Norðri - 13.06.1913, Blaðsíða 1
Vr*
NORMI
VIII, 18.
Akureyri, 13. júní.
1913.
Þingmálafundir
í Eyjafirði.
H. Hafstein ráðherra kom til Akur-
eyrar með Flóru á þriðjudagskvöldið
og mætti á þingmálafundi á Grund dag-
inn eftir. Fundinn mun hafa sótt uni 70
kjósendur úr hreppunum þremur fyrir
innan Akureyri.
I. þingmaður sýslunnar Stefán Stefáns-
son í Fagraskógi setti fundinn með ræðu
og lagði út af orðunum: »Pað varðar
mest til allra orða, að undirstaða rétt
sé fundin«. Stakk hann svo uppá fund-
arstjóra hreppstjóra og dannebrogsmanni
Hallgrími Hallgrímssyni á Rifkelsstöðum
og var hann kosinn í einu hljóði, en
hann nefndi svo til skrifara dannebrogs-
mennina, Benedikt á Hálsi og Pétur á
Hranastöðum.
Hafstein ráðherra gat þess í fundar-
byrjun, að það gleddi sig að hafa get-
að hagað svo ferðum sínum frá útlönd-
um, að hafa um leið getað átt kost á
að sjá framan í sem flesta eyfirzka kjós-
endur og mætt á fundum hér.
A öndverðum fundinum varsambands-
málið tekið til umræðu, og tóku báðir
þingmennirnir til máls um það. Ráðherra
skýrði frá að eins og kunnugt væri, hefðu
tilraunir verið gerðar í fyrra að fá alla
þingmenn til að sameina sig í sambands-
málinu, enda væri það skoðun sín að
á því bygðust aðalvonirnar, að málið
fengi viðunandi framgang, að allir Islend-
ingar gætu orðið sammála í því. Árang-
urinn af sameiningar tilraununum í fyrra
hefði orðið, að þorri þingmanna hefði
utanþings falið sét að leita eftir, hvern-
ig danskir stjórnmálamenn mundu taka
í sambandslagaákvæði þau, sem flestir
þingmenn hefðu komið sér saman um.
Svar Dana á þeirri málaleitun væri orð-
ið kunnugt. Hvernig þingmenn tækju
því svari væri enn óafgert, (svo var að
heyra sem ráðh. hefði litla von að þing-
ið mundi vilja ganga að tilboðinu í
svari Dana). Hann gat þess að eins og
ástandið hefði verið nú í Danmörku
væri árangurslaust að hreyfa sambands-
málinu. Par liti út fyrir að ýmsir und-
arlegir hlutir gerðust í stjórnmálum, og
Danir hefðu nú allan hugann við sína
innlendu pólitík, því svo hefði litið út,
sem enginn flokkur þar hefði viljað taka
að sér ábyrgð á stjórn landsins. Hann
vildi þó ekki beint ráða til að leggja
sambandsmáiið algerlega á hilluna, held-
ur til að láta það bíða tvö eða þrjú
ár, í þeirri von að síðar kynni að blása
byrlegar fyrir því en nú, ef íslendingar
gætu orðið sammála framvegis í því.
Hann vildi heldur eigi hvetja til að
stjórnarskrárbreyting yrði tekin fyrir á
næsta þingi. Pað gæti leitt til þess að
ísl. mundu hefja þrætu um ríkisráðs-
ákvæðið, sem hann teldi óheppilegt, þar
sem nær lægi að beita kröftunum óskift-
um að innlendum lagabótamálum og
praktiskum fyrirtækjum, en þetta deiluefni
mundi falla, ef ný sambandslög næðu
fram að ganga bráðlega.
í þessum málum samþykti fundurinn
svolátandi fundarályktanir:
»Fundurinn lítur svo á að heppileg-
astséað samningatilraunir um samband
íslands og Danmerkur sé frestað fyrst
um sinn.«
í stjórnarskrármálinu:
»Fundurinn álítur rétt að stjórnar-
skrármálinu sé frestað fyrst um sinn
ásamt sambandsmálinu.«
Pá var ráðherra spurður um stjórnar-
frumvörpin.
Hann skýrði frá að þau væru 34 að
tölu, þar á meðal væru þessi vanalegu:
um samþykt á landsreikningunum, frumv.
til fjáraukalaga og fjárlaga fyrir árin 1914
og 1915. Ráðherra helt svo alllangt er-
indi um fjárhaginn, hvernig útkoman
hefði orðið á landsreikningunum fyrir
1910—11, og hvernig tekjur og gjöld
hefðu staðið fyrra ár yfirstandandi fjár-
hagstímabils. Kom það fram í ræðu
hans, að þó gert hefði verið ráð fyrir
tekjuhalla í fjárlögunum þessi ár og ýms
ný lög hefðu komið í gildi, sem kost-
nað hefðu haft í för með sér fyrir land-
ið, þá hefðu þó tekjurnar enn sem fyrri
farið mikið fram úr áætlun svo að fjár-
hagurinn væri í góðu lagi, þó útgjöld
landsins ykjust árlega þá ykjust tekjurn-
arfullkomlega sem því svaraði, sem kæmi
af því að verzlunarvelta landsins ykist
árlega, og þar af leiðandi tollarnir.
