Norðri - 09.12.1911, Blaðsíða 2

Norðri - 09.12.1911, Blaðsíða 2
162 NORÐRI. Nr. 49 heldur ræða það þá aðeins, og lofa þjóðinni svo að átta sig á því til 1913, og þá hefði það komist fyrir aukaþing 1914, þá fanst blaðinu ekkert liggja á, og þá var ekkert fengist um kostnaðinn við að þurfa ræða málið á þrem þing- um. Eg vildi nú ráða kaupam. að glugga í gömui blöð af Nl., þar sem ræðir um hinn langa undirbúning stjórnarskrár- breytingarinnar. Svo þeir geti séð að það var meðal annars hugmynd Nl. að hrapa eigi að því að breyta stjórn- arskránni. Enda mega þeir vita, að Heimastjórnarmenn þurfa því meiri tíma til að gera breytinguna vansalaust úr garði, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn van- rækti að búa málið undir þing, og tafði síðan fyrir breytingum, sem þjóðin var orðin sammála um að æskja, með því að flækja með ótímabærum nýmælum, sem almenningur hafði eigi áttað sig á. Eigi hefi eg móti áskorun kaupam. að þjóðin láti til sín taka á þingmála- fundum, þeir fundir verða fráleitt fyr en fer að lengja daginn, og gæti þá svo farið, að afturgöngurnar í Norður- landi verði minna magnaðar en meðan nótt er lengst og dimmust. Enda hefir aldrei rokið af einurð þeirra og skör- ungsskap á opinberum fundum. Pað er á pukurfundum og í skúmaskotum Norðurlands og á einmælisfundum við lítilsiglda kjósendur, sem þeir bezt fá notið sín, og komið gögnnm sínum við — ósannindum og rógi. Högni. Skýrsla Sjálfstæðismanns vefengd. Heggur sá er hllfa skyldi. Norðurland er 2. þ. m. með gor- geir og gífuryrði yfir því að skýrsla mín um pukurfundinn hjá Boga sé ósönn. blaðið ætti að muna eftir, hvernig því hefir farist að skýra frá sumum fundum hér í bæ, og það opinberum fundum, sem útgef. blaðsins hefir átt kost á að koma á, hvað þá prívat fundum, t. d. fundi nokkurra eyfirzkra bænda í sumar með þingmanni sínum. Hafi skýrsla sú, er mér var gefin af fundinum hjá Boga að einhverjuleyti verið ónákvæm, hafa skýrslur Nl. um ýmsa fundi hér verið sannleikanum engu samkvæmari. Annars skal eg geta þess, að skýrsl- una um það, sem gerðist á fundinum, hafði eg eftir reyndum og gætnum Sjállstæðismanni. F»ótt eg hafi heyrt og jafnvel orðið var við, að sumir Sjálf- stæðismenn á Akureyri séu allvel lýgnir, hefi eg enga ástæðu til að ætla að heimildarmaður minn hafi vísvitandi far- ið að skrökva að mér. Að öðru leyti vona eg að lesendur Norðra misvirði eigi þótt eg svari Landinu nokkrum orðum f sama rómi og það ávarpar mig og segi: Það er lýgi að eigi megi til sanns- vegar færa að nefna miðvikudagsfund- inn hjá Boga pukurfund, þar sem hann var eigi opinberlega boðaður. Það er lýgi að eg sem ritaði um fund þennan f 47. tbl. Norða, sé ritstjóri þessa blaðs. Pað er iýgi að eg hafi sagt að Bjarni frá Vogi hafi boðað fundinn. Það er lýgi að eigi hafi verið minst á skilnað Isl. og Danm. á fundinum. Það er lýgi að Bjarni sé eigi skilnaði hlyntur fáist eigi persónusamband. Það er lýgi að það hafi eigi verið látið f Ijóa af Sjálfstæðismanni, er á fundinn Til sölu ef timbursmiðjan »Fjalar» í Húsavík, tvöí allstór*hús, með