Norðri - 31.05.1913, Blaðsíða 1
1913.
•°3 fJORBRj &<*-
VIII., 16. Akureyri, 31. maí.
Næstu
harðindi
eftir
Guðmund
Björnsson.
III.
Á bls. 38. segir landlæknirinn:
»Bændur eru almennt hættir að birgja
sig til fardaga með kornmat. og eg
hef sannar sögur af því, að flestar verzl-
anir landsins eru nú vanaléga kornmat-
arlausar þegar líður að jólum, eða fram
á þorra; menn treysta á miðsvetrarferðir-
nar, bæði bændur og kaupmenn.
Komi nú strangur vetur og bregðist
skipaferðir vegna hafísa, þá er sulturinn
vís bæði mönnum og skepnum, og sult-
arhættan á Norðurlandi líklega mun
meiri en áður vegna lítilla vetrarbirgða
hjá bændum og kaupmönnum og svo
af því, að þar lifir nú fjöldi fólks í
kaupstöðunum og þurrabúð við sjóinn
og hefir ekkert ofan í sig þegar öll sund
eru lokuð, ekkert fæst úr búðunum ekk-
ert úr sjónum og »enginn afli á ísnum«.
Bændurnir hafa þó skepnurnar að jeta,
ef í hart fer, þó horaðar séu orðnar.«
Þessi frásögn landlæknisins er eigi
nema að hálfu leyti sönn og naumast
það hvað Norður- og Austurland snertir.
Eg er honum samdóma um að brestur
sé á matarbirgðum sumstaðar í þessum
landsfjórðungum, sem réttir hlutaðeig-
endur ættu að reyna að bæta úr, og
mín skoðun er sú, að þeir muni öllu-
fremur fást til að reyna það, ef þeir
sannfær sig um, að ástandið sé þannig,
að fullkleyft sé að kippa því í viðunandi
horf. Flestum er svo varið, að þeir
leggja öruggari hönd á verk til umbóta
viti þeir að verkið er ekki kröftum þeirra
ofvaxið.
Hitt mun sanni nær að alt Fljótsdals-
hérað, Jökuldælir, Fjallamenn, allir Norð-
urþingeyingar, og Suðurþingeyingar ef
til vill að undanskildum tveim vestustu
hreppunum og margir Húnvetningar
hafa kornvörubirgðir til fardagaeða leng-
ur. Landlækninum er vorkunarlaust að
vita, að svo hagar til á Fljótsdalshéraði,
að þungavöruflutningar frá sjó eru þang-
að illkleyfir jafnaðarlega eftir jól og af
því leiðir að bændur þar almennt verða
að birgja sig á haustum yfir veturinn
og fram yfir Jónsmessu næsta sumar.
Sá sem þetta skrifar hefir nýlega leit-
að upplýsingar um þetta efni hjá for-
rrianni Kaupfélags Suður-þingeyinga.
Hann segir: »Við höfum flest haustin
fengið kornvörubirgðir handa okkar
mönnum, sem nægir þeim fram á sum-
ar, nokkuð af vörunni er afhent eftir
nýjár og bændur nota veturinn og ísa-
lögin til flutninga, 0rums og Wulffs
verzlun á Húsavík mun og jafnaðarlegast
hafa kornvörubirgðir frá haustinu handa
sínum mönnum fram á sumar.
Um ástandið í þessu efni í Skagafirði
og Húnavatnssýslu er mér eigi velkunn-
ugt, en þó þykir mér ólíklegt að við
Húnaflóa sé mjög mikið treyst á skipa-
ferðir fyrstu þrjá mánuði ársins, vegna
ótryggra hafna.
Eg er landlækninum samdóma um að
í hafískreppu árum, verði ástandið í-
skyggilegra fyrir kaupstaðar og þurra-
búðarfólki á Norðurlandi, en fyrir land-
bændum. »Þeir hafa skepnurnar til að
eta ef í hart fer, þótt horaðar séu orð-
nar,« segir læknirinn. Þessi ummæli
bera vott um hve Iítilla upplýsinga höf.
hefir aflað sér um málefni það, sem
hann er að rita um, og er undravert
að maður í hans stöðu sem nýlega hef-
ir ferðast um landið, veit eigi að alment
á Norður- og Austurlandi er nautfé og
sauðfé ekki haft horað á vorum, þótt
hart sé og hestar eigi heldur nema í
Skagafirði; en Skagfirðingar eru líka
margir orðnir á eftir tímanum með sitt
hestauppeldi og meðferðina á þeim.
Pað þarf eigi einusinni harðan vetur til
þessað afleiðingarnar af því komi greini-
lega í Ijós, og mun eg víkja að því
síðar.
