Norðri - 05.12.1913, Blaðsíða 1
VIII. 40.
1913.
Akureyri, 5. desember.
Carlsberg brugghúsin
mæla með
Carlsberg
myrkum skattefri
alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum.
Carlsberg skattefri porter
hinn ekstraktríkustu af öllum portertegundum.
Carlsberg sódavatn
er áreiðanlega besta sódavatn.
Guðmundur Friðjónsson.
Skáldið kom til Akureyrar í vikunni
em leið og dvelur hér nokkra daga.
Á mánudaginn hafði hann fyrirlestur
í Templarasalnum um afturgöngur og
reimleika, lestur þennan nefndi hann
Glámsaugun.
Húsið var fult eins og oftast er, þeg-
ar Ouðmundur les hér húslestra.
Lesturinn var þrunginn af drauga-
trúnni Og höfundurinn gerði grein fyrir
trú sinni með kraftmiklum kjarnyrðum,
skáldlegum tilþrifum og áhrifamiklum
lýsingum á hinum huldu og geigvæn-
legu fyrirbrigðum rökkursins.
Höf. gat þess, að í þetta sinn hefði
það verið dr. Helgi Péturs, sem hefði
komið sér af stað með getgátum sínum
um að það hefði verið ísbjörn, sem flækst
hefði fram á Forsæludal og átt þar við
Gretti, er haldið hefði verið að væri Glám-
ur afturgenginn. Hann kvaðst viðurkenna
Helga stórgáfaðan og skygnan mann, er
sæi gegnum hóla og hamra og arnfleyg-
an jarðfræðing, en getgátu hans um ís-
björninn í Forsæludal gat hann þó eigi
fallist á, trúði betur sögunni í þessu efni.
Meðal annars taldi hann draugatrúnni
til gildis að hún væri æfagömul og
gengi í gegnum árbækur veraldarinnar,
æskan og ellin hneigðust einkum að
henni og að sjaldan lýgi almanna róm-
ur. Hann dáðist að frásögninni um
Gretti og Glám, sem væri með geir-
neglingu hinnar römmustu heiðni sem
hvergi væri lát á.
Hann talaði um draugalíf á víkinga-
öldinni og að þá hefðu afarmennin lif-
að draugalífi eftir dauðann í haugum
sínum. Þessir afarviljasterku og tröll-
auknu menn, sem verið hefðu oddvitar
haturs og grimdar, hefðu gengið aftur,
enda væri það ekki óeðlilegt, að menn
með tröllaukinn andanskraft, létu til sín
taka eftir dauðann.
Hann gat þess að menn sem lifðu í
einveru yrðu oft gæddir meiru andans-
þreki og viljakrafti, en þeir sem í fjöl-
menninu og félagslífinu eyddu aldri sín
um, slíkir menn forðum hefðu ekkert
verið líkir snúinskeggjum og stássró-
um vorra tíma, sem mest hefðu hugann
við grautarskálir og sofflummur og með
sálir eins og táarlaupa, sem engu vatni
héldu og jafnt og þétt yrðu fyrir skyndi-
áhrifum frá mannstóðinu. Skáldið skýrði
frá að það í æsku hefði séð gamlan
mann með voða augum haturs og vonsku,
slík augu findust vart nú á dögum,
og þó mundi á tímum Gláms hafa ver-
ið til miklu ægilegri augu en í æsku
sinni. Eigi væri því að undra þótt
Grettir hefði aldrei orðið samur maður
eftir að hafa orðið fyrir heljarafli Gláms,
anda hans og augna, afturgengins fjand-
manns, sem soðið hefði allan sinn kraft
og kingi niður í tvö voðaleg glóðar-
augu, eigi að undra þólt slík áhrif hefðu
tylgt Gretti til síðustu fjörbrota. Lýsing
skáldsins á Glámi var geirneglingur
hinnar römmustu heiðni eins og hann
sjálfur að orði komst um hinar fornu
sagnir.
