Norðri - 03.06.1911, Blaðsíða 1

Norðri - 03.06.1911, Blaðsíða 1
VI. 23. Ágripsskýrsla frá meirl hluta ransóknarnefndar efri deildar alþingis um gerðir landsstjórnarinnar í Landsbanka- málinu m. m. Nefndin hefir alls haldið 22 fundi, og gengu þar af til aðalmálsins, banka- málsins, fleiri en 11 íundir. Auk bankamálsins var hreyft í nefnd- inni afskiftum fyrverandi ráðherra Björns Jónssonar. 1. af áburði fyrverandi stjórnarblaðs vísafoldar« á aðalsimastöð landsins. 2. afskiftum hans af silfurbergsmálinu svo kallaða. 3. af viðskifiaráðunautnum, og loks hefir í 4. lagi fjárveitingu hans til Thorefé- lagsins fyrir póstflutning þess milli Danmerkur og íslands ver- ið litilfjörlega hreyft. Annars hefir hið svo kallaða Thore- mál orðið út undan, en sú er bót í máli, að þar eru gögn flest hverjum manni aðgengileg, annars vegar skýr ákvæði fjarlaganna 1910—1911 13. gr. A 2 og C. 1 og hins vegar samning- ur landsstjórnarinnar við »Thore« 7. ág. 1909 Stjt. 1909 B. bls. 170-179. Yf- irleitt hefir því miður alt of stuttur tími unnist til ransóknar á öðrum málum en bankamálinu. Ber til þess meðal annars lítt kleift annríki nefndarmanna við önn- ur óhjákvæmileg þingstörf, svo sem fjárlög og stjórnarskrá. Varð því að ráði í nefndinni að láta aðallega sitja við prentun gerðabókar nefndarinnar og skjala þeirra, er máli þótti skifta í mál- efni hverju, er nefndin hefir hreyft, enda ættu menn þann veg bezt að geta mynd- að sér sjálfstæða skoðun um þær gerð- ir landsstjórnarinnar, er hér ræðir um. Hér á eftir skal því að eins stuttlega drepið á aðalatriði áður nefndra mál- efna og á hvert þeirra sér í lagi. I. Bankamálið. Um það víSast aðallega til nefndar- álits vors 6. marz þ. á., þingskjal 134, og er hér sérstaklega leidd athygli að því, að neðri deildar nefndin tók að sér að «rannsakaka sérstaklega hag bank- ans, þar á meðal hið svo kallaða mat á tapi hans*. Hér skal að eins eflirtekt vakið á 2 atriðum, fyrst því, að fyrverandi ráðherra Björn Jónsson setti hjá þá mennina, er réttkjörnastir hefðu átt að vera allra um- sækjandanna um bankasljórasýslanirnar, en veittu þær mönnum er engan sér- fróðleik höfðu um bankarekstur, sbr. fylgiskjal nr. 21-23, bls. 50-54. Auk þess braut ráðherra fullkominn bág við framkomu undanfarandi stjórna, þar sem hann lét hina kjörnu bankastjóra setjast undirbúningslaust í bankastjórasætin, en þær höfðu látið báða fyrverandi fram- kvæmdarstjóra kynna sér bankastörf er- lendis, áður en þeir tóku við banka- forstöðunni hér. En i öðru lagi ber þess að geta, að fyrv. ráðherra hefir með öllu háttalagi sínu gagnvart bankanum, auk vansans og hættunnar, er af því leiddi, slofnað til algerlega óþarfs kostnaðar. Rannsóknin á bankanum og útibúum hans kostaði samkv. skýrslu bankastjórn- arinnar (bls. 35j um . . kr. 8947,73 Málaflutningskostnaður m. m. samkv. reikningi Sveins Björnssonar yfirréttarm.fl.m. (bls. 38-39) varð. . . - 1126,30 Og laun hinna svo kölluðu stjórnkjörnu gæzlustjóra námu samkv. skýrslu bankastjörn- arinnar (bls. 46) ... — 2667,68 Af upphæð þessari alls kr. 12741,71 hefir fyrv. ráðherra í fullu heimildar- leysi og af handahófi skift rannsóknar- og málaflutningskostnaðinum, eða 10.074 kr. 03 au., jafnt niður á landssjóð og Landsbankann. II. Símamálið. Um það er sannað, að fyrv. ráðherra Björn Jónsson og einn trúnaðarmaður hans urðu til þess að segja dönsku bankaskoðunarmönnunum frá því, að Ijóstrað hefði verið upp orði úr sím- skeytum frá þeim til útlanda, sbr. bréf dönsku skoðunarmannanna 