Norðri - 06.06.1913, Blaðsíða 1
VIII, 17
Akureyri, 6. juní.
1913.
Þingmálafundur
Akureyrar.
Þingmenskuframbjóðendur Akureyrar,
Magnús Kristjánsson og Porkell Þorkels-
son boðuðu kjósendur til fundar á fimtu-
dagskvöldið, til að ræða með þeim
landsmál, og mættu á honum allmargir
kjósendur.
Magnús Kristjánsson setti fundinn og
og gat þess að svo sem kunnugt væri
hefði bæjarfógeti Guðl. Guðmundsson
orðið að segja af sér þingmensku sakir
vanheilsu. Kvað hann það mundi vera
öllum bæjarmönnum hryggðarefni, því
allir hefðu viðurkent hina miklu þing-
mannshæfileika hans og starfsþrek. Ósk-
aði hann að forsjónin gæfi honum heils-
una aptur. Fundarmenn stóðu allir upp
til þess að votta þessum ummælum sam-
þykki sitt.
Síðan stakk þingmannsefnið upp á
Stefáni Stefánssyni skólameistara sem
fundarastjóra og var það samþykt ineð
almennu lófaklappi.
Magnús Kristjánsson fékkþví næstorð-
ið aftur, og gat þess, að mörgum kjós-
endum mundi að nokkru kunnar skoð-
anir sýnar í ýmsum helztu landsmálum
frá fyrri tíð og nú, og þeir vissu að
sér væri eigi svo gjarnt að hvarfla frá
einu til annars í landsmálum, enda hefði
meirihluti kjósenda mælt með sér til
framboðs og heitið sér fylgi. Sér hefði
því verið næst skapi að halda engan
fttnd við kosningar, en hinn frambjóð-
andinn hefði boðið sér að vera með að
booa til fundar, og undan því hefði
hann eigi viljað skorast. Hann vildi þó
að þessu sinni vera stuttorður, því hinn
frambjóðandinn þyrfti ef til vill lengri
tínia til að skýra frá skoðunum sínum,
þar sem hann nú í fyrsta sinn byði sig
fram til þings. Hann kvaðst vilja vintia
að því að íslendingar fengju sem mest
yfirráð sinna eigin mála og þau yrðu
undir hérlendri stjórn. Fetta sagði hann
sér hefði virst vera stefna Heimastjórn-
arflokksins og að því markmiði vonaði
hann að hann héldi áfram að vinna.
Fjárhag landsins vildi hann að hald-
ið væri í sem beztu lagi og að
reynt væri að varast óþarfa bruðl og
eyðslu á landsfé. F’ó vildi haun eigi þá
sparsemi, að skorast væri undan að styrkja
eða koma til framkvæmda bráðnauðsyn-
legum fyrirtækjum, sem landsjóði bæri
eða honum stæði næst að styrkja eða
annast. Svo að sltk fyrirtæki strönduðu
eigi fyrir fjárskort.
Skatta og tollalöggjöf landsins vildi
hann laga, og kvaðst hann síðar mundu
ræða það mál ítarlegar við kjósendur, ef
það ætti fyrir sér að liggja að fara á
þing.
Að eflingu atvinnumála í landinu kvaðst
hann vilja vinna eins og mögulegt væri,
og vék að því, að þar sem sjómenn,
kaupstaðarborgarar og sjávarútgerðar
menn borguðu meiri hlutann af sköttum
og tollum til landssjóðs, væri réttmætt að
þingið bæri hag þeirra stétta fyrir brjósti
öllu meir en verið hefði, en að þessar
stéttir vöntuðu tilfinnanlega fulltrúa á
þinginu, sem gagnkunnugir væru hög-
um þeirra, en það stæði þessum stétt-
um næst að reyna að bæta úr því, og
gæta réttar síns. Ef það ætti fyrir sér
að liggja að fara á þing, kvaðst hann
vilja leitast við að gæta hagsmuna kaup-
staðarbúa og sjómanna, þótt hann ef til
vill orkaði þar litlu af því þessar stéttir
ættu þar svo fáa formælendur.
