Norðri - 29.03.1913, Blaðsíða 1

Norðri - 29.03.1913, Blaðsíða 1
1913. -*s N0R8RJE «>• VIII., 9. Akureyri, 29. marz. Farmgjöld Og farþegjagjöld. Undanfarin ár hafa farmgjöld verið að stíga í Norðurálfunni, og telja fróðir menn og framsýnir, að þau muni hafa náð hástiginu nú um síðustu áramót, og hljóti að fara að falla aftur næsta ár. Þeir telja að nú sé orðið svo arðvæn- legt að gera út flutningsskip að fram- kvæmdir í þá átt hljóti að vaxa, og skipaútgerðin því að aukast meira en flutningaþörfin krefur. Tímaritið »Ægir* hefir gert þetta mál að umræðuefni og farast honum meðal annars þannig orð: »Með árinu 1910 fór smátt og smátt að lifna yfir siglingum aftur. A áliðnu ári 1911 komust farmgjöld svo hátt, að að þau höfðu ekki komist eins áður um mörg ár, og því hámarki hafa þau hald- ið síðan, þrátt fyrir það þó skipasmíða- stöðvarnar hafi aldrei bygt jafnmik- ið af skipum og einmitt þessi ár. En allur þessi floti hafði nóg að starfa, því flutningsþörf heimsverzlunarinn.ar var á- valt meiri en framboð á skipastól til flutninga. Við lok ársins 1912 var eins og flutningsþörfin yrði nokkuð minni, sem stafaði af atríðinu á Balkanskagan- um og pólitískum óeyrðum samfara því. Eftir mjög áreiðanlegum skýrslum er það reiknað út, að milli 2000000 og 3000000 brúttó smálestir séu mánaðar- lega settar á flot í heiminum, og ef öll þessi skip eiga að hafa nóg að starfa án þess að farmgjöld lækki, verði flutn- ingsþörfin að aukast minst um 20 — 30 miljónir smálesta á ári, fram yfir það sem nú er. Þrátt fyrir það þótt alt útlit sé fyrir að nú í næstu mánuði sé nóg að flytja fyrir þennan sívaxandi skipastól, þá virðist þó aukinn flutningur ekki vaxa í hlutfalli við þann skipafjölda, sem bæt- ist við jafnt og þétt. Það er þessvegna útlit fyrir, að há- markinu sé náð hvað viðvíkur farm- gjöldum, og að það líði þessvegna ekki langur tími þangað til farmgjöldin lækka, og þótt árið 1913 verði gotl ár fyrir útgerðarinenn, þá verði það ekki eins hagsælt og 1912. Maður hefði nú mátt ímynda sér að ísland hefði staðið vel að vígi, þarsem það var búið að tryggja sér fyrirfram flutninga og verzlunarsamgöngur um svo langan tíma með lOára samningum við 2 félög; en reyndin varð alt önnur; annað félagið biður um uppgjöf á samn- ingum strax í þingbyrjun 1912 og fær lausn, en hitt Sameinaða gufuskipafé- lagið — hækkar fargjöld og flutningstaxta. Svona er þa astandið í byrjun ársins 1913, að þrátt fyrir okkar 10 ára samn- ing verður staðreyndin sú, að við höf- um í raun og veru engan samning þeg- ar við þurftum þess helzt með.« * * * * * * Eigi er það rétt hjá Ægi að vér höf- um engan samning. Vér höfum eins árs samning um strandferðir við það sam- einaða, og vér teljum rétt að hann var eigi nema til eins árs, þar sem hann var gerður á þeim tíma er allir flutning- ar voru í hinu hæsta verði. Síðan 1909 hefir Island engan styrk veitt Sameinaða eimskipafélaginu danska til vöru eða póstflutninga til Islands eða með strönd- um fram, fyr en í ár, og því var eigi að búast við að vér þau ár gætum gert nokkurn ábyggilegan samning við það félag, enda hafa margir eigi skilið hvers vegna Islands ráðherra er látinn undir- rita samning sem danska stjórnin gerir víð það sameinaða þegar hún ein styrk- ir ferðir þessar. Pað kemur til þingsins kasta að suinri að ákveða á hvern hátt og hve mikið það vill styrkja strandferðirnar næsta fjárhagstímabil, svo og þau félög, sem halda hér uppi ákveðnum millilanda- ferðum. Tillögur um þetta tnál þarf að búa sem bezt undir þingniálafundi í vor og ætti í þeim að taka glögt fram há- mark þess fjár, sem alþingiskjósendur vildu að veitt væri