Norðri - 28.01.1913, Blaðsíða 1

Norðri - 28.01.1913, Blaðsíða 1
VIII., 2. jú/ius Havsteen yfirréltarmálaflutningsmaður ^ er til viðtals í Strandgötu 37 ^ kl. 10-11 f. h., 2-3 ^ og 5-6 e. h. .4 Talsími nr. 93 JhfZfzpfTfifw: sSambandsmáIið. Norðri birti nýlega uppkast að lögum í sambandsmálinu, sem ráðherra telur það frekasta, sem nú sé kostur á að fá danska þingið til að ganga að. Alþingi í sumri var hafði komið fram með breytingartillögur við uppkastið 1908 sem það vildi fá danska stjórn- málamenn til að fallast á og fól ráð- herra málaleitum því viðvíkjandi. Pessar breytingartillögur hafa eigi verið birtar almennin'gi fyr en uin miðjan f. m. Pær höfðu fengið nafnið »Bræðingur«. Vér viljum birta þær hér til samanburð- ar víð uppkastið 1908 og það sem nú er talið fáanlegt hjá Dönum og sumir nefna »Grútarbræðing«. En bæði uppkastið 1908 og »grútarbræðingurinn« var birt í Norðra í f. m. Breytingartillögur Alþingis voru þess- ar: „Breyiingartillögur við Uppkast að lögum um rlkisréttar- samband Danmerkur og Islands 1908. 1. Fyrirsögnin orðist þannig: L ög um Veldissamband Danmerkur og íslands. 2. 1. gr. 1. málsgreio orðist þannig: ísland er frjálst og sjálfstætt ríki, í sambandi við hið danska ríki um einn og sama konung og þau mál, er báðir málsaðilar hafa orðið ásáttir um í lögum þessum, að sameiginleg skuli vera. 3. 2. gr. (í ástæðunum fyrir 2. gr. sé það tekið fram, að gengið sé að því vísu, að skipað verði fyrir þegar föng eru á, með lögum er Ríkisþing og Mþingi samþykkja og konungur staðfestir, um framkvæmd á rétti Is- lands til þátttöku að réttu hlutfalli í breytingum á skipulagi því, sem nú er, svo og konungskosningu, ef til kæmi, og löggjöf um ríkiserfðir fram- vegis). 4. 3. gr. 2. liður orðist þannig: 2. Utanríkismálefni. Enginn þjóða satnningur er lítur að íslenzkum tnál- efnum, skal þó gilda fyrir Island.nema rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki. 5. 3. gr. 2. liður orðist þannig: Hervarnir á sjó og landi ásamt gunufána, sbr. þó 57. gr. stjórnar- skrárum hin sérstaklegu málefni Islands 5. jan. 1874 um landvarnarskyldu á Is- land. Að öðru leyti skulu heimilisfastir Akureyri, 28. janúar. 1913. NO R I R I I 0<sm er vinsæ,asta heimilisblaði á Is'andi og V7t\L>U[\LJ 1 XJ héfjr mejrj útbrejðsIu en nQkkurt annað hlað á Norðurlancli. Heimilislœkningar í hverju blaði, — áreiðanlegar og margreyndar ráðleggingar. Góðar myndir. Margir álíta blaðið ómissandi. 1. árg. uppseldur (2,500); 2. árg. byrjar nú í janúar, 96 bls. Kostar aðeins 50 aura borgað fyrirfram. Nýjir áskrifendur snúi sér til útgefandans, Arthur Gook, Akureyri. í Fossdal við Ólafsfjörð. Retta var sam- Islendingar á Islandi eigi vera skyldir til herþjónustu hvorki í Iandher né flota, og má eigi reisa neina herkastala né gera víggirtar hafnir né skipa setulið á Island nema íslenzk stjót narvöld sam- þykki. 6. 3. gr. 4. liður orðist þannig: 4. Gæzla fiskiveiðiréttar þegnanna að óskertum rétti íslands til að auka eftirlit með fiskiveiðum við ísland eftir samkomulági við Danmörku um framkvæmd þess. 7. 4. gr. í stað deriblandt (í danska textanum) komi: saasom. 8. 5. gr. Aftan við 1. málsgrein bæt- ist: Að öðru jöfnu. 9. 5. gr. Aftan af 2. málsgrein falli frá orðunum: »svo skulu og« o. s. frv. út greinina. 10. 