Norðri - 08.10.1913, Blaðsíða 1
VIII., 32.
1913.
*<3 NOEími
Akureyri, 8. oktober
*
Með því að nú verður að álíta tryggt, að hægt sé að stofna »H/f Eimskipa-
félag íslands*, er ákveðið, að stofnfundur félagsins verði haldinn í Iðnaðar-
mannahúsinu í Reykjavik laugardaginn 17. janúar 1914, kl. 12 á hádegi.
Fyr en hlutaféð er innborgað, er eigi hægt að semja um byggingu þeirra
tveggja skipa, sem ráðgert er að byrja með. Vér teljum því nauðsynlegt, til
þess að semja megi um skipabygginguna þegar eftir stofnun félagsins, að inn-
heimta nú þegar hlutaféð.
Pað er því hérmeð skorað á alla hlutafjársafnendur að byrja nú þegar að inn-
heimta alt hlutaféð og senda gjaldkera sem fyrst.
Ennfremur ern menn beðnir að draga eigi lengur að rita sig fyrir hlutum, ef
þeir eiga það ógert, eða vilja auka við það, er þeir hafa áður ritað sig fyrir.
Vér teljum nauðsynlegt, að sem mest safnist, svo félagið verði sem tiyggast
grundvallað og sem minst háð lánum.
Reykjavík, 1. október 1913.
Eggert Claessen. Jón Björnsson. Jón Ounnarsson.
Sveinn Björnsson. Thor Jensen.
Stjórnarskrárbrtytingin
á þingi.
(Vestri skýrir svo frá henni
og mun fara rétt með.)
Aðalatriðin eru þessi:
Ráðherrafjölgun heimuluð með sér-
stökum lögum. — Málefni íslands skulu
borin upp fyrir konungi þar sem hann
sjálfur ákveður. — Tala þingmanna
sem og deildaskipun er óbreytt. — Kon-
ungskosningar falla úr sögunni, en í
stað þeirra skulu jafnmargir kosnir með
hlutbundnum kosningum og er landið
alt eitt kjördæmi. Þeir eru kosnirtil 12
ára og fer helmingur frá sjötta hvert
ár; þingrof nær eigi til þeirra. Kosn-
ingarréttur og kjörgengi við hlutbundnu
kosningarnar bundið við 35 ár. Kosn-
ingarréttnr við óhlutbundnu kosningar
rr bundinn við 25 ára aldur, en nýir
kjósendur hljóta hann þannig:
»Kosningarrétt skulu konur og hafa,
sem eru 25 ára, þó þannig, að fyrst fái
þær hann, og þeir karlmenn, sem hing-
að til hafa ekki haft kosningarrétt, sem
eru 40 ára, þegar kjörskrá er fyrst sam-
in eftir lögum þessum ; næsta ár að
auki þær og þeir, sem eru 39 ára, o.
s. frv., þannig að lækka aldurstakmárk-
ið um eitt ár í senn, þar til allir eru
búnir að fá kosningarrétt. — t* *eir sem
hafa ekki óflekkað mannorð, eru ekki
fjár síns ráðandi, og eiga ógreiddan
sveitarstyrk, skulu ekki bafa kosningarrétt.
Svo og þeir sem ekki hafa dvalið eitt
ár í kjördæminu.«
Búseta í Iandinu er skilyrði fyrirkjör-
gcngi. Dómendur, sem engin umboðs-
störf hafa á hendi skulu ekki kjörgeng-
ir, þó nær ákvæði þetta ekki til núver-
andi yfirdómara. — Aðskilja má riki og
kiikju með sérstökum lögum. — Loks
er ákvæði um að lög um sambandsmál
leggist undir leynilega atkvæðagreiðslu
kjósenda.
Aðalfrábrigðin frá stjórnarskrárfrumv.
1911 eru:
Ráðherrar voru ákveðnir þrír. lOefri-
deildarþingm. skyldu kosnir hlutbundn-
um kosningum (í stað 6 nú). Alþýðu-
atkvæðið felt brott, samkvæmt því átti
að skjóta undir úrskurð kjósenda lög-
um, ef helmingur þingdeildar heimtaði
og 2/3 kjósenda, þó skyldi það ekki ná
til laga, er alþingi ákvað að koma ættu
í gildi innan mánaðar, og með því var
ákvæðið gert áhrifalaust. Meirihluti al-
þingis gat sett stólinn fyrir dyrnar þeg-
ar því þóknaðist. —Akvæðinu frá 1911,
að inálefni íslands skyldu ekki borin
upp í ríkisráðinu, var nú breytt, þar
sem vissa var fyrir, að konungur þá
myndi ekki veita lögunum staðfestingu.
