Norðri - 24.12.1913, Blaðsíða 1
VIII. 43.
Akureyri, 24. desember.
1913.
Bæjarstjórnarkosníngin næsta
á Akureyri.
10 fulltrúa kýs fólkið til þriggja ára,
eru 4 kosnir á ári í ivö ár og tveir
þriðja árið. Um næsta nýá. ganga þeir
úr Björn Líndal, Ouðmundur Ólafsson,
Krístín Eggertsdóttir og Otto Tulinius,
F*á bæjarfulltrúa sem ganga úr má kjósa
aftur, þó þeir séu eigi skyldir að taka
móti kosningti. Séu þeir settir á lista
má búast við að þeir geri listameðmæl-
endum aðvart, ef þeir ætla að neita
kosningu, enda hefir það ekki komið
fyrir, að bæjarfulltrúi á Akureyri hafi
neitað að taka að sér bæjarfulltrúastöð-
una hafi hann verið kosinn.
Við næstu bæjarstjórnarkosningu verð-
; ur í fyrsta skifti valið eftir hinum nýju
Iögum, sem breyta kosningaraðferðinni
nokkuð frá því sem verið hefir, geri
sú aðferð hlutfallskosninguna ekki eins
bundna og verið hefir, og leyfir Norðri
sér að taka kafla úr lögunum, sem lúta
að breytingum á kosninga-aðferðinni,
svohljóðandi:
2. gr. • Sé eigi stungið upp á fleiri
fulltrúaefnum á listum, sem gildir eru
metnir, en kjósa skal bæjarfulltrúa, þarf
engin kosning fram að fara, heldur lýs-
ir kjörstjórn, að liðnu hádegi 2 nóttum
fyrir kjörfundardag, þá menn kosna,
sem löglega hefir verið upp á stungið.
Séu aftur á móti fulltrúaefni á fram-
komum, gildum listum fleiri samtals en
kjósa skal fulltrúa, skal. kjörstjórnin taf-
arlaust láta fullgjöra kjörseðla fyrir kaup-
staðinn og gera almenningi kunnugt
með uppfestum auglýsingum, hverjir
listar séu í kjöri, að tilgreindum nöfn-
um fulltrúaefna og bókstaf hvers lista.
Á kjörseðli skulu allir listar, er gild-
ir hafa verið metnir, skráðir þannig, að
öðrumegin á hæfilega stóru pappírs-
blaði séu prentuð út af fyrir sig( hvert
niður af öðru í óbreyttri röð, nöfn full.
trúaefnanna á hverjum lista, hver nafna-
röð undir sinum bókstaf, og skulu vera
feit og skýr langstrik til aðgreiningar
milli listanna. Listarnir skulu skráðir á
blaðið, hver við annars hlið, eftir staf-
rófsröð bókstafa sinna og nöfn fulltrúa-
efnanna á hverjum lista aðgreind með
þverstrikum; hæfilegt bil fyrir skrifaðan
tölustaf skal vera fyrir framan hvert nafn
innan þessa striks, sem takmarkar list-
ann. Eigi tvö eða fleiri fulltrúaefni að
öllu samnefnt, skal einkenna þau til að-
greiningar með heimilisnafni eða stöðu.
A kjörseðli skal vera fyrirsögn: »Kjör-
seðill fyrir bæjarstjórnarkosning í N.-
kaupstað . . d. mán. 19 . . «, en að
öðru leyti ekkert annað á kjörseðli letr-
3Ö, en það sem að ofan greinir.
Kjörscðlar skulu vera úr góðum og
þykkum pappír. Peir skulu vera brotn-
ir saman með óprentuðu hliðina út,
þannig, að ekki sjáist letrið á þeim, og
skal svo frá brofi gengið, að auðvelt
sé að leggja þá aftur í sama brot, er
þeir eru notaðir.
3. gr. Aftan við 1. inálsgrem ó. gr
•aganna bætist svohljóðandf ákvæ:3f:
Heimilt er bæjarstjórn að skifta kjós-
endum í deildir, enda skipar hún þá
undirkjörstjórn fyrir hverja deild, ög
hefir hver þeirra sinn atkvæðakassa og
kjörklefa.
í 2. málsgrein 6. gr. falli burt orðin:
»ásamt umslagi« — til enda málsgrein-
arinnar, svo og 3. og 4. málsgreinin
og í þess stað komi:
fer kjósandi með hann inn í kjörklef-
ann (kjörherbergið) að borði því, er þar
stendur, og gerir þar kross við bókstaf
þess lista á kjörseðlinum, sem hann vill
atkvæði gefa. Vilji hann breyta nafna-
röðinni á lista þeim, ér hann velur, skal
hann setja tölustafinn 1 fyrir framan
það nafn, sem hann vill hafa efst, töl-
una 2 fyrir framan það nafn, sem hann
vill láta vera annað í röðinni, töluna 3
við það nafn, ér hann vill láta vera
hið þriðja o. s. frv. Sé eitthvert nafn,
er hann getur eigi felt sig við á lista
þeim, er hann kýs, má hann strika það
út, og telst það þá eigi með við sam-
talning atkvæðanna. Krossinn við lista-
bókstafinn, tölustafina við nöfnin og út-
strikun nafns, ef hann vill útstrika, skal
hann gera með blýanti, sem kjörstjórn-
in hefir til í klefanum. Sfðan brýtur
kjósandi seðilinn saman í sömu brot,
sem hatin var í, er hann tók við hon-
um; gengur hann sfðan inn að kjör-
borðinu, og stingur sjálfur seðlinum
þannig samanbrotnum í atkvæðakássann,
gegnum rifuna á lokinu.