En undarlega eru sumir óglöggir
stundum, og það mikilhæfir menn og
framgjarnir. Undarlegt var að höf. og
Ó. Briem skyldu eigi sjá það, þegar þeir
sátu um árið í víðsýninu fyrir ofan
Mælifell, að uppeldið og meðferðin
á söluhestunum var yfirleitt það athuga-
verðasta í kvikfjárrækt Norðlendinga, þar
væri mest ábótavant, og þar ættu um-
bótamennirnir einna helzt að bera
niður til að kippa í lag, hvað meðferð
búpenings og fóðurtrygging hans snerti.
{ sem fæstum orðum er það skoðun
mín:
1. að hirðing búpenings og ásetningur
hafi tekið mjög miklum framförum á
Norður- og Austurlandi síðustu 20
ár, einkum síðustu 5 árin, nema minst
hvað snertir hestana í Skagafirði og
ef til vill sumstaðar í Húnavatnssýslu.
2. Að í útigangssveitum við sjóinn í
Þingeyjarsýslu og ef til vill á Fjöllum,
kunni að vera nokkur hætta á ferðum
þar, sem sauðfé er tnargt, í hörðum
vetrum, en þó er fyrirhyggja þar al-
ment meiri en áður hvað fóðurbirgð-
ir snertir. Og það hefir kunnugur
maður sagt mér, að til væru bæjir í
Núpasveit, (þar sem útigangur sauð-
fjár er mestur) sem gætu mætt hvaða
vetri sem er.
3. Að alt Fljótsdalshérað, mikill hluti
Þingeyjarsýslnanna og fjöldamargir
bændur í Eyjafirði, Skagafirði, og
Húnavatnssýslu birgi sig með korn-
vöru eða eigi hana vísa í kauptúnum
fram á sumar, engu síður en fyrir
25 árum.
4. Að það sé stórbrestur á nákvæmnri
og happadrjúgri fjármenzku að ætla
sér að halda lífinu í sauðfé mestmegn-
is með korngjöf í vorharðindum, þeir
sem vilja gefa kraftfóður eiga að hafa
það með léttara fóðri lengri tíma.
Hinsvegar skal fúslega kannast við að
vandræði geta orðið með kornforða
handa mörguin bændum og fjölda af
þurrabúðar- og kaupstaðarfólki, ef skipa-
ferðir teptust langa tíma og ef til vill
handa kvikfé þessa fólks, sem oft setja
sumt af því á þá von að fá keypt fóð-
ur handa því að nokkruleyti. Sultarhætt-
an í ískreppuvorum eykzt líka við það,
ef sá siður kæmist á að senda allan
óverkaðan fisk til útlanda að haustinu
frá Eyjafirði.
Kornforðatrygging ávorum fyrir kaup-
staði, sjávarþorp og bændur næst sjón-
um og sem sízt birgja sig sjálfir, ættu
því héraðsstjórnir og sveitarstjórnir að
útvega. Það ætti engin ofætlun að vera
fyrir þær. Sýslunefnd Eyfirðinga hef-
ir nú málið til meðferðar og efalaust
fellur það eigi niður. Húsvíkingar og
Skagfirðingar þyrftu að fá sér svipaða
trygging og ef til vill Húnvetningar að
einhverjuleyti. Þetta eru nauðsynlegustu
bjargráðin í bráð og þeim er hægt að
koma við, án þess að ana inn á mjög
hála og tvísýna braut í löggjafarmálum
(kornvörueinkasölu) eða hleypa þjóðinni
í stórskuld fyrir ótímabært fyrirtæki (járn-
braut norður um land).
Á bls, 52 segir landlæknirinn: »Alt
þetta skraf, mann fram af manni, um
forsjálni, fyrningar og forðabúr hefir
orðið því nær öldungis árangurslaust.
Bændur verða enn heylausir hópum
saman hvað lítið sem út af ber, og
víða fara sjómenn óðara að svelta, þó
vel hafi aflast mörg ár, ef sjórinn bregst
eina vertíð.
Til hvers er þá að vera að þessu leng-
ur, það er ekkert vit í því.
Annaðhvort er að hætta þessu gamla
°g gagnlausa hjali um forsjálni og forða-
búr, leggja árar í bát og bíða hrakn-
inganna eða þá að manna sig upp og
leita nýrra og betri ráða.«
Pessi ummæli höf. er ekkert annað
en það sem á blaðamannamáli heitii:
»órökstuddur vaðall«. Umhugsun skraf
og ráðagerðir um betri ásetning, hirð-
mg °g meðferð búfjársins hefir borið
mikin árangur, og eg er sannfærður um
að ferðir Jóns Þorbergssonar um land-
ið til að glæða þekking og áhuga á
sauðfjárræktinni ber góðan; árangur, og
á Norðurlandi er mér óhætt að segja
að það þarf meir en lítið að bera út
af til þess að menn verði alment hey-
lausir. Mín skoðun er að það þurfi að
halda áfram umræðum um forsjálni og
fyrithyggju f anrj meðferð búfjársins,
það þarf eins að leggja alúð við hús-
dýraræktinni eins og jarðræktinni enda
styður það hvað annað, og óhyggilegt
væri að hætta að hugsa og ræða um
þessi mál.