í einum kafla lestursins varl skáldið
að reyna^að færa rök fyrir draugatrú
sinni, hann vildi gera tilraun til að varða
veginn að^skoðunum þeim, sem trú hans
byggðist á. Það var enginn bilbugur á
ræðumanni, að hann þóttist vísa á hina
réttu leið, því hann kvaðst engum tví-
mælum dreifa til, en skoðunin var sem
næst því á þá leið:
Móðan milli lifandi manna og dauðra
er ekki með öllu ógagnsæ fyrir alla.
Sumir hafa snefil af hinu svonefnda 6.
skilningarviti og grilla inn í móðuna,
eða sjá myndir þaðan læðast um í
mannheimi, menn með járnsterkum vilja
geta gert vart við sig í mannheimi eft-
ir dauðann og tekið á sig gerfi, eigi
bera þeir sinn 'gamla líkama, hetdur
annað gerfi sem líkist honum, kuldi
fylgi þeim sem af heiptarhug leiti í
mannheim og þeir fylgi forsælunni og
tunglsskininu, þegar gluggaþykkni sé í
lofti. Slík vera hafi Glámur verið dauð-
ur og Grettir hafi mætt honum á tak-
mörkum tveggja heima. Viðureignin
hufi farið fram hálf í mannheimi og
hálf í helheimi.
Þjóðtrúin lýsti konum sem rammari
afturgöngum en körlum, en það væri af
því, að eins og þær elskuðu meira hér í
lífi þá væri líka hatur þeirra beiskara og
ofsalegra og ef þær dæju í hefndarhug
yrðu þær voðalegri, þegar þær snérust
til hefnda eftir dauðann. Lallarnir hefðu
ávalt í þjóðsögunum verið meinlausari
eu skotturnar. Skáldið komst og að þeirri
niðurstöðu, að heiptarhugurlifandi manns
gæti haft áhrif á lifandi óvin hans, jafn-
vel drepið hann, og var þar á slóðum
sendingatrúarinnar í jsjóðsögunum.
Skáldið kannaðist við að afturgöngur
væru nú mjög að hverfa, og var svo að
heyra, að hann teldi ástæðurnar aðal-
lega tvær. Viljasterka fólkinu var að fækka,
fólkinu sem hataði af öflum sálarkröft-
um þegar það hataði, þeim væri þvíað
fækka, sem mannrænu hefðu til að ganga
aftur. Þeim væri líka að fækka, sem gæddir
voru sjötta skilningarvitinu; hin tíðu á-
hrif frá mannstóðinu gegnum blöð, síma
og ýmiskonar svonefnt menningarhringl
sljófgaði það og glefti fyrir, þeir sæu
því síður en áður svipina í móóunni (í
hinu áttalausa Ljósavatnsskarði, sem læi
milli lifandi manna og dauðra), sæju
þá síður þegar þeir kæmu fram í rökkr-
inu, og svifu um í mannheimi. Þegar
tunglið væði í skýjum.
Skáldið drap og á að fleiri en odd-
vitar haturs og gnmdar hefðu birst í mann-
heimi eftir dauðann, þeir einnig sem alla
sína daga hefðu unnið kærleikansstarf hér
í mannheimi, en kærleikinn væri velvild-
in í hæsta veldi, birting oddvita kær-
leikans eftir dauðann ætti ekkert skilt
við rökkrið, tneð henni hafi komið þýð-
vindi í mannheim, sem ornað hefði
mannkyninu í 20 aldir.
Guðmundur skáld birtir efalaust þenn-
an fyrirlestur í tímariti áður en langt um
Ifður, og geta menn þá fengið að sjá
hann í gleggra Ijósi en nú eru tök á
að birta hann í Norðra. Útsendari Norðra
sem átti að ná ágripi af honum, kom
heim heldur lúpulegur og sagði að
skáldið hefði lesið svo hratt, að hann
hefði fáu náð, slundum að vísu í skott-
ið á fallega sagðri setningu, en oftast
mist hana, enda eigi heiglum hent að
ná ágripi af ræðum Guðmundar, svo
eigi misstist blærinn.