2. IV. 1910 (bls. 62). Ennfremur er það sannað, með sítn- skeyti annars bankaskoðunarmannsins (bls. 63), að yfirlýsing þeirra banka- skoðunarmannanna, sú er spunnin var út úr árásin á símastöðina í 88. tölubl. XXXVI. árg. »ísafoldar«: »Meiri dreng- skapur og ráðvendni«, var fengin fyrv. ráðherra í hendur eftir áskorun hans. Loks má það heita bert af rithætti áminstrar »ísafoldar«-greinar og af und- anfærslu ritstjóra blaðsins, hr. Ólafs Björnssonar, undan því að svara ákveðn- um spurningum nefndarinnar, sbr. bls. 63 — 64, að fyrv. ráðherra Björn Jóns- son sé höfundur árásarinnar á lands- símastöðina, eins og hann var upphafs- maður og aðalmaður í aðsúgnum að annari stofnun landsins, Landsbankanum. III. Silfurbergsmálið. Rað mál er ekki rannsakað til nokk- urrar hlítar, enda hefði þurft eftirgrensl- un um það bæði utan lands og víðar innan lands en nefndin náði til. Ró þykir það bert, að afskifti fytv. ráðherra af því máli eru ekki forsvar- anleg. Fyrst og fremst er það lítt skiljan- legt, landsstjórnin áskildi landssjóði engan hlut af þeim uppgripaágóða, sem þeir Quðm. Jakobsson og Magn. Blön- dahl höfðu af framsali réttinda sinna til »Banque FranQaise« aðallega vegna Helgustaðafjallsnámunnar. Reir tóku þar stórgróða fyrirhafnarlaust á þurru landi. Hefði því ekkert verið eðlilegra, en að landsstjórnm hefði áskilið landssjóði »landshlut af hvalnum*. Auk þess hefði farið miklu betur á þvf, fyrir fyrver- andi ráðherra persónulega, úr því að annar sonur hans var með þeim G. Jak. og M. Bl. í félagsskap um gróðafyrir- ætlanir út af silfurbergi nokkru áður og tók við óvanalega hárri þóknun »sem lögfræðislegur ráðunautur til aðstoðar við þessa samninga (o: við landsstjórn- ina um Helgustaðafjallsnámuna) og aðra samninga út af silfurberginu«, svo sem Q. Jak. kemst að orði, sbr. gerðabók bls. 24. Með þeirri forsómun hefir fyrv. ráðherra, sem sjálfur veitti leyfi til fram- salsins bakað landssjóði tap, sem nem- ur mörgum þúsundum jafnvel tugum þúsunda. Og enn er það vottur um, að hags- muna leiguliða landssjóðs hefir, verið betur gætt en hagsmuna landssjóðs, að G. Jak. og M. Bl. ogeftir þá »B. Fran^.« hafa samkv. 9. gr. sbr. 8. gr. samnings- ins 17. júní 1910, bls. 69, sömu ómaks- laun, 45°,o, fyrir sölu á því silfurbergi, sem þeir tóku við af Tulinius án allrar fyrirhafnar, og þeir hafa fyrir það silf- urberg, er þeir unnu sjálfir úr námunni með fyrirhöfn og tilkostnaði. Þá má það og teljast mjög óheppi- lega ráðið að láta hr. Tulinius eftir helming af birgðum þeim, er hann hafði unnið úr námunni en ekki selt, áður en leigutími hans var á enda. Hr. Tulinius átti.að minsta kosti ekki heimting á meiru en helming söluverðs af þeim birgðum. Landsstjórnin hélt því jafnvel fram, að hann ætti ekkert í þeim, sbr. 9. gr. nefnds samnings og bréf ráð- herra 18. VL, 30. VI. og 2. VII. 1910 bls. 77, 78 og 79. - Skiftin eftir gæð- um var óforsvaranleg, svo sem Rée hæstaréttarmálaflm. hefir eftir hr. Tulin- ius í bréfi 1. VII. 1910: »om nogen Deling in natura kan der jo efter Deres Udtalelser ikke være Tale«. bls. 76. Og slík skifting var því hættumeiri fyrir landssjóð, sem réttargæzlumenn hans við afhendinguna, Magnús Blöndahl í Kaupmannahöfn og Guðmundur Jakobs- son á Eskifirði, báru þá eðlilega lítið skyn á silfurberg. - Með afhendingu hálfra birgðanna til hr. Tulimus var og sköpuð óheppileg samkepni við lands- sjóð og leiguhafa Helgustaðafjallsnám- unnar. Og enn leiðir það af aðferð þessari og ákvæði samningsins um jofn sölulaun