6. gr. orðist þannig: Rangað til öðruvísi verður ákveðið með lögum, sem kíkisþing og Al- þingi samþykkja og konungur stað- festir, fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir íslands hönd með ríkisvaldið yfir málum þeim, er sameiginleg telj- ast samkv. 3. gr., sbr. 9. gr., þó þannig, að íslenzkur ráðherra, búsett- ur í Kaupmannahöfn, gætir hagsmuna íslands gagnvart hinum dönsku stjórn- arvöldum, í öllum sameiginlegum málum, þegar ákvæði um þetta eru tekin upp í stjórnarskrá íslands. Skal hann eigi hafa öðrum sjálfstæðum stjórnarstörfum að gegna, bera ábyrgð fyrir Alþingi, en eiga rétt til setu í ríkisráði Dana. Að öðru leyti ræður hvort landið um sig að fullu öllum sínum málum. 11. 7. gr. 1. málsgrein orðist þannig: ísland leggur fé á konungsborð og til borðfjár konungsættmenn, hlut- fallslega eftir tekjum Danmerkur og íslands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrir fram, um 10 ár í senn, með konungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana og íslenzkur ráðherra undirrit- ar. Að öðru leyti tekur Íslandekki, með- an það tekur ekki frekari þátt í með- ferð hinna sameiginlegu mála, annan þátt íkostnaðinum við þau, euað greiða þau útgjöld, sem íslenzki ráðherrann í Kaupmannahöfn hefir í för með sér. 12. 8. gr. Á eftir orðunum: »sé sam- eiginlegt eða eigi« bætisl: samkvæmt 3. gr., sbr. 9. gr. 13. 9. gr. Á eftir orðunum: »gengu í gildi« bætist: eða síðar. 14. 9. gr. Aftan við greinna bætist: alt samkvæmt tillögu þeirri, sem fram er komin, eða hafi bæði þing- in gert tillögu, þá samkvæmt þeirri tillögunni, sem víðtækari er. Fulltrúafundur um síldveiði á Eyjafirði var nýlega haldinn á Hjalteyri. Á hon- um mættu fulltrúar úr hreppunum við fjörðinn og nokkrir fleiri. Fundurinn komst að þeirri niðurstöðu að æskilegt væri að bönnuð yrði herpi- nótaveiði á Eyjafirði innan við beina stefnu úr Fossdal utan við Látur vestur þykt með öllum greiddum atkvæðum. Búast má við að þetta mál verði í vetur borið upp fyrir sýslunefndum Ey- firðinga og Þingeyinga. - l’essi hefting á síldveiði hér á firðin- um mun hafa alment fylgj báðu megin fjarðarins. Pó mun stöku útgerðarmað- ur á Akureyri vera því mótfallinn að gera slíka samþykt. Af því nokkuð umfangsmikið er að koma á fiskiveiðasamþyktum, og sumir efast um að með slíkri samþykt sé hægt að banna síldveiði með herpinót leyfum vér oss að prenta hér lög frá 14. ðes 1877, er veita heimild til að gera slík- ar samþyktir, og ákveða um hvernig þeim verði komið á. 1. gr. Sýslunefndum veitist vald til að gjöra samþykktir um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, á þann hátt og með þeim takmörkun- um og skilyrðum, er segir í lögum þessum.— 2. gr. Regar sýslunefnd virð- ist nauðsynlegt eða hagfelt, að gjöra samþykkt annaðhvort fyrir alla sýsluna, eða fyrir nokkurn hluta hennar, skal hún kveðja til almenns fundar í héraði því, sem ætlast er til að samþyktin nái yfir, og eiga atkvæðisrétt á þeim fundi allir menn í héraðinu, þeir er kosning- arrétt hafa til alþingis, Sýslunefndin á- kveður fundarstað og fundardag með nægum fyrirvara, en sýslumaður skal vera fundarstjóri, eða einhver hinna kosnu nefndarmanna, ef nefndin svo á- kveður. Ef fundarstjóri verður að takast ferð á hendur til fundarstaðarins, fær hann 2 kr. á dag í dagpeninga, og ferðakostnað að auki eftir reikningi, er sýslunefndin úrskurðar, og greiðist sá kostnaður úr sýslusjóði,— 3. gr. Nú er kaupstaður innan takmarka héraðs þess, sem