Ágripið hér að framan er eftir minni
eins er heyrði fyrirlesturinn, en hvað
verður nú úr minni manna innanum öll
áhrifin frá »mannstóðinu« og allar síma-
hringingarnar í kaupþorpunum.(?) Þeim
fækkar gömlu mönnunum með stálminn-
ið, það veit Guðmundur Friðjónsson
manna bezt, og því er hæpið að heimta
það af tíðindaritara Norðra, að ná öllu
gleggri smámynd af fyrirlestri hans, en
hér hefir tekist. En því er þessa lest-
urs hér getið, að oss virtist hann tals-
vert kraftmeiri og þjóðlegri, en flest af
því andatrúarléttmeti, sem við og við
birtist í sunnanblöðunum.
Símfréttir frá Rvfk
í gær.
Fánamálið. Símskeyti frá Khöfn seg-
ir: Knud Berlin hamast gegn íslenzka
fánanum í dönskum blöðum, og á einka-
fundum, sem hann hefir haldið með
ríkisþingsmönnum.
Pórarinn Þorláksson málari hefir
gefið út stóra mynd af Öræfajökli, sem
hann hefir gert. Myndin er prentuð í
Lundúnaborg.
Botnía kom í gær til Seyðisfjarðar.
Ráðherrann er með henni.
Sunnudagaskólabörnin dönsku
hafa nú í 5. sinn sent börnum hér á
landi jólakveðju og snotra bók.
Prestar í Reykjavík hafa stofnað
til glaðningar um jólin fyrir fátæk börn.
Biskup hefir lagt fyrir presta að
minnast 300 áia aftnælis Hallgríms Pét-
urssonar á sunnudaginn fyrsta í föstu.
Uppþot var í verzlunarskólanum hér
á laugardaginn, 50 nemendur urðu ó-
sáttir við Ólaf G. Eyjólfsson skólastjóra
og hættu að koma í tíma. Búist er við
að skólanefndin muni geta komið á
sáttum bráðlega.
Jóla- og
Nýárs-kort
selur
prentsmiðja
Björns /ónssonar.
Raflýsingar. Halldór Guðmundsson
rafurmagnsfræðingur er nýkominn aust-
an úr Skaftafellssýslu. Þar hafði hann
sett upp raflýsing í Vík í Mýrdal, sem
kostaði 8000 kr., þá lýsing kostaði sveit-
in að nokkruleyti. Aðra raflýsing setti
hann upp á Þykkvabæ hjá Helga bónda
Þórarinssyni. Hún kostaði 2000 kr. Sú
rafvél notast jafnframt til að framleiða
hita til að sjóða við mat. Búnaðarfélag
íslands hefir styrkt þetta fyrirtæki Þykkva-
bæjarbóndans.
Lárus H. Bjarnarson hefir gengið
úr félaginu Fram og rúmir 100 félagar
með honum. Hafa þeir nú stofnað nýtt
pólitiskt félag, sem þeir nefna »þjóð-
ræknisfélag*.
Fornfræðafélaglð hélt nýlega aðal-
fund. Félagsmönnum hefir fjölgað uml.
ár og sjóður félagsins aukist um 150
krónur.
Palladóma allnákvæma um þing-
menn er blaðið Vísir byrjaður að flytja
Myndarleg hluttaka.
Abyrgðarmenn fyrir sparisjóðsfélagi
Norðuramtsins ákváðu á fundi á fimtu-
daginn að verja af varasjóði 1500 kr.,
til að kaupa fyrir hluti I Eimskipafélagi
íslands.
Sparisjóður Norðuramtsins hefir eigi
verið starfandi síðan útbú íslandsbanka
var stofnað hér, en gert er ráð fyrir í
lögum hans að hann geti tekið aftur
til starfa, ef ábyrgðarmenn hans telja
það hagfelt. En litlar líkur eru þó til
að það verði fyrst um sinn.
Varasjóður þessarar stofnunar er á
fimta þúsund og stendur í veðdeildar-
bréfum og í sparisjóði.