Norðri - 21.12.1911, Blaðsíða 1

Norðri - 21.12.1911, Blaðsíða 1
VI. 51. Akureyri, 21. desember. 1911. Flórians eggjaduft . . . — býtingsduft . . Vanille lyftiduft . . . Vanillestangir .... ýmiskonar krydd í bréfum Ávaxtalitur gulur, rauður og grænn ^ í glösum á 10, 15 og 25 Til matgjörðar og bökunar. Möndlur, Citron og Vanilledropar í glösum á 10, 15 og 30 aur Kardemommudropar, Hindberjadropar, Kirseberjadropar í glösum á 15 og 25 aur. „Sápubúðin Oddeyri Talsími 82. aura. ¥ * £ * Cacao. * Ekta, áreiðanlega óblandað, hollenskt . . pd. á 40 aur. Súkkat. Bezta Livorno-súkkat ’/4 pd. 20 — Soya. einkargóð í glösum á 25 og 30 — U * * Bændaförin rituð af Jóni Sigurðssyni í Yztafelli og Sigurði Jónssyni á Arnarvatni. Rvík 1911. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Bók þessi er um 10 arkir á stærð, og segir frá kynnisferð nokkurra ungra bænda af Norðurlandi suður um land sumarið 1910. Hafði Ræktunarfélagið hvatt til þessarar ferðar, og að einhverju leyti styrkt hana. Ferðasaga þessi er vel skrifuð, og bendir á að höfundarn- ir hafa haft opið auga fyrir fegurð Iandsins og sérkennileikum sveita og héraða, og eru hinar landafræðislegu lýsingar þeirra sumstaðar góðar og skáldlegar, t. d. lýsing þeirra á Selja- landsfossi og Fljótshlíð, svo og 0ræfa- lýsingin. Aftur finnst mér að þeir hafi eigi náð jafngóðum tökum á að lýsa , búnaðarástandinu, enda mun þá hafa brostið rúm til þess. Á nokkrum stöð- um koma fram eða bólar á skoðunum, sem einmitt þessi árin eru að vakna, eða ná hylli margra yngri manna, t. d. þar sem höfundarnir segja: »Margar sveitir okkar væru nú betur skipaðar, ef eðli Ounnars væri ríkara hjá mönnum: að bresta heldur enn bogna, halda velli eða falla heima í hlíðinni; það var saga Gunnars. Hann varð langlífur í Iandinu, þótt liann kemdi eigi hærurnar á Hlíðar- enda.« Á fleiri stöðum bregður fyrir fullum skilningi höfundanna á því, að jafnframt því að telja sveitum og einstökum mönnum verklegar framfarir og umbæt- ur til gfldis, verður að athuga hvernig þetta er borgað, hvað mikið framleiðsla bænda og atorka hefir þegar [borgað af umbótunum, virðist svo sem þeir hallist meir að sígandi umbótum, sem eigi séu mestmegnis eða eingöngu fram- kvæmdar fyrir lánsfé. Ungir menn spurðu minna eftir þessu eða hugsuðu um það hérna á árunum, þeir trúðu þá meir á að allar umbætur borguðu sig fljótt, einungis ef féð fengist til þeirra, þótt reynsla og kunnátta væri oft af skornum skamti, kappið varð stundum meira en forsjáin og fór þá sumum sem Kolskeggi, sem þessir ungu bændur vara nú við. Þó eg sé að skrifa um bókina hefi eg þó enn eigi lesið hana nema kafla og kafla, en eg rak mig á það á einni blaðsíðunni að þessir ungu höf- undar hafa ekki eins næma tilfinningu fyrir því og sumir gömlu mennirnir höfðu á sínum yngri árum, að eigi væri með lagaboðum að óþörfu þrengt að athafnarfrelsi einstaklinganna. Menn- irnir sem losuðu um vistarbandið, þjóðkirkjuböndin o. fl. mundu varla hafa getað minnst svo á aðflutningsbanns- lögin á sínum yngri árum, að þeir hefðu eigi komist í hita og sú stefnasem liggur bak við þau hefði fengið ærlegt olboga- skot. Margir gamlir kallar á ættstöðvum höf. mega eigi svo minnast á þessi lög að ekki hlaupi þeim kapp í kínn og þeim hrjóti styggðaryrði, enda mun þeim finnast að sú mannréttindastefna, sem þeir tóku ástfóstri við í æsku sé með lögum þessum að nokkru leyti fyrir borð borin. Höf. tala um þennan svonefnda Bakkus- arútrekstur eins og nokkuð sjálfsagt og eðlilegt, en þeir eru þó svo vitrir menn, að þeir,' sjá að eitthvað muni koma í skarðið, og þeir vilja að aðsókn til fjall- anna og öræfanna komi í staðinn. En hér er talsvert ólíku saman að jafna, því þótt Bakkus kunni að hafa nokkuð af þeim kostum, sem þeirtelja honum, og hann sé eigi með öllu óþarfur sé liann gerður að þræl mannsins. þá er hitt þó aðalatriðið, að hatin er hættu- legur freistari, sem göfgar og herðir herja þjóð að sigrast á í opinni og ær- legri baráttu. Annar höfundurinn er, sem kunnugt er, eitt af góðskáldum Pingeyinga, enda hefir hann prýtt bókina með ljómandi fallegu kvæði orktu á Þingvöllum. Síð- ari hluti kvæðisins er þannig: En hér er svo yndislegt umhorfs í kvöld, þeir unaðar-töfrar mig binda. Þó sæki að svipir