Eg tók það fram hér að framan að
hestauppeldi Skagfirðinga mundi vera
einna mest ábótavant af búpeningsrækt
hér Norðanlands, enda hefir henni svo
að segja enginn gaumur verið gefinn.
Eg er sannfærður um að ef ötull maður
með þekkingu skrafaði nógu mikið við
Skagfirðinga um misfellurnar á hesta-
uppeldi þeirra, og sannfærði þá um að
það hlýtur að vera takmörkuð tala af
hestum, sem hver jörð færframfleytt og
sýslan og afréttir hennar í heild sinni,
og að það er eigi mikið af heyji eða
kraftfóðri sem þyrfti handa tryppum þar
yfirleitt til að verja þau hor og þrótt-
leysi. Eg er í engum vafa um að ef
Sigurður skólastjóri á Hólum beitti
sér jafneindregið til umbóta hrossameð-
ferðar í Skagafirði og hann hefir beitt
sér fyrir jarðræktarendurbótum, þá mundi
umhyggja fyrir hrossunum stórum auk-
ast, og frá Hólum og námsskeiðunum
þar ættu menn einmitt að geta vænzt
vakningar í þessu efni, án þess að lög-
gjöfin þyrfti að skerast í leikinn, nema
ef til vill til að hefta yfirgang stöku
manna með hrossafjölda án þess að
hafa ráð á landi fyrir þau.
Læknirinn talar um að leita nýrra og
betri ráða til að fyrirbyggja hallæri, eitt
þeirra er einkasala landsins á kornvöru.
Eg skal eigi að þessu sinni gera tilraun til
að tíná upp alla þá annmarka sem á
því fyrirkomulagi kunna að vera. En láta
mér nægja að láta í ljós þá skoðun mína,
að enn sem komið er tel eg þing og
stjórn hér á landi eigi hafa náð því
þroskastigi, að vera fært um að taka
slíka landsverzlun að sér, án þess að vör-
urnar yrðu dýrari og verzlnnin að ýmsu
leyti óhagkvæmari en nú er. Meiri hluti
þingsins hefir nýlega sett óhæfilega háar
sektir og hegningu fyrir brot á vínbanns-
lögunum, sem stríðir á móti réttarmeð-
vitund fjöldans. Sömu fulltrúum væri
trúandi til að setja stórsektir fyrir að
að kaupa kornskeffu í óleyfi og með
því og bannlögunum gera tilraun til
stórkostlega að fefletta þá landsmenn,
sem ekki geta fundið neitt saknæmt í
að kaupa kornlúku eða vinflösku, þegar
þeim liggur á, fullu verði. - Og manni
kemur ósjálfrátt í hug hvort framför eigi
að teljast »að aka upp aftur aftur á bak
þær fornu brautir« til einokunartímanna
og hegningarákvæðanna þá.
Peningaverzlnn landsins er að nokkru
í höndum landsstjórnarinnar, póstmál,
síma- og samgöngumál, þar hefir hún
nóg að glíma við, einkum þyrfti hún
að koma peningaviðskiftunum í betra
horf, reyna að útvega landsmönnum þá
með þolanlegum kjörum til iðnaðar og
atvinnuframkvæmda áður en hugsað væri
til að fá henni einkasölu á kornverzlun
landsins.
Hið íslenzka fræðafélag
í Kaupmannahöfn hélt ársfund sinn 6.
maí. Forseti, mag. art. Bogi Th. Melsteð
skýrði frá gerðum félagsins á umliðna
árinu. Stofnun félagsins og bókum þess
hafði verið vel tekið, bæði á íslandi og
víða annarstaðar, þar sem menn stunda
íslenzkar bókmentir. Félagið hafði gefið
út á árinu Endurminningar Páls Melsteðs
og Píslarsögu síra Jóns Magnússonar,
1. hefti. í ár kæmi út 2. hefti af Písl-
arsögu síra Jóns Magnússonar, Bréf Páls
Melsteðs til Jóns Sigurðssonar og 1.
heftið af Jarðabók þeirra Árna Magn-
ússonar og Páls Vídalíns.
Endurskoðaðir reikningar félagsins
lagðir fram og samþyktir. Stjórnin var
endurkosin: Mag. art. Bogi Th. Melsteð
formaður, prófessor Finnur Jónsson fé-
hirðir, og undirbókavörður við Kgl.
bókasafnið Sigfús Blöndal skrifari og
bókavörður.