Norðri - 17.10.1912, Page 1

Norðri - 17.10.1912, Page 1
1912, VII., 33. X^alblic^Aalie^aíiealeaíie^ 4 Júlíus Havsteen " yfirréttarmálaflutningsmaður J? er til viðtals í Strandgötu 37 ” kl. 10-11 f. h.t 2-3 og 5 —6 e. h. Ýmislegt frá útlöndum. Kaupmannahöfn 23. sept. Flugvélar í hernaði. Pað eru horfur á því að flugvélarn- ar, sem stöðugt taka stórstígum fram- förum og sem nú eru brúkaðar við nær því alla stærstu hera heimsins ætti að kollvarpa öllum heræfingum bæði á Iandi og sjó. A friðartímunum halda stórveldin oft heræfingar, skipa stórum herflokkum hvorum á móti öðrum eins og í vanalegri orustu. Par er notað stórskotalið og skotið af virkilegum fallbyssum en bara púðri. Af þessum æfingum má svo oftast sjá hverjir mundu hafa sigr- að, Nú hafa Englendingar nýlega haft eina slíka heræfing. 60,000 hermönnum var skift í tvo flokka 30,000 í hverjum. Annar flokkurinn nefndist sá rauði, hinn sá blái. Sá rauði skyldi verja London hinn skyldi sækja á. 7 flugvélar fylgdu hvorum flokki. En endirinn varð sá að hætta mátti án þess að séð yrði hver sigra mundi. f hvert skifti sem einhver deild úr rauða flokknum ætlaði að koma hinum að óvörum mætti hún öðrum flokki jafnsterkum. Flngvélarnar sem voru á sveimi yfir herfylkingunum höfðu á svipstundu séð hvað óvinurinn ætlaði sér og þá sent loftskeyti niður til sfns flokks til þess að láta hann vita það. Á Iíkan hátt fór með mótflokkinn. Hver einasta hreifing sem flokknrinn gerði var á sama augnabliki símuð niðuri, svo endirinn var sá að báðir flokkarnir stóðu hnífjafnt að vígi. Pegar þessu hafði farið fram um hríð sáu foringjarnir sig að síðustu neydda til að hætta. Á líkan hátt gekk einnig í sumar við sjóliðsæfingarnar. Petta hefur vakið mikla eftirtekt um heiminn. Máske flugvélarnar geri orust- urnar ómögulegar að lokum. Sendiherra Pjóðverja í London v. Bieberstein er látinn. Hann var af gömlum þýskum greifa- ættum og var mikill ættjarðarvinur. Hann hafði um dagana gengt mörgum embættum þar á meðal var hann sendi- herra þjóðverja í Konstantínopel, en var tekinn frá því enibætti nú fyrir skömmu til þess að takast þá vanda- sömu stöðu að vera fulltrúi Pjóðverja í London. Pví eins og kunnugt er, er grunt á því góðamilli Pjóðverja og Englendinga. Pann tíma sem hann hafði verið á Englandi hafði hann unnið sér hylli Englendinga og stuðlað að frið milli þjóðanna. N0RÐRI Cv Akureyri, 17. október. Fellibylur hefur ætt yfir Japan og valdið stór- kostlegu tjóni. í fleiri daga var ekki hægt að komast til Tokio höfuðborg- arinnar vegna óveðursins. Mörg flutn- ingsskip hafa farist upp við strendurn- ar, þar á meðal nokkur frá Evrópu. Á landi voru þó ennþá meiri brögð að tjóninu. í einum bæ Æsoka, eru 20,000 hús jfallin og 262 manns létu lífið fyrir utan fjölda særða. í öðrum bæ Najoga eru einnig hérumbil öll hús- in fokin um koll. Skaðinn er metinn 40 miljónir. Kaupmannahöfn 26. sept. Friður virðist nú að vera að komast í milli ftala og Tyrkja. Báðir málsaðilar hafa að minsta kosti lagt niður vopnin um stundarsakir. Pað eru aðeins skilmálarnir sem þeir geta ekki komið sér saman um. ftalir heimta skilyrðislaust að þeir fái opinberlega viðurkent vald yfir Tri- pólis