Annar meðkjörstjórinn skal hafa fyrir
sér eftirrit af kjörskránni, og gera merki
við nafn hvers kjósanda, jafnóðum og
hann hefir neytt kosningarréttar síns, en
hinn meðkjörstjórinn skal rita nöfn þeirra,
er atkvæði greiða, á sérstaka skrá með
áframhaldandi töluröð fyrir framan hvert
nafn. Enginn getur neytt kosningarrétt-
ar, nema hann sé sjálfur á kjörfundi og
greiði atkvæði. Nú skýrir kjósandi kjör-
stjórn frá því, að hann sakir sjónleysis
eða annarar líkamsbilunar, er kjörstjórn
telur gilda ástæðu, sé ófáer til að fram-
kvæma kosninguna á fyrirskipaðan hátt,
og skal þá maður úr kjörstjórninni, sá
er kjósandi nefnir til, veita honum að-
stoð til þess í kjörklefanum. Þetta skal
bókað f kjörbókina að tilgreindum á-
stæðum.
Ef kjörseðil) rangmerkist eða skemm-
ist á einhvern hátt, eftir að kjósandi
tók við honum, þá getur kjósandinn af-
hent kjörstjórninni skemda seðilinn og
fengið f staðinn nýjan kjörseðil, ef seðla-
birgðirnar eru ekki þrotnar, enda sé
ekki ástæða til að ætla, að hann hafi
ónýtt seðilinn af ásettu ráði.
5. gr. 8. gr. laganna orðist þannig:
Talning atkvæða fer fram í heyranda
hljóði, þegar er kosningarathöfninni er
lokið ; oddviti kjörstjórnar opnar atkvæða-
kassann. Sé kjósendum skift í kjördeild-
ir, lætur kjörstjóri atkvæðaseðlana úr at-
kvæðakössum deildanna óskoðaða sam-
an í hæfilega stórt tómt ílát méð loki
yfir, og skulu seðlarnir hristir vel sam-
an, áður talning byrjar.
Því næst tekur oddviti upp eínn og
efnn kjörseðil í einu, og les upp lista-
bókstaf þann, sem krossað er við á hon-
um; sýnir hann kjörseðlana jafnóðum
viðstöddum meðmælendum og leggur
þá svo frá sér, þannig, að þeir kjör-
seðlar, sem eru sammerktir, séu í bunka
sér, en meðkjörstjórar merkja jafnótt á
blað, hvað margir seðlar fari í hvern
bunka.
Kjörseðill verður ógildnr, ef bert
verður við talning atkvæða, að kjós-
andi hefir: sett kross við fleiri en
einn listabókstaf, eða tölumerkt nöfn
á fleiri listum en einum,
bætt nafni eða nöfnum við á lista,
skrifað nafn sitt á seðilinn,
sett á hann strik eða rispu eða önn-
ur einkenni, er gert geti seðilinn
þekkjanlegan,
eða notað annan seðil en kjörstjórn
hefir afhent honum.
Nú er eigi krossað við neinn lista-
bókstaf á einhverjum kjörseðli, en nöfn
eða nafn tölusett á einum listanum á
honum, og telst sá listi þá valinn af
kjósanda, þótt krossinn vanti við lista-
bókstafinn, ef ekki eru aðrir gallar á.
Pegar allir kjörseðlarnir eru upp tekn-
ir, skal telja saman, hve margir hafa
valið hvern lista, og er það atkvæða-
tala listanna, hvers um sig. Bera skal
samtölu þessara atkvæðatalna saman við
samtölu þeirra, er atkvæði hafa greitt
eftir skrá þeirri, sem haldin var sam-
kvæmt 6. gr. yfir þá, sem neyttu kosn-
ingaréttar. Ef samtölunni ber ekki sam-
an, skal fara attur yfir kjörseðlana alla
og atkvæðaskrána, og leiðrétta skekkjur
þær, sem á kunna að hafa orðið.