samþykt á að ná yfir, og ganga þá 3 menn, sem bæjarstjórnin til þess kýs úr sínum flokki, inn í sýslu- nefndina, ávalt þegar ræða skal um sam- þyktir þær, er lög þessi hljóða um, og boðar sýslumaður þá á fundi sýslunefnd- arinnar, þegar slík mál koma fyrir; eiga þeir þá atkvæði um alt það, er samþykt- ina snertir, á sama hátt og sýslunefnd- armenn. — Kaupstaðarbúar sækja sam- eiginlega með sýslubúum fundi þá, sem um er rætt í 2. gr., og greiða með þeim atkvæði um samþyktir. — 4. gr. Sýslunefndin ber undir álit og atkvæði funda þeirra, sem um er rætt í 2. gr., frumvörp til samþykta þeirra, er hún vill koma á. — Nú hafa fundarmenn fall- ist á frumvarp nefndarinnar með 2 3 at- kvæða þeirra, er greidd hafa verið, og skal þá sýslumaðnr senda amtmanni frumvarpið til staðfestingar. En ef breyt- ingaruppástungur hafa verið gerðar við frumvarpið á fundinum og samþyktar með 2/3 atkvæða, setur sýslunefndin þær inn í frumvarpið, ef henni þykja þær á rökum byggðar og sendir þær síðan amtmanni eins og fyr ségir. En álíti sýslunefndin, að breytingaruppástungur- nar ekki eigi að takast til greina, ber hún það að nýju undir atkvæðí héraðs- manna, hvort þeir æski að frumvarpið sé staðfest án þéssara breytinga, og ef fundurinn þá felst á frumvarpið með 2/3 atkvæða, ber að senda það amt- manni til staðfestingar. — Það frumvarp, eða breytingaratkvæði við frumvarp, sem eigi hefnr verið samþykt með 2/3 at- kvæða á heraðsfundi, er fallið, og má eigi koma fram í nýju frumvarpi sýslu- nefndar fyr en að ári liðnu. — 5. gr. Nú virðist amtmanni ákvarðanir í sam- þykt, er honum hefur verið send til staðfestingar, ganga of nærri rétti manna eða þröngva um of atvinnufrelsi, eða að þær á einhvern hátt koma f bága vjð lög eða grundvallarreglur laganna og synjar hann þá um staðférting sína, en gefa skal hann sýslunefndinni til kynna ástæðurnar fyrir neitun sinni. Að öðrum kosti staðfestir hann samþyktina, fyrirskipar um birting hennar, og ákveð- ur, hvenær hún skuli öðlast gildi, og er hún upp frá því skuldbindandi fyrir alla þá, sem í því héraði stunda fiski- veiðar á opnum skipum, hvort sém þeir eiga heima í héraðinu eða eru aðkom- andi. Samþykt þeirri, er amtmaðurinn hefur staðfest, má eigi breyta á annan hátt, en með þeirri aðferð, sem hún var stofnuð.— Amtmaðurinn hlutast til um, að samþyktirnar séu prentaðar í stjórnartíðundunum, deildinni B. — 6. gr. I samþyktum þessum má ákveða um þau atriði, sem áríðandi eru fyrir fiski- veiðar á opnum skipum í því héraði, er samþyktin nær yfir, svo sem um það, hver veiðarfæri og beitu skuli hafa við fiskiveiðar, á hverjum stað og hverjum árstíma, og eins um það, hvort fiski- lóðir og net megi að færu veðri og forfallalaust og af ásettu ráði liggja í sjó yfir nóttu; og hvernig lóða- og netalögum skuli'haga til þess, að fiskigöngum eigi sé varnað um skör fram eða handfæraveiði sé spilt. Svo má og með samþykt setja reglur fyrir niðurburði fyrir fisk og slæ- ingu á sjó. — Með samþykt má og banna niðurskurð á hákarli á opnum skipum um skemri eða Iengri tíma árs. — í samþykt skal ávalt ýtarlega ákveða um eftirlit það, er þarf til þess, að hennar sé gætt, og hvernig kostnað við það skal greiða. — 7. gr.* .... — 8. gr. Með afbrot gegn samþyktunum skal fara sem opinber lögreglumál. * Sbr. lög 12. maí 1882 og 4, desbr, 1886.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.