til styrktar flutning- um á sjó (meðal annars á póstflutningi) og hve mikið fé menn vildu að gengi til millilandaferða. Aætlun Flóru birtist hér í blaðinu. Afgreiðslumenn skipsins fullyrða að hvorki farþegjagjöld né farmgjöld með skipinu verði sett upp, má almenning- ur fagna því. Flóruferðirnar hafa reynst hér vel fyrirfarandi og verið til mikilla bóta, og hefir Bergénsfélagið, sem held- ur þeim ferðum nppi, unnið sér hér traust og velvild. Sfldveiði á Eyjafirði. Pess hefir áður verið getið í Norðra að bændum alment í kring um Eyja- fjörð væri illa við herpinótaveiði á Eyjafirði og hefðu þá skoðun að sú veiðiaðferð spilti því oft að síldin stað- næmdist á firðinum, og fengist síldin því síður í lagnet á haustum og fyrri- hluta vetrar eins og hún hefði jafnaðar- legast fengist meira og minna á ár- unum 1885 til 1908, en síðan hafi herpinótaveiði verið rekin hér með aukn- um skipafjölda ár frá ári. Athugulir eldri menn hér við Eyjafjörð, sem fengist hafa við síldveiði og athugað síldar- göngur yfir 20 ár eru margir þeirrar skoðunar, að hertpinótaveiði eins áköf og hún hefir verið tvö síðustu ár, og búast megi við að hún verði framvegis, spilli til stórra muna lagneta og rekneta- veiði á Eyjafirði, svo og landnótaveiði, sem að vísu sé nokkuð stopul. í vetur var haldinn fulltrúa fundur á Hjalteyri um málið og var þar samþykt að leita til sýslunefndanna í Eyjafjarðar- og þingeyjarsýslu um að banna herpi- nótaveiði á Eyjafirði innan við Hrólfs- sker. Pað þótti að vísu talsvert tvísýnt að slík samþykt kæmi að notum því nokkrir efuðust um að henni yrði beitt gegn þeim opnu bátum sem fylgja eim- skipum og ekki framkvæma veiðina til fulls nema með aðstoð eimskipsins. Sýslunefndin í Pingeyjarsýslu samþykti þó frumvarp til fiskiveiðasamþyktar um að banna herpinótaveiðar á opna báta á Eyjafirði, enda þótt hún væri í eng- um vafa um, að efasamt væri að sam- þyktin yrði að tilætluðum notum. Sýndi hún með því að hún í aðalatriðinu var á sama máli og Hjalteyrarfundurinn. Lögfræðinga greinir og á um það atriði, hvort fiskiveiðasamþykt gæti náð til þeirra báta, sem fylgja eimskipum við herpinótaveiðar. 1. þingmaður Eyfirðinga hefir sagt oss, að hann í sumar hafi verið að hugsa um að bera upp lagafrumvarp í þinginu um að banna herpinótaveiðar innan við Ólafsfjarðar Múla, en þá hafi einn af mikilsmetnum lögfræðingum þingsins ráðlagt sér að koma því banni fram með fiskiveiðasamþykt, en við nánari athugun eftir þing hafði þessi lögfræðingur þó komist að þeirri niður- stöðu, að þctta bann mundi eigi fást fram með fiskiveiðasamþykt. Sýslunefndarmaður Arnarneshrepps lagði þetta mál fyrir sýslunefnd Eyfirð- inga á dögunum. Bæjarstjórn Akureyrar kaus 3 fulltrúa til að taka þátt í undir- búningi málsins í sýslunefndinni. Málið komst þar í nefnd, sem komst að þeirri niðurstöðu, að fiskiveiðasamþykt um að útiloka herpinótaveiði af Eyjafirði mundi ekki koma að tilætluðum notum, og lagði til, eins og nefndarálitið sýnir, sem prentað er hér á eftir að skjóta málinu til þings. Það má því búast við að málið komi fyrir á þingmáiafundum í vor, og ættu þeir, sem ant er um að fá útilokaðar herpinótaveðar á Eyjafirði, að fylgja málinu á þingmálafundum og semja rökstuddar áskoranir til þingsins um málið. Sumir Akureyrarbúar og stöku bóndi við Eyjafjörð eru því fremur mótfallnir, að herpinótaveiði sé bönnuð á Eyjafirði, og óttast að síldveiði muni við það mikið minnka hér, og færri skip hafa veiðistöðvar í Akureyrarbæ. Pví skal eigi neitað að eitthvað kynni að veiðast minna af síld stöku sinnum, en hinsvegar má taka fram, að utan- ríkisskip, sem stunda hér