vinnu- vélum, túrbínu, vatnsleiðslu og ýmsum smíðaáhöldum, ef aðgengi- legt boð fæst. Kaupbeiðendur snúi sér til undirritaðra fyrir lok þessa árs. Á eigninni hvílir 7000 króna viðlagasjóðslán. Húsavík 30. október 1911. Steingrímur Jónsson. J. Hálfdanarson. sýslumaður. STÓR ÚTSALÁ Á SKÓFATNADI Jólaskófatnað æk““ðPaÞið ekki að vera' e'a “mb'7'"að Jólaskófatnaður nýkominn með Ceres, Austra og Mjölni. er °S verður auðvitað beztur og mestur JOIaSKOTatnaOUr _eins og allur annar skófatnaður- í SKÓVERZLUN OUÐL. SIOURÐSSONAR (Strandgötu 15 Oddeyri) Sérverzlun aðeins með skófatnað, og ætti því hver maður að geta skilið, að þar hlýtur að vera hægt að komast að beztum kaupum. A verkstæðinu er altaf hamast við að smíða: Sjóstígvél og reiðstígvél, há vatnsleðursstígvél reimuð, sem hentug eru bæði sem reiðstígvél og götustígvél, og þykja mjög falleg. Bezt er þó að panta þau í tíma og fá þau smíðuð eftir máli. Allar skóaðgerðir afgreiddar fljótt. fór, að aðrir en Sjálfstæðismenn fengju eigi að vera þar. Meti nú þeir sem vilja, hvort eg svíki lit við að gefi yfir hrökin. Heyrandi i holti. Aætlun um millilandaferðir Sameinaða- félagsins 1912, er komin út. Ferðirnar eru mjög svip- aðar og þær hafa verið þetta ár. Á ferðum sínum frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur fara skipin 8 sinnum norður fyrir land og koma við á Aust- fjörðum, svo kemur og aukaskip til Norðarlandsins í apríl og september. Vesta fer frá Khöfn 1. ferð 20. jan. Leith 24. Fáskrúðsf. 27. Seyðisf. 29. Vopnaf. 29. Húsav. 30. Akureyri 1. febr. Sauðárkr. 2. ísaf. 5., kemur til Rvíkur 8. febr. Þaðan fer hún beint til Leith og Khafnar. 2. ferð frá Kh. 1. marz Leith 5. Reyðarf. 8. Norðf. 8. Seyðisf. 10. Vopnaf. 10. Húsav. 11. Ak. 13. Sigluf. 13. Kem- ur við á Sauðárkr. Skagastr. Blöndu- ós. Hvammst. Steingrímsf. og ísaf. og kemur til Rvíkur 20. marz. Fer þaðan beint til Færeyja, Leith og Kh. 3. ferð frá Kh. 27. apríl, Leith 1. maí Fáskrúðsf. 4. Norðf. 4. Seyðisf. 6. Vopnaf. 6. Húsavík 7. Ak. 9. Sigluf. 9. Sauðárkr. 10. Blönduós 11. ísaf. 12. til Rvíkur. 13. Þaðan til Aust- fjarða og svo út.' 4. ferð frá Kh. 8. júní, Leith 12. Beruf. 15. Fáskrúðsf. 16. Reyðarf. 16. Norðf. 17. Seyðisf. 17. Vopnaf. 18. Húsav. 19. Ak. 19. Kemur við á Síglufirði, Sauðárkr. Skagastr. Blönduós, Hvmst. Borðeyri, Steingrf. Reykjarf. Norðurf. ísaf. Stykkish., til Rvíkur 27. júní. Fer þaðan aftur norðan um land (sbr. . ferðir frá Rvík). (Ceres fer frá Kh. 15. júní Leith 18. Seyðisf. 21. Ak. 24. ísaf. 25. til Rvík. 26. Þaðan til Leith og Kh. Botnia fer frá Kh. 29. júní Leith 2. júlí, Seyðisf. 6, Ak. 8. ísaf. 10. til Rvíkur 11. Þaðan beint út.) 5. ferð frá Kh. 27. júlí, Leith 31. Fá- skrúðsf. 3. ágúst, Sevðisf. 4. Vopnaf. 4. Húsav. 5. Ak. 7. Sauðárkr. 8. ísaf. 10. til Rv. 11. Þaðan vestur og norður um land (sbr. ferðir frá Rvík). 6. ferð frá Kh. 21. sept. Leith 25. Fá- skrúðsf.29.Reyðarf. 29. Seyðisf. 1. okt. Vopnaf. l.Húsav. 2. Ak. 4. Sigluf. 4. Sauðárkr. 4. Skagastr. 