af öllu silfurbergi, er þeir Guð- mundur Jakobsson og Magnús Blondahl seldu, að landssjóður hlaut að tapa öllu hundraðsgjaldi af því silfurbergi, er féll í hluta hr. Tulinius, en varð hinsvegar að greiða þeim sölulaun, 45°/o af þeim hluta er honum hlotnaðist við skiftin. Rað er ómögulegt að verðleggja tap landssjóðs út af þessari aðferð, en senni- lega nemur það mörgum tugum þús- unda. Hr. Tulinius tjáist í bréfi til kons- úls Brillouins, 13. jan. þ. á., bls. 74-75, hafa selt nokkurn hluta birgða sinna fyrir, eftir því sem næst verður komist, kringum 75,000 kr. Af þeirri upphæð héfði landssjóður samkv. saniningnum við hr. Tulinius átt að fá sem næst helming, eða um 37,000 kr., en í stað þess fékk landssjóður silfurberg, að magni til jafnt því, er hr. Tulinius seldi fyrir nýnefnt verð, og verður að borga seljendunum 45°/'o í sölulaun af því, þegar það selst. Loks er það mjög aðfinningarvert, að ekki sést að fyrverandi ráðherra hafi látið hafa neitt eftirlit með námuvinsl- unni né með sölu silfurbergsins. Að vísu hafa fyrirrennarar hans heldur eigi haft nægilegt eftirlit í því efni, en þeim var meiri vorkunn, því að í þeirra tíð þektu menn hér á landi ekki hið sanna verðmæti silfurbergsins. Aftur á móti er eftirlitaleysi fyrv. ráðh. óafsakanlegt, eftir að «B. Fran9.« og Jena-Zeiss fóru að keppa um Helgastaðafjallsnámuna. Við svo lagað eftirlitsleysi má ekki með nokkru móti lengur standa. Rað verður bæði að hafa eftirlit með vinslu námunnar, flokkun silfurbergsins, og eft- ir því sem koslur er, með sölu þess, enda mun nefndin hlutast til um, að farið verði fram á fjárveitingu í því skyni á næstu fjárlögum, og ef vel ætti að vera, þyrfti Ifka að ransaka meðferð fyrv. eiguliða á héraðlútandi hagsmunum landssjóðs. IV. Vlðsklftaráðunauturlnn. í því máli er brot fyrv. ráðherra al- veg Ijóst. Hann hefir frá 1. ágúst 1909 ráðstafað fé því, er var ætlað 2, nálega öllu til 1 manns. Ráðherra mátti (bls. 95) veita við- skiptaráðunautnum 1909,Vs31/^: kr. 2083,33en veitti4166,65 1910: — 6000,00« — 11069,21 1911: - 6000,00 « - 10000,00 kr. 14083,22 veitti 25235,86 kr. 14083,33 og hefir þannig greitt hon- um um lög fram . . . . kr. 11152,53 Og sé nú annarsvegar litið til árang- urinn af erindisrekstri viðskiftaráðunaut- arins, er skýrslur hans bera órækastan vott um, og svo hins vegar til þess, að Norðmenn borga sínum útsendu við- skiftaráðunautum ekki nema 2500 — 5000 kr. á ári, bls. 136, þá verður varla ann- að sagt, en að viðskiftaráðunauturinn hafi orðið landinu óþarflega dýrkeypt- ur. Og þó er því slept hér, að viðskifta- ráðunauturinn hefir dvalið hérlendis tím- unum saman, t. d. það sem af er þessu ári, enda vafasamt hvorum megin telja eig.i þá dvöl, tekjumegin eða gjalda- megin. V. Thoremálið. Um það mál vísast sumpart til 13. gr. A 2 gildandi fjárlaga, sem vafalaust vanheimilar að borga Thore-félaginu þær 12000 kr. fyrir póstflutning, er fyrv. ráðh. hét því í 9. gr. samning hans við félagið 7. ágúst 1909, og sumpart til þingskjals nr. 931, er lýsir því Ijóst, að skilyrðum 13. gr. C. 1 fyrir 10 ára samningi hefir eigi verið fullnægt. Leggi maður nú saman hið beina tjón, er fyrv. ráðherra Björn Jónsson hefir valdið með berum brotum á gildandi lögum, þá koma út þessar upphæðir: 1. með landsbankavastrinu kr. 12741,71 2. — skipun viðskiftaráðu- nautar................— 11152,53 3. — saæningum við »Thore«...............— 12000,00 eða alls kr. 35894,24 á tæpum 2 árum.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.