Þá tók til máls Forkell kennari Þor-
kelsson. Hann kvaðst hafa gengist fyrir
þessu fundarhaldi, því sér hefði verið
áhugamál að heyra skoðanir Magnúsar
og skýra frá sínum skoðunum. Raunar
kvað hann það ekki hafa mikla þýðingu
að segja alment skoðanir sínar, en víkja
vildi hann að nokkrum aðalmálum lands-
ins. Þar mætti fyrst telja sambandsmál-
ið, sem talið hefði verið mál málanna,
og þótti honum miklu skifta, að fá að
vita hvaða afstöðu menn vildu í því
taka. Hann lýsti því yfir, að fyrir sitt
leiti vildi hann að þingið fengist ekkert
við þvtta mál. Danir mundu ófáanlegir
til að bjóða betri kjör, en þeir hefðu gert
út af málaleitun síðasta þings, en þau
væru óaðgengileg, einkum þar sem land-
helgisrétturinn eftir þeim boðum væri
óuppsegjan egur og heimilaður Færey-
ingutn um aldur og æfi, hvort sern þeir
sigldu undir dönsku, norsku eða ensku
flaggi eða hverrar þjóðar sem væri,
[á þessu atriði gaf hann síðar þá skýr-
ing, að þó t. d. Rússar legðu Færeyjar
undir sig svo þeir yrðu að hafa rúss-
neskt flagg, þá hefðu eyjarskeggjar eigi
að síður landhelgisréttinn við ísland, ef
bræðinguritin með breytingum Dana yrði
samþyktur, þessi ályktun þótti surnum
nokkuð hæpin, en frumleg er hún ó-
neitanlegaj. Taldi ræðumaður það því
eigi annað en ífa upp gömul sár að
hreyfa við s^mbandsmálinu fyrst um
sinn hér á eftir. Sagði að margir hefðu
átt von á að það mundi ekki verða tek-
ið upp aftur eftir 1909, en í fyrra hefðu
menn af báðum flokkum búið til bræð-
inginn, sem eigi hefði fengið betri
byr hjá Dönum en raun væri áorð-
in, og bæri hann þó hið bezta traust
til ráðherra, að hann í þessu máli hefði
komist svo langt sem komist ýrði. Hann
skýrði nokkuð frá upptökum sambands-
málsins, i kringum 1906, gaf í skin að
skilnaður Norðmanna við Svía hefði
mest hrundið málinu af stað og að Dan-
ir hefcu átt að nokkru upptök þess.
[Kunnugum mönnum þótti skýrsla ræðu-
manns um þetta efni nokkuð hæpin og
einhliða, þar sem hvorki var minst á
blaðamannaávarpið eða þingmannaförina
á konungsfund, eða sem í þeirri för
gerðist né hvatningar reykvískra blaða
þá til þingmanna]. Ræðumaður taldi
það mundi verða til að spilla samkomu-
lagi milli Dana og fslendinga að fara
að hreyfa sambandsmálinu enn á ný,
eti meðan við værum í sambandi við
þá vildi hann að samkomulag væri
sem bezt.
Lífsnauðsyn taldi hann að breyta
stjórnarskránni, einkum að því leyti að
afnema þá konungkjörnu, þær kosning-
ar væru ósanngjarnar, óréttlátaroghættu-
legar. Rótt fleiru í stjórnarskránni þyrfti
að breyta, væri þetta hið nauðsynlegasta
og þá gætum vér raunar verið ánægðir
fyrst um sinn.
ífjármálum vildi frambjóðandi vera sem
varfærnastur og taldi hættulega braut að
taka mikil lán fyrir landið. Landsbank-
ann vildi hann efla. Hann tók fram að
íslandsbanka hefði verið stjórnað af
dönskum manni og stjórn hans eigi ver-
ið farsæl. Ræðumaður var sammála hin-
um frambjóðandanum um að landssjóður
tæki að sér strandferðir og helzt að ein-
hverju leyti millilandaferðir til þess að
losna við kúgun af erlendu stórgróða-
félagi
Undir umræðunum kom það fram,
að frambjóðendurnir báðir voru móti
hækkun launa hinna beturlaunuðu em-
bættismanna. Hins vegar tók R. R. fram
að þar sem peningar hefðu nú mjög
lækkað í verði, væri launahækkun margra
embættismanna ekki ósanngjörn, eftir-
launum var hann heldur ekki fráhverf-
ur. Vörutollslögunum vildu þeir báðir
breyta og í mörgum málum virtust þeir
því nær satnmála. Helzt virtist ágrein-
ingur í sambandsmálinu, því M. Kr. vildi
halda því máli vakandi og leitast við
að fá Dani til samninga um sambands-
lög eigi lakari en uppkastið 1908 var,
án þess þó að þingið eyddi miklum
tíma til þess eða legði fullnaðarsamþykt
á málið fyrr en það hefði verið lagt
undir atkvæði þjóðarinnar við nýjar
kosningar.