5. Blönduós 5. ísaf. 7. til Rv. 8. Þaðan vestur og norð- ur fyrir land (sbr. ferðir frá Rvík). Ferðir frá Rvík vestan og norðan um land til útlanda: Vesta frá Rvík 28. júní kemur við á Patreksf. Arnarf, Dýrafirði ísaf. Reykjarf. Steingrf. Hvammst. Blönduós, Skagastr. Sauðárkr. Sigluf. Akureyri 6, júlí Húsa- vík, Vopnaf. Seyðisf. Norðf. Reyðarf. Fáskrúðsf. Færeyjum og Leith. Vesta aftur frá Rvík 13. ágúst kemur við á sömu stöðum nema Norðf. og Reyðarfirði en kemur þá á Borðeyri, fer um á Akureyri 20 ágúst. Vesta fer að síðustu frá Rvík 11. okt. Kemur við á ísaf. Reykjarf. Blönduós, Skagastr. Sauðárkr. Sigluf. Ak. 21. okt. Húsavík Vopnf. Seyðisf. og Fáskrúðsf. Ceres fer frá Rv. 15. nóv. ísaf. 16. Bl.ós 17. Skr. 18. Ak. 20. Sf. 22. Ef. 22. »Mjölnir<' kom í morgun í stað »lngólfs«. Með honum fer til útlanda Rögnvaldur verzl- unarstjóri Snorrason í verzlunarerindum. Höfðínglegar gjafir. Finnur Jónsson prófessor hefir gef- ið Háskóla íslands alt bókasafn sitt eftir sinn dag. Er ráðstöfun þessi gerð fyrir nokkr- um árum og samþykt af konu hansog syni, en erfðaskráin er nýlega komin til stjórnarráðsins. Bókasafn þetta kvað verg bæði mik- ið að vöxtum og fjölskrúðugt, er gjöf- in því hin rausnarlegasta og sýnir Ijós- lega hvort prófessor F. J. á skilið þann áburð um skort á þjóðrækni, sem marg- ir þeirra »sjálfstæðu« eru sífelt að klifa á. Tryggvi Gunnarsson fyrv. banka- stjóri hefir 18. okt. á 76. afmælisdegi sínum, gefið Ungmennafélögum fslands landspildu í svonefndri 0ndverðarnes- torfu í Árnessýslu til skógræktar, um 140 dagsl. að stærð. Gjöfina má hvorki veðsetja né selja, og vilji Ungmenna- félagar eigi þyggí3 gjöfina eða hætti að rækta hana skal hún verða eign Lands- sjóðs íslands, sem þá sér um að skóg- rækt haldist þar við. Um tilgang gjafarinnar fer hann þess- um orðum f gjafabréfinu, að hann voni »Ungmennafélögunum takist að klæða landið í grænt skrúð sér til ánægju og öðrum til fyrirmyndar.« Eins og nærri má geta hafa Ung- mennafélögin tekið feginshugar við gjöf- inni. »Austri« kom hingað á laugardaginn var og fór á miðvikudaginn beint héðan til út- landa. Með honum tók sér far héðan Ragnar kaupm. Ólafsson í verzlunarer- indum. Affalaust á Eyjafirði þessa viku. Hannes Hafstein f. v. ráðherra varð 50 ára 4. þ. m. Um 170 Reykvíkingar buðu honum þá með konu og elztu börnum til samsæt- is. Á 15. hundrað kr. hefir nú safnast í Reykjavík einni til minningarsjóðs hans. Til minningarsjóðs Skúla Magnús- sonar hefir safnast í Reykjavík á 5. þúsund krónur. Umsjónarmann áfengiskaupa hefir ráðherra nýlega skipað Jón A. Egilsen verslunarmann frá Ólafsvík. Nýkomið í bókaverslun Sig. Sigurðssonar Bændaförin til Suðurlandins Syrpa sögurit frá Ameríku Skúli landfógeti effir Jón Jónsson. Rjupur kaupir verslun J. V. Havsteens hæsta verði Á næstl. hausti var mér dreginn'hvít lambgimbur, nieð mínu marki Hvatt gat h. stýft v. Þetta lamb á eg ekki. Geti einhver sannað eignarrétt sinn á því, getur hann vitjað andvirði þess til mín um leið og hann borgar auglýsingu þessa. Grund í Svarfaðard. 10;io 1911. Friðrika Danlelsdóttlr.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.