frá andaðri öld, því öllu i burtu skal hrinda, en njóta þess fagra, sem ættland mitt á, með óskiptri gleði í lundu, er sit eg hér góðvinum hugreifum hjá um hásumars fegurstu stundu. Það blaktir ei hár á höfði manns, og hlýtt er og þögn og friður; en þokan bláfjöllum bindur kranz og beltast um hlíðar niður. Og vatnið sefur sem vöggubarn, er veit ei hvert straumur hrekur. En fossinn einn kveður og kristalsgarn af klettinum ofan rekur. I angandi grasið á gróandi svörð af göngu við settumst niður. O, góð er hvíldin á guðs græmii jörð er glepur ei dagsins kliður. í »hvirfing« sitja er hvergi þörf oss hvatvetna’ er fagn*ð af lýði. — Svo verðum eins frægir við friðarstörf og feðurnir áður í stríli. Svo djúpur hér finst mér friður alls, svo fagurmild kvöldstund þessi, sem svífi nú andi Síðu-Halls og signi hér allt og blessi. — Er ógildan forðum hann lagði Ljót, að leysa hinn mesta vanda, af fræi því meiður sá festi rót, sem fegurstur trjáa mun standa. Og dafnað hann hefir, og dafnar enn, þótt daga hann ætti kalda, og undra það megi alla menn hve apturkast langt má halda. Til dæmis: þá elur heiðnin Hall og hún beitir Mána á þingi. En kristnin gefur oss Gissur jarl með guðsþjóninum Vatnsfirðingi. * * * * * * Við kvöldsólar blikandi geislaglóð við gengum um stöðvarnar fornu. Mér fanst, er hún hneig — eins og byrgði’ hana blóð — það benda á dýrðina horfnu, er Ijómaði þingið, sem lýsti sól um landið með geislaflóði. En hún, sem svo dýran ávöxt ól gekk undir mökkvuð — í blóði. Sem kvöld fyIgir degi, svo dvínar hver nótt, er daggeislar landinu orna. Ognú erað morgna þó hægt fari’oghljótt, og hrímið að leysast og þorna. - Og er þá ei inndælt að eiga þrótt og áræði’ og trúna að vinna, og lifa á öld þegar dáðvakin drótt vill djarfhuga umbótum sinna. Svo sterk sé vor ást til þín, ættjörð kær! sem eldsteyptu hamrarnir traustu. Sem fossinn er hrynur af hamrinum skær vér heillumst af sannleikans raustu. Og hugarlind vor sé eins hrein og djúp og hraunsins, um langvegu borna. Og fegurð vors lands sveipi sál vora hjúp, sem sagnhelgin þingstaðinn forna! Fimmtugasta afmælis Hannesar Hafsteins var minst í Reykjavík 4. þ. m. með fjölmennu samsæti, 160 Reykvíkingar tóku þátt í því, fleiri komust ekki að vegna húsrúmsleysis. Guðm. Björnsson landlæknir talaði fyrir minni H. H., B. M. Ólsen mintist konu hans, frú Ragn- heiðar og dætra þeirra, og móður H. H., frú Kristjðnu Hafsteln, sem var í boðinu. H. H. svaraði þessum ræðum og mælti fyrir™minni íslands, og las|síðan upp kvæði það er hér fer á eftir og kvað vera nýort. Fjöldi heillaóska hafði H. H. borist þenna dag, sumar í Ijóð- um. Guðmundur skáld Magnússon hafði ort til hans kvæði sem sungið var í samsætinu. Lögréttu farast svo orð: »Kom það vel fram við þetta tæifæri, hve miklum vinsældum Hannes Haf- stein á að fagna.........Á hann þær vinsæidir að þakka bæði kveðskap sín- um og stjórnmálastarfi, og svo fram- komu sinni yfir höfuð í einu og öllu, Nafn hans er nú orðið merki, sem bar- ist er undir í framsókn þjóðarinnar. Og þótt enn standi stríð um það verk hans sem þýðingarmest er, en það er starf hans í sambandsmálinu, þá mun framtíðin gefa honum fulla og eindregna viðurkenningu fyrir það.« Landsýn. Man eg það kveld. Eftir hafrót og hríðar heim undir landið var knerrinum stýrt. Mér voru faldar fósturlandshlíðar. Fallinn var stormur. Loftið var skírt. Hafið var síbreitt af hrynjandi fossum, himininn kvikur af norðljósablossum. Flögrandi kögrar af litglæstu Ijósi Iyftust og sviftust um blásala hvel. Sindrandi straumar frá ókunnum ósi ólguðu, geystust og hurfu í himindjúft haustnætur þel. Stóð eg við siglu. Hugklökt var hjarta, heimþrá og kvíði skiftust þar á. Góðsviti leist mér ljóskvikið bjarta, leiftrandi vonum í huga mér brá. Starði’ eg og starði, loks fékk eg líta langt úl við sjónrönd undramynd hvíta. Vafið í draumþoku lyftist upp landið líðandi saman við himinsins rönd. Haustnætnr stjörnuskin, blikljósi blandið, blakti um glitrandi jökla og lék yfir stórvaxna strönd. Alt sýndist rótt. í aldanna straumi ósnortin skjaldmey hvíldi þar. Sýndist að dreyma sögunnar draumi, sjónhverfing vafurlogans bar. Þá — yfir jöklunum húm sá eg hnyktast,

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.