6. gr. 9. gr. laganna orðist svo:
Til þess að finna, hve mörg fulltrúa-
efni hafa náð kosningu af hverjum lista,
skal skrifa upp atkvæðatölu hvers lista
fyrir neðan sinn lístabókastaf, þá helm-
ing átkvæðatalnanna, þá þriðjung þeirra,
fjórðung o. s. frv., eftir því, hve marga
fulltrúa á að kjósa og hverjum lista get-
ur mest hlotnast, þannig, að útkomu-
tölur þessar standi í röð fyrir hvern
lista. Siðan skal marka hæstu útkomu-
tölurnar jafnmargar og kjósa á fulltrúa,
og fær hver listi jafnmarga fulltrúa kosna,
sem hann á af tölum þessum. Standi
eigi svo mörg riöfn á lista, sem hon-
um bera fulltrúar eftir útkomutölum,
skal taka þau, sem vantar, af hinum
listunum eftir sömu reglu.
Til þess að finna, hver fulltrúaefni
hafa náð kosningu á hverjum lista, skal
telja saman atkvæði hvers einstaks full-
trúaefnis á þann hátt, er nú skal greina:
Kjósandi telst una við röðina á lista,
hafi hann eigi breytt henni með því að
setja tölur fyrir framan nöfnin, og hafi
hann að eins sett tölu við eitt nafnið
eða nokkur af þeim, telst hann una við
röðina að öðru leyti. Oddviti kjörstjórn-
ar tekur kjörseðlabunkana, fyrst þann
er flestir seðlar eru í, og svo koll af
kolli, en meðkjörstjórar hafa fyrir sér
lista með nöfnum þeirra fulltrúaefna,
sem standa á þeim Iista, sem auðkend-
ur er á þeim kjörseðlum. Oddviti tekur
kjörseðlana úr bunkanum einn af öðrum
sýnir þá meðmæíendum og les upp
Vegna vörukönnunar
verður Sölubúð Gránu-
félagsverzlunar á Odd-
eyri LOKUÐ frá 1.-15.
jan. næstkomandi.
Oddeyri 10. des. 1913.
Pétur Pétursson.
nöfnin ásamt raðartölu þeirri, er þeim
ber eftir kjörseðlinum, en meðkjörstjör-
ar rita upp atkvæðin eftir því. Sá, sem
fremstur stendur eða talan 1 er mörkuð
við, fær heilt atkvæði, þeir, sem eru
aftar í röðinrti, fá hver um sig bröt úr
atkvæði, er sé mismunandi eftir tölu
þeirra fulltrúa, sem á að kjósa, þanfíig,
að það sé jáfnt tölu fUlltrúanna að frá-
dreginni tölu þeirra fulltrúaefná, sem
framar standa eða lægri tölu fá á kjör-
seðlinum, deilt með fulltrúatölunni. Peg-
ar kjörseðlabunkarnir eru þannig Upp-
lesnir, skulu atkvæðatölurnar lagðar sam-
an. Hafi sami maður fengið atkvæði á
fleiri en einum lista. sem til greina
kemur eftir atkvæðamagni, þá skal leggjá
hinar lægri atkvæðatölur hans við át-
kvæðatölu þá, er hann hefir fengið á
þeim lista, er hann hefur mest á, og
telst sú samanlagðá atkvæðatala honutn
þar að fullu, en nafn hans strikast út
af hinum listunum. Peir sem hæstar hafá
atkvæðistölur, eru kosnir, svo margir af
hverjum Iista, sem honum ber samkvæmt
því ér áður greinir. Lýsir kjörstjórn þá
kosna f þeirri röð, sem upphæð út-
komutalnanna til segir.
Ef jöfn verða atkvæði lista eða full-
trúaefna, og úr þarf að skera, skal hlut-
kesti ráða. Kjörstjórn varpar hlutkesti á
þann hátt, að hún ritar bókstaf þeirr'á
lista eða nöfn þeirra fulltrúaéfna, Séfti
jöfn atkvæði hafa á jafnstóra seðla, læt-
ur seðlana samanbrotna í hylki, sem yf-
ir er breitt, og kveður til einhvern ó-
viðkomandi mann að draga einn séðil
úr hylkinu. Sá seðill er dreginn er, seg-
ir þá til hvern taka skal.
7. gr. í stað 12. gr. laganna komi
svo látandi grein:
Pegar lög þessi öðlast gildi, skal
færa viðauka þá og breytingar á bæjar-
stjórnarkosningalðgunum frá 10. nóvbr.
1903, sem í lögum þessum eru ákveðn-
ar, inn í meginmál þeirra; getur þá
konungur gefið lögin, þannig breytt, út
sém »Lög um kosningar til bæjarstjóma
í kaupstöðum«, og öðlast þau gildi 1.
janúar 1914 í stað nefndra laga.
* * * * *
* * * *
Eftir lögum þessum verða kjörseðl-
arnir nokkuð öðruvísi en verið hefir og
kosningin heldur vandasamari.
Innan fárra daga verða kosnir fjórir
bæjarfulltrúar á Akureyri, eftir lögum
þessum, og líklega verða settir upp 2
eða 3 listar. Yrðu þeir 3 mundi kjör-
seðill líta út svipað þessu, nema nöfn-
in flest önnur,