og Kyrenaika, en Tyrkir vilja að- eins gefa þeim hermannavald yfir land- inu þaunig að þeirværu í orðikveðnu látn- ir hafa yfirráðin, ekki ólíkt eins og nú á sér stað í Egyftalandi, þar sem Tyrkir halda að nafninu til yfirráðunum, en Englendingar ráða öllu í raun og veru. Menn halda að ítalir muni því slaka til í kröfum sínum, því ófriðurinn hefur þegar kostað þá geysifé og það sem þeir hafa áunnið í orustum er hverf- andi. Mestur hluti Tripólis er énnþá í höndum Tyrkja. Ofriðarhorfur eru aftur allmiklar á milli Tyrkja og nábúaríkjanna Búlgaríu, Serbíu og Mont- enegró og jafnvel Qrikklands. Pað lítur helst út fyrir að öll þessi ríki séu kom- in í samband til þess að nota nú tæki- færið meðan Tyrkir standa í ófriði við ítali — og ná sér niðri á þeirra forna erfðafjanda Tyrklandi. Öll þessi ríki hervæðast nú sem óðast og herflokkar eru þegar farnir að streyma til landa- mæra Tyrklands. Tyrkir búast aftur til varnar. Ófriðurinn við ítali hefur alls ekkert lamað þrek þeirra. Þeir hafa mesian hluta heis síns heima fyrir og eru vígbúnir til að mæta óvinunum. Til Trípólis gátu þeir aldrei komið neinu liði. Vörnin í Trípólis hefur verið háð af heimafæddum Aröbufn sem játa Mú- hamedstrú og lúta Tyrklandi. Rússnesku herskipin. Ofar á myndinni sjást sum skipin fram undan Kaupmannahöfn. En neðar er for- ingaskipið Rurik, Hið norræna skotfélag í Danmörku hafði nýlega samkomu og æfing í Khofn. A myndinni hér að ofan sézt fyrst konungur á tali við forsætisráðherrann Berent- sen sem lengi hefir verið formaður félagsins. I öðru iagi sézt konungur með byssuna í sigti kominn að því að skjóta. Hann er talinn einhver bezta skytta í Danmörku. Menn búast alment við, stórtíðindum frá Balkanskaga von bráðar. Stórþjófnaður var nýlega framinn hér í Höfn. Stol- ið var málverkum sem vátryggð voru fyrir 125 þúsundum. Pau voru eign Cordosa nokkurs sem nýlega varð upp- vís að fjárdrætti og sat því hneftur í fangelsi. Brotist hafði verið inn í húsið um hábjartan dag og myndirnar teknar úr römmunum og látnar í kofort sem þar stóð í myndasalnum og síðan fluttar burt eins og hver annar ferðamanna- flutningur. Pjófarnir höfðu farið sér að engu óðslega. Vindlastubbar fundust á víð og dreif um gólfið og hálftæmd vínflaska stóð á borðinu ásamt fjórum glösum. Menn hafa komist að, að þjóf- arnir hafa tafarlaust flúið til Pýskalauds. En ekki hefur hafst upp á þeim enn- þá. Rússneski Eystrasaltsflotinn er nú sem stendur hér í Höfn. Kom strax eftir að sá enski fór, það eru sam- tals 50 herskip. Vináttumál á milli Rússa og Dana. Húsbrunar. Nýlega hefir brunnið allstórt íbúðar- hús á Eskifirði eign stórkaupmanns Thor E. Tuliniusar í Kaupmannahöfn. Sýslu- maður Sunnmýlinga Guðm. Eggerz bjó í húsinu, hann var ekki heima þegar brunann bar að höndum. Á Húsavík kom eldur upp í húsi er Benedikt kennari Björnsson bjó í, brann húsið alt að ofan, þá varð eldurinn slöktur, en lítilsvirði er það talið sem eftir stendur. Á Siglufirði brann brauðgerðarhús Olgeirs Júlíussonar. Var það lítið hús með litlum bökunarofni. Húsið var ekki vátryggt, en mjöl og fleira innanstokks var vátryggt.

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.