síldveiði, hafa sum haft veiðistöðvar á Akureyri, þótt þau hafi ekki mátt veiða á firðinum og að mjög mikið af þeirri síld, sem söltuð er árlega á Eyjafirði og Siglufirði er als eigi veidd á Eyjafirði heldur úti fyrir landi, á Skagafirði og Skjálfanda og í kringnm Tjörnnes. Málinu til skýringar settjum vér hér álit nefndar þeirrar er sýslufundur Ey- firðinga setti í málið. * * * Uiidirritaðir kjörnir menn úr hinni sameiginlegu nefnd sýslunefndar Eyja- fjarðarsýslu og bæjarstjórnar Akureyrar- kaupstaðar, er kosnir vorum til að gjöra álitum frumvarptil fiskisamþyktar á Eyja- firði, sendum henni tillögur þessar og athuganir um málið. Tilgangur samþyktar þeirrar er hér ræðir um er auðsæilega sá, áð koma með öllu í veg fyrir síldveiðar með hringnót á mestum hluta Eyjafjarðar. Vér teljum engan efa á, að hægt sé samkvæmt gildandi lögum, að koma í veg fyrir þésskonar veiði á opnum bát- um og þiljubátum undir 15 smálesta stærð, með héraðssamþykt. En þareð oss ekki dylst, að aðaltilgangurinn er sá, að útiloka hringnótaveiði stærri skipa, getum vér ekki lagt til, að máli þessu sé haldið lengra að sinni þá leið’er lög 14. des. 1877 gjöra ráð fyrir, sakir þess að tveir okkar telja efasamt að unt sé samkvæmt gildandi lögum, að útiloka frá þessum veiðum hringnótabáta, er veiði stunda í sambandi við stærri skip, en einn okkar (Björn Líndal) telur eng- an efa á, sem slíkir hringnótabátar verði að teljast til veiðarfæra þess skips, er þeir tilheyra, og verði því eigi rétti- lega talið að veiðin sé stunduð á þeim, heldurá skipunum sjálfum, endaséstór- hættulegt ef gagnstæður skilningur yrði réttilega i gildandi lög lagður, sakir þess, að þá væri#útlendingum opinn óhæfi- lega greiður vegur til þess að fiska síld með hringnót innan landhelgi íslands með því að telja aðeins hringnótabátana íslenzka eign, án þess að fá skipin skrá- sett innan ríkisins. Samkvæmt framanrituðu eru tveir okkar í vafa um, og einn okkar (B. L.) sannfærður um, að samþykkt þessi nái ekki tilgangi sínum, þótt hún kæmist á. í tilefni af því að þessi hreyfing er vakin, virðist oss ástæða til að koma fram með eftirfylgjandi athugasemdir um málið. Hreyfing þessi er þannig tilkomin, að menn þykjast hafa tekið eftir því, að síldargöngur séu miklum mun óstöðugri og stopulli seinni part sumars en áður hafi verið. Aður var mjög algengt að menn hér við fjörðinn öfluðu mikið af síld í nætur og lagnet, sér og héraðinu til mikils hagnaðar, en síðustu árin hefir lítið sem ekkert veiðst á þennan hátt. Vegna þess að sá tími fellur að mestu saman, er hringnótaveiðin byrjaði og annarskonar síldveiðar innfjarðar mink- uðu, hafa menn sett þetta í samband hvað við annað, og kenna þannig hring- nótaveiðinni um hnignun annarskonar sildveiða. Fiskimenn telja sig hafa reynzlu fyrir að hringnótaveiðin styggi síldina mjög, einkum þá er hún sleppur úr nótum, sem oft á sér stað, og er það því mjög almenn skoðun, að annari innfjarðar síld- veiði væri betur borgið, ef hindraðar væru hringnótaveiðarnar. Þess ber og að gæta að skip þau og bátar, sem veiðina stunda, valda miklum yfirgangi og ó- skunda þeim, er að veiðum eru með öðrum aðferðum, og eru allflestir þeirra utanríkismenn auk Dana og Færeyinga. Allmörg þessara útlenzku skipa láta þó telja sig innlend, til þess að geta not- að landhelgina til veiða, og virðist sú leið vera gerð þeim furðu greið af þeim, er laga og réttar eiga að gæta. En sakir þess, hve landhelgisgæzlu er hér afar ábótavant, líðst útlendingum oftastnær bótalaust að reka veiðina inn- an landhelginnar, 'jafnvel fast uppi í landsteinum.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.