Norðri - 28.07.1911, Síða 1

Norðri - 28.07.1911, Síða 1
VI. 31. J. V Havsteens verzlun Oddeyri. kaupir með háu verði væna nautgripi á fæti, ennig kjöt af ungum nautum og kvígum og ungum geldum kúm í góðu standi. Akureyri, 28. júlí. 1911. J. V. Havsteens Handel Oddeyri, Strandgade 35. Anbefaler et stort Udvalg af alle Slags Skotöi for Herrer & Damer 4 og Börn samt Söstövler og Sko til Fiskere. Herreklæder. Damefrakk- er og Nederdele. Silketöier til Darnebiuser í særdeles smukke Mönstre og Kulörer. Normal og strikkede Underklæder til Mænd og Kvinder. Flipper, Manchetter og Slips, Cravatter etc, etc. Munið eftir þvi að enginn hér borgar betur tóm steinolíuföt en verslun j. V. Havsteens Oddeyri. Norðri 1911 verður eigi nema 42 heilarkirog kostar því þetta ár eigi nema 2 kr. 50 aura. Gjalddagi var 1. júlí. Til matgjörðar og bökunar. Flórians eggjaduft . . . — býtingsduft . . Vanille lyftiduft Vunillestangir .... ýmiskonar krydd í bréfum. Ávaxtalitur gulur, rauður og grænn 10 aur. 10 - 10 - 15 - Möndlur, Citron og Vanilledropar í glösum á 10, 15 og 30 aur. Kardemommudropar, Hindberjadropar, Kirseberjadropar glösum á 10, 15 og 25 aura. ! í glÖSUm á 15 Og 25 aur. j einkargóð í glösum á 25 og 30 — „Sápubúðin Oddeyri“ | l Cacao. Ekta, áreiðanlega óblandað, hollenskt . . V4 pd. á 40 aur. Súkkat. Bezta Livorno-súkkat3/4 pd. 20 — Soya. Talsími 82. Blekkingarviðleitni „Norðurlands.** (Eftir Högna.) Pegar eg las Norðurland 22. þ. m kom mér til hugar gömul munnmæla saga um Einar Hjörleifsson. Hann vai nýkominn frá Ameríku og ráðinn með ritstjóri ísafoldar. Blaðið hafði þá nýlegj söðlað um og yfirgefið Landstjórastefn- una og fyigi við Benedikt Sveinsson, en gengið í lið með Valtýr Guðmunds- syni, og þá þurfti að skrifa lystugt fyrir fólkið, bæði til að fá það til að gleyma fylgi sínu við B. S, og landstjórastefn- nna, og svo til að elta þá Björn og Skúla inn á nýjar brautir. F*etta varð hlutvetk Einars. Um þær mundir kom hann inn til vinar síns í Reykjavík og sagði: »Nú á eg að fara að skrifa »Ieið ara« í Isafold, en satt að segja veit eg alls eigi hvað eg á að skrifa, því ac eg hefi ekki enn' sett mig inti f íslenzkt Pólitík að gagni.« En Einar varð aé skrifa nauðugur viljugur, og hann gerð Það líka og hefir gert ár eftir ár. Mér kom í hug, að nú mundi svip ástatt fyrir kaupamönnum Nl., þeiir ee skipað að skrifa «kosningaleiðara« og Vlta þó auðsjáanlega ekki nokkurn sk-ap aðan hlut, hvað þeir eiga að skrifa eir eru reknir út á ritvöllinn og eig£ a Krafn upp kjarngóða kosningabeitt handa alþýðu, en vita eigi hvar leita skal og ienda svo í gömlum sorphaug ísafoldar og Norðurlands og Iemja of- an í hann í gríð og ergi, svo upp rjúka gömul og hálffúin upphrópunarorð: »Afturhaldsmenn, afturhaldsflokkur, ó- frjálslynda stefnan® o. s. frv. Að senda aðra eins pólitíska örviia út af örkinni í Norðurlandi til að rita kosningaleiðara og kaupamennirnir við blaðið eru, er mesta fásinna fyrir flokk- inn með mörgu nöfnunum. Menn sem eigi mega segja satt og ekki kunna að ljúga áheyrilega verða ávalt Ieiðinlegir, °g geta ekki vakið nokkra samhygð hjá kjósendum. Þegar E. H. skrifaði kosn- ingaleiðara fyrir fólkið blandaði hann ávalt töluverðu af sanninduni saman við ósannindin, og kembdi þetta og fléttaði svo vel, að áferðin var sæmileg, og