— Var því sú samkomulagsleið valin,
að konungur ákveði sjálfur, hvar mál-
in skuli uppborin.
Par sem hinar nýju kosningar að
sjálfsögðu snúast fyrst og fremst um
stjórnarskrármálið, vildi Vestri flytja les-
endum sínum aðaldrættina. Ættu kjós-
endnr að íhuga það sem bezt.
*
* *
Stjórnarskrárbreyting þessi er gæti-
legri en sú sem samþykt var 1911, og
teljum vér hana hafa tekið bótum,nema
að því leiti að fjölgað er þeim þing-
mönnum sem neðrideild á að kjósa til
efrideildar frá frumv. 1911. Konur eru
nú leiddar til sætis meðal kjósenda með
meiri hæversku, eldri konurnar fyrst
og svo þær yngri á eftir.
Yfirleitt fer stjórnarskrárbreytingafrv.
í þá átt að taka eigi upp aðrar breyt-
ingar en þær, sem hafa unnið sér sam-
úð mikils þorra þjóðarinnar.
F>ó er breytingin um að útiloka dóm-
ara er eigi hafi umboðsstörf frá kjörgengi
nýmæli. Pví atriði hafði lítt verið hreyft
fyrir þjng. Það er óheppilegt, einkum í
hinum þýðingarmeiri málum, að þing-
menn séu að þjóta í að semja lög um
eitthvað sem þeim fyrst kemur í hug
ér á þing kemur og naumast hefir ver-
ið ymprað á áður, og ekkert undirbúið.
F*að virðist benda á, að þingmenn geti
eigi hugsað nema á þingi. Enda eru
sumir þeirra, sem altaf steinþegja milli
þinga, frakkastir að unga út frumv. er
á þing kemur um mál, sem varla hefir
verið minst á áður eða setja inn í laga-
frumvörp ákvæði, sem koma eins og
skollinn úr sauðarleggnum.
Petta bendir á pólitíkst þroskaleysi
og fljótfærnisflan í löggjafarstarfinu, sem
þyrfti að lagast með tímanum.
„Lögrétta“
um
stjórnarskrármálið.
Blaðinu farast svo orð:
»Stjórnarskráin er afgreidd þannig frá
þinginu, að hún ætti að fá framgang í
því formi sem hún fékk þar, þótt galla-
laus sé ekki. Ákvæðin um kosningu efri
deildar eru gölluð. Hún hefði öll átt
að vera kosin með hlutfallskosningum
um land alt, eins og nú er gert ráð
fyrir að þeir sex menn verði, sem koma
eiga í stað hinna konungkjörnu. Svo
hefði jafnframt átt að laga kjördæma-
skiftinguna, gera hana réttlátari en hún
nú er. En ekki er vert að fara nú að
hefja stríð um það atriði, heldur láta
sitja við það sem orðið er. Mörgu er
í nýja frumvarpinu breytt til bóta, og
um margar breytingarnar munu allir
vera sammála. Á næsta þingi ætti því
að samþykkja sjórnarskrárfrumvarp þings-
ins í sumar óbreytt, og er þá það
þrætumálið frá í bráð, og því viðunan-
lega ráðið til lykta, ef eigi strandar á
staðfesti konungs, sem væntanlega þarf
ekki að óttast.«
*
* *
Engar raddir haia komið fram í blöð-
unum um að breyta beri stjórnarskrár-
frv. síðasta þings á aukaþinginu. Allar
horfur á að þau verði sammála um að
mæla með frv. Líklega verður því eigi
kapp á kosningum út af því máli.
Hitt eru líkur til að allmjög skifti at-
kvæðum hvort frambjóðandi er einráðinn
í að .reyna að koma á stjórnarskiftum
hvenær sem unt er, eða hann vill styðja
núverandi stjórn meðan hún hefir eigi
brotið annað af sér en nú er framkom-
ið. Mikill fjöldi heimastjórnarmanna út
um land mun enn fylgja stjórninni þótt
ráðherra teljist nú ekki í heimastjórnar-
flokki á þingi. Á það atriði út af fyr-
ir sig mun ei verða lögð áherzla við
kosningarnar, þótt ^mörgum þyki fram-
koma Sambandsflokksins í fiokksklofn-
ingsmálinu alt aunað en heppileg eða
hyggileg.