í fjárlagafrumvarpið kvað hann vera
settar 70 þús. kr. fyrra árið (1914), tii
brúar á Eyjafjarðará á Hólmunutn. 10000
kr. kvað hann hafa verið veittar til þriggja
brúa í Saurbæjarhreppi, meira fengi Ey-
jafjarðarbrautin ekki að þessu sinni, enda
mundi með litlum kosnaði vera hægt
að slétta fyrir vagn fram að Saurbæ,
þegar brýrnar væru komnar; full 100
þúsund kr. væru í frumvarpinu ætlaðar
til akbrauta annarsstaðar i landinu.
Þá taldi hann frumvarp um almenn-
an tekju og fasteignaskatt eftir tillögum
skattanefndarinnar, sem kæmi fyrir lausa-
fjár, ábúðar, tekju og eignarskatta þá er
nú væru.
Frumvarp um að gera landverkfræð-
inn að föstum embættismanni t. d. eins
og póstmeistara og símastjóra.
Frumvörp um að laun kennara við
hinn almenna mentaskóla, kennara við
kennaraskólann og yfirdómaranna við
landsyfirréttinn færu hækkandi, eftir því
sem þeir væru lengur í embættum.
Frumvarp um sparisjóði, þar sem á-
kveðið er að menn verði að fá leyfi til
að reka sparisjóði og sæta almennu
eftirliti í rekstri þéirra 0g hlíta þeim
reglum, sem stjórnin setji þeim viðvíkj-
andi.
Frumv. um breyting á bæjarstjórnar-
kosningu í kaupstöðum í þá átt að
kjósendur geti sjálfir raðað fulltrúaefnum
á listunum (þetta gerði kosningarnar
frjálslegri).
Frumv. um vatnsveitingar, ýms ákvæði
um réttindi og skyldur manna er fleiri
menn hafa not af sömu vatnsleiðslu.
Frumvarp um ábyrgðarfélög: um að
erlend lífs og brunaábyrgðarfélög verði
að fá stjórnarleyfi til að starfa hér á
landi og hlíta reglum er þeim verða
settar þessu viðvíkjandi.
Frumvarp um að skáldið Steingr.
Thorsteinsson fái að halda fullum em-
bættislaunum, er hann segir af sér.
Frumv. um sérstakan dóm í sjómanna-
málum.
Á fundinum var rætt um skifting bæj-
arfógetaembættisins á Akureyri og sýslu-
mannsembættisins í Eyjafjarðarsýslu.
Flutningsmenn málsins héldu því fram,
að sýslumanns og bæjarfógetaembættið
væri orðið ofviða fyrir einn mann, og
því væri rétt að gera úr því tvö embætti.
Raddir komu fram, að úr þessu mætti
bæta með því nð veita sýslumanninum
laun til að geta haldið lögfræðing, sem
gæti annast ýms störf hans eftir umboði,
svo og að oddvitastöðu bæjarstjórnar
Akureyrar mætti fela öðrum en bæjar-
fógeta til að létta af honum störfum.
Svohljóðandi ályktun var saniþykt:
»Fundurinn lítur svo á, að sýslumanns
og bæjarfógetaembættið á Akureyri
sé orðið svo umfangsmikið, að of-
ætlun sé einum manni að þjóna því,
fyrir því skorar hann á þingið að
skifta þessum embættum eða finna
aðra heppilega leið í málinu«.
Þá var því hreyft að fá breytt skipu-
lagsskrá fyrir gjafasjóði Jóns Sigurðsson-
ar, svo nokkru af vöxtum þessa sjóðs
mætti verja til þess að tryggja það, að
kornforði bristi ekki í Eyjafirði í hafís-
vetrum, svohljóðandi fundarályktun var
samþykt:
»Fundurinn skorar á þingmenn Eyja-
fjarðarsýslu að beitast fyrir því á næsta
þingi:
a. Að skipulagsskrá fyrir legatssjóði
Jóns Sigurðssonar sé breytt á þann
hátt að verja megi vöxlum hans til
að fyrirbyggja hungursneyð á mönn-
um og skepnum í Eyjafjarðarsýslu.
b. Að legatssjóðurinn komist undir
stjórn sýslunefndar Eyjafjarnarsýslu.