eigi kafloðið af ósanninda illhærum eins og ritsmíðar kaupamannanna. En sleppum þessu, mig langaði að minnast ögn á ritsmíð kaupaniannanna á laugardaginn. Að þessu sinni leiði eg þó hjá mér þær staðhæfingar, að í flestum lönduni rfki tvær aðalstjórnmálastefnur, sem ber- jist um völdin, ófrjáíslyndastefnan og frjálslynda stefnan. Það vita margir að það er ýmislegt annað sem skiftir flokk- um á þingum víða um lönd en frjálslyndi og ófrjálslyndi. Aftur vil eg benda á þessi ummæli í greininni af því þeim er bent sérstaklega að íslendingum: »Frjálslyndi flokkurinn vill auka rétt og vald alþýðu, og afnema misréttið sem allra mest, en íhaldsflokkurinn eða afturhaldsflokkurinn vill halda öllu sem mest í gamla horfinu, halda sem fastast í forréttindi höfðingjanna og aftra sem mest valdi og réttindum al- múgans —lítiimagnaus — Þessar aðaí- stefnur ríkja og hér á landi, og eru að miklu leyti grundvöllur flokkaskift- ingarinnar í hinum stærstu málum þjóðarinnar. Flokkarnir heita hér: Heimastjórnarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur og byggjast þau nöfn á stefnu þeirra í hinu mikilsverðasta máli þjóð- arinnar — sambandsmáiinu.« Það eru ekkert annað en framhleypn- isleg ósannindi að sú stefna ríki hér á landi að haida öllu sem mest í gamla horfinu, halda sem fastast í forréttindi höfðingjanna, og aftra sem mest valdi og réttindum almúgans, og etin ósvífn- ari lýgi er: að þetfa sé grundvöllur flokkaskiftingarinnar í hinum stærstu málum jijóðarinnar. Það vita allir, sem ofurlítið hafa kynt sér þingsögu síðari ára, að langákveðn- asta flokkaskiftingin á þingi hefir stafað af því, að þing og þjóð hefir ekki get- að orðið ásátt um, hverju halda skuli fram til kapps: fyrst í stjórnarskrárniál- inu gagnvart dönsku stjórninni, og síð- ar í sambandsmálinu gagnvart I>önum. I' þessum stórmálum má finna aðal- grundvöli flokkaskifting«rinnar. Fyrir 8 eða 9 árum reyndu útgef- endur Norðurl. að vinna sér alþýðu- fylgi með því að halda því fram, að ýmsir merkir menn iandsins væru aftur- haldsmenn, og mættu því eigi komast á þing af þeirri ástæðu. Þá höfðum vér um skeið haft fremur íhaldssama stjórn og æsktu þá margir eftir aflmeiri fram- kvæmdarstjórn en verið hafði, og því var þá vit í því fyrir Norðurland að búast við því, að það kynni að geta fremur aukið flokksmönnum sínum kjör- fylgi við þingkosningar, væri hægt að koma þeirri skoðun inn hjá kjósendum að flokksmenn þess, er í kjöri voru, væru meiri framfaramenn heldur en keppinautar þeirra af hinum flokknutn. En nú stendur öðruvísi á, svonefnd framfarastjórn er búin að reyna sig und ir forustu B.J. og gamlir framfaraþmg- menn á síðustu tveim þingum.*) Margir eru búnir að fá nóg af þeirra misheppn- aða stjórnmálabrölti, sem engan árang- ur hefir haft, nema sóa landsfé, svo bein fjárhagsvandræði eru fyrir dyrum, og mundu því fegnir fremur veija til þings gætinn framkvæmdamann, sem reyndi að rétta við fjárhaginn og veitíi flokksómögunum færri bitlinga. En þrátt fyrir það, þótt sú stjórn, sem stuðst hef- ir við Heimastjórnarflokkinn, hafi verið *) Raunar var flokkurinn hættur að nefna sig framfara eða framsöknarflokk, því að hann sá, að hann var algerlega kafnaður undir því nafni, þótt ver færi með ?íð- ari nöfnin.

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.