Aftur ér það vitanlegt, að flestir er
telja sig í Sjálfstæðisflokknum og sumir
í bændaflokknum og stöku menn í
Heimastjórnarflokknum vilja koma nú-
verandi stjórn frá hið allra bráðasta,
þó munu ekki nema sárfáir sannir heima-
stjórnarmenn óska þess.
Heimastjórnarmönnum út um land lík-
aði vel ráðherraval hinna mannmörgu
Sambandsmanna á þingi 1912, og það
er lítil von að þeir vilji nú fara að
styrkja þá menn til þings, sem einna
ríkast kann að vera í hug, að koma
fram stjórnarskiftum. Hitt er annað mál
þótt þeir sækist eigi ávalt eftir hverj-
um ósjálfstæðum ráðherradindli, og
vilji ef til vill koma á framfæri utan
af landi hyggnum mönnum, sem dálítið
geta veitt viðnám ráðríki þingmanna,
sem búsettir eru í Rvík, og æðimikið
er farið að bera á síðustu árin.
Undirrituð veitir
KENSLU
í vetur óskólaskyldum börnum; umsókn-
ir óskast fyrir 15. okt. næstk.
Birna B. Bjarnardóttir.
Norðurg. 6.
Sláttuvélum fjölgar
stöðugt hér á landi. Petta ár munu
hafa komið til landsins nálægt 40 sláttu-
yélar, og langflestar keyptar af þeim
hér á Suðurlandi.
Norðanlands, og eins í Borgarfirðin-
um er lítið um notkun sláttuvéla, nema
hvað sláttuvél er einlægt notuð á Hvann-
eyn, _ í Eyjafirði munu vera til fjór-
er sláttuvélar, og eina af þeim á Rækt-
unarfélagið. Og í Skagafjarðarsýslu eru
aðrar fjórar, þar af ein norður í Fljót-
um. _ j sumar var keypt sláttuvél að
Eyhildarholti.
Enginn vafi, að nota mætti miklu
víðar sláttuvélar, en enn er orðið, ekki
síst í Eyjafirði og Skagafirði, og jafn-
vel víðar. »Freyr.«
*
* *
Eggert bóndi Davíðsson á Möðru-
völlum í Hörgárdal keypti í vori var
sláttuvél og notaði hana allmikið í sum-
ar bæði á tún og engjar. Telst honum
til að vélin hafi sparað honum kaupa-
mann allan sláttinn. Hún er léttídrætti,
svo tveir hestar geta vel dregið hana
hvíldarlaust meiri hluta dags. Peir Laxa-
mýrarbræður fengu sláttuvél frá Eng-
landi. Hafa mikið notað hana í sumar,
og líkar vel við hana. Eftir sögn þreytir
hún hestana meir en Möðruvallavélin,
en er ef til vill afkasta meiri. Einhver
af ökumönnum Akureyrar ætti að eign-
ast sláttuvél og slá hér á sumrum hin
víðlendu tún bæjarmanna.
Gagnfræðaskólinn
var settur 1. þ. m., til hans eru ,nú
komnir 116 nemendur, 4 ókomnir, um
40 eru í heimavist. Skólinn er fullskip-
aður og tekur eigi fleiri nema að mjög
væri þrengt að.
Blaðið
»Reykjavík« hefir Eggert Claessen
málafærslumaður í Reykjavík keypt. Rit-
stjóri blaðsins er sá sami og áður Kr.
Linnet lögfræðingur, sá sami og settur
var lögreglustjóri á Siglufirði um árið.
Tombóla
til ágóða fyrir hið stóra samkomuhús
bæjarins (Goodtemplarhúsið) verður
haldin að kvöldi þess 11. og 12. þ. m.
Dráttum til tombólunnar þarf að vera
búið að skila að kvöldi þess 9.
Fullyrða má að þetta verði einhver
mesta tombólan sem hér hefur verið
haldin. P.
Haustannir
eru miklar á Akureyri og atvinna yf-
irfljótanleg fyrir þá, sem í almenna vinnu
vilja géfa sig. Fyrst eru mikil vinna við
slátrun als þess urmulls af lömbum, sem
bingað eru rekið, niðursöltun kjöts, fram-
skipun á haustvörum og miklu af síld
og fiski frá sumrinu, uppskipun á haust-
vörum, kolum og steinolíu og ýmsu fl.
Bátasetningur á land og að ganga frá
þilskipastól fjarðarins, viðgerðir á hús-
um o. m. fl.