Málafærslumaður B. Líndal furðaði
sig á að flokksleifar sjálfstæðismanna
væru að mæla með F*. I3., sem verið
hefði starfandi í Heimastjórnarfélagi bæj-
arins og einn með þeim allra ákveðn-
ustu Heimastjórnarmönnum. Rað liti
svo út sem hann hefði skift skoðun, eða
meðmælendur hans væru orðnir heima-
stjórnarmenn. Honum þótti gömlum
sjálfstæðismönnum gengið, sem fyrirfáum
árum hefðu viljað heimta fylsta rétt við-
urkendan af Dönum þar til það feng-
ist, en vildu nú vikja, og ekki minnast
framar á sambandsmálið. Fór hann um
þessi atriði allmörgum orðum.
Ef til vill verður frekar minst á fund
þennan síðar í Norðra.
Ress má geta, að menn af báðum
flokkum fundu til þess, að framkoma
R. F*. á fundinum var langtum prúð-
mannlegri, rembingsminni og stillilegri
en framkoma þess manns var á fundum,
sem sjálfstæðismenn þessa bæjar voru
að basla með fyrirfarandi ár.
íslands banki.
Út af umtali um (slandsbanka bæði
í Norðurlandi og á þingniálafundi í
gær vlll Norðri til skýringar birta smá-
grein sem kom út í blaðinu »Reykja-
vík« 10. f. m. og um leið geta þess
að hlutabréf bankans stóðu 30. maí
100 kr. í 94 kr. á kauphöllinn í K.höfn.
Um íslands banka segir»Reykjavík* :
»Um hann hefir talsvert verið skrifað
í dönsk blöð undanfarið sakir þess að
hlutabréf hans hafa lækkað í verði á
kauphöllinni. Var orðasveimur um það,
að bankinn kynni ef til vill að verða fyrir
tjóni af viðskiptum við tvö verzlunarfél.
er hann á fé hjá. Voru htutabréf hans kom-
in ofan í 88^/2 er lægst stóð. Bréfin tóku
brátt að stíga aftur í verði, einkum er
það vitnaðist, með hve góðum blóma
hagur hans stóð því, að samkv. reikn-
ingum bankans fyrir síðasta ár voru «af-
skrifuð« 68 þús. kr. fyrir væntanlegu
tapi á næstu árum, auk þess voru 33
þús. lagðar í varasjóð sem nú er orð-
inn 300 þús. kr., og þar að auki lagt
til að greiða skuli hluthöfum 5l/t°/o í
ársarð. Voru hlutabréfin komin upp í
97, er síðast fréttist.
Stjórn bankans telur einga hættu á því
að bankinn tapi miklu fé á þeim tveim-
ur félögum sem um var getið. Dálítið
geti það orðið, en aldrei svo mikið, að
það skaði bankann til nokkurra muna.
Samtakaleysi
er nú meira í Norðurbænum hjá kúa-
eigendum en í Suðurbænum. Suðurbæ-
jarmenn hafa leigt sér land í félagi til
að hafa kýr sínar í hjá bæjarstjórninni
og tnann til að gæta þeirra. Norður-
bæjarmenn hafa engan mann en að gæta
sinna kúa í sumar, ekkert samið um
land fyrir þær, og þó er komin tími
til að fara beita kúnum. Nauðsynlegt
væri fyrtr kúaeigendur að hafa fund um
þetta, fá latid hjá bænum fyrir kýrnar
og útvega sér mann til að gæta þeirra.
Oddeyrarbúi.
Atvinna
er nú allmikil í bænum. Höepfners
verzlun er að láta byggja tvö hús. Et-
atsráð Havsteen hefir fylt upp lóðar-
spildu framan við hús sitt og haldið
stöðugt marga menn með hesta til að
aka þangað uppfylling. Alímikið hefir
verið unnið að jarðarbótum hjá ýms-
um, o. s. frv.
Kolaskip
er kolafélagið »Thordenskjöld« nýlega
búið að fá og er þvi bærinn vel birgur
af kolum fram eftir sumri,
Etatsráð J. V. Havsteen býst við að
fá kolaskip í september í haust.
í vatnsleiðslunefnd
Akureyrar eru nú Björn Líndal, Ragn-
ar Ólafsson og F’orkell F'orkelsson. F*eir
búast við að geta fengið lán til nýrrar
vatnsleiðslu fyrir bæinn þegar það mál
verði nægilega undirbúið.
Veðrátta.
F*ráviðris norðaustan kuldaveðrátta
hefur verið nú í fullan hálfan mánuð
og úrfelli annað veifið. Gróður því
fremur lítill.
Kálfskinn og
lambskinn
kaupir háu verði
verzlun /. V. Havsteen.