Svohljóðandi tillaga kom fram og var
samþykt viðvíkjandi húsabyggingum:
»Fundurinn lítur svo á að góð íbúð-
arhús séu eitt af undirstöðuskilyrðum
fyrir lífi og helsu manna. En þar sem
menn vantar næga þekkingu í þeim
efnum, hvernig fyrirkomulag sveita-
bæja verði sem heppilegast, og úr
hvaða efni byggja skuli með sem
minstum kostnaði, en þó sem varan-
legast, þá álítur fundurinn rétt, að
alþingi taki þetta mál til alvarlegrar
íhugunar og láti gera ábyggilegar til-
raunir á nokkrum landssjóðsjörðum.«
Um berklaveiki í nautgripum
var rætt. Hafði fyrirlestur Sigurðar Ein-
arssonar dýralæknis á bændanámsskeið-
inu á Grund í vetur gefið tilefni til að
bændur hreyfðu þessu máli. Dýralækn-
irinn hafði upplýst, að í tólftu hverri
kú sem slátrað hefði verið fyrra ár í
sláturhúsi Kaupfél. Eyfirðinga hefðu
fundist berklabakteríur á flestum í görn-
unum, og þó vísindamenn telji það enn
eigi alveg víst að menn smittist af berkl-
um frá nautgripum, er málið hið mesta
alvörumál.
Svohljóðandi fundarályktun var samþ.:
»Fundurinn skorar á aiþingi að gera
ráðstafanir til þess að framkvæmdar
verði bráðlega nákvæmar ransóknir
víðsvegar á landinu um berklaveiki á
nautgripum, og árangurinn birtur hið
allra fyrsta.
Um styrkveitingar til búnaðarfélaga
urðu nokkrar umræður. Bændum þótti
styrkurinn sem jafnað væri niður fyrir
unnin jarðabótadagsverk orðinn nokkuð
lágur. Ráðherra benti á að Búnaðarfé-
lag Íslands fengi nú ríflegan styrk til
búnaðarframfara, og virtist það skoðun
hans, að heppilegra mundi að styrkja
búnaðinn gegnum það félag en vera
að styrkja hin smáu búnaðarfélög út um
landið.
Svohljóðandi fundarályktun var samþ.:
»Fundurinn lítur svo á að Iandssjóðs
styrkur til búnaðarfélaga hafi átt veiga-
mikinn þátt í aukinni ræktun landsins
og skorar því á þingið að ætla svo
ríflega fjárupphæð til búnaðarfélaga,
að eigi komi minna en 25 aurar á
hvert dagsverk unnið.«
Um aðflutningsbannslögin urðu
nokkrar umræður og komu fram raddir
um að lögin væru harðneskulðg, sem
erfitt mundi að fá marga til að hlýða,
og hegningarákvæðin fyrir brot á þeim
of hörð, og ýmislegt fleira var þeim
fundið til foráttu. 1. þingmaður sýsl-
unnar taldi lögin hin þörfustu, sem orð-
ið hefðu landinu til sóma meðal erlendra
þjóða.
Svohljóðandi fundarályktun var sam-
þykt með 40 atkv. gegn 20.
»Fundurinn skorar á þingménn sýsl-
unnar að stuðla til þess, að aðflutn-
ingsbannslögin verði afnumin á næsta
þingi eða stofnað til almennrar at-
kvæðagreiðslu um málið.
Að síðustu var rætt um kirkjumál og
brauðasamsteypur í Eyjafirði, og kom
fram að margir munu vera óánægðir
yfir að gera allan Eyjafjörð innan Ak-
ureyrar að einu prestakaili.
Friðarfundinum
í Lundúnarborg slitið, án þess nokk-
Urt samkomulag kæmist á. Búast því
margir við að ófriðnum haldi áfram á
Balkanskaganum og jafnvel að Evrópu-
stríð leiði af honum.
Uppþot í Reykjavík.
Sá atburður hafði orðið í gær í höf-
uðstaðnum, að Einar nokkur Pétursson
bróðir Sigurjóns glímukappa var að ferð-
ast á Reykjavíkurhöfn á bát og hafði
bláa flaggið með hvíta krossinum uppi.
»íslands Falk« lá þar og gerði Einari
boð að finna sig. Yfirmenn á skipinu
tilkyntu honum að þeir tækju af honum
flaggið og létu hann svo fara, en sendu
lögreglustjóra flaggið. Þegar þessi tíðindi
spurðust um borgina, urðu margir gram-
ir og drógu upp bláa flaggið eða fóru
með það fram á höfn á bátum. Flest
blöðin gáfu út fregnmiða og blásið var
til borgarafundar. Hann var haldinn í
gærkvöldi mjögfjölmennur, og sú ályktun
samþykt einróma, að mótmæla her-
valdstiltektum yfirmanns Fálkans sem
ólögmætum og óþolandi. Samþykt var
og að nota bláa flaggið framvegis. For-
inginn á Fálkanum hafði komið í land
í gær og fylgdu nokkrir honum eftir
með bláa flaggið auðsjáanlega til að
stríða honum, en hann tók því með
stillingu. Alt er með spekt í Reykjavík
í dag, engir fánar á stöng.
(SímfréttJ.