta leika með sig. 116 vegna. Verið þér nú sælir. Komið þér einhverntíma heim til okkar. Lakka yður kærlega fyrir vinsemd yðar. Eru systurnar mínar ekki yndistegar?« Hann tók höndinni upp í húfuna sína og hló, og vélastjór- inn Og öskurakararnir og allir hrópuðu: »Vertu blessaður og sæll, Pétur litli« — og þetta fanst mér mjög kurteislegt af þeim. Betty var líka á járnbrautarstöðinni, og hún bæði hló og grét eins og gæs og sagði: »Við höfum saknað þin fjarskalega mikið, meistari Pétur. Pað hefir verið óttalega leiðinlegt heima af því við höfum engan órabelg haft heima til að halda okkur vakandí.« «Pað er líka alveg satt,» sagði Sús, »og nú er búið að slátra alikálfi í tilefni af afturkomu hins tínda sonar, og það er búið að bera hann á borðið. En þegar til átti að taka, var það bara kalkúnasteik og niðursoðnir ávextir og ostrur og svíns- læri og kökur og ávextir, — nú jæja þá! Eg át líka, alveg eins og eg hefði ekki smakkað annað en eintóman hafragraut, síð- an eg fór að heiman; en pabbi var ákaflega alvarlegur ásýnd- um þegar hann var að lesa reikning kennarans, og mamma varð náföl, þegar eg var að segja Moore lækni frá því að mér hafði feykt út úr vagninum. Moore varð líka mjög glaður yfir því að sjá mig; hann drekkur oft te hjá okkur, af því að hann og Sús ætla að gifta sig með vorinu. Þegar við vorum búin að borða sagði pabbi. Eg óska af hjarta að þú byrjir nýtt og betra Iff úr þessu. Þú eldist nú dag frá degi. Reyndu til að komast hjá öllum þessum skyssum, og hugsaðu tvisvar áður en þú framkvæmir einu sinni. Læknirinn segir, að eg skuli fá að læra læknisfræði undir- ir handleiðslu sinni, þegar eg sé orðinn stór. Hann hefir með- alaveski í kápuvasa sínum, og kápan hangir úti í fordyrinu. Mér sýnist ekki ráð nema í tíma sé tekið með læknisfræðina, 109 óttalega hrædd um mig, og svo hrópaði hún inn til mín: «Brjóttu eina eða tvær,. rúður Pétur, svo þú kafnir ekki! » Eg varð glaður þegar eg heyrði þetta. Áður en 10 mín- útur voru liðnar, var engin rúða í skólastofunni. Loksins kom maðurinn og stakk upp skrána. Kennarinn varð náfölur af reiðir þegar hann sá hvar komið var. «Hvers vegna braustu allar rúðurnar, bjáninn þinn? spurði hann mig. » að verður að minsta kosti verið í viku að gera við heibergið að tarna. Rú mátt reiða þig á, að eg skal senda föður þínum reikninginn.« »Adonis!« sagði frú Pitkins hátíðlega, því að hún var nú komin heim; «ætli að það væri nú ekki bezt að senda strákinn með reikningnum. Hann setur okkur á hreppinn, ef hann verð- ur hér mánuði lengur hjá okkur. Hann er verri en allar Egyfta- landsplagurnar til samans q það vi)di eg> að eg hefði leyft honum að fara á skauta; máske hann hefði þá orðið svo hepp- inn að detta ofan í og drukna. f*að lítur svo út að engum sé ant um mig. Eg var send- ur hingað, af því að enginn vildi hafa mig heima, og nú ósk- ar frú Pitkins að eg sé dauður. Eg er búinn að ákveða, hvað eg ætli að gera. Eg sá í blaðinu í gær: »Foreldrar óska eftir að taka til fósturs velskapaðan dreng.« Eg ætla að senda bréf til blaðsins, og spyrjast fyrir, hvort enginn vilji taka mig til fósturs. Eg ætla að segja, að eg sé heilsugóður. Pað dettur engum í hug, að eg sé svona vondur. Pað halda náttúrlega allir að eg sé góður smádrengur. Það var gott, að mér datt þetta í hug. Eg ætla að skrifa í kvöld. Jack Bunce fer með það í blaðið: »Heilsugóður réttskapaður drengur óskar eftir að verða tekinn til fósturs; gott heimili óskast